Okrað á .is lénum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Okrað á .is lénum

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Feb 2013 17:53

Samkvæmt úttekt hjá Póst og fjarskiptastofnun þá er .is landsénið 100-300% dýrara en landslén hinna norðurlandana.
http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=1 ... nt_id=3834

Grein um málið á Vísi:
http://visir.is/langhaesta-verdid-a-nor ... 3130229802

Af hverju þarf þetta að vera svona? Ekki er hægt að kenna "flutningskostnaði" um?
Er málið að taka þetta af einkaaðilum (isnic) og láta ríkið um það? Myndi það lækka verðið?

Brýnt að setja almenn lög um landslénið .is sem fyrst
Póst- og fjarskiptastofnun telur að sú skipan mála að jafn samfélagslega mikilvæg og takmörkuð auðlind og landslénið .is skuli vera fyrir komið í einokunarstarfsemi einkaaðila sé afar óheppileg og geti m.a. skýrt þann mikla verðmun sem er á árgjöldum lénaskráningar hér á landi samanborið við þau lönd sem við helst berum okkur saman við, sbr. umfjöllun í kafla 4.2. Þessi staða, með tilliti til hagsmuna neytenda, samfélagslega mikilvægis þjónustunnar, auk sjónarmiða um rekstralegt öryggi og stjórnsýslulegt eftirlit með starfseminni, beinlínis kallar á að sett verði almenn lög um starfsemina. Telur PFS afar brýnt að það verði gert sem fyrst.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf Kristján » Fim 21. Feb 2013 17:59

helduru virkilega að núverandi ríkisstjórn mundi gera eitthvað betur.... mundir það ekki bara setja auka skatta og hækka verðið.

en auðvita á að hætta að láta isnic einoka þetta og leyfa samkeppni kannski?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Feb 2013 18:05

Kristján skrifaði:helduru virkilega að núverandi ríkisstjórn mundi gera eitthvað betur.... mundir það ekki bara setja auka skatta og hækka verðið.

en auðvita á að hætta að láta isnic einoka þetta og leyfa samkeppni kannski?


Nei núverandi ríkisstjórn myndi ekki lækka neitt við vitum það enda verður hún bráðum fyrrverandi ríkisstjórn.
Ég er samt á því að landslénið eigi að vera undir ríkinu, það væri hægt að láta háskólann sjá um það.

Landslénið .is er auðkenni sem hefur sérstök tengsl við land og þjóð og er í eðli sínu takmörkuð auðlind. Utanumhald og skráningarstarfsemi fellur því undir hugtakið „náttúruleg einokun” (e. natural monopoly) og þarf að vera á hendi eins aðila. Í samræmi við þær meginreglur sem almennt gilda um ráðstöfun og nýtingu auðlinda telur PFS eðlilegt að löggjafinn geti sett lög um ráðstöfun og nýtingu þessara réttinda.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf Kristján » Fim 21. Feb 2013 18:11

er þá ekki bara málið að fá sér .com/org/net? eða xxx



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf appel » Fim 21. Feb 2013 18:17

Ekki það að ég sé að verja fyrirtækjaeinokun, en það eru þrír punktar í þessu:

1. Verð á .is léni hefur verið það sama í líklega 10-15 ár, eða í raun lækkað.

2. Of lágt verð á .is léni býður upp á það að menn fara að sanka að sér lénum og squatta þau (domain squatters). Með því að hafa verðið "hæfilegt" þá leggja menn ekki út í þann kostnað að skrá t.d. eitt hundrað eða eitt þúsund lén. Þannig að þegar þú þarft að skrá .is lén eru allar líkur á því að það sé laust, og allar líkur á að þú ert virkilega að gera eitthvað við þetta lén, því jú 7 þús kall á ári er kostnaður.

