Laun vefforritara

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Laun vefforritara

Pósturaf Frantic » Mán 05. Nóv 2012 16:13

Sælir vaktarar,
Ég var að ræða um daginn við náunga sem er að vinna við vefforritun og hann sagði mig vera að taka of lítið á tímann.
Mér finnst ég hins vegar vera frekar sanngjarn.

Þannig ég spyr ykkur sem hafið verið að forrita vefsíður freelance, hvað hafið þið verið að taka fyrir tímann án vsk?



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf fannar82 » Mán 05. Nóv 2012 18:01

Einnig væri líka gaman að vita hver svona almenn laun eru í forritun
Einhverstaðar heyrði ég að SQLforritarar (sér lærðir SQL menn) væru að gera það gott,
En hvað með hina Elvis forritarana :)


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf hagur » Mán 05. Nóv 2012 19:12

Fer eftir verkefninu en ég verið að taka allt að 8500 kall á tímann fyrir utan vask. Er bara alveg hættur að nenna þessu freelance stússi.

Varðandi laun í geiranum almennt, kíktu þá á tölvunarfræðinga og kerfisfræðinga í launakönnun VR. Ættir að fá ballpark tölur þar.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf fannar82 » Mán 05. Nóv 2012 19:24

hagur skrifaði:Fer eftir verkefninu en ég verið að taka allt að 8500 kall á tímann fyrir utan vask. Er bara alveg hættur að nenna þessu freelance stússi.

Varðandi laun í geiranum almennt, kíktu þá á tölvunarfræðinga og kerfisfræðinga í launakönnun VR. Ættir að fá ballpark tölur þar.


Hef skoðað það, finnst bara svo lítill munur þar á kerfisfræðing og tölvunarfræðing., (oftast um 20þús í miðgildi) eru ekki allir tölvunarfræðingar líka í félagi tölvunarfræðinga?


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf hagur » Mán 05. Nóv 2012 20:09

fannar82 skrifaði:
hagur skrifaði:Fer eftir verkefninu en ég verið að taka allt að 8500 kall á tímann fyrir utan vask. Er bara alveg hættur að nenna þessu freelance stússi.

Varðandi laun í geiranum almennt, kíktu þá á tölvunarfræðinga og kerfisfræðinga í launakönnun VR. Ættir að fá ballpark tölur þar.


Hef skoðað það, finnst bara svo lítill munur þar á kerfisfræðing og tölvunarfræðing., (oftast um 20þús í miðgildi) eru ekki allir tölvunarfræðingar líka í félagi tölvunarfræðinga?


Allur gangur á því held ég, ég er t.d ekki í því félagi.



Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Reputation: 1
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Talmir » Mán 05. Nóv 2012 21:39

Entry laun í forritun eins og gengur og gerist er í kringum eða rétt undir um 450þ á mánuði. En það eru nota bene byrjunarlaun. The sky's the limit.



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1067
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 28
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Nördaklessa » Mán 05. Nóv 2012 21:43

Talmir skrifaði:Entry laun í forritun eins og gengur og gerist er í kringum eða rétt undir um 450þ á mánuði. En það eru nota bene byrjunarlaun. The sky's the limit.


fyrir eða eftir skatt? :-k


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf hagur » Mán 05. Nóv 2012 21:58

Nördaklessa skrifaði:
Talmir skrifaði:Entry laun í forritun eins og gengur og gerist er í kringum eða rétt undir um 450þ á mánuði. En það eru nota bene byrjunarlaun. The sky's the limit.


fyrir eða eftir skatt? :-k


Alltaf er talað um brúttó laun, þ.e fyrir skatt.



Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Frantic » Mán 05. Nóv 2012 22:07

hagur skrifaði:Fer eftir verkefninu en ég verið að taka allt að 8500 kall á tímann fyrir utan vask. Er bara alveg hættur að nenna þessu freelance stússi.

Varðandi laun í geiranum almennt, kíktu þá á tölvunarfræðinga og kerfisfræðinga í launakönnun VR. Ættir að fá ballpark tölur þar.


Miðað við það þá er ég á alltof lágum taxta.
Ertu háskólalærður?

Er líka orðinn mjög leiður á freelance.
Maður getur hitt á fólk sem er algjört fífl eða fólk sem er mega nice og þæginlegt.
Mér hefur t.a.m. verið hótað líkamsmeiðingum á fyrsta fundi ef ég myndi stela af þeim höfundavörðu efni sem átti að vera sett inní kerfið sem ég átti að smíða.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf worghal » Mán 05. Nóv 2012 22:22

Frantic skrifaði:
hagur skrifaði:Fer eftir verkefninu en ég verið að taka allt að 8500 kall á tímann fyrir utan vask. Er bara alveg hættur að nenna þessu freelance stússi.

