Ég er mikill áhugamaður um höfundarréttarmál og dreifingu á afþreyingarefni. Tek það þó fram að ég hef ekkert að gera með þessi mál.
Ísland flytur út meira afþreyingarefni en flytur inn. Ekki það að þetta efni er framleitt á Íslandi heldur sækja íslendingar efni í gríð og erg erlendis frá með bit torrent, og svo seeda áfram. Sökum ljósleiðara/ljósnetsvæðingu er upp-hraðinn orðinn það mikill að menn eru að senda frá sér mun meira efni til útlanda en þeir sækja frá útlöndum.
Ísland er aðili að WTO (alþjóðlegu viðskiptastofnunni) og þar gilda ákveðnir sáttmálar um vernd höfundarréttarvörðu efni, sem Ísland er skuldbundið að framfylgja. Ekki veit ég hvernig þessir sáttmálar taka á skráardeilingu á internetinu, en ljóst er að þegar maður hugsar út í það að ekki einungis er mestmegnið af afþreyingarefni stolið á Íslandi, þá eru íslendingar stórtækir í dreifingu. Bandarísk stjórnvöld, og önnur lönd, gætu litið svo á að Ísland uppfylli ekki sáttamála WTO um vernd á höfundarréttarvörðu efni. Sökum smæðar landsins gæti komið vel til greina að lokað yrði á netsamskipti við Ísland vegna brota á WTO... það yrði ekki í fyrsta skiptið sem landið í heild yrði meðhöndlað með slíkum hætti (Icesave) vegna smæðar sinnar þegar Bretland ákvað að frysta allt vegna brota fárra einstaklinga.
Ekki halda að þessi lönd taki þessu máli með léttúðugu geði. Ein af aðalástæðunum fyrir því að Rússland er ekki búið að fá inngöngu í WTO er "piracy" á höfundarréttarvörðu efni. (http://www.reuters.com/article/2010/06/ ... QY20100625)
En hví framfylgja ekki íslensk stjórnvöld þessum sáttmála? Það er flókið. Enginn vill sjá einhverskonar SOPA/PIPA á Íslandi, neteftirlit og netlögreglu, eða kínverskan eldvegg. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja setja hálfgerða refsitolla á íslenska internetneytendur, þannig að allir borgi einhverja hundraðkalla í hálfgerð STEF-gjöld sem svo renna til samtaka einsog jú STEF og annarra. En bíddu nú við, veitir það íslenskum netnotendum ótakmarkaða heimild til að downloada höfundarréttarvörðu efni? Nei. Í raun myndi slíkt ekki leysa þetta vandamál í huga WTO/BNA.
En það sem mér þykir áhugavert að hugsa út í er... ef Ísland myndi framfylgja sáttmálum WTO og gera piracy að engu á Íslandi, myndi það þá þýða að afþreyingarefni sem er ekki aðgengilegt á Íslandi yrði aðgengilegt? Hingað vill Netflix ekki koma, markaðurinn er það lítill. Það hefur ekkert með WTO eða download-fíkn íslendinga að gera, þeir hafa ekki áhuga á að leggja út í þessa vinnu fyrir svo lítinn ávinning. Hvað með aðra aðila? Apple hefur ekki heldur áhuga á að opna hér verslanir með afþreyingarefni. Allir þessir aðilar benda á að lagaumhverfið hér sé of asnalegt... þó hér sé sama fyrirkomulag og í öðrum löndum og fyllilega í samræmi við WTO sáttmála.
Bandarískir söluaðilar á afþreyingarefni hafa ekki áhuga á að selja íslendingum afþreyingarefni, en samt krefjast bandaríkin (í gegnum WTO) að Ísland framfylgi sáttmálum sínum um vernd á höfundarréttarvörðu efni og loki á þetta piracy. Ég líki þessu við að bandaríkin vilji skammta öðrum löndum afþreyingarefni, sumum löndum meira en öðrum.
