Logitech Driving Force GT

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Logitech Driving Force GT

Pósturaf Yawnk » Fös 26. Okt 2012 22:56

Sælir, var að versla mér Logitech Driving Force Gran Turismo stýri notað á Bland.is, keypt í Tölvulistanum í Mars 2011.

Ég tengi stýrið við PC, og installa driverum ( með driver disk sem fylgdi með ) og allt í góðu, og það notar Logitech Profiler til þess að stilla takka.

Stýrið hefur BARA virkað í Euro Truck Simulator, ég fæ það ekki til að virka í neinu öðru nema því, það er eins og leikurinn finni ekki stýrið, t.d ég get nefnt Shift 2 Unleashed, þá finnur leikurinn stýrið í settings, og er stillt á það en það virkar ekki in game.

Það virkaði bara strax í Euro truck, þurfti ekki að stilla neitt nema in game, bara kom strax.

Hvað er að?



Skjámynd

Zorky
spjallið.is
Póstar: 495
Skráði sig: Lau 10. Júl 2004 18:54
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf Zorky » Fös 26. Okt 2012 23:30

Náðu í nýjustu driverana eða software á logitech heima síðuni og testaðu svo



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf Yawnk » Fös 26. Okt 2012 23:39

Nú loks náði ég stýrinu að virka í Grid, en svona 3 mín inn í racið, þá bara bókstaflega hættir stýrið að virka, allt stoppar, gerist ekkert inní leiknum þegar ég hreyfi það.

@Zorky, ég er með nýjustu drivera skv ; http://www.logitech.com/en-us/support/g ... =14&bit=32



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf Yawnk » Lau 27. Okt 2012 00:12

Er þetta driver vandamál? stýrið virkar í byrjun leiks, svo aðeins inn í leikinn þá hættir það bara, force feedbackið er enn í gangi, en ég get ekki stýrt og bíllinn er stjórnlaus, fer bara í endalausa hringi og botnar alltaf.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf upg8 » Lau 27. Okt 2012 00:23

Virkar það alltaf í byrjun leiks eða bara stundum? Ef það er frekar random hvenær það virkar þá gætu hugsanlega verið eitthverjar lausar lóðingar.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf Yawnk » Lau 27. Okt 2012 00:25

upg8 skrifaði:Virkar það alltaf í byrjun leiks eða bara stundum? Ef það er frekar random hvenær það virkar þá gætu hugsanlega verið eitthverjar lausar lóðingar.

Nú virkar það bara ekki í neinum leik yfir höfuð, er þetta ekki eitthvað stillingaratriði?

Þetta virkaði t.d bara fyrst þarna í Grid svo hætti það alveg, er þetta eitthvað ábyrgðarmál, kannski ætti ég að hringja í tölvulistann og spyrjast fyrir um þetta á morgun.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf upg8 » Lau 27. Okt 2012 00:29

það hljómar ekki eins og stillingaratriði í mínum huga. Getur byrjað á að prófa að tengja það við aðra tölvu til að útiloka að þetta sé eitthvað stillingaratriði, annars að vona að ábyrgðin dugi yfir þetta.

Gæti náttúrulega verið að stýrið hafi sætt slæmri meðferð af fyrri eiganda


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf Yawnk » Lau 27. Okt 2012 00:32

upg8 skrifaði:það hljómar ekki eins og stillingaratriði í mínum huga. Getur byrjað á að prófa að tengja það við aðra tölvu til að útiloka að þetta sé eitthvað stillingaratriði, annars að vona að ábyrgðin dugi yfir þetta.

Gæti náttúrulega verið að stýrið hafi sætt slæmri meðferð af fyrri eiganda

Tengdi stýrið við PS3, virkaði alveg 100% og kom strax inn og allt eins og það á að vera, þannig að ég er handviss um að það sé ekki gallað.

Slæm meðferð... örugglega ekki, stýrið lítur út eins og nýtt, ekki rispa á því, en hvað veit ég.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf Yawnk » Lau 27. Okt 2012 01:16

Prófaði stýrið við Dirt 2 í PS3, virkaði alveg fínt, ekkert problem.
En allt sem ég prófa í PC fyrir utan Euro Truck Simulator, er problem, það sem ég hef prófað nú þegar er Shift 2 Unleashed, Burnout Paradise og Grid.

ALLIR leikirnir sjá stýrið í options og ég er með stillt á það, og allt stillt in game, en samt finna þeir ekki stýrið.. :crying



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf Yawnk » Lau 27. Okt 2012 13:20

Á enginn svona stýri sem gæti hjálpað mér? frekar vonsvikinn yfir þessu!

*Hringdi í Tölvulistann, og mér var sagt þar að þetta væri frekar uppsetning á leikjunum, leikirnir þurfa örugglega nýja patcha eða slíkt... Ég náði í alla þessa leiki á Piratebay, frekar erfitt að fara að ná í patcha fyrir þetta allt, ef það eru einhverjir.

*Nú virkar það í öllum leikjum sem ég prófa, en vandamálið er að það HÆTTIR að virka svona eftir 1-2 mínútur af raceinu, þá bara gerist ekkert með stýrið og ekkert virkar, get ekki beygt í leiknum eða ýtt á neitt sama hvað ég geri, og það festist alltaf í bakkgírnum, get ekkert stýrt, en bíllinn bara bakkar og bakkar, en ég finn enn fyrir force feedbackinu.

Stundum kemur svona kippur í stýrið og svo hættir það að virka, t.d ef ég klessi á í leiknum þá á það til að hætta.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Driving Force GT

Pósturaf Yawnk » Sun 28. Okt 2012 22:25

Prófaði stýrið við fartölvu sem keyrir á Windows XP 32 bit, virkaði alveg fínt þar og force feedbackið alveg í góðu þar, en ekki í minni vél, hvað er að?

*Núnú, ég skipti um USB tengi og það virkar fínt... það hefur þá verið ónýtt