Er hægt að sérpanta fartölvu??


Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf gazzi1 » Lau 27. Okt 2012 17:35

Sælir....vitið þið hvort að það sé hægt að láta einhverja tölvubúð hérna sérpanta fartölvu fyrir sig? Ef svo er að þá býst ég við að álagningin yrði svipuð og á örðum tölvum í búðinni en vitið þið hvernig það er þá með ábyrgðina?



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Hargo » Lau 27. Okt 2012 17:38

Hvernig fartölvu ertu að leita þér að? Einhverju sérstöku merki eða gerð?

Ég veit að hjá Start geturðu sett saman þína eigin Dreamware fartölvu. Ég hef hinsvegar ekki hugmynd um hvernig þær tölvur hafa verið að koma út.

Annars er auðvitað bara best að hafa samband við viðkomandi verslanir og spyrja starfsmennina út í þetta.




Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf gazzi1 » Lau 27. Okt 2012 17:44

já vissi um þessar dreamware vélar en já er að leita mér að annaðhvort Asus vél eða Lenovo...



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf hfwf » Lau 27. Okt 2012 17:58

gazzi1 skrifaði:já vissi um þessar dreamware vélar en já er að leita mér að annaðhvort Asus vél eða Lenovo...


Allt framleitt á sama stað liggur við, en bodyið annað :)

Dreamware er annars mjög solid, á eina og er mjög sáttur.




Magni81
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Magni81 » Lau 27. Okt 2012 18:14

Búinn að tala við Boðeind um Asus fartölvu? held að G75 sé hægt að panta með mismunandi íhlutum. Annars pantaði ég eina G74 á Ebay og fékk hana hingað komna á hálfvirði miðað við Boðeind þannig að hún mætti bila fyrir ca 250þús áður en ég næ fullu verði :)



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf audiophile » Lau 27. Okt 2012 19:21

Elko getur sérpantað Alienware.


Have spacesuit. Will travel.


Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf gazzi1 » Lau 27. Okt 2012 20:12

Já maður ætti kannski bara að panta eina af ebay eða Amazon..það væri mun ódýrara og þar er mun meira úrval...væri það þá 25.5 % sem maður getur bætt ofan á verð og sendingarkostnað eða eru einhver fleirri gjöld sem þarf að borga? Hvort er betra að panta af Ebay eða Amazon? Veit að Asus er með 24 mánaða international ábyrgð....er einhver umboðsaðili fyrir Asus hér á ísl?



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf hfwf » Lau 27. Okt 2012 20:14

gazzi1 skrifaði:Já maður ætti kannski bara að panta eina af ebay eða Amazon..það væri mun ódýrara og þar er mun meira úrval...væri það þá 25.5 % sem maður getur bætt ofan á verð og sendingarkostnað eða eru einhver fleirri gjöld sem þarf að borga? Hvort er betra að panta af Ebay eða Amazon? Veit að Asus er með 24 mánaða international ábyrgð....er einhver umboðsaðili fyrir Asus hér á ísl?


Boðeind er með ASUS. Veit ekki með rest af spurningum.




Magni81
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Magni81 » Sun 28. Okt 2012 01:09

Boðeind er með umboðið fyrir ASUS en international ábyrgð er ekki uppá marga fiska hef ég heyrt.. mundi ekki treysta á hana



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf AciD_RaiN » Sun 28. Okt 2012 02:52

Magni81 skrifaði:Boðeind er með umboðið fyrir ASUS en international ábyrgð er ekki uppá marga fiska hef ég heyrt.. mundi ekki treysta á hana

Asus er með æðislegt costumer service og ef vélin er í ábyrgð hjá þeim þá eru þeir snöggir að græja þetta eftir að þú gerir RMA...


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Klemmi » Sun 28. Okt 2012 10:22

AciD_RaiN skrifaði:
Magni81 skrifaði:Boðeind er með umboðið fyrir ASUS en international ábyrgð er ekki uppá marga fiska hef ég heyrt.. mundi ekki treysta á hana

Asus er með æðislegt costumer service og ef vélin er í ábyrgð hjá þeim þá eru þeir snöggir að græja þetta eftir að þú gerir RMA...


