Landupplýsingar gerðar gjaldfrjálsar

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
jericho
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Landupplýsingar gerðar gjaldfrjálsar

Pósturaf jericho » Mið 23. Jan 2013 16:32

Nú hafa landupplýsingar Landmælinga Íslands (LMÍ) verið gerðar gjaldfrjálsar og eru aðgengilegar á vef þeirra (lmi.is). Þetta þýðir að nú geta allir sem vilja, geta sótt gögnin, unnið með þau og skapað einhver verðmæti úr þeim. Kortavefur ja.is (þróaður af Samsýn) er dæmi um hvað hægt sé að gera með slík gögn. Sniðugur forritari/tæknimaður/einstaklingur getur actually búið sér til einhvern pening með þessum gögnum.
Áður fyrr þurfti að borga fyrir þessi gögn dýrum dómum og aðgengi almennings að þeim nánast ómögulegt. Ég tel þetta vera frábært framtak og frábært að sjá að stjórnmálamenn þessa lands geti gert eitthvað jákvætt, svona til tilbreytingar.

Hér sjáið þið muninn á gögnum LMÍ og Yahoo Maps (tekið af mbl.is 23.1.2013):
Mynd



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Landupplýsingar gerðar gjaldfrjálsar

Pósturaf Hauxon » Mið 23. Jan 2013 16:55

Að mörgu leiti jákvæð og eðlileg þróun fyrir LMÍ. Annars er ekkert til sem heitir "ókeypis". Öflun, úrvinnsla, miðlun og sala á gögnunum er kostuð af almannafé.



Skjámynd

Höfundur
jericho
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Re: Landupplýsingar gerðar gjaldfrjálsar

Pósturaf jericho » Mið 23. Jan 2013 16:59

Hauxon skrifaði:Að mörgu leiti jákvæð og eðlileg þróun fyrir LMÍ. Annars er ekkert til sem heitir "ókeypis". Öflun, úrvinnsla, miðlun og sala á gögnunum er kostuð af almannafé.


Enginn sagði ókeypis. "Gjaldfrjálsar" var hins vegar notað.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Landupplýsingar gerðar gjaldfrjálsar

Pósturaf capteinninn » Mið 23. Jan 2013 17:00

Hauxon skrifaði:Að mörgu leiti jákvæð og eðlileg þróun fyrir LMÍ. Annars er ekkert til sem heitir "ókeypis". Öflun, úrvinnsla, miðlun og sala á gögnunum er kostuð af almannafé.


Já en með framleiðslu á forritum/apps og slíku ásamt sölu þeirra verða til skattgreiðslur til ríkisins o.s.frv.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Landupplýsingar gerðar gjaldfrjálsar

Pósturaf roadwarrior » Mið 23. Jan 2013 20:03

Og einnig má líta þannig á það að nákvæmari gögn í boði frítt fyrir alla sem vinna að kortagerð fyrir snjallsima og sambærilegan búnað muni þýða færri útköll og vesen fyrir björgunarsveitir og opinbera aðila að eltast við týnda turista og svo frv



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Landupplýsingar gerðar gjaldfrjálsar

Pósturaf Klaufi » Mið 23. Jan 2013 20:08

No iSupport.


Mynd