Varðandi laun í geiranum almennt, kíktu þá á tölvunarfræðinga og kerfisfræðinga í launakönnun VR. Ættir að fá ballpark tölur þar.


Miðað við það þá er ég á alltof lágum taxta.
Ertu háskólalærður?

Er líka orðinn mjög leiður á freelance.
Maður getur hitt á fólk sem er algjört fífl eða fólk sem er mega nice og þæginlegt.
Mér hefur t.a.m. verið hótað líkamsmeiðingum á fyrsta fundi ef ég myndi stela af þeim höfundavörðu efni sem átti að vera sett inní kerfið sem ég átti að smíða.

og þú hefur væntanlega kært?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf intenz » Mán 05. Nóv 2012 22:29

Laun Tölvunarfræðinga í febrúar 2011 voru á bilinu 500-700 þús. Eru held ég hærri í dag, þar sem eftirspurnin er meiri.

Ég hef lítið verið í freelance en ég tók verktakavinnu fyrir nokkrum árum og þá var ég að taka 5000 kr. á tímann.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Frantic » Mán 05. Nóv 2012 22:36

worghal skrifaði:og þú hefur væntanlega kært?


Nei það gerði ég ekki. Ég hef hvorki pening né tíma í kærumál.
Hafði lítil áhrif á líf mitt nema þetta tók óþarflega langan tíma úr lífi mínu sem var sóað í þennan vitleysing.




Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Olli » Mán 05. Nóv 2012 22:37

worghal skrifaði:
Frantic skrifaði:
hagur skrifaði:Fer eftir verkefninu en ég verið að taka allt að 8500 kall á tímann fyrir utan vask. Er bara alveg hættur að nenna þessu freelance stússi.

Varðandi laun í geiranum almennt, kíktu þá á tölvunarfræðinga og kerfisfræðinga í launakönnun VR. Ættir að fá ballpark tölur þar.


Miðað við það þá er ég á alltof lágum taxta.
Ertu háskólalærður?

Er líka orðinn mjög leiður á freelance.
Maður getur hitt á fólk sem er algjört fífl eða fólk sem er mega nice og þæginlegt.
Mér hefur t.a.m. verið hótað líkamsmeiðingum á fyrsta fundi ef ég myndi stela af þeim höfundavörðu efni sem átti að vera sett inní kerfið sem ég átti að smíða.

og þú hefur væntanlega kært?


í það minnsta neitað að taka að þér verkefnið?




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf steinarorri » Mán 05. Nóv 2012 22:41

intenz skrifaði:Laun Tölvunarfræðinga í febrúar 2011 voru á bilinu 500-700 þús. Eru held ég hærri í dag, þar sem eftirspurnin er meiri.


Hvað í fjandanum er ég að gera að læra lækninn ](*,) :D




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf vesley » Mán 05. Nóv 2012 22:43

steinarorri skrifaði:
intenz skrifaði:Laun Tölvunarfræðinga í febrúar 2011 voru á bilinu 500-700 þús. Eru held ég hærri í dag, þar sem eftirspurnin er meiri.


Hvað í fjandanum er ég að gera að læra lækninn ](*,) :D



goin with the flow.



Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Frantic » Mán 05. Nóv 2012 22:52

Olli skrifaði:í það minnsta neitað að taka að þér verkefnið?

Já ég neitaði því og hef ekki séð eftir því hingað til. :)

intenz skrifaði:Laun Tölvunarfræðinga í febrúar 2011 voru á bilinu 500-700 þús. Eru held ég hærri í dag, þar sem eftirspurnin er meiri.

Ég hef lítið verið í freelance en ég tók verktakavinnu fyrir nokkrum árum og þá var ég að taka 5000 kr. á tímann.

Þetta er aðeins líkara því sem ég er að taka.
Gott að fá smá viðmið.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf fannar82 » Þri 06. Nóv 2012 00:05

En hvernig er það svona innan stjéttarinnar, eru tölvunarfræðingar(bs) mun hærra skrifaðir en td, kerfisfræðingar(úr HR\HÍ, ekki promennt\Ntvetc) því samkvæmt VR launakönnuninni sem var vitnað í hér á undan er ég ekki alveg að sjá tilganginn fyrir mig að halda áfram og klára tölvunarfræðinginn eftir kerfisfræðing hjá HR


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf intenz » Þri 06. Nóv 2012 00:14

fannar82 skrifaði:En hvernig er það svona innan stjéttarinnar, eru tölvunarfræðingar(bs) mun hærra skrifaðir en td, kerfisfræðingar(úr HR\HÍ, ekki promennt\Ntvetc) því samkvæmt VR launakönnuninni sem var vitnað í hér á undan er ég ekki alveg að sjá tilganginn fyrir mig að halda áfram og klára tölvunarfræðinginn eftir kerfisfræðing hjá HR

Það var eitthvað bogið við launakönnunina hjá SFR og VR. Svo ég vitni nú í umræðu sem átti sér stað innan Félags Tölvunarfræðinga:

"Ég rak augun í blað frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar (SFR) sem nefnist "Blað stéttarfélaganna".

Í þessu blaði er launakönnun sem gerð var á vegum SFR og VR. Í henni eru grunnlaun tölvunarfræðings sögð vera 314 þús. á mánuði. Heildarlaun eru sögð vera 410 þús. krónur á mánuði.

Þetta er í hrópandi ósamræmi við kjarakönnun Félags tölvunarfræðinga þar sem meðaltal launa er sagt vera 671 þús. (grunnlaun) og heildargreiðslur 723 þús."


Annars held ég að háskólapróf sé alltaf metið hærra, launalega séð, heldur en diplómupróf í sama geira.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Daz » Þri 06. Nóv 2012 00:37

intenz skrifaði:Það var eitthvað bogið við launakönnunina hjá SFR og VR. Svo ég vitni nú í umræðu sem átti sér stað innan Félags Tölvunarfræðinga:
"Ég rak augun í blað frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar (SFR) sem nefnist "Blað stéttarfélaganna".

Í þessu blaði er launakönnun sem gerð var á vegum SFR og VR. Í henni eru grunnlaun tölvunarfræðings sögð vera 314 þús. á mánuði. Heildarlaun eru sögð vera 410 þús. krónur á mánuði.

Þetta er í hrópandi ósamræmi við kjarakönnun Félags tölvunarfræðinga þar sem meðaltal launa er sagt vera 671 þús. (grunnlaun) og heildargreiðslur 723 þús."



Eitthvað er það skrítin könnun, eða gömul. Skv VR launakönnuninn var meðalgrunnlaun minnir mig eitthvað yfir 500 þúsund. Fyrir þá sem titla sig tölvunarfræðinga. Ætli það sé ekki meðal-grunnlaun tölvunarfræðinga sem eru á samning við RVK? Þessvegna komi tenging við SFR? Alltaf lægri laun hjá hinu opinbera :(

Hvort ætli sé betri þverskurður af tölvunarfræðingum sem tóku þátt í VR könnuninni eða FT könnuninni?



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf natti » Þri 06. Nóv 2012 00:41

Frantic skrifaði:
intenz skrifaði:Ég hef lítið verið í freelance en ég tók verktakavinnu fyrir nokkrum árum og þá var ég að taka 5000 kr. á tímann.

Þetta er aðeins líkara því sem ég er að taka.
Gott að fá smá viðmið.

Ekki gleyma að verðmeta þekkinguna þína, alls ekki gera lítið úr því að þú hefur eitthvað fram að færa.
Ef þú prófar að taka staðgreiðsluprósentu, lífeyrissjóð, tryggingagjald og öll þessi helstu "gjöld" sem þú kæmist ekki undan ef þú værir launamaður, og tekur það af 5000 kr, þá sérðu að þú ert ekki að selja þig hátt út á tímann.
Þetta gengur kannski upp meðan þú ert að gera e-ð lítið, og þetta er kannski fín leið til að fá mörg verkefni til að fá reynslu og orðspor, en á einhverjum tímapunkti þarftu samt að meta þig að verðleikum og passa upp á að gefa ekki vinnuna þína.

fannar82 skrifaði:En hvernig er það svona innan stjéttarinnar, eru tölvunarfræðingar(bs) mun hærra skrifaðir en td, kerfisfræðingar(úr HR\HÍ, ekki promennt\Ntvetc) því samkvæmt VR launakönnuninni sem var vitnað í hér á undan er ég ekki alveg að sjá tilganginn fyrir mig að halda áfram og klára tölvunarfræðinginn eftir kerfisfræðing hjá HR

Háskólagráða (sama hvaða nafni hún nefnist) er alltaf góð. Ef þú ert á góðu róli, alls ekki hætta, kláraðu frekar BS.
Háskólagráðan getur haft umtalsverð áhrif á launaþróun innan margra fyrirtækja(og sérstaklega stofnana) og starfsþróun, auk þess auðveldar þér að fá starf erlendis ef þú ætlar einhverntímann að pæla í því.
Jafnvel gætiru lent í því að ráðningaskrifstofa filteri umsóknina þína út því þú ert ekki með háskólagráðu, en þeir sem hafa BS eða hærra eru þá settir framar/skoðaðir fyrst.


Mkay.

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf intenz » Þri 06. Nóv 2012 00:44

Daz skrifaði:
intenz skrifaði:
"Ég rak augun í blað frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar (SFR) sem nefnist "Blað stéttarfélaganna".

Í þessu blaði er launakönnun sem gerð var á vegum SFR og VR. Í henni eru grunnlaun tölvunarfræðings sögð vera 314 þús. á mánuði. Heildarlaun eru sögð vera 410 þús. krónur á mánuði.

Þetta er í hrópandi ósamræmi við kjarakönnun Félags tölvunarfræðinga þar sem meðaltal launa er sagt vera 671 þús. (grunnlaun) og heildargreiðslur 723 þús."


Annars held ég að háskólapróf sé alltaf metið hærra, launalega séð, heldur en diplómupróf í sama geira.

Eitthvað er það skrítin könnun, eða gömul. Skv VR launakönnuninn var meðalgrunnlaun minnir mig eitthvað yfir 500 þúsund. Fyrir þá sem titla sig tölvunarfræðinga. Ætli það sé ekki meðal-grunnlaun tölvunarfræðinga sem eru á samning við RVK? Þessvegna komi tenging við SFR? Alltaf lægri laun hjá hinu opinbera :(

Hvort ætli sé betri þverskurður af tölvunarfræðingum sem tóku þátt í VR könnuninni eða FT könnuninni?

Jú það gæti nefnilega vel verið að mið sé tekið af þeim Tölvunarfræðingum sem vinna hjá Reykjavíkurborg, út af SFR. En annars mun ég alla daga taka meira mark á launakönnunum FT. En mikið er sorglegt ef þessar tölur reynast réttar. Nettó upphæð af 314 þús er ekki orðinn neinn peningur fyrir háskólagráðu.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Reputation: 1
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Talmir » Þri 06. Nóv 2012 09:26

Þessi upphæð, 314 þús, hljómar eitthvað undarlega. Ég útskrifaðist nú í vor með mína gráðu (Ekki tölvunarfræðingur þó) og meðan ég var að leita mér að vinnu þá fór ég meðal annars til intellecta ráðningarstofunar sem sérhæfir sig m.a. í hátæknistörfum (forritarar, IT fólk, o.s.frv). Þeir ráðlögðu mér að miða á byrjunarlaun í kringum 400 til 450 þúsund bara til að ég kæmist örugglega inn í forritunar geirann. Þeir sögðu að ef ég væri kominn með kanski 2 ára reynslu þá mundi ég geta miðað slatta hærra.

Háskólagráðan er alltaf betri en engin gráða. Ég komst að því t.d. að gráðan er hluti af verðgildinu við nýja starfsmenn hjá sumum fyrirtækjum því þau eru með "Company CV" þar sem það er útlistað hinum ýmsu gráðum sem starfsfólkið hefur (ásamt öllu því sem fyrirtækið hefur gert í gegnum tíðina) og þetta er notað þegar fyrirtækin bjóða í verk. Ef starfsmaðurinn er ekki með gráðu til að bæta við CV'ið hjá fyrirtækinu þá er í raun minna verðgildi við viðkomandi starfsmann sem skilar sér í lægri launum. Þetta er semsagt aukalega við þá staðreind að þegar fyrirtæki ráða í störf og þurfa að miða hæfnina útfrá ferilskrám þá kemur gaurinn með gráðuna nær alltaf betur út.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Daz » Þri 06. Nóv 2012 09:53

intenz skrifaði:Jú það gæti nefnilega vel verið að mið sé tekið af þeim Tölvunarfræðingum sem vinna hjá Reykjavíkurborg, út af SFR. En annars mun ég alla daga taka meira mark á launakönnunum FT. En mikið er sorglegt ef þessar tölur reynast réttar. Nettó upphæð af 314 þús er ekki orðinn neinn peningur fyrir háskólagráðu.

FT frekar en VR? Mér datt einmitt í hug að í t.d. launakönnun FT sé aðeins meira "ég vil ekki vera minni maður en hinir jafningjar mínir" hugsun sem gæti haft áhrifa á töluna sem sumir skrifa í könnunina, jafnvel þó hún sé nafnlaus. Sem og að það séu fleiri freelance (launahærri? Verktakar?) sem eru í FT, en VR sé með þá sem eru að vinna hjá stóru fyrirtækjunum? S.s. spurning um hvort sé betra meðaltal eða þverskurður Væri nú bara gaman að vita heildartöluna af svörum í þessum 2 könnunum, sem og heildartölu þeirra sem hafa rétt til að kalla sig "Tölvunarfræðing" til að átta sig á því hversu gott hlutfall þessar kannanir ná til.