Hvernig getur Ísland virt slíkt viðskiptasiðferði? Hví á íslensk lögregla að eltast við einstaklinga sem eru að sækja gamla Star Trek þætti á netinu sem er hvergi hægt að kaupa með löglegum máta hér á Íslandi, því jú Hollywood vill ekki selja gamla Star Trek þætti á Íslandi. Þetta er klikkuð staða.
Ástandið á Íslandi er sérkennilegt. Hér er Ísland aðili að WTO og þessum sáttmálum, hér eru lög sem kveða á um hitt og þetta, en engum er refsað fyrir brot á þessu. Er í gildi einhverskonar þegjandi samþykki íslenskra stjórnvalda og löggæsluyfirvalda að leyfa "piracy" að viðgangast á Íslandi vegna þessa raunveruleika, að Hollywood vill ekki selja efnið sitt á Íslandi?
Þó Íslandi hafi engan möguleika á að breyta þessu fyrirkomulagi höfundarréttarmála í heiminum, þá hef ég eina lausn sem myndi jú leysa allan vandann. Lausnin er að vera með tvo flokka af "höfundaréttarvörðu" efni. Flokkur A yrði alfarið höfundaréttarvarið efni, sem óheimilt er að dreifa með öllu nema með algjöru samþykki höfundsins, og þetta efni er ekki ætlað til dreifingar eða sölu. Flokkur B yrði allt efni sem er ætlað dreifingar og sölu, og þá væri engin vernd á efninu ef neytandinn getur ekki nálgast það með lögmætum og sanngjörnum hætti.
Hverskonar efni yrði í "flokk A"? Hér væri um að ræða einstök verk, t.d. ritverk sem væri enn í vinnslu, eða jafnvel vinnsluskjöl á kvikmyndum (t.d. einsog með X-Men Wolverine myndina). Þ.e. öll hugverk sem eru ekki búin til (eða tilbúin) til fjöldadreifingar. Þau yrðu vernduð með sama hætti og í dag.
Hverskonar efni yrði í "flokk B"? Allt efni sem er ætlað til fjöldadreifingar- og sölu, kvikmyndir, sjónvarpsþættir, bækur o.fl. Í stað þess að neytandinn sé gerður að sakamanni fyrir að sækja sér efnið ólöglega, þá verður það sök útgefandans/dreifingaraðilans að gera neytandanum ekki kleift að nálgast efnið. Með því er búið að skapa hvata fyrir Hollywood að koma sínu efni sem víðast í dreifingu og sölu, til þess að efnið öðlist vernd í viðkomandi landi.
Deilumál væri hægt að rekja fyrir dómsstólum, og þá þyrfti Hollywood að sýna fram á að efnið hafi verið aðgengilegt fyrir viðkomandi (á sanngjarnan hátt) og hann hefði ekki þurft að stela.
Í raun er um að ræða sama fyrirkomulag og er í gildi í dag, nema að breytingin er ein og einföld: ef höfundarréttarvarið er óaðgengilegt en er ætlað til fjöldadreifingar- og sölu, þá nýtur það ekki verndar. Þetta ætti að virka sem hvati fyrir bandaríska afþreyingarframleiðendur að koma sínu efni sem víðast í sölu sem fyrst, svo þeir verði ekki af tekjum.
Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Þetta myndi auðvelda mjög margt og ég væri til í að sjá svona regluverk. Nema hvað það ætti að vera "fyrir sanngjarna upphæð" eða eitthvað í þá veru falið í þessu.
Það verða einhverjar skyldur að fylgja svona rosalegum réttindum. Annars þá finnst mér mjög ólíklegt að svona myndi ganga í gegn þar sem þessir stóru aðilar setja svo mikla peninga í lobbíisma. Það er samt von. Íhlutun milliliða fer minnkandi og þó svo að staða þeirra til næstu ára eða áratuga sé nokkuð örugg þá er aldrei að vita hvað gerist ef við pössum okkur á að beita okkur gegn sérhagsmunabaráttu (og í leiðinni baráttu gegn almannahagsmunum) þessara dreifingaraðila.
