Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur


Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf kjarrig » Þri 09. Okt 2012 17:34

Er í smá vandræðum með netið hjá mér. Málið er að ég er með PC vél sem er tengd með LAN kapli við Linksys router-inn sem Vodafone leigir manni. Stundum dettur netið út en á þann hátt að ég get ekki betur séð að torrent-ið sé í gangi, en ég kemst ekki á neinar vefsíður. Svo dettur netið inn aftur, og allt í góðu. En á sama tíma og LAN-tengda PC-vélin er dottin útaf netinu, þá eru aðrar vélar sem eru tengdar þráðlaust í bullandi sambandi. Eins og núna þegar ég er að skrifa þetta, þá er LAN-tengda vélin úti. Þegar ég skoða Networkd and Sharing Center, þá stendur að vélin sé tengd við internetið, en fæ ekkert svar þegar ég pinga www.mbl.is, en get farið inná hana með remote desktop. etMér dettur ekkert í hug hvað gæti verið málið, þ.a. þess vegna leita ég til ykkar með hugmyndir.



Skjámynd

mikkidan97
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Reputation: 7
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf mikkidan97 » Þri 09. Okt 2012 20:09

kjarrig skrifaði:Er í smá vandræðum með netið hjá mér. Málið er að ég er með PC vél sem er tengd með LAN kapli við Linksys router-inn sem Vodafone leigir manni. Stundum dettur netið út en á þann hátt að ég get ekki betur séð að torrent-ið sé í gangi, en ég kemst ekki á neinar vefsíður. Svo dettur netið inn aftur, og allt í góðu. En á sama tíma og LAN-tengda PC-vélin er dottin útaf netinu, þá eru aðrar vélar sem eru tengdar þráðlaust í bullandi sambandi. Eins og núna þegar ég er að skrifa þetta, þá er LAN-tengda vélin úti. Þegar ég skoða Networkd and Sharing Center, þá stendur að vélin sé tengd við internetið, en fæ ekkert svar þegar ég pinga http://www.mbl.is, en get farið inná hana með remote desktop. etMér dettur ekkert í hug hvað gæti verið málið, þ.a. þess vegna leita ég til ykkar með hugmyndir.

Ertu búinn að dýfa routernum í vígt vatn ;)


Bananas

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7555
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Tengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf rapport » Þri 09. Okt 2012 20:41

Hver er annars þetta internet?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf Daz » Þri 09. Okt 2012 20:47

kjarrig skrifaði:en fæ ekkert svar þegar ég pinga http://www.mbl.is, en get farið inná hana með remote desktop.

Ég ætla rétt að vona að þú sért að meina að þú getur notað remote desktop í aðra tölvu, sem kemst inn á mbl.is, en ekki að þú getir remote-desktop-að þig inn á mbl.is.

Ég ætla líka að giska á að þetta vandamál komi ekki upp þegar þú ert ekki með neitt torrent í gangi.




Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf kjarrig » Þri 09. Okt 2012 21:38

Prófa þá að slökkva á torrent-inu og sjá hvað gerist þá.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf kizi86 » Mið 10. Okt 2012 00:31

hmmm soundar eins og conflict milli torrent clients og vírusvarnar/firewall..

hvaða firewall og vírusvörn ertu að nota?


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf Krissinn » Mið 10. Okt 2012 05:10

kjarrig skrifaði:Er í smá vandræðum með netið hjá mér. Málið er að ég er með PC vél sem er tengd með LAN kapli við Linksys router-inn sem Vodafone leigir manni. Stundum dettur netið út en á þann hátt að ég get ekki betur séð að torrent-ið sé í gangi, en ég kemst ekki á neinar vefsíður. Svo dettur netið inn aftur, og allt í góðu. En á sama tíma og LAN-tengda PC-vélin er dottin útaf netinu, þá eru aðrar vélar sem eru tengdar þráðlaust í bullandi sambandi. Eins og núna þegar ég er að skrifa þetta, þá er LAN-tengda vélin úti. Þegar ég skoða Networkd and Sharing Center, þá stendur að vélin sé tengd við internetið, en fæ ekkert svar þegar ég pinga http://www.mbl.is, en get farið inná hana með remote desktop. etMér dettur ekkert í hug hvað gæti verið málið, þ.a. þess vegna leita ég til ykkar með hugmyndir.


Ég var með nákvæmlega sama problem um daginn, semsagt gat ekki vafrað um internetið en Torrent og MSN virkaði fínt..... Þetta var búið að pirra mig í að verða hálfan mánuð - mánuð.... Og ég gafst upp um daginn og format-aði tölvuna og núna er þessi villa horfinn!!! :D Þetta skeði sérstaklega þegar ég var inná þungum síðum eða búinn að horfa á nokkur Youtube videó.... Og eins og þú segir.... Allar hinar tölvurnar virkuðu fínt........




Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf kjarrig » Mið 10. Okt 2012 09:51

Ég er að nota Windows Firewall, og þegar ég slökkti á Torrent, þá datt netið inn aftur eftir mínútu eða svo. Þá er það spurningin, hvað væri hægt að gera, ég nenni ekki að formatta diskinn. Þetta fór að gerast nýlega, en vélin hefur verið í gangi í þrjú ár án þessa að ég hafi verið að lenda í þessu veseni, gæti hafi gerst eftir uppfærslu á einhverjum service pakka frá Microsoft.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf Gúrú » Mið 10. Okt 2012 12:50

kjarrig skrifaði:Ég er að nota Windows Firewall, og þegar ég slökkti á Torrent, þá datt netið inn aftur eftir mínútu eða svo. Þá er það spurningin, hvað væri hægt að gera, ég nenni ekki að formatta diskinn. Þetta fór að gerast nýlega, en vélin hefur verið í gangi í þrjú ár án þessa að ég hafi verið að lenda í þessu veseni, gæti hafi gerst eftir uppfærslu á einhverjum service pakka frá Microsoft.


Byrjaðu á því að skipta um torrent client (farðu frekar aftur um átgáfu en áfram) áður en þú ferð að íhuga format.


Modus ponens

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf kizi86 » Mið 10. Okt 2012 13:08

hvaða vírusvörn ertu að nota? og hvaða torrent client ertu að nota og hvaða útgáfu(version) ? og líka hvaða stillingar ertu með i gangi i torrent forritinu þinu, þe max connections, max download slots og þannig?


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Internetið dettur út, og kemur svo inn aftur

Pósturaf kjarrig » Mið 10. Okt 2012 15:20

Kíki á þetta þegar ég kem heim. Er að nota uTorrent, og ef ég man rétt, þá er ég bara að nota default stillingar.