rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1395
- Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Hvernig eru lög varðandi svoleiðis. Má maður eiga rafrænt öryggisafrit af bókum sem maður à?
Kubbur.Digital
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Þú hlýtur að meiga eiga rafrænt afrit af öllu sem þú átt, svo lengi sem það er til einkanota.
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1395
- Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Ætli séu einhverjar reglur um hvernig svona öryggisafrit verða til eða eitthvað svoleiðis, helst vildi eg getað farið bara með bókina til útgefandans og fengið þar afrit og beðið þá að geyma original afritið
Kubbur.Digital
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
kubbur skrifaði:Ætli séu einhverjar reglur um hvernig svona öryggisafrit verða til eða eitthvað svoleiðis, helst vildi eg getað farið bara með bókina til útgefandans og fengið þar afrit og beðið þá að geyma original afritið
Hahaha!
Steldu þessu bara og vertu stoltur af því. Verð á rafbókum er ALLTOF hátt og meðan það er ekki sanngjarnt þá á fólk bara að sjá sóma sinn í því að stela þessu hægri vinstri.
Ansi skemmtilegt að neytandinn eigi ekki að njóta lægri framleiðslukostnaðar í lægra verði.
Og ef ég er að skauta mikið frá upphaflegu meiningunni þá biðst ég velvirðingar á því.
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Bjosep skrifaði:kubbur skrifaði:Ætli séu einhverjar reglur um hvernig svona öryggisafrit verða til eða eitthvað svoleiðis, helst vildi eg getað farið bara með bókina til útgefandans og fengið þar afrit og beðið þá að geyma original afritið
Hahaha!
Steldu þessu bara og vertu stoltur af því. Verð á rafbókum er ALLTOF hátt og meðan það er ekki sanngjarnt þá á fólk bara að sjá sóma sinn í því að stela þessu hægri vinstri.
Ansi skemmtilegt að neytandinn eigi ekki að njóta lægri framleiðslukostnaðar í lægra verði.
Og ef ég er að skauta mikið frá upphaflegu meiningunni þá biðst ég velvirