[SELT] - Fjarstýrðir götubílar til sölu

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

[SELT] - Fjarstýrðir götubílar til sölu

Pósturaf dori » Lau 24. Nóv 2012 20:11

Ég er með tvo fjarstýrða götubíla til sölu. Þeir koma með útbúnaði sem hentar til að keppa í keppnum á vegum Smábílaklúbbs Íslands og pakkarnir eru næstum tilbúnir, það eina sem þarf til að keyra er verkfæri, hleðslutæki og fjarstýring (fyrir annan pakkann).

SBKÍ er með aðstöðu í Korputorgi til að keyra svona bíla (600fm teppabraut) og ég verð þar á morgun frá kl. 13 með þessa með mér þannig að það er hægt að koma og skoða þetta þar (og hugsanlega taka aðeins í þá). Sjá nánar hérna.

Sakura S Zero
Verðhugmynd: 55 þúsund Seldur

Undirvagn: 3Racing Sakura S Zero
Mótor: Turnigy 17.5t
Hraðastillir: Hobbyking 35A Turnigy Nano Tech 5600
Servo: Bluebird low profile
Móttakari: OrangeRX GR300

Kemur með virkilega illa förnu Mazda 6 boddí sem virkar samt ágætlega og hefur náð fínum tímum og hefur ekki verið neitt óstabílt þannig að ég hafi tekið eftir því. Hins vegar er það auðvitað rosalega ljótt og ég myndi skipta þó ekki væri nema bara til að lúkka. Dekkin sem eru undir honum eru Sorex 36. Þau virka fínt og endast örugglega endalaust en það munar ca. 0.3s á hring (m.v. 15s hring) að vera á nýlegum Sorex 28. Það er samt ekkert sem skiptir máli fyrr en maður er orðinn nokkuð stöðugur í akstri.

Lipo rafhlaðan sem er með honum er árs gömul og hefur verið notuð slatta en allt hitt er um mánaðar gamalt og mjög vel farið (fyrir utan boddíið og dekkin, augljóslega).

Mynd
Mynd

XRAY T1
Verðhugmynd: 35 þúsund SELDUR

Mótor: Turnigy 17.5t
Hraðastillir: Hobbyking 35A
Fjarstýring: Turnigy GTX3
Rafhlaða: Turnigy Nano Tech 5600
Servo: eitthvað crap HPI SF-1

Mótorinn, hraðastillirinn og fjarstýringin er svo gott sem nýtt en rafhlaðan er ársgömul og töluvert notuð og servoið er líka gamalt. Boddíið er bara eitthvað gamalt RTR Dodge Stratus og dekkin eru notuð Sorex 28 (samt nýleg, ein felgan er smá brotin, annars í góðu standi).

Mynd
Mynd
Mynd
Síðast breytt af dori á Þri 12. Feb 2013 14:20, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Fjarstýrðir götubílar til sölu

Pósturaf dori » Mán 26. Nóv 2012 15:43

Þessir bílar eru báðir tilbúnir í keppni - svipað og hér fyrir neðan (hæfileikar fylgja reyndar ekki með). Eins og er erum við með nánast klónað útlit og á þessari braut þarna í aðstöðunni okkar.


Verðið sem ég er með á T1 pakkanum er svo gott sem bara fyrir rafbúnaðnum sem er í honum (með sendingu og gjöldum). Örugglega það ódýrasta sem er hægt að sleppa með til að prufa að keyra svona bíla af alvöru.



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Fjarstýrðir götubílar til sölu

Pósturaf dori » Mið 05. Des 2012 14:32

Svona dót er tilvalið til að gefa sér í jólagjöf.



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Fjarstýrðir götubílar til sölu

Pósturaf dori » Fös 01. Feb 2013 17:25

Annar bíllinn er seldur og hluti af því sem átti að vera með hinum. Ég á þennan eftir:

XRAY T1
Verðhugmynd: 25 þúsund

Mótor: Turnigy 17.5t
Hraðastillir: Hobbyking 35A
Servo: eitthvað crap HPI SF-1

Mótorinn og hraðastillirinn er svo gott sem nýtt en servoið er gamalt. Boddíið er bara eitthvað gamalt RTR Dodge Stratus og dekkin eru notuð Sorex 28 (samt nýleg, ein felgan er smá brotin, annars í góðu standi).

Mynd
Mynd



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: SELT - Fjarstýrðir götubílar til sölu

Pósturaf dori » Sun 03. Feb 2013 17:23

Báðir bílarnir farnir. Ef það er einhver áhugi hjá einhverjum hafa þá samt samband. Það er alltaf hægt að redda einhverju.