Það verða einhverjar skyldur að fylgja svona rosalegum réttindum. Annars þá finnst mér mjög ólíklegt að svona myndi ganga í gegn þar sem þessir stóru aðilar setja svo mikla peninga í lobbíisma. Það er samt von. Íhlutun milliliða fer minnkandi og þó svo að staða þeirra til næstu ára eða áratuga sé nokkuð örugg þá er aldrei að vita hvað gerist ef við pössum okkur á að beita okkur gegn sérhagsmunabaráttu (og í leiðinni baráttu gegn almannahagsmunum) þessara dreifingaraðila.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Gengur. Ekki. Upp.
Ég held að helsta ástæðan fyrir því að Apple (m. iTunes) og Spotify séu ekki í notkun á íslandi sé ekki út af bandvíddarkostnaði eða einhverju þannig löguðu, heldur vegna þess að Stef vilja fá í sinn 'sekk' hluta ágróðans, eða t.d. 10kr.- fyrir hvert lag sem sótt er. Vegna þess myndi líklega leggjast aukaskattur á öll kaup frá iTunes, og eigi yrði hann nú vægur. Einnig þykir mér vert að vekja athygli á því að Apple sem fyrirtæki, rekandi iTunes sé ekki beint að bjóða tónlistarmönnum gróða, heldur almenningi upp á 'löglega' leið til að sækja tónlist þar sem tónlistarmaðurinn/hljómsveitin fær einungis 8% af ágróða sölu á iTunes.
Ekki fara á villigötur og hugsa svo 'en hvað um streymi?'. Jú. Stef vill líka fá borgað fyrir þau.
Þetta, og fleira er hægt að finna á gjaldskrá stefs sem enginn virðist vera fá að ráða neinu í kringum. Ekki einusinni þó að tónlistarmenn vilji ekki vinna með stef. Þetta er hrein og bein kommúnistastefna.
Ég mun aldrei borga stef pening, nema jú, það gerist auðvitað þegar ég kaupi tónlist, en ég mun aldrei gera það 'viljandi' að borga fyrirtæki sem græðir svona mikið, en gerir jafnframt svo lítið fyrir tónlistarmennina, og tónlistarmenninguna hérlendis.
Svo það sé á hreinu þá er ég búinn að kynna mér höfundarréttarlögin sem gilda hérlendis, sem og rekstrarstefnu Stefs og ég hef komist að því að útgáfufyrirtækið sem ég ætla að stofna verði rekið frá öðru landi en Íslandi.
Ég held að helsta ástæðan fyrir því að Apple (m. iTunes) og Spotify séu ekki í notkun á íslandi sé ekki út af bandvíddarkostnaði eða einhverju þannig löguðu, heldur vegna þess að Stef vilja fá í sinn 'sekk' hluta ágróðans, eða t.d. 10kr.- fyrir hvert lag sem sótt er. Vegna þess myndi líklega leggjast aukaskattur á öll kaup frá iTunes, og eigi yrði hann nú vægur. Einnig þykir mér vert að vekja athygli á því að Apple sem fyrirtæki, rekandi iTunes sé ekki beint að bjóða tónlistarmönnum gróða, heldur almenningi upp á 'löglega' leið til að sækja tónlist þar sem tónlistarmaðurinn/hljómsveitin fær einungis 8% af ágróða sölu á iTunes.
Ekki fara á villigötur og hugsa svo 'en hvað um streymi?'. Jú. Stef vill líka fá borgað fyrir þau.
Þetta, og fleira er hægt að finna á gjaldskrá stefs sem enginn virðist vera fá að ráða neinu í kringum. Ekki einusinni þó að tónlistarmenn vilji ekki vinna með stef. Þetta er hrein og bein kommúnistastefna.
Ég mun aldrei borga stef pening, nema jú, það gerist auðvitað þegar ég kaupi tónlist, en ég mun aldrei gera það 'viljandi' að borga fyrirtæki sem græðir svona mikið, en gerir jafnframt svo lítið fyrir tónlistarmennina, og tónlistarmenninguna hérlendis.
Svo það sé á hreinu þá er ég búinn að kynna mér höfundarréttarlögin sem gilda hérlendis, sem og rekstrarstefnu Stefs og ég hef komist að því að útgáfufyrirtækið sem ég ætla að stofna verði rekið frá öðru landi en Íslandi.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
"tónlistarmaðurinn/hljómsveitin fær einungis 8% af ágróða sölu á iTunes."
ef ég man rétt tekur apple 20-30%, rest fer til listamanns/útgáfu. Það væri enginn að selja á iTunes ef hann fengi bara 8%. meikar engan sens.
apple/iTunes er á íslandi!
-"Ég mun aldrei borga stef pening, nema jú, það gerist auðvitað þegar ég kaupi tónlist, en ég mun aldrei gera það 'viljandi' að borga fyrirtæki sem græðir svona mikið, en gerir jafnframt svo lítið fyrir tónlistarmennina, og tónlistarmenninguna hérlendis."
þú ert auðvitað að borga stef beint eða óbeint í hvert sinn sem þú neytir tónlistar á íslandi, enda eina fyrirtækið á íslandi sem innheimtir höfundarréttargjöld. Þeir dreifa svo peningunum held ég nokkuð fair til höfunda, án þess að ég hafi kafað neitt sérstaklega í það.
"útgáfufyrirtækið sem ég ætla að stofna verði rekið frá öðru landi en Íslandi"
Það breytir engu í hvaða landi útgáfufyrirtækið þitt er rekið frá. Öll tónlist sem er flutt á íslandi þarf að fara í gegnum stef. Eins og staðan er núna er þetta eina publishing/höfundarréttar fyrirtækið/félagið á íslandi. Það þarf hinsvegar engin íslenskur tónlistarmaður eða útgáfufyrirtæki að versla við stef nema hann vilji það. 2 option, fara úr stef og fá engin höfundarréttargjöld eða stofna þitt eigið publishing (ath, ekki útgáfu heldur höfundarréttar) fyrirtæki og sjá um innheimtu sjálfur. Það er hinsvegar ábyggilega fáranlega mikil vinna.
ef ég man rétt tekur apple 20-30%, rest fer til listamanns/útgáfu. Það væri enginn að selja á iTunes ef hann fengi bara 8%. meikar engan sens.
apple/iTunes er á íslandi!
-"Ég mun aldrei borga stef pening, nema jú, það gerist auðvitað þegar ég kaupi tónlist, en ég mun aldrei gera það 'viljandi' að borga fyrirtæki sem græðir svona mikið, en gerir jafnframt svo lítið fyrir tónlistarmennina, og tónlistarmenninguna hérlendis."
þú ert auðvitað að borga stef beint eða óbeint í hvert sinn sem þú neytir tónlistar á íslandi, enda eina fyrirtækið á íslandi sem innheimtir höfundarréttargjöld. Þeir dreifa svo peningunum held ég nokkuð fair til höfunda, án þess að ég hafi kafað neitt sérstaklega í það.
"útgáfufyrirtækið sem ég ætla að stofna verði rekið frá öðru landi en Íslandi"
Það breytir engu í hvaða landi útgáfufyrirtækið þitt er rekið frá. Öll tónlist sem er flutt á íslandi þarf að fara í gegnum stef. Eins og staðan er núna er þetta eina publishing/höfundarréttar fyrirtækið/félagið á íslandi. Það þarf hinsvegar engin íslenskur tónlistarmaður eða útgáfufyrirtæki að versla við stef nema hann vilji það. 2 option, fara úr stef og fá engin höfundarréttargjöld eða stofna þitt eigið publishing (ath, ekki útgáfu heldur höfundarréttar) fyrirtæki og sjá um innheimtu sjálfur. Það er hinsvegar ábyggilega fáranlega mikil vinna.
DJOli skrifaði:Gengur. Ekki. Upp.
Ég held að helsta ástæðan fyrir því að Apple (m. iTunes) og Spotify séu ekki í notkun á íslandi sé ekki út af bandvíddarkostnaði eða einhverju þannig löguðu, heldur vegna þess að Stef vilja fá í sinn 'sekk' hluta ágróðans, eða t.d. 10kr.- fyrir hvert lag sem sótt er. Vegna þess myndi líklega leggjast aukaskattur á öll kaup frá iTunes, og eigi yrði hann nú vægur. Einnig þykir mér vert að vekja athygli á því að Apple sem fyrirtæki, rekandi iTunes sé ekki beint að bjóða tónlistarmönnum gróða, heldur almenningi upp á 'löglega' leið til að sækja tónlist þar sem tónlistarmaðurinn/hljómsveitin fær einungis 8% af ágróða sölu á iTunes.
