Garri skrifaði:Ég hef fram að síðasta ári alltaf staðgreitt með mínu Debet korti (frá því þau byrjuðu). Bæði stórt og smátt. Notaði aldrei kreditkort og var ekki með slíkt nema fyrirframgreitt fyrir netið. Síðan var mér sagt frá því að það reiknuðust færslugjöld af debet korti en ekki af kredit korti.. eftir það fékk ég mér kreditkort og kaupi næstum allt út á kredit-kortið, aðeins í undantekningatilfellum sem ég nota debet kortið. Kredit kortið er skuldfært fyrir mig um mánaðarmótin og kemur í sama stað niður fyrir mig, nema ég er að fá peninga lánaða vaxtalaust, stundum í meir en mánuð og borga þar að auki minna en ef ég hefði staðgreitt vegna færslugjalda sem geta verið hátt hlutfall þegar maður er að kaupa sér smotterí í sjoppu!
Margt skrítið í fjármálakerfi okkar Íslendinga.
Ég var í sama pakka, borgaði allt með debetkorti en fannst svo sárt að vera að borga færslugjöld þegar ég gat fengið mér ókeypis fyrirframgreitt kreditkort og ekki greitt nein færslugjöld þar.
Hins vegar er vissulega ástæða þess að bankarnir láta þig greiða fyrir notkun á debetkortum er til þess að ýta þér út í kreditkortin, þar sem þaðan græða þeir. Ef þú borgar með debetkorti fá þeir ekkert nema einmitt færslugjaldið, en ef þú greiðir með kreditkorti fá þeir frá fyrirtækinu 1-3% af verðinu, eftir því hvers konar kort þú greiddir með og samningi þeirra við kortafyrirtækin.
Helsta ástæða þess að verzlanir taka ekki við t.d. American Express er sú að til þess að greiða upp fyrir þetta magn af vildarpunktum sem þú færð, þá rukka þeir verzlanirnar um langhæstu prósentuna.
Með þetta í huga, þá greiði ég allt í þeim verzlunum sem "ég vil styðja" með debetkorti, því mér þykir sárt að hugsa til þess að þeir séu að verða af ágætis hlutfalli af gróðanum til bankanna, bara því ég vildi spara mér 6-10kr.- færslugjald. Ef verzlun er með 30% álagningu, þá er stór partur farinn af framlegð þeirra ef ég ákveð að greiða með grimmu kreditkortinu.