Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf AntiTrust » Þri 30. Okt 2012 02:58

Ég er pínu lost .. og paranoid.

- Ég er með ljósleiðara hjá GR og tengingu hjá Vodafone
- Ég er með Microsoft based VPN (PPTP) service á einum netþjóninum, AD auðkenning
- Ég er með PS3 tölvu sem sér núna í annað skiptið á stuttum tíma DLNA server sem heitir 'Vuze on 89.160.163.xxx' (IP tala sem er skráð á Vodafone)
- Það er að sjálfsögðu router (E4200, firewalled) og engar vélar beintengdar í Telsey boxið
- Það er enginn notandi sem er með leyfi fyrir VPN inn hjá mér með þessa IP tölu
- Þegar ég restarta/slekk á routernum dettur þessi DLNA þjónusta út (þeas, pottþétt WAN tengt, ekki LAN)
- Enga ókunnuga tölvu að finna í DHCP töflum
- Ekki verið að access neinar skrár sem eru aðgengilegar fyrir VPN/FTP notendur

.. Hvað er í gangi?



Skjámynd

ASUStek
spjallið.is
Póstar: 451
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 05:19
Reputation: 8
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf ASUStek » Þri 30. Okt 2012 05:35

gæti ekki verið að hefur skannað einhverja tölvu sem er ekki "inná" kerfinu helduru bara sem nær að pinga?

Ghost?



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf kubbur » Þri 30. Okt 2012 08:06

Ertu með vuse sett upp a einhverri vél?


Kubbur.Digital

Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf ponzer » Þri 30. Okt 2012 08:57

Líklega einhver á GR netinu sem er bara húkkaður beint í ljósleiðaraboxið þessvegna ertu að sjá þetta.

Hef sjálfur séð svona þá eru menn bara að share'a möppum og drifum og þetta er auðvita aðgengilegt fyrir okkur hin =D> , þú ert þá væntanlega með eldvegginn lokaðinn í aðra áttina eða opið frá inside yfir á outside en ekki öfugt og þessvegna sérðu þetta.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf emmi » Þri 30. Okt 2012 09:00

Er PS3 vélin ekki bara að finna þennan DNLA server sem er á GR netinu og er að broadcasta útá við? Svipað og þessi lenti í, viewtopic.php?f=18&t=34398&hilit=itunes




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf AntiTrust » Þri 30. Okt 2012 11:12

kubbur skrifaði:Ertu með vuse sett upp a einhverri vél?


Hehe nei, þá myndi ég líka sjá Vuze On 192.168.x.x reikna ég með :)

Emmi og Ponzer, mér hafði akkúrat dottið þetta í hug, ég hafði bara heyrt af því að þeir hjá GR væru búnir að koma í veg fyrir þetta á svissunum hjá sér. Ætli þetta sé þá ekki bara það. Ég var á tímapunkti bara svo handviss umað það væri e-r að brjótast inn á VPNið hjá mér.




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf einarth » Þri 30. Okt 2012 13:05

Sælir.

Við stoppum enga umferð milli manna á ljósleiðaranum - það sem einn hræðist vill annar nota.

Menn nota svo eldveggi til að verja sig frá internetinu.

Kv, Einar.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf dori » Þri 30. Okt 2012 13:50

Routerinn minn fær IP tölu með DHCP frá default gateway (sem er 89.160.X.1) og þær stillingar sem hann fær þaðan er að hann broadcastar á 89.160.X.255 (subnet maski 255.255.255.0). Tölva sem er beintengd í router og fengi þessar stillingar myndi bara dúndra út tilkynningu til allra tölva/routera á sama subnetti að það séu einhverjar þjónustur í boði. Eins og einhver bendir á þá lokar routerinn þinn væntanlega ekki fyrir slíka traffík inná netið.

Ég er reyndar rosa lítið inní network fræðum en virkar þetta ekki sirka svoleiðis? Myndi það (fyrir gæjann sem er beintengdur) að setja subnet maskann sem 255.255.255.255 ekki stoppa svona broadcast? Og ef það myndi virka, hefði það einhver önnur áhrif sem maður myndi kannski ekki vilja?




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf einarth » Þri 30. Okt 2012 14:15

dori skrifaði:Routerinn minn fær IP tölu með DHCP frá default gateway (sem er 89.160.X.1) og þær stillingar sem hann fær þaðan er að hann broadcastar á 89.160.X.255 (subnet maski 255.255.255.0). Tölva sem er beintengd í router og fengi þessar stillingar myndi bara dúndra út tilkynningu til allra tölva/routera á sama subnetti að það séu einhverjar þjónustur í boði. Eins og einhver bendir á þá lokar routerinn þinn væntanlega ekki fyrir slíka traffík inná netið.

Ég er reyndar rosa lítið inní network fræðum en virkar þetta ekki sirka svoleiðis? Myndi það (fyrir gæjann sem er beintengdur) að setja subnet maskann sem 255.255.255.255 ekki stoppa svona broadcast? Og ef það myndi virka, hefði það einhver önnur áhrif sem maður myndi kannski ekki vilja?



Nei þetta virkar ekki alveg svona.
Routerinn þinn fengi tölu af þessu neti (89.160.x.x) - tölvan sem þú tengir í routerinn fær hinsvegar tölu af innra neti (t.d. 192.168.x.x). Það sem tölvan broadcastar fer því bara að router en ekki lengra út fyrir heimilið.

Að breyta subnet mask myndi drepa tenginguna alveg því þú ert þá að segja að routerinn sé ekki lengur á sama neti og def.gw.

Kv, Einar.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf dori » Þri 30. Okt 2012 14:27

einarth skrifaði:Nei þetta virkar ekki alveg svona.
Routerinn þinn fengi tölu af þessu neti (89.160.x.x) - tölvan sem þú tengir í routerinn fær hinsvegar tölu af innra neti (t.d. 192.168.x.x). Það sem tölvan broadcastar fer því bara að router en ekki lengra út fyrir heimilið.
Ég veit, en ef einhver er beintengdur er hann að broadcasta á ytra netið (eða þetta subnet þarna).

einarth skrifaði:Að breyta subnet mask myndi drepa tenginguna alveg því þú ert þá að segja að routerinn sé ekki lengur á sama neti og def.gw.

Kv, Einar.
Auðvitað, ég sé hvernig það gæti verið vesen. Áttaði mig mig á því (enda, eins og ég sagði, er ég ekki mikill networking sérfræðingur).




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ókunnug ytri IP tala á Innra neti?

Pósturaf AntiTrust » Þri 30. Okt 2012 14:44

Mér finnst líka furðulegt að eina tækið á heimilinu sem sér þetta DLNA device er PS3. Önnur tæki/tölvur á heimilinu sjá allar LAN-based DLNA þjónustur sem eru í gangi, en ekki þessa. Öll tækin tengjast við sama svissinn, þ.á.m. routerinn.