Næ ekki að tengjast AP/XBMC með web interface-i.


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Næ ekki að tengjast AP/XBMC með web interface-i.

Pósturaf Snorrmund » Þri 09. Okt 2012 17:44

Ég er að brasa í því að setja upp XBMC setup og er að keyra Openelec á Raspberry Pi og allt hefur gengið ágætlega hingað til. En svo þegar ég ætlaði að tengjast net viðmótinu á XBMC tölvunni til að setja upp Sickbeard þá fæ ég alltaf bara Connection timeout. Þá datt mér í hug að prufa að tengjast vefviðmótinu á access pointinum hjá mér og þá kemur líka connection timeout.

Ég veit að ég er að nota réttar ip-tölur, koma bara 3 til greina.. fartölvan, XBMC og AP. Og ég get pingað bæði. Skil eiginlega ekki alveg afhverju ég næ ekki að tengjast þessu drasli, einhver með hugmyndir ?

Edit**

Fattaði hvað var að, var með kveikt á proxy stillingum sem að leyfðu mér þetta víst ekki. Núna næ ég semsagt að tengjast web interfaceinu á AP og openelec web interfaceinu.. En næ hinsvegar ekki að tengjast sickbeard, það er líklegast eitthvað XBMC tengt vandamál, einhver með hugmyndir hvað gæti verið að pirra mig þar ?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Næ ekki að tengjast AP/XBMC með web interface-i.

Pósturaf hagur » Þri 09. Okt 2012 18:51

Hmmm setja upp SickBeard i gegnum XBMC vefviðmótið?
SB er sér application sem þú þarft að setja upp á einhverri vél, innifelur sinn eigin vefþjón.




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Næ ekki að tengjast AP/XBMC með web interface-i.

Pósturaf Snorrmund » Þri 09. Okt 2012 19:17

Nei var að reyna að komast inní vefviðmótið fyrir sickbeard, ég setti upp SABnzbd-Suite á tölvunni sem er að keyra xbmc og þetta suite inniheldur m.a. sickbeard. Til að stilla sickbeard þá er hægt að nota vefviðmót og til að fara inná það þá fer maður í iptölu tölvunnar og port 8082, síðan er port 80 notað fyrir vefviðmót xbmc. Áðan náði ég að tengjast inná port 80 en ekki 8082. En þetta er alltsaman komið í lag núna þannig að þetta ætti að reddast.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Næ ekki að tengjast AP/XBMC með web interface-i.

Pósturaf hagur » Þri 09. Okt 2012 19:19

Já ok, flott mál.