Ekki fara á villigötur og hugsa svo 'en hvað um streymi?'. Jú. Stef vill líka fá borgað fyrir þau.
Þetta, og fleira er hægt að finna á gjaldskrá stefs sem enginn virðist vera fá að ráða neinu í kringum. Ekki einusinni þó að tónlistarmenn vilji ekki vinna með stef. Þetta er hrein og bein kommúnistastefna.
Ég mun aldrei borga stef pening, nema jú, það gerist auðvitað þegar ég kaupi tónlist, en ég mun aldrei gera það 'viljandi' að borga fyrirtæki sem græðir svona mikið, en gerir jafnframt svo lítið fyrir tónlistarmennina, og tónlistarmenninguna hérlendis.
Svo það sé á hreinu þá er ég búinn að kynna mér höfundarréttarlögin sem gilda hérlendis, sem og rekstrarstefnu Stefs og ég hef komist að því að útgáfufyrirtækið sem ég ætla að stofna verði rekið frá öðru landi en Íslandi.
Síðast breytt af zxcv á Mán 21. Jan 2013 12:07, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
zxcv skrifaði:"tónlistarmaðurinn/hljómsveitin fær einungis 8% af ágróða sölu á iTunes." ef ég man rétt tekur apple 20-30%, rest fer til listamanns/útgáfu. Það væri enginn að selja á iTunes ef hann fengi bara 8%. meikar engan sens.
apple/iTunes er á íslandi!
-"Ég mun aldrei borga stef pening, nema jú, það gerist auðvitað þegar ég kaupi tónlist, en ég mun aldrei gera það 'viljandi' að borga fyrirtæki sem græðir svona mikið, en gerir jafnframt svo lítið fyrir tónlistarmennina, og tónlistarmenninguna hérlendis."
þú ert auðvitað að borga stef beint eða óbeint í hvert sinn sem þú neytir tónlistar á íslandi, enda eina fyrirtækið á íslandi sem innheimtir höfundarréttargjöld. Þeir dreifa svo peningunum held ég nokkuð fair til höfunda, án þess að ég hafi kafað neitt sérstaklega í það.
"útgáfufyrirtækið sem ég ætla að stofna verði rekið frá öðru landi en Íslandi"
Það breytir engu í hvaða landi útgáfufyrirtækið þitt er rekið frá. Öll tónlist sem er flutt á íslandi þarf að fara í gegnum stef. Eins og staðan er núna er þetta eina publishing/höfundarréttar fyrirtækið/félagið á íslandi. Það þarf hinsvegar engin íslenskur tónlistarmaður eða útgáfufyrirtæki að versla við stef nema hann vilji það. 2 option, fara úr stef og fá engin höfundarréttargjöld eða stofna þitt eigið publishing (ath, ekki útgáfu heldur höfundarréttar) fyrirtæki og sjá um innheimtu sjálfur. Það er hinsvegar ábyggilega fáranlega mikil vinna.DJOli skrifaði:Gengur. Ekki. Upp.
Ég held að helsta ástæðan fyrir því að Apple (m. iTunes) og Spotify séu ekki í notkun á íslandi sé ekki út af bandvíddarkostnaði eða einhverju þannig löguðu, heldur vegna þess að Stef vilja fá í sinn 'sekk' hluta ágróðans, eða t.d. 10kr.- fyrir hvert lag sem sótt er. Vegna þess myndi líklega leggjast aukaskattur á öll kaup frá iTunes, og eigi yrði hann nú vægur. Einnig þykir mér vert að vekja athygli á því að Apple sem fyrirtæki, rekandi iTunes sé ekki beint að bjóða tónlistarmönnum gróða, heldur almenningi upp á 'löglega' leið til að sækja tónlist þar sem tónlistarmaðurinn/hljómsveitin fær einungis 8% af ágróða sölu á iTunes.
