Jólagjöf handa krakkanum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Jólagjöf handa krakkanum

Pósturaf Sidious » Lau 01. Des 2012 02:17

Sælir

Jólagjöf handa kærustunni? Nei hún er löngu farinn og skildi bara eftir krakkann (samt ekki)

EN já mikið var það nú einfallt að kaupa jólagjafir handa henni miðað við hvernig þetta er fyrir krakkann. Mest megnið af þess sem er verið að selja í leikfangaverslunum hérna er lítið, brothætt og dýrt! Sá til dæmis í dag Captain America skjöld, sem var í raun ekkert annað en lítill plastdiskur með bandi á, hann fór á sirka fimm þúsund. Ég er mikið farinn að hallast að því að kaupa eitthvað á Amazon bara.

Eru einhverjir vaktarar sem luma á góðri jólagjafa hugmynd fyrir 4 ára dreng, hann "elskar" star wars, batman, spiderman, superman, allar ofurhetjur og maríuhænur, ég kenndi honum vel. Svo fílar hann alls kyns smíðadót, en það sem er ég hef séð í toysRus í þeim dúr er lítil plaststöð á tíuþúsund kall.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Jólagjöf handa krakkanum

Pósturaf Pandemic » Lau 01. Des 2012 04:44

Hef unnið í leikfangaverslun og ég verð að segja að LEGO er alltaf klassísk gjöf. Frændi minn er 5 ára og er farinn að fikta í LEGO Technic þannig að þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því að hlutir séu of flóknir. Þeim finnst það bara skemmtilegra.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1329
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jólagjöf handa krakkanum

Pósturaf Stuffz » Lau 01. Des 2012 11:37

Sidious skrifaði:..Mest megnið af þess sem er verið að selja í leikfangaverslunum hérna er lítið, brothætt og dýrt! Sá til dæmis í dag Captain America skjöld, sem var í raun ekkert annað en lítill plastdiskur með bandi á, hann fór á sirka fimm þúsund...


Það er allt "Designed to Fail" í dag, hvernig eiga þeir að geta selt manni eitthvað nýtt að ári annars :P

EDIT: Lego er alltaf Klassískt :happy

besides, Captain America Skjöld.. Halló! :shock: :lol: :face
Mynd


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack