Helst Raid ef ég set upp clean windows8

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Helst Raid ef ég set upp clean windows8

Pósturaf Tiger » Lau 27. Okt 2012 12:47

Sælir snillingar. Nú er ég með 8 diska í Raid10 tengda við LSI kubb á móðurborðinu og er að spá hvort raid stæðan haldist ef ég geri clean install. Ég er nokkurnvegin viss um að hún haldist per se, en ég hef hingað til þurft að fara í disk management í Windows og þurft að innstalla stæðinnu þegar ég er búinn að gera hana og þá neyðist maður til að formanta ekki satt? Að sjálfsögðu fer Windows 8 ekki á raid stæðuna heldur á sér SSD.

*edit*
Eða þarf maður bara að installa raid stæðu einu sinni og "man" stæðan það þótt nýtt stýrikerfi sé sett upp og sér stæðuna bara sem einn stóran disk? Eftir smá hugsun finnst mér eins og ég hafi gert þetta áður meira að segja með 100% onboard raid og virkaði fínt.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Helst Raid ef ég set upp clean windows8

Pósturaf axyne » Lau 27. Okt 2012 13:10

Veit ekki svarið í þínu tilviki, en ég hef sjálfur farið úr win2000 í Win7 með 4 diska í Raid5 með RocketRAID 1640 controller án þess að þurfa á formata. Minnir að ég hafi bara farið í disk managment eftir á og gefið stæðunni "staf" og alltí gúddí eftir það.


Electronic and Computer Engineer


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4195
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Helst Raid ef ég set upp clean windows8

Pósturaf Klemmi » Lau 27. Okt 2012 13:11

RAID stýringin á að halda utan um diskastæðuna, ættir ekki að þurfa nema í versta falli að assigna drive letter á stæðuna í stýrikerfinu ef það gerir það ekki sjálfkrafa.



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Helst Raid ef ég set upp clean windows8

Pósturaf kubbur » Lau 27. Okt 2012 13:13

Þori ekki að fara með það en eg held alveg örugglega að hún haldist þar sem raidið er sett upp i raid stýringunni


Kubbur.Digital

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Helst Raid ef ég set upp clean windows8

Pósturaf Tiger » Lau 27. Okt 2012 16:44

Bara svona FYI, þá virkaði þetta allt 100%. Raid stæðan hélst inni, þurfti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Takk