Tvær tengingar inn í sama hús og routerspurning?

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Tvær tengingar inn í sama hús og routerspurning?

Pósturaf Xovius » Fim 20. Des 2012 18:26

Þannig er mál með vexti að ég flutti um daginn og þeir sem eiga húsið eru með ADSL tengingu frá Vodafone í húsinu og vilja ekki rifta samningnum sínum nema við borgum. Við erum búin að biðja símann um að flytja ljósnetstenginguna okkar í húsið en spurningin er hvort það á eftir að virka/hvernig ég tengist því í staðinn fyrir Vodafone tenginguna.

Svo er líka það að routerinn sem ég er með frá símanum er með dsl tengi (það sem fór úr veggnum og í routerinn) fyrir símasnúru (lítið tengi) en á nýja staðnum er Vodafone routerinn með LAN DSL tengi úr veggnum (stærra tengi). Hvernig á ég að tengja þetta á síma routernum? Þarf ég millistykki?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tvær tengingar inn í sama hús og routerspurning?

Pósturaf mind » Fim 20. Des 2012 21:25

Bæði ljósnet og ADSL keyra yfir koparlínu - símatengið, einungis eitt tæki getur verið tengt við það í einu.

Ef þú tengir vodafone routerinn tengistu við vodafone, ef símarouterinn þá símann.

RJ-11(litla tengið) og RJ-45(stóra tengið) eru samhæfð hvað þetta varðar. Í einföldu = ef þú getur stungið því í samband á það að virka.
Prufaðu bara stinga símarouternum í samband, þú mátt skipta og nota snúru með litla tenginu.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Tvær tengingar inn í sama hús og routerspurning?

Pósturaf gardar » Fim 20. Des 2012 23:01

Ef síminn getur ekki flutt tenginguna yfir þá geturðu fengið símatengninguna á aðra símalínu inn í hús :)



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Tvær tengingar inn í sama hús og routerspurning?

Pósturaf ponzer » Fös 21. Des 2012 00:03

Þú byður Símann bara flytja tenginguna þína í nýja húsið á aðra línu í húskassa svo þú messir ekki neitt í núverandi Vodafone tengingu - færir svo bara innanhústenglinn/ana sem þú vilt yfir á nýju línuna frá Símanum.

Mind: Er ég að skilja þig rétt - ef þú ert með dsl routera frá Símanum og Vodafone þá er bara nóg að plögga þeim í símasamband og þeir eiga báðir að virka þó ekki á sama tíma ? Það bara gengur ekki.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.