Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
aggibeip
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Sun 23. Maí 2010 23:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf aggibeip » Þri 15. Jan 2013 17:48

Vinur minn var að spyrja mig út í val á tölvu mig langar að forwarda þessari spurningu á ykkur vaktmenn.

Þetta er vélin sem verið er að spá í að kaupa: http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-3d ... vutilbod-4

Er þetta sniðugur pakki ?
Er maður alveg að fá allt fyrir peninginn ?
Væri ódýrara að kaupa þetta í pörtum og setja saman sjálfur ?
Er eitthvað í þessum pakka sem þið mynduð skipta út fyrir eitthvað annað ?

Takk Takk




Alex97
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Lau 11. Feb 2012 17:22
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf Alex97 » Þri 15. Jan 2013 19:05

ég held að það sé sniðugara að setja þetta saman úr pörtum. en þetta fer svolítið eftir því hvað hann er að gera í tölvuni
hér er ég búinn að setja saman smá pakka fyrir sama verð og ég ætla að gera ráð fyrir að hann sé í leikjum

http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake ... si-svartur 29.900
http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake ... 20mm-vifta 14.900
http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-s1 ... -modurbord 26.900
http://www.tolvutek.is/vara/intel-core- ... rvi-retail 39.900
http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake ... -amd-intel 7.990
http://www.tolvutek.is/vara/mushkin-16g ... minni-cl11 13.900
http://www.tolvutek.is/vara/120gb-sata3 ... 25-chronos 21.900
http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-gt ... -2gb-gddr5 74.900
http://www.tolvutek.is/vara/2tb-sata3-s ... dm001-64mb 19.900
samtals 250.190

aðal munurinn er örgjörvin er ekki alveg eins góður í þessari en ef hann er leikja maður þá er i5 meira en nóg en aðal munurinn er að skjá kortið er mun betra í þessum en hinum
og einnig er mun skemmtilegra að setja saman sjálfur :sleezyjoe


- Corsair 600t - MSI Z77 MPower - Intel i5 3570K - Evga Gtx 580, Gigabyte 280x, HD Radion 7950 - Corsair vengeance 16gb - Plextor M5 256GB SSD - Custom vatnskæling


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf Klemmi » Þri 15. Jan 2013 19:54

Ef mér reiknast rétt, þá er samanlagður kostnaður íhlutanna sem upp eru gefnir og stýrikerfisins 220.190kr.-

Það þýðir að þú ert að borga 29.710kr.- fyrir samsetningu og aflgjafann, sem ég leyfi mér að halda að sé ekki merkilegur fyrst þeir ákveða að taka hann ekki fram.

Í þessum 220.190kr.- er svo GeForce GTX650 kort sem er á uppsprengdu listaverði hjá þeim, 29.900kr.-, kostar um 5.910kr.- eða 24,6% meira heldur en hjá næsta samkeppnisaðila á Vaktinni, Tölvulistanum. Vil einnig benda á að þetta skjákort á engan veginn heima í 250þús króna tölvu, fyrir það verð ættirðu að vera að skoða a.m.k. GTX660Ti eða GTX670.

S.s. nei, þú ert ekki að fá mikið fyrir peninginn í þessari vél og að mínu mati, læt ég vaða þrátt fyrir að vera starfsmaður annarar tölvuverzlunar, ætti Tölvutek að skammast sín fyrir ljóta markaðssetningu.

Your offer is bad and you should feel bad.

*Bætt við*
Afsakið, mér yfirsást nánari lýsing, það er tekinn fram Energon = InterTech 750W aflgjafi.

Heildarlistaverð pakkans er því 233.090, því ertu "einungis" að greiða 16.810kr.- fyrir samsetninguna... ef við gefum okkur að þeir gefi engan afslátt þegar 249.900kr.- pakki er keyptur.
Þessar 16.810kr.- umreiknast í um 4klst og 12 mínútur m.v. verkstæðistaxtann þeirra.

Einnig má taka fram að þeir nefna 16GB QUAD minni sem hljómar eins og það séu 4x minniskubbar í borðinu, sem gerir það að verkum að uppfærslumöguleikar eru engir, nema að skipta út kubbum.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3076
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 43
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf beatmaster » Þri 15. Jan 2013 20:05

Ég er algjörlega óháður og er alveg gjörsamlega sammála Klemma!


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf Xovius » Þri 15. Jan 2013 20:22

Klemmi hefur alveg rétt fyrir sér.
Þú vilt líka spara aðeins í örgjörvanum á leikjavél og fara í betra skjákort, 650 er ekki að gera sig í leiki.
Ef þú velur þetta sjálfur þá hefurðu líka miklu meira val til að þetta henti þínum þörfum sem best...




Jón
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 15. Jan 2013 19:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf Jón » Fim 17. Jan 2013 14:43

Hvað finnst ykkur um þetta sem Alex kom með eitthvað sem mæti vera betra eða?



Skjámynd

Höfundur
aggibeip
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Sun 23. Maí 2010 23:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf aggibeip » Fim 17. Jan 2013 16:54

Jón skrifaði:Hvað finnst ykkur um þetta sem Alex kom með eitthvað sem mæti vera betra eða?


Skoðaðu það sem Klemmi kom með..




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf Klemmi » Fim 17. Jan 2013 17:14

Ég myndi nú bara henda pósti á þessar helstu tölvubúðir og biðja um tilboð fyrir ~250þús, aðallega hugsuð í leiki og með stýrikerfi inniföldu, auk einhverra annara óska sem þú hefur, s.s. að áhersla sé lögð á flottan kassa, eða mest afköst fyrir peninginn o.s.frv.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi val á nýrri tölvu - smá spurningar..

Pósturaf Halli25 » Fim 17. Jan 2013 17:52

Gætir skoðað þennan turn hjá TL:
http://tl.is/product/leikjatolva-6

Ódýrari, betra skjákort, minna minni en ekkert mál að stækka.


Starfsmaður @ IOD