Er þetta ekki forræðishyggja?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Er þetta ekki forræðishyggja?

Pósturaf hakkarin » Fim 01. Nóv 2012 16:02

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... samthykkt/

Skil það alveg að fólk vilji að það sé fræðsla og forvarnir um þessi efni, en af hverju er það haft að takmarki að draga úr drykkju? Ef að fólk er bara að drekka hóflegt magn og á ekki við nein vandamál að stríða kemur það þá eitthverjum við hvort að einstaklingurinn sé að fá sér í glass eða ekki?

Mér finnst þetta virka of mikið eins og forræðishyggja.

Hver er ykkar skoðun á þessu?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta ekki forræðishyggja?

Pósturaf AntiTrust » Fim 01. Nóv 2012 16:11

Jú, en þegar kemur að auglýsingum á áfengi og tóbaki vill ég sjá sem minnst af því. Fólk veit alveg hvar er hægt að nálgast þetta.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta ekki forræðishyggja?

Pósturaf dori » Fim 01. Nóv 2012 16:53

Ég hef svosem ekkert á móti því að auglýsingar á þessu séu ekki leyfðar þar sem börn verða þeirra vör. En ég set stórt spurningarmeki við það markmið að "draga úr drykkju" þar sem öll útfærsla á slíkri stefnu sem byggist ekki upp á því að fá fólk til þess að langa minna í áfengi/tóbak er dæmt til að mistakast.

Það að keyra til dæmis upp skatta á áfengi og tóbaki er ekki til þess fallið að hjálpa þeim sem hafa það verst.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1329
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 98
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta ekki forræðishyggja?

Pósturaf Stuffz » Fim 01. Nóv 2012 17:48

tja almennt um spurningar um forræðishyggju :-k

mér finnst sumir hlutir eigi að vera betur ígrundaðir, er hlynntur því að yrðu gerð "Beta samfélög" útá landi þar sem lög og reglur eru testuð áður en þeim er hlammað á samfélagið í heil sinni, með tilheyrandi misjöfnum árangri/ánægju o.s.f.

en það væri náttúrulega stjarnfræðilega fjarræn framtíðarsýn :crazy


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta ekki forræðishyggja?

Pósturaf natti » Fös 02. Nóv 2012 00:14

Stuffz skrifaði:er hlynntur því að yrðu gerð "Beta samfélög" útá landi þar sem lög og reglur eru testuð áður en þeim er hlammað á samfélagið í heil sinni, með tilheyrandi misjöfnum árangri/ánægju o.s.f.

Jaaaaáááánei!
Afhverju úti á landi? Afhverju er Reykjavík ekki betasamfélagið? Er þér illa við landsbyggðina? Hvað ætti testing tíminn að vera langur? Finnst þér í alvörunni góð hugmynd að það væru mismunandi lög eftir landshlutum? E-ð sem er bannað á Ak en leyft í Rvk, eða öfugt?
Flest lög og reglugerðir koma ekki úr þurru lofti, að baki liggur oft umtalsverð vinna bæði hvað varðar (tilætluð)áhrif og innleiðingu.
Í sjálfu sér erum við nú ekki það stórt samfélag til að byrja með að það sé hægt að skipta því eitthvað upp...

Varðandi forræðishyggju... og setninguna frá hakkarin: "en af hverju er það haft að takmarki að draga úr drykkju? "
Flestir eru sammála um að fólki ætti að vera frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það hafi ekk "áhrif" á aðra.
Mér er t.d. alveg sama þó að þó fáir þér bjór í kvöld. Í besta falli styrkiru ríkið með skattfé, íslenska dreifingaraðila og mögulega íslenska bruggara með drykkjunni þinni.
En frá sjónarhorni ríkisins: Á meðan það er hægt að benda á kostnað vegna áfengis svosem meðferðarstofnanir, sjúkdómar sem má rekja til áfengisneyslu og fleira í þeim dúr, þá er ekkert flókið að leggja saman: minni drykkja = minni kostnaður = hægt að nota skattpeninga í annað.
Þannig að út frá peningalegum forsendum væri alveg hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það gæti verið gott fyrir samfélagið að "draga úr drykkju".
(Ég veit að ég er að einfalda þetta örlítið, en oft þarf grunnhugmyndin ekkert að vera flóknari en þetta.)

Svo geturu alveg spilað sama leikinn með tóbak, sykur, og aðra "óhollustu" sem hægt er að beintengja við lífsstílstengda sjúkdóma eða annan kostnaðarauka fyrir ríkið.


Mkay.

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta ekki forræðishyggja?

Pósturaf hfwf » Fös 02. Nóv 2012 01:21

AntiTrust skrifaði:Jú, en þegar kemur að auglýsingum á áfengi og tóbaki vill ég sjá sem minnst af því. Fólk veit alveg hvar er hægt að nálgast þetta.


Af hverju... Af hverju viltu sjá sem minnst af þvi? ertu svona minnimáttar þannig séð að þú getue ekki leitt smá pilsnerauglýsingu framhjá þér eða kamelguttan?



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta ekki forræðishyggja?

Pósturaf gRIMwORLD » Fös 02. Nóv 2012 01:36

hfwf skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Jú, en þegar kemur að auglýsingum á áfengi og tóbaki vill ég sjá sem minnst af því. Fólk veit alveg hvar er hægt að nálgast þetta.


Af hverju... Af hverju viltu sjá sem minnst af þvi? ertu svona minnimáttar þannig séð að þú getue ekki leitt smá pilsnerauglýsingu framhjá þér eða kamelguttan?


Af því auglýsingar af þessu tagi eru algjörlega óþarfar. Að auki lenda þær óhjákvæmilega á markhópi sem lögum samkvæmt má ekki neyta áfengis eða reykja. Sbr allar útvarpsauglýsingarnar þar sem verið er að auglýsa "Kapteinninn verður á staðnum í kvöld!" osfrv. Þessar auglýsingar eru í gangi hvaða tíma dags. Þetta er ekki forræðishyggja eins og að takmarka hversu mikið áfengi þú mátt kaupa þér í ríkinu. Fólk veit hvar það á að versla áfengi og tóbak. Það þarf ekki að auglýsa það.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er þetta ekki forræðishyggja?

Pósturaf natti » Fös 02. Nóv 2012 10:57

grimworld skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Jú, en þegar kemur að auglýsingum á áfengi og tóbaki vill ég sjá sem minnst af því. Fólk veit alveg hvar er hægt að nálgast þetta.

Fólk veit hvar það á að versla áfengi og tóbak. Það þarf ekki að auglýsa það.


Nú eru þið e-ð massíft að misskilja þessar auglýsingar.
Þessar auglýsingar eru fæstar frá ÁTVR, heyrir til undantekninga ef eitthvað er.
Það er sjaldnast verið að auglýsa hvar þú kaupir áfengi og tóbak, heldur er verið að auglýsa HVAÐA áfengi og tóbak þú ættir að velja þér.
Og þar sem við virðumst ekki geta losnað við auglýsingar frá erlendum framleiðendum (nema þá með að fara í umtalsverða ritskoðun á sjónvarpsefni og fl.), er það þá ekki dálítið ójafnræði að erlendir byrgjar geti auglýst heilan helling (mestmegins óbeint, auglýsing samt) á meðan innlendir aðilar fá nánast ekkert að auglýsa?


Mkay.