rapport skrifaði:Nördaklessa skrifaði:ég hunsa allar öfgar sama hvaðan þær koma... en ef ég fer einhverntíminn í eitthvað stelpulegt skrifstofustarf eins og þið stelpurnar og kemst að því að ég er með hærra haup og einhver kona sem vinnur sama starf og ég þá myndi ég persónulega verða stjörnuvitlaus....
Viltu ekki fyrst átta þig á hvað öfgar eru?
Öfgamenn eru almennt þeir sem beyta ofbeldi en ekki umræðu til að ná sínu fram.
Við búum því við hósfaman femínisma hér á Íslandi en ekki öfgafemínisma.
Eru sumir ekki bara með svolítið lítið hjarta og orðnir hræddir við breytingar?
Talandi um að átta sig á því hvað öfgar eru, þetta er uppúr íslenskri orðabók
Öfgar:„ýkjur, of sterkt orðalag um eitthvað“ og „það stærsta, mesta sem til greina kemur (oft fjarstætt og í rauninni óhugsandi)“
Að fara út í öfga er „hófleysi, eitthvað sem ekki er haldið innan skynsamlegra takmarka“.
Að vera öfgafenginn eða öfgafullur er „að vera gefinn fyrir ýkjur eða vera ofstopafullur“.
Við búum heldur alls ekki við hófsaman feminisma hérna, heldur eru baráttumálin hérna einfaldlega mun lengra komin en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Þú þarft ekki að fara til Saudi arabíu, til að íslensk (skandinavísk) viðmið þyki mjög róttæk. BNA er nógu langt, Bretland, svo að maður tali nú ekki um meirihlutann af austurblokkinni.
Mér finnst rétt að taka fram að ég er að flestu leyti sammála feministum og finnst ekkert endilega að feminismi eigi að vera hófsamur. Öfgar eru fínir til að vekja umtal eins og Benetton sýna frábærlega með auglýsingunni. Hún er skelfilega ósmekkleg en meira að segja hérna, inni á tölvu/tækni spjalli erum við að ræða þetta.
En svo að við séum nú sammála um eitthvað þá held ég að margir séu einmitt skíthræddir við breytingar
Verðlöggur alltaf velkomnar.