Góða kvöldið.
Ég hef verið með vandamál sem pirrar mig mjög mikið og langar að forvitnast hvort einhver ykkar kannist við mál sem þetta.
Við erum með 2 fartölvur á heimilinu, báðar tengdar með WiFi við Router frá Vodafone.
Tölvan mín á virkilega erfitt með að hlaða öllu niður erlendis. Hvort sem það er að synca dropbox, facebook, gmail, 9gag, youtube o.s.frv.
En íslenskar síður birtast á núll-einni.
Tölvan hjá kærustunni finnur ekki fyrir einu eða neinu, hvorki á erlendum síðum né innlendum.
Við prófuðum að pinga nokkrum sinnum youtube.com á sama tíma.
Hún var með alltaf með 50-60 ms í average og aldrei með "Request Timed Out"
Ég var hinsvegar með average 70-80 ms. En var þó alltaf með 2-3 "Request Timed Out"
Ég er með 1 árs gamla Lenovo E520 en hún er með 4 ára gamla Dell Vostro svo það er ekki hægt að stimpla þetta á tölvuna sjálfa. Það er spurning hvort það sé einhver hugbúnaður sem lætur þetta gerast? Firewall?
Hvað er það sem ég ætti að athuga?
*Edit* Bætt við:
Þess má geta að netið hjá mér er ekki svona hægt annarsstaðar, t.d. í skólanum!
Erlent net mishratt í tölvum á sama neti?
-
- Nörd
- Póstar: 148
- Skráði sig: Lau 25. Júl 2009 18:10
- Reputation: 1
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Erlent net mishratt í tölvum á sama neti?
Sæll,
ég lenti í þessu þegar ég fékk nýja fartölvu.
Nýja vélin, Dell Latitude E5530 lét svona, en gamla, Dell Latitute D520 var í góðum gír ásamt öðrum þráðlausum tækjum á heimilnu.
Ég er hjá Vodafone og var með Bewan roter, fékk Zune í staðinn og þá lagaðist þetta.
fékk reyndar enga skýringu á þessu undarlega vandamáli.
ég lenti í þessu þegar ég fékk nýja fartölvu.
Nýja vélin, Dell Latitude E5530 lét svona, en gamla, Dell Latitute D520 var í góðum gír ásamt öðrum þráðlausum tækjum á heimilnu.
Ég er hjá Vodafone og var með Bewan roter, fékk Zune í staðinn og þá lagaðist þetta.
fékk reyndar enga skýringu á þessu undarlega vandamáli.
Samtíningur af alls konar rusli
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 173
- Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Erlent net mishratt í tölvum á sama neti?
Ég hringdi loksins í þá í stað þess að bölva þessu úti í horni. Strákurinn sem svaraði símtalinu mínu sagðist aldrei hafa heyrt um svona vandamál.
En hann opnaði WEP Connection sem ég tengist í gegnum núna í stað WPA áður til þess að prófa og það virðist svínvirka.
Ef það hefði ekki virkað hefði ég átt að fá nýjan router.
En hann opnaði WEP Connection sem ég tengist í gegnum núna í stað WPA áður til þess að prófa og það virðist svínvirka.
Ef það hefði ekki virkað hefði ég átt að fá nýjan router.