3. Hverjum er best treystandi til að sjá tæknilega um þetta? Isnic hefur sannað sig að mínu mati, en í raun ætti Isnic að vera opinbert fyrirtæki einsog RÚV. En hvaða "göfugu" siðgæðismarkmið munu stjórnvöld setja fyrir sér varðandi .is lén í framtíðinni? Hvur veit. Þó ég sé á móti fyrirtækjaeinokun, þá velti ég fyrir mér hvort stjórnvöldum sé virkilega treystandi fyrir þessu apparati... ekki vil ég hleypa Öfgamundi í þetta.


Svo gildir alltaf reglan: "Don't fix what isn't broken"


*-*

Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1329
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf Stuffz » Fim 21. Feb 2013 18:54

Já og það er bara af því Krónan er ekki lengur eins sterk, það var miklu meiri munur :P

kannski einn kostur, færri ruslalén einsog á .com sem eru svo flestöll frátekin í þokkabót.

fyrir utan það ég er búinn að gleyma hverjir aðrir kostir voru við að hafa .is lén umfram .com?


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Feb 2013 19:20

appel skrifaði:1. Verð á .is léni hefur verið það sama í líklega 10-15 ár, eða í raun lækkað.

Miðað við verðgildi krónunnar þá hefur örugglega orðið raunlækkun á léninu en samt sem áður er það 100-300% dýrara en á norðurlöndunum miðað við verðlag.

appel skrifaði:2. Of lágt verð á .is léni býður upp á það að menn fara að sanka að sér lénum og squatta þau (domain squatters). Með því að hafa verðið "hæfilegt" þá leggja menn ekki út í þann kostnað að skrá t.d. eitt hundrað eða eitt þúsund lén. Þannig að þegar þú þarft að skrá .is lén eru allar líkur á því að það sé laust, og allar líkur á að þú ert virkilega að gera eitthvað við þetta lén, því jú 7 þús kall á ári er kostnaður.

Já og nei, vissulega þýðir hærra verð minni sala, en þá gæti einhver sagt því ekki að hækka lénið í 100k og gera það að lúxus sem fáir hafa efni á?
Þetta er greinilega ekki vandamál sem norðurlöndin glíma við.

appel skrifaði:3. Hverjum er best treystandi til að sjá tæknilega um þetta? Isnic hefur sannað sig að mínu mati, en í raun ætti Isnic að vera opinbert fyrirtæki einsog RÚV. En hvaða "göfugu" siðgæðismarkmið munu stjórnvöld setja fyrir sér varðandi .is lén í framtíðinni? Hvur veit. Þó ég sé á móti fyrirtækjaeinokun, þá velti ég fyrir mér hvort stjórnvöldum sé virkilega treystandi fyrir þessu apparati... ekki vil ég hleypa Öfgamundi í þetta.

Já ISNIC ætti klárleg að vera ISNIC ohf.

appel skrifaði:Svo gildir alltaf reglan: "Don't fix what isn't broken"

100-300% hærra = it's broken.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf dori » Fim 21. Feb 2013 20:44

Maður ætti kannski helst að spurja sig hverjir fá þennan pening. Hversu mikið er rekstarkostnaður við Isnic, hversu mikill arður er greiddur út úr fyrirtækinu og hvað fær ríkið í sinn vasa af þessu.

Ég hata domain squatters. Það er hrikalega asnalegur business að "fjárfesta í lénum" og halda kannski eins og appel segir 100-1000 lénum.

100-300% er alveg virkilega ekki að það sé brotið. 8000 kr. á ári er bara mjög eðlilegur kostnaður við að fá lén og er ekki neinn lúxus sem bara fáir hafa efni á. Ég er alls ekki á því að það geri það að verkum að kerfið sé brotið.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Feb 2013 20:58

dori skrifaði:Maður ætti kannski helst að spurja sig hverjir fá þennan pening. Hversu mikið er rekstarkostnaður við Isnic, hversu mikill arður er greiddur út úr fyrirtækinu og hvað fær ríkið í sinn vasa af þessu.

Ég hata domain squatters. Það er hrikalega asnalegur business að "fjárfesta í lénum" og halda kannski eins og appel segir 100-1000 lénum.