Já og nei. Asus eru helvíti flottir, hins vegar fara tölvur sem eru í international ábyrgð hér á Íslandi til Svíþjóðar. Sendingarkostnaður þangað telur smotterí og heildar ferlið tekur um 3-4 vikur, þ.e. frá því að þú hringir í Asus í Svíþjóð, skemmtilegt nokk, þeir voru með íslenskan starfsmann þegar ég spjallaði síðast við þá fyrir svolitlu síðan, þar til þú færð tölvuna til baka.

Fyrir mitt leyti myndi ég frekar skoða eftirfarandi merki upp á að hafa ábyrgðina hér heima:
Lenovo - Nýherji
Toshiba - Nördinn eða IOD/Tölvuverkstæðið
Sony - Nördinn og mögulega Nýherji
Samsung - Samsungsetrið ef tölvan er keypt innan Evrópu

Þetta er mögulega ekki tæmandi listi, veit ekki hvernig er t.d. með Packard Bell og Tölvutek, en þetta eru líka allt merki sem ég treysti ágætlega og vonandi þyrfti ekki að nýta þessa ábyrgðarþjónustu ;)




Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf gazzi1 » Sun 28. Okt 2012 18:56

Já ég vill Helst hafa ábyrgðina hérna heima en stundum ofbýður manni þessa viðbjóðslegu íslensku viðskiptahætti að maður hefur engan áhuga á að versla nokkurn skapaðan hlut hérna...




Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf gazzi1 » Sun 28. Okt 2012 18:58

En hvernig er það með gjöld....er nóg að bæta 25,5% ofan á verð og sendingarkostnað eða eru önnur gjöld sem að maður þarf að gera ráð fyrir?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Klemmi » Sun 28. Okt 2012 19:08

gazzi1 skrifaði:Já ég vill Helst hafa ábyrgðina hérna heima en stundum ofbýður manni þessa viðbjóðslegu íslensku viðskiptahætti að maður hefur engan áhuga á að versla nokkurn skapaðan hlut hérna...


Veit ekki hvort það fór fram hjá þér en tilgangur minn með póstinum var að benda á merki sem eru í ábyrgð hér heima ÞÓ svo tölvan sé keypt erlendis :)

Annars er aðeins 25.5% vaskur sem leggst á tölvuna en svo þarftu að borga póstinum tollskýrslugerð nema þú viljir gera hana sjálfur með tilheyrandi töfum og veseni.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Gúrú » Sun 28. Okt 2012 20:36

Klemmi skrifaði:Veit ekki hvort það fór fram hjá þér en tilgangur minn með póstinum var að benda á merki sem eru í ábyrgð hér heima ÞÓ svo tölvan sé keypt erlendis :)


Ekki tveggja ára samt, er það?
Og seinna árið er eflaust með fleiri bilunum. :(


Modus ponens


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Klemmi » Sun 28. Okt 2012 20:53

Gúrú skrifaði:
Klemmi skrifaði:Veit ekki hvort það fór fram hjá þér en tilgangur minn með póstinum var að benda á merki sem eru í ábyrgð hér heima ÞÓ svo tölvan sé keypt erlendis :)


Ekki tveggja ára samt, er það?
Og seinna árið er eflaust með fleiri bilunum. :(


Fer einfaldlega eftir alheims ábyrgðinni á viðkomandi tölvu. Í USA er algengt að það sé bara 1 árs ábyrgð en getur þó oft keypt auka ábyrgð, sérstaklega ef tölvan er keypt í gegnum umboð (s.s. Lenovo.com o.s.frv.)

Í Evrópu er oftast 2 ára ábyrgð, tek sem dæmi Toshiba og Samsung, og gildir þá ábyrgðin hér heima í sama tíma. Einnig er algengast fyrir fyrirtæki að miða við kaupnótuna frekar heldur en verksmiðjudagsetninguna, sé kaupnóta til staðar.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Hargo » Sun 28. Okt 2012 22:22

Alheimsábyrgð er svolítið villandi hugtak sem framleiðendur nota. Stundum er viðkomandi týpa af vél ekki seld nema t.d. á Ameríkumarkaðssvæði og þá er oft flóknara og erfiðara fyrir umboð sem fær sína varahluti í gegnum birgja í Evrópu að claima í vélina í ábyrgð.

Einnig skaltu athuga kaupnótuna vel og athuga hvort serial númer vélarinnar komi ekki örugglega fram. Ég veit að t.d. Best Buy setur ekki serial númer á nóturnar sínar og þá getur umboðsaðili í öðru landi oft lítið gert ef sýna þarf fram á kaupnótu eða sanna dagsetningu kaupanna.

Ég flutti einu sinni inn fartölvu sem ég setti saman sjálfur af lenovo.com. Ég hafði samband við Nýherja áður en ég gerði það og fékk engin svör um hvort vélin yrði í ábyrgð hér heima eða ekki, þeir gátu ekki verið 100% vissir um að geta claimað í hana fyrst ég væri að customiza hana og kaupa hana á öðru markaðssvæði. Ég tók engu að síður sénsinn enda var ég að spara mér um 100-150þús kall á að taka hana þarna í gegn sjálfur í stað þess að kaupa hana hér heima í umboðinu.




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf DabbiGj » Mán 29. Okt 2012 14:31

Tölvutek eru með öfluga innkaupadeild sem að getur reddað flest öllum merkjum, svo eru kísildalur, buy.is, computer.is og fleirri til í að aðstoða þig ef þú bendir þeim á einhverjar vélar sem þú vilt versla.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf tlord » Mán 29. Okt 2012 14:51

hér er dæmi um verðmun

Lenovo Think Pad T530

Nýherji 265þ

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 2,655.aspx

laptops.dk 182þ

http://www.laptops.dk/product_info.php?products_id=4484

verðin eru sambærileg, vaskur er næstum sami í dk og ísl

danska búðin segir 3 ár alþjóðleg ábyrgð




Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf gazzi1 » Mán 29. Okt 2012 21:00

Það er bara fáránlegt til þess að hugsa að þrátt fyrir handónýtt gengi íslensku krónunar, svipaður virðisauki og álagning á vörum í búðum úti, að þá sé samt hægt að fá tölvur og aðrar vörur á allt að helmingi ódýrara úti en hérna heima....enginn sendingarkostnaður útskýrir þennann mun....



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Gúrú » Mán 29. Okt 2012 21:30

gazzi1 skrifaði:Það er bara fáránlegt til þess að hugsa að þrátt fyrir handónýtt gengi íslensku krónunar, svipaður virðisauki og álagning á vörum í búðum úti, að þá sé samt hægt að fá tölvur og aðrar vörur á allt að helmingi ódýrara úti en hérna heima....enginn sendingarkostnaður útskýrir þennann mun....


Það er fastur kostnaður við það að halda uppi verslun og það hjálpar ekki að þetta er minnsti markaður Evrópu.


Modus ponens


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf Klemmi » Þri 30. Okt 2012 08:15

gazzi1 skrifaði:Það er bara fáránlegt til þess að hugsa að þrátt fyrir handónýtt gengi íslensku krónunar, svipaður virðisauki og álagning á vörum í búðum úti, að þá sé samt hægt að fá tölvur og aðrar vörur á allt að helmingi ódýrara úti en hérna heima....enginn sendingarkostnaður útskýrir þennann mun....


Þrátt fyrir handónýtt gengi íslensku krónunnar? Heldurðu að tölvuverzlanir séu að fá betri díla á gjaldeyri heldur en einstaklingar? Ég get ekki séð að skipti nokkru máli þegar verið er að bera saman verðin úti og hér heima.

Svipaður virðisauki? Nei.

Svipaður hlutfallslegur kostnaður við rekstur hlunka vöruhúss með engin útibú og aðeins vefverzlun? Nei.

Tölvuverzlanir, þá sérstaklega þær minni sem flestir hér verzla við (Tölvutækni, Kísildalur, Tölvuvirkni, Att, Start o.s.frv.) eru að mínu mati síðustu verzlanirnar á landinu, þá á ég við í öllum flokkum, ekki aðeins tölvuverzlana, sem hægt er að ásaka um okur. Lágverðs-matvöruverzlanir líkt og Krónan og Bónus eru með hærri álagningu á vörunum sínum heldur en tölvuverzlanir.

Og hananú!




Höfundur
gazzi1
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 23. Feb 2009 05:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf gazzi1 » Þri 30. Okt 2012 12:00

Klemmi skrifaði:
gazzi1 skrifaði:Það er bara fáránlegt til þess að hugsa að þrátt fyrir handónýtt gengi íslensku krónunar, svipaður virðisauki og álagning á vörum í búðum úti, að þá sé samt hægt að fá tölvur og aðrar vörur á allt að helmingi ódýrara úti en hérna heima....enginn sendingarkostnaður útskýrir þennann mun....


Þrátt fyrir handónýtt gengi íslensku krónunnar? Heldurðu að tölvuverzlanir séu að fá betri díla á gjaldeyri heldur en einstaklingar? Ég get ekki séð að skipti nokkru máli þegar verið er að bera saman verðin úti og hér heima.

Svipaður virðisauki? Nei.

Svipaður hlutfallslegur kostnaður við rekstur hlunka vöruhúss með engin útibú og aðeins vefverzlun? Nei.

Tölvuverzlanir, þá sérstaklega þær minni sem flestir hér verzla við (Tölvutækni, Kísildalur, Tölvuvirkni, Att, Start o.s.frv.) eru að mínu mati síðustu verzlanirnar á landinu, þá á ég við í öllum flokkum, ekki aðeins tölvuverzlana, sem hægt er að ásaka um okur. Lágverðs-matvöruverzlanir líkt og Krónan og Bónus eru með hærri álagningu á vörunum sínum heldur en tölvuverzlanir.

Og hananú!


Veit ekki hvernig þú last útúr þessu að einhver væri að halda því fram að verslanir fengu gjaldeyri á betra verði en aðrir...það er akkúrat verið að miða við að allir borgi það sama fyrir gjaldeyrinn þannig að.....

og það er jú mjög svo svipaður virðisauki á raftækjum í mörgum öðrum löndum og t.d. í Dk sem að ég er aðalega búinn að miða verðin við er virðisaukinn 25%

Það er auðvitað fastur kostnaður við að halda verslun og það gildir sama hvar í heiminum þú ert...hef aðalega verið að bera saman verð úr búðum hér á ísl og á verðum í búðum í DK...annars eru nú sumar netverslanir að drulla þó svo að hægt sé að finna einhverjar vörur á lægra verði þar að þá er líka hægt að finna vörur á sama og eða hærra verði en í verslunum.

já ég er alveg sammála því að hægt að finna fínar tölvur og tengdar vörur hér á ásættanlegu verði...en þegar ég tala um þessa viðbjóðslegu íslensku viðskiptahætti, að þá er ég ekki eingöngu að tala um verð og ofurokurálangningu sem ríkir sumstaðar, þá er ég einnig að tala um þessa neyslustýringu sem er hér í gangi víða.

Og hananú!! :)



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að sérpanta fartölvu??

Pósturaf tlord » Þri 30. Okt 2012 13:19

Vel að merkja, Nýherji herjar aðalega á fyritæki. Og er sennilega að gefa sæmilega afslætti.

er einhver annar að selja Lenovo á Íslandi?

grr... þoli ekki þetta gerfiverða-afsláttadæmi sem er algengt