Haxdal skrifaði:Það hefur alltaf verið rukkað fyrir símtöl í 800 númer úr gemsum, bara landlínur sem það er gjaldfrjálst.
Alveg sama hvort sem það er vél eða manneskja sem svarar, þá er strax byrjað að rukka fyrir símtalið um leið og samband næst. þ.e. Um leið og duuuhh ... duuuuh .. duuuh ... hættir, þá byrjarðu að borga fyrir símtalið. Þetta á að vera common knowledge hjá öllum sem nota símtæki á annað borð, undantekningin við þetta er ef þú ert að hringja úr LANDlínu (heimasíma) í gjaldfrjálst númer (800 númer). Þó það sé sjálfsvari eða talvél sem svarar símtalinu þá er samt komin tenging frá Símtækinu þínu á þann stað sem þú ert að reyna ná sambandi við.
Álagið getur verið mjög misjafnt í þjónustuverum, það þarf ekki mikið að koma uppá til að margir hringja inn á sama tíma. Líka þarftu að gera ráð fyrir því að starfsmenn hafa sínar lögboðnu pásur og matartíma og því eru yfirleitt færri að svara á matartímum, hádegismat um 12-13 fyrir dagvaktir eða 18ish fyrir kvöldvaktir.Og ef hún (yndislega símadaman sem svaraði í símann) áframsendir símtalið, er ég þá að borga á meðan ég er að bíða? (Þekki það ekki, en ég hélt að þá væriru bara aftur kominn í "innhringingu" sem kostar ekkert.)
Býst við að þú sért að tala um ef hún flytur símtalið á annan starfsmann þá já, þú ert ennþá tengdur við þann stað sem þú varst að hringja í.
Jæja, og það er semsagt ómögulegt að ef það er hálftíma bið að svara en setja þig svo á gjaldfrálst innhringi form á meðan þú bíður. Hvort sem það er auto eða yndislega daman sem svaraði. Tæknilega ómögulegt. Fjarstæðukennt. Grunar einhvernvegin að svo sé ekki.
"Það er löng bið eftir afgreiðslu, veldu 1 ef þú villt borga u.þ.b. 1000 kr fyrir biðina og fá skemmtilega tónlist og niðurtalningu, veldu 2 ef þú villt ekki klára inneignina þína á meðan þú hringir inn og fá einungis venjulegann innhringitón. Mbkv Síminn."
Finnst hitt vera hálfgerð tillitsleysi að ef þú þarft að ná í þá sem fyrst, þá verðuru að hringja þangað til svarar, og ef þú "hringir" þangað til svarar þá áttu ekki fyrir kóki með pizzunni í kveld...
Mér finndist þetta ekkert óeðlilegur símsvari. 1.000 kall fyrir að BÍÐA eftir svari? Ég fer ekki ofan af því að þetta er rugl og auðveldlega lagfært ef þeir vildu.
(Ég er svo "tilætlunarsamur" að ég hélt að það væri alltaf gjaldfrjálst á meðan þú bíður. Finnst bara eðlilegt að ef þú ætlar ekki að hafa það þannig í fyrirtækinu þínu að svarað sé í símann innan við hálftíma, þá læturu ekki kúnnan borga fyrir biðtímann. Sérstaklega hjá símafyrirtæki...)