100-300% er alveg virkilega ekki að það sé brotið. 8000 kr. á ári er bara mjög eðlilegur kostnaður við að fá lén og er ekki neinn lúxus sem bara fáir hafa efni á. Ég er alls ekki á því að það geri það að verkum að kerfið sé brotið.



http://www.vb.is/frett/69447/

Árið 2011 metár í rekstri Isnic. Veltu 245 milljónum og högnuðust um 55 milljónir.
[quote]Jens Pétur Jensen, stærsti eigandi ISNIC með 30% hlut, segir í skeyti til Viðskiptablaðsins að með rekstrarárinu 2011 sé kreppan kvött hvað ISNIC varðar.
Aðrir stórir eigendur ISNIC eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Hreinn Tryggvason (16%). Hluthafar eru alls 26 talsins.

Þetta þýðir að Jens Pétur Jensen fær 30% af hagnaði sem þýðir 16.5 milljónir í hans hlut.

Ef hagnaður væri notaður til að lækka lénakostnað þessara 40.000 léna um 20% í stað þess að leggja uphæðina inn á 26 "hluthafa" ...
Þá værum við BARA með ~250% dýrari lén en norðurlöndin.

Landslén eiga ekki að vera féþúfa örfárra "vildarvina".



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf pattzi » Fim 21. Feb 2013 21:03

Ég á nú eitt .is lét veit nú ekkert hvað ég ætla að gera með það

Ætlaði að gera einhvað sniðugt en gerði það ekki

www.leikjatolvur.is



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf worghal » Fim 21. Feb 2013 21:14

pattzi skrifaði:Ég á nú eitt .is lét veit nú ekkert hvað ég ætla að gera með það

Ætlaði að gera einhvað sniðugt en gerði það ekki

http://www.leikjatolvur.is

gerðu síðu til að búa til innkaupalista á tölvuparta :roll: :-"


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf pattzi » Fim 21. Feb 2013 21:47

worghal skrifaði:
pattzi skrifaði:Ég á nú eitt .is lét veit nú ekkert hvað ég ætla að gera með það

Ætlaði að gera einhvað sniðugt en gerði það ekki

http://www.leikjatolvur.is

gerðu síðu til að búa til innkaupalista á tölvuparta :roll: :-"


Það er spurning hahaha :)



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf tdog » Fim 21. Feb 2013 22:29

GuðjónR skrifaði:Þetta þýðir að Jens Pétur Jensen fær 30% af hagnaði sem þýðir 16.5 milljónir í hans hlut.


EF að hagnaður = útgreiddur arður. hagnaðurinn getur vel farið í að greiða upp skuldir, fjárfestingar, endurnýjun á búnaði.

Annars fnnst mér gott að verð á .is sé hátt, það kemur í veg fyrir squatters og ýtir í leið undir að lén sé fjárfesting.



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf Heliowin » Fös 22. Feb 2013 13:49

appel skrifaði:Ekki það að ég sé að verja fyrirtækjaeinokun, en það eru þrír punktar í þessu:

1. Verð á .is léni hefur verið það sama í líklega 10-15 ár, eða í raun lækkað.

2. Of lágt verð á .is léni býður upp á það að menn fara að sanka að sér lénum og squatta þau (domain squatters). Með því að hafa verðið "hæfilegt" þá leggja menn ekki út í þann kostnað að skrá t.d. eitt hundrað eða eitt þúsund lén. Þannig að þegar þú þarft að skrá .is lén eru allar líkur á því að það sé laust, og allar líkur á að þú ert virkilega að gera eitthvað við þetta lén, því jú 7 þús kall á ári er kostnaður.

3. Hverjum er best treystandi til að sjá tæknilega um þetta? Isnic hefur sannað sig að mínu mati, en í raun ætti Isnic að vera opinbert fyrirtæki einsog RÚV. En hvaða "göfugu" siðgæðismarkmið munu stjórnvöld setja fyrir sér varðandi .is lén í framtíðinni? Hvur veit. Þó ég sé á móti fyrirtækjaeinokun, þá velti ég fyrir mér hvort stjórnvöldum sé virkilega treystandi fyrir þessu apparati... ekki vil ég hleypa Öfgamundi í þetta.


Svo gildir alltaf reglan: "Don't fix what isn't broken"


Varðandi punkt 1. þá skilst mér að árgjaldið hafi staðið í stað í fjölmörg ár frá aldamótunum 2000 fram til 2012 þegar verðið lækkaði um 1000 kr og niður í 6.982.

En stofngjaldið sem var upp á kr. 4.532 var hinsvegar fellt niður 2008.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf GuðjónR » Mán 01. Apr 2013 23:25

http://www.dv.is/frettir/2013/4/1/hluth ... nir-i-ard/

Pétur Ingi Egilsson skrifaði:Borgaði 3.866 kr (ísl) fyrir .dk (Danmörk) lén til 5 ára meðan ég er að borga 6.982 kr árlega fyrir það Íslenska.
Árgjöldin eru þá rúmlega 9x hærri á Íslandi.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf appel » Mán 01. Apr 2013 23:41

Hluthafarnir sjá að það eru breytingar í vændum, og því reyna þeir að dæla eins miklum peningunum út úr fyrirtækinu og þeir geta, á meðan þeir geta.

Þetta er sama siðleysi og var hérna 2007.

Ég hef endurhugsað það sem ég sagði hérna í 3 punktum, og hérna eru breytingarnar á minni afstöðu:

1. Verðið er alltof hátt miðað við önnur lönd. Lægra verð kemur nýgræðingum til góða sem vilja reka vefsíðu. Hátt verð á .is hvetur menn til þess að kaupa erlend lén, sem þýðir að landinu blæðir gjaldeyri að óþörfu.

2. Til að koma í veg fyrir domain squatting þá þurfa að vera reglur til að varna gegn því.

3. Tæknilega séð er lítil mál að reka svona TLD þjónustu, sérstaklega fyrir lítil land einsog Ísland. Kostnaður við slíkt er hlægilegur líklega. Það vinna 9 manns hjá ISNIC, launakostnaður líklega um 60-70 milljónir á ári. Rekstrarkostnaður í heild líklega 150-180 milljónir á ári. Það eru 43 þúsund íslensk lén, sem jafngildir um 300 milljón í tekjur bara fyrir lénsgjöld, svo er önnur þjónusta þarna einsog flutningsgjöld, þannig að líklega er þetta nær 350 milljónir í tekjur.

Eina "fyrirtækið" sem er í svona rekstrarlegri aðstöðu er ÁTVR, sem er einokunarbúlla.


Eina sem ég hef áhyggjur af er, ef að ríkið fer að reka þetta þá er ekkert endilega víst að kostnaðurinn við lénið lækki, hann gæti þvert á móti hækkað þar sem ríkið sér tækifæri í því að afla sér tekna þarna. Heldur þú að Ögmundir myndi láta ISNIC ohf. reka sig á núllinu? Nei, hann myndi ekki fúlsa við 100 milljónum á ári í ríkissjóð.

Ef farin yrði sú leið að ríkið myndi sjá um "grunnkerfið" en aðrir aðilar (t.d. internetfyrirtæki, vefhýsingarfyrirtæki) myndu sjá um að selja .is lén þá þýðir það reyndar meiri samkeppni en fleiri milliliði, sem aftur þýðir hærra verð.


*-*

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Okrað á .is lénum

Pósturaf GuðjónR » Mán 01. Apr 2013 23:48

Sammála appel, auðvitað ætti þetta að vera ISNIC ohf. Háskólinn gæti rekið þetta fyrir ríkið.
Kerfið eins og það er í dag er í raun verra en ÁTVR ohf því einokunarágóðinn þar rennur þó í sameiginlega sjóði en það gerir arðurinn af landsléninu ekki.
Gruna að flestir séu búnir að fá nóg af vildarvinaeinkavæðinginnu.