Lennti í því síðasta föstudags kvöld að það var ráðist á mig.. kinnbeinsbrotinn, heilahristingur og hausverkur sem er ekki ennþá farinn.
Fór á mánudag og kærði og fékk þar einhver blöð frá lögreglu um að ég hefði 14 daga til að skila inn skaðabótakröfu.
Nema hvað að ég hef aldrei búið til neina svona skaðabótakröfu og veit bara ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig..
Mér var sagt að best væri að tala við lögfræðing, een hvern? Og hvað á ég að gera mér miklar vonir um peninga, erum við að tala um
að ég fái kannski 100 þús. + hann borgar sjúkrakostnað og vinnutap eða er ég ekki að fara að fá neitt og ætti bara að sleppa þessu?
Öll ráð vel þegin, veit ekkert hvert ég á að snúa mér í þessu
Vantar lögfræðing.. (eða ráðgjöf?)
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar lögfræðing.. (eða ráðgjöf?)
Til nánast hvaða lögmanns sem er. Þeir þekkja flestir aðra lögmenn og þá hvað þeir sérhæfa sig í.
Þér gæti ekki skeikað of mikið ef þú hefðir bara samband við einhverja lögmannsstofu.
Ert ekki að fara að fá "ekki neitt" fyrir tilefnislausa líkamsárás í neinu siðuðu landi.
Þér gæti ekki skeikað of mikið ef þú hefðir bara samband við einhverja lögmannsstofu.
Ert ekki að fara að fá "ekki neitt" fyrir tilefnislausa líkamsárás í neinu siðuðu landi.
Modus ponens
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar lögfræðing.. (eða ráðgjöf?)
Til að byrja með, ef þetta var tilefnislaus árás, kærðu. Alveg sama hvað þú átt von á, þótt það sé ekki nema til að covera sjúkrahúsreikninga, kærðu - þetta er spurning um prinsipp og að láta ekki fávita komast upp með svona, það kennir þeim lítið.
Lögmannavaktin (Rekin af Lögmannafélagi Íslands) býður upp á fría lögfræðiaðstoð fyrir almenning á þriðjudögum, pantanir í síma 568 5620.
Orator, félag lögfræðinema HÍ er með fría símatíma á fimmtudagskvöldum frá 19:30-22:00 þar sem meistaranemar svara símtölum, sími 551-1012.
Lögrétta, félag lögfræðinema HR er með fría þjónustu á miðvikudögum frá 17:00-20:00, hægt að hafa samband í 777-8409 eða logfrodur@ru.us
Athugaðu að þú gætir einnig átt rétt á lögfræðiaðstoð í gegnum stéttarfélagið þitt.
Lögmannavaktin (Rekin af Lögmannafélagi Íslands) býður upp á fría lögfræðiaðstoð fyrir almenning á þriðjudögum, pantanir í síma 568 5620.
Orator, félag lögfræðinema HÍ er með fría símatíma á fimmtudagskvöldum frá 19:30-22:00 þar sem meistaranemar svara símtölum, sími 551-1012.
Lögrétta, félag lögfræðinema HR er með fría þjónustu á miðvikudögum frá 17:00-20:00, hægt að hafa samband í 777-8409 eða logfrodur@ru.us
Athugaðu að þú gætir einnig átt rétt á lögfræðiaðstoð í gegnum stéttarfélagið þitt.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 651
- Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
- Reputation: 19
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar lögfræðing.. (eða ráðgjöf?)
Hiklaust að tala við lögfræðing.
Færð ekki mikið út úr réttarkerfinu hérna en það borgar sig samt alveg.
Ef þetta er einstaklingur sem hægt er að díla við þá myndi ég skoða að fá lögfræðing til að bjóða þeim einstaklingi að borga þér beint út skaðabætur og þannig sleppur hann við að fara í kerfið og sakaskrá ef lögreglan ætlar ekki að fylgja þessu eftir (sem hún ætlar ekki að gera ef hún segir þér að fylla út skaðabótakröfu.)
Það er hagstæðast fjárhagslega fyrir þig, nema þetta sé einmitt prinsipp hjá þér að kæra og láta bókann og þá fylgiru kærunni eftir og ferð fyrir dóm með þetta.
Getur samt tekið nokkur ár að fá þetta í gegn.
Færð ekki mikið út úr réttarkerfinu hérna en það borgar sig samt alveg.
Ef þetta er einstaklingur sem hægt er að díla við þá myndi ég skoða að fá lögfræðing til að bjóða þeim einstaklingi að borga þér beint út skaðabætur og þannig sleppur hann við að fara í kerfið og sakaskrá ef lögreglan ætlar ekki að fylgja þessu eftir (sem hún ætlar ekki að gera ef hún segir þér að fylla út skaðabótakröfu.)
Það er hagstæðast fjárhagslega fyrir þig, nema þetta sé einmitt prinsipp hjá þér að kæra og láta bókann og þá fylgiru kærunni eftir og ferð fyrir dóm með þetta.
Getur samt tekið nokkur ár að fá þetta í gegn.
Hardware perri
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 369
- Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
- Reputation: 25
- Staðsetning: 66°N
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar lögfræðing.. (eða ráðgjöf?)
Fáðu upplýsingar um hver réttur þinn er með því að hafa samband í síma 520 5800 eða með tölvupósti til fortis@fortis.is
http://fortis.is/?s=slysamal-skadabotamal
fulltingi.is
http://www.fulltingi.is/
Fulltingi býður t.d. fyrsta tíman frítt.
http://fortis.is/?s=slysamal-skadabotamal
fulltingi.is
http://www.fulltingi.is/
Fulltingi býður t.d. fyrsta tíman frítt.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar lögfræðing.. (eða ráðgjöf?)
Glazier skrifaði:Lennti í því síðasta föstudags kvöld að það var ráðist á mig.. kinnbeinsbrotinn, heilahristingur og hausverkur sem er ekki ennþá farinn.
Fór á mánudag og kærði og fékk þar einhver blöð frá lögreglu um að ég hefði 14 daga til að skila inn skaðabótakröfu.
Nema hvað að ég hef aldrei búið til neina svona skaðabótakröfu og veit bara ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig..
Mér var sagt að best væri að tala við lögfræðing, een hvern? Og hvað á ég að gera mér miklar vonir um peninga, erum við að tala um
að ég fái kannski 100 þús. + hann borgar sjúkrakostnað og vinnutap eða er ég ekki að fara að fá neitt og ætti bara að sleppa þessu?
Öll ráð vel þegin, veit ekkert hvert ég á að snúa mér í þessu
Hey, bara svona upp á forvitni. Hvað var hann gamall sem réðist á þig? veistu hvað hann heitir? (er ekki að biðja þig um að nafn hans hér).
Ég lenti sjálfur í líkamsárás síðasta sumar. Sá aðili réðist á tvo aðra eftir að hafa ráðist á mig í vinnunni.
Erum tveir að kæra hann núna, en hann 'flúði' suður um áramót.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|