Að búa til slím

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Að búa til slím

Pósturaf GuðjónR » Fim 03. Jan 2013 20:43

Litli nördinn minn fann youtube myndband sem sýnir hvernig hægt er að búa til slím.
Get ekki neitað því að mig langar að prófa þetta, en hvar finnur maður "Liquid Starch" ?
Var að googla þetta og Starch er víst eitthvað stífelsi sem notað er við fatapressun.





AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf AntiTrust » Fim 03. Jan 2013 20:45

Starch er nú bara sterkja, ein algengasta tegund einfaldra kolvetna, sem myndast m.a. við ljóstillífun í plöntum og grænmeti :)



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf methylman » Fim 03. Jan 2013 20:49

Ætli þetta sé ekki það sem hét stífelsi og var notað til þess að strauja skyrtukraga í den það er til sagnorð í ensku sem af þessu er dregið to starch http://www.wikihow.com/Starch-a-Shirt


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6794
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf Viktor » Fim 03. Jan 2013 20:54

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2012/1 ... _buid_til/

Nú eru sex dagar til jóla og í dag sýna eðlis- og efnafræðinemar við Háskóla Íslands hvernig hægt er að búa til Konráðs gæða klístur í eldhúsinu heima en Lína Langsokkur notaði slíkt klístur mikið í ævintýrum sínum.

Jóladagatal vísindanna er ætlað krökkum á öllum aldri og markmiðið er að auka áhuga þeirra raunvísindum og verkfræði með það fyrir augum að fjölga nemendum í greinunum til framtíðar. Samtök Iðnaðarins eru bakhjarl verkefnisins.

Efni og áhöld:

· Tvö einnota mál (glös)
· Reglustika og tússpenni
· Vatn
· Hvítt föndurlím (ekki trélím)
· Borax (fæst í garðyrkjuverslunum, t.d. í Garðheimum)
· Ílát til að hrista lausn í, t.d. lítil krukka með loki eða ½ L plastflaska
· Tréprjónn eða eitthvað annað til að hræra með
· Matarlitur. Það er flott að nota grænan eða bláan.

Verklýsing

· Merkið glasið með tveimur línum, 3 og 5 cm frá botni glassins.
· Hellið lími í glasið, upp að 3 cm línunni.
· Hellið vatni í glasið, upp að 5 cm línunni og hrærið vel.
· Búið til mettaða borax lausn:

o Setjið um eina teskeið af borax og ca 1 dL af vatni í krukku eða flösku. Hristið vel. Gætið þess að enn sé eitthvað óuppleyst borax á botninum.

o Leyfið borax lausninni að standa í 2 mínútur svo að kornin nái að setjast vel til botns.

o Hellið þá hluta af lausninni í annað tómt mál en gætið þess að kornin fari ekki með.

o Setjið nokkra dropa af matarlit út í lausnina.

· Hellið hluta af borax lausninni út í límlausnina, smá í einu og hrærið á milli. Þið finnið hvernig lausnin þykknar. Farið varlega, því ef þið hellið of mikilli borax lausn út í þá misheppnast tilraunin. Það þarf ekki að nota alla borax lausnina.
· Þegar límlausnin er öll orðin þykk og slímug má taka slímið upp úr og leika með það.
· Þegar þið eruð ekki að leika með slímið er best að geyma það í lokuðu íláti, t.d. í loftþéttum renndum poka (zip).
· Slímið er ekki eitrað en það er ekki æskilegt að borða það.

Hvernig virkar þetta?

Föndurlím inniheldur fjölliður. Fjölliða er sameind sem má líkja við langa keðju þar sem grunneiningin er alltaf sú sama og endurtekur sig. Fjölliðurnar í líminu renna til án þess að festast saman, eins og spagettí í vatni.

Borax lausnin inniheldur sameindir sem hvarfast við fjölliðurnar. Hver borax sameind hefur tvær “hendur” sem geta gripið í fjölliðu. Þegar borax lausninni er blandað út í límlausnina grípa borax sameindirnar í fjölliðurnar þannig að þær geta ekki lengur runnið hvor framhjá annarri. Þá þykknar lausnin og verður að slími.

Þetta slím inniheldur ekki sömu efni og þau slím sem fást í leikfangaverslunum. Helsti munurinn er sá að þetta slím inniheldur vatn sem gufar upp úr slíminu með tímanum. Þá þornar slímið og eyðileggst. Þess vegna er best að geyma það í lokuðu íláti.


Maíssterkja í íslenskum verslunum(corn starch):
http://images.google.is/search?q=maizena


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf GuðjónR » Fim 03. Jan 2013 21:29

Sniiiiiiiildd...
Ætla að prófa þetta við fyrsta tækifæri.




hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf hrabbi » Fim 03. Jan 2013 22:00

Þú ættir að geta fengið slím eins og hann er með í myndbandinu með því að leysa maizena í vatni og blanda því við föndurlím, glært fyrir gegnsætt slím og hvítt fyrir ógegnsætt slím? Sumar uppskriftir nota borax en það sakar ekki að prófa hitt fyrst ef það er til mjöl í eldhúsinu...
Flott að vita að Borax fæst í Garðheimum - mig hefur lengi langað að prófa að búa til eigið uppþvottaefni og þvottaefni og þetta er í flestum svoleiðis uppskriftum :)



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf Klaufi » Fim 03. Jan 2013 23:57

Guðjón, afhverju?

Af öllum hlutunum á Youtube, afhverju slím?


Mynd

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Jan 2013 00:01

Klaufi skrifaði:Guðjón, afhverju?

Af öllum hlutunum á Youtube, afhverju slím?

Spurðu dóttur mína sem er 9 ára;)




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf DabbiGj » Fös 04. Jan 2013 01:08

guðjónr, prófaðu líka ða blanda kartöflumjöli við vatn þá færðu non newtonian liquid


http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... L6I#t=127s



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf Xovius » Fös 04. Jan 2013 07:43

Fyrst þú ert að fara að finna þér starch...




SneezeGuard
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf SneezeGuard » Fös 04. Jan 2013 08:41

Sterkja sem innihaldslýsíng er eiginlega ekki nóg. Sterkja er t.d. kartöflumjöl og Maizena. Sterkja hegðar sér mismunandi eftir hvaðan hún kemur svo það gæti verið gott að taka sérstaklega fram hvernig sterkju á það nota. T.d. hveitisterkja er ekki það sama og maíssterkja. Er lærður konditor svo ég vona að ég viti eitthvað um þetta. Þið getið til dæmist búið til tyggjó úr hveiti og vatni og búið til bolta-laga vatn úr maizena og vatni, ef þið haldið því að hreyfingu. knowledge is fun ;)




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf playman » Fös 04. Jan 2013 08:58

Xovius skrifaði:Fyrst þú ert að fara að finna þér starch...

Gætir alveg eins notað hveiti í þetta.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Svansson
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Lau 14. Apr 2012 21:20
Reputation: 0
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Re: Að búa til slím

Pósturaf Svansson » Fös 04. Jan 2013 10:33

AntiTrust skrifaði:Starch er nú bara sterkja, ein algengasta tegund einfaldra kolvetna, sem myndast m.a. við ljóstillífun í plöntum og grænmeti :)

Ég skil. And where might one buy one? :-k


550D - 3770K - GTX760 - Rm750W - z77 OC formula - 250gb - 2tb - h100i