En við skulum nú ekki kvarta yfir 500-700 þúsund í heildarlaun, grunnskólakennarar eru með 5 ára háskólanám og þeir hafa 250-300 í heildarlaun.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf intenz » Þri 06. Nóv 2012 11:41

Daz skrifaði:
intenz skrifaði:Jú það gæti nefnilega vel verið að mið sé tekið af þeim Tölvunarfræðingum sem vinna hjá Reykjavíkurborg, út af SFR. En annars mun ég alla daga taka meira mark á launakönnunum FT. En mikið er sorglegt ef þessar tölur reynast réttar. Nettó upphæð af 314 þús er ekki orðinn neinn peningur fyrir háskólagráðu.

FT frekar en VR? Mér datt einmitt í hug að í t.d. launakönnun FT sé aðeins meira "ég vil ekki vera minni maður en hinir jafningjar mínir" hugsun sem gæti haft áhrifa á töluna sem sumir skrifa í könnunina, jafnvel þó hún sé nafnlaus. Sem og að það séu fleiri freelance (launahærri? Verktakar?) sem eru í FT, en VR sé með þá sem eru að vinna hjá stóru fyrirtækjunum? S.s. spurning um hvort sé betra meðaltal eða þverskurður Væri nú bara gaman að vita heildartöluna af svörum í þessum 2 könnunum, sem og heildartölu þeirra sem hafa rétt til að kalla sig "Tölvunarfræðing" til að átta sig á því hversu gott hlutfall þessar kannanir ná til.

En við skulum nú ekki kvarta yfir 500-700 þúsund í heildarlaun, grunnskólakennarar eru með 5 ára háskólanám og þeir hafa 250-300 í heildarlaun.

Tölvunarfræðingur er lögverndað heiti þannig það getur enginn kallað sig það nema að hafa unnið til þess. Og þú kemst ekki inn í FT nema að vera orðinn slíkur. Ég ætla samt ekki að fara að skera úr um hvor könnunin sé marktækari. Hef ekki hugmynd um hvernig VR framkvæmir sínar kannanir en eitt veit ég, það eru bara menntaðir Tölvunarfræðingar sem taka þátt í könnunum FT.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Laun vefforritara

Pósturaf Daz » Þri 06. Nóv 2012 15:10

intenz skrifaði:Tölvunarfræðingur er lögverndað heiti þannig það getur enginn kallað sig það nema að hafa unnið til þess. Og þú kemst ekki inn í FT nema að vera orðinn slíkur. Ég ætla samt ekki að fara að skera úr um hvor könnunin sé marktækari. Hef ekki hugmynd um hvernig VR framkvæmir sínar kannanir en eitt veit ég, það eru bara menntaðir Tölvunarfræðingar sem taka þátt í könnunum FT.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

Ég veit að það er lögverndað starfsheiti, þess vegna sagði ég sem hafa rétt til að kalla sig "Tölvunarfræðing" . Ég veit líka að þú verður að vera tölvunarfræðingur til að vera félagi í FT. Ég veit líka að það eru ekki allir tölvunarfræðingar í FT og því alls ekki víst að það sé góður þverskurður af öllum tölvunarfræðingum á Íslandi. Það eru heldur ekki allir tölvunarfræðingar í VR. Því væri áhugavert að vita hversu margir mega nota titilinn og bera saman við fjöldatölur úr þessum 2 könnunum.

Dæmi: Ef þeir 50 tölvunarfræðingar sem eru skráður í FT vinna allir sjálfstætt , en í VR eru 500 tölvunarfræðingar sem vinna allir hjá stórfyrirtækjum, þá gefur hvorug launakönnun rétta heildarmynd. Báðar kannanirnar gefa rétt svar við spurningunni "Hvað eru meðallaun Tölvunarfræðinga sem eru meðlimir í okkar samtökum?", en ekki "Hvað eru meðallaun Tölvunarfræðinga?"(Tölurnar eru upskáldaðar, augljóslega).

Ég má bera lögverndaða starfsheitið "Tölvunarfræðingur", þó það sé ekki mitt núverandi starfsheiti. Ég notaði það samt þegar ég svaraði síðast í launakönnun VR. Ég er ekki félagi í FT. (Bara svo þetta sé allt á hreinu, augljóslega).