Ekki fara á villigötur og hugsa svo 'en hvað um streymi?'. Jú. Stef vill líka fá borgað fyrir þau.
Þetta, og fleira er hægt að finna á gjaldskrá stefs sem enginn virðist vera fá að ráða neinu í kringum. Ekki einusinni þó að tónlistarmenn vilji ekki vinna með stef. Þetta er hrein og bein kommúnistastefna.
Ég mun aldrei borga stef pening, nema jú, það gerist auðvitað þegar ég kaupi tónlist, en ég mun aldrei gera það 'viljandi' að borga fyrirtæki sem græðir svona mikið, en gerir jafnframt svo lítið fyrir tónlistarmennina, og tónlistarmenninguna hérlendis.
Svo það sé á hreinu þá er ég búinn að kynna mér höfundarréttarlögin sem gilda hérlendis, sem og rekstrarstefnu Stefs og ég hef komist að því að útgáfufyrirtækið sem ég ætla að stofna verði rekið frá öðru landi en Íslandi.
Þetta með iTunes og 8% er satt. Ég þekki tugi tónlistarmanna sem eiga tónlist þarna inni, og einu ástæðurnar fyrir því að þeir nota hana eru:
1. iTunes er tengt 'Charts'.
2. Margir nota iTunes.
3. Fáir vita betur.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Þetta er óttalegt bull hjá þér Óli. Apple tekur 30% cut á iTunes þannig að ef tónlistarmaður fær 70% nema hann sé með aðra samning t.d. um dreifingu við plötufyrirtæki.
-
- Vaktari
- Póstar: 2001
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 74
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Sáuð þið þetta áðan? byrjar á sirka 8:20
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fil ... 9AEF73FCDE
Trúi þvi ekki að það en verið að reikna út tap fyrir hvert einasta niðurhalaða eintak.
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fil ... 9AEF73FCDE
Trúi þvi ekki að það en verið að reikna út tap fyrir hvert einasta niðurhalaða eintak.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5590
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1051
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Æi, þetta er svo barnalegt að halda því fram að hægt sé að nálgast allt efni löglega, þetta fólk veit betur, allir hérna vita betur.
T.d. fór ég inn á allar þessar vefsíður sem http://www.tonlistogmyndir.is vísar á að hægt sé að "nálgast allt efni löglega" á, en fann ekki Star Wars myndirnar. Hérna eru vinsælustu kvikmyndir heimsins ófáanlegar löglega. Hvað ef mig langar að horfa á Star Wars núna í kvöld? Það er ekki hægt með löglegum leiðum, það er ómögulegt. Hvað með allar hinar myndirnar? Hvað með allar sjónvarpsþættina?
Hvar nálgast fólk efni sem er ófáanlegt með löglegum leiðum? Jú, það sækir það af einhverjum öðrum ólöglega og borgar ekki neitt fyrir það.
Hvenær ætlar þetta fólk að fatta að þau eru að beina áróðri gegn röngum hópi fólks, neytendum. Þessir hagsmunaaðilar eiga að vera úti í Hollywood og hamra á stúdíóunum þar að bjóða íslendingum betri samninga á efni sínu, bæði lægra verð og aukið framboð, og þá er ég ekki bara að tala um kvikmyndir heldur líka sjónvarpsþætti. Eina leiðin til þess að það sé hægt er að gefa okkur íslendingum ákveðið "leverage", og það er það að allt erlent efni sem er ekki í boði á Íslandi löglega nýtur engrar verndar á Íslandi.
Ef einhverjir þurfa að fara í naflaskoðun, þá eru það ekki neytendur (þeir haga sér bara einsog þeir eru meðhöndlaðir), heldur eru það hagsmunaðilar og stúdíóin.
T.d. fór ég inn á allar þessar vefsíður sem http://www.tonlistogmyndir.is vísar á að hægt sé að "nálgast allt efni löglega" á, en fann ekki Star Wars myndirnar. Hérna eru vinsælustu kvikmyndir heimsins ófáanlegar löglega. Hvað ef mig langar að horfa á Star Wars núna í kvöld? Það er ekki hægt með löglegum leiðum, það er ómögulegt. Hvað með allar hinar myndirnar? Hvað með allar sjónvarpsþættina?
Hvar nálgast fólk efni sem er ófáanlegt með löglegum leiðum? Jú, það sækir það af einhverjum öðrum ólöglega og borgar ekki neitt fyrir það.
Hvenær ætlar þetta fólk að fatta að þau eru að beina áróðri gegn röngum hópi fólks, neytendum. Þessir hagsmunaaðilar eiga að vera úti í Hollywood og hamra á stúdíóunum þar að bjóða íslendingum betri samninga á efni sínu, bæði lægra verð og aukið framboð, og þá er ég ekki bara að tala um kvikmyndir heldur líka sjónvarpsþætti. Eina leiðin til þess að það sé hægt er að gefa okkur íslendingum ákveðið "leverage", og það er það að allt erlent efni sem er ekki í boði á Íslandi löglega nýtur engrar verndar á Íslandi.
Ef einhverjir þurfa að fara í naflaskoðun, þá eru það ekki neytendur (þeir haga sér bara einsog þeir eru meðhöndlaðir), heldur eru það hagsmunaðilar og stúdíóin.
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2001
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 74
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Svo hjartanlega sammála þér.
En hvað er hægt að gera svo að þessir aðilar fari að vinna með okkur en ekki á móti okkur?
En hvað er hægt að gera svo að þessir aðilar fari að vinna með okkur en ekki á móti okkur?
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Annað varðandi þessar íslensku þjónustur sem bjóða uppá bíómyndir og þætti.
Á filma.is er bara hægt að leigja myndir, það eitt og sér fær mig til að hætta við að nota þessa þjónustu því ég vill eiga en ekki leigja. Ég vill geta sett bíómyndir á símann minn og horft á þær þar. Það er hægt að kaupa og eiga nokkra þætti á filma.is og það er auðvitað skref í rétta átt en það er samt mikill meirihluti sem er bara hægt að leigja.
Svo er VOD þjónustan og netfrelsis þjónustan sett sem valmöguleiki á móti því að downloada efni sem er auðvitað fáránlegt því á öðrum staðnum áttu myndina en á hinum tekuru hana á leigu, þetta er bara alls ekki sami hluturinn og ætti ekki að bera þetta saman.
Á filma.is er bara hægt að leigja myndir, það eitt og sér fær mig til að hætta við að nota þessa þjónustu því ég vill eiga en ekki leigja. Ég vill geta sett bíómyndir á símann minn og horft á þær þar. Það er hægt að kaupa og eiga nokkra þætti á filma.is og það er auðvitað skref í rétta átt en það er samt mikill meirihluti sem er bara hægt að leigja.
Svo er VOD þjónustan og netfrelsis þjónustan sett sem valmöguleiki á móti því að downloada efni sem er auðvitað fáránlegt því á öðrum staðnum áttu myndina en á hinum tekuru hana á leigu, þetta er bara alls ekki sami hluturinn og ætti ekki að bera þetta saman.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5590
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1051
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
playman skrifaði:Svo hjartanlega sammála þér.
En hvað er hægt að gera svo að þessir aðilar fari að vinna með okkur en ekki á móti okkur?
Það vantar hagsmunasamtök neytenda hérna. Jú, til eru neytendasamtökin, en þau virðast gera lítið annað en að mæla verðlag í matvöruverslunum, og hvort þvottaefni hafi viðurkenndar merkingar. Svo þarf að gerast félagi í þeim til að geta kvartað. Neytendasamtökin eru hluti af "status quo".
Neytendamál mæta ávallt afgangi á Íslandi, það er bara þannig.
*-*
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5590
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1051
- Staða: Ótengdur
Re: Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Þessi frétt er nánast bara í beinu samhengi við mínar pælingar:
Antigua applies for permission to run 'pirate' website
http://www.bbc.co.uk/news/technology-21193634
Antigua applies for permission to run 'pirate' website
http://www.bbc.co.uk/news/technology-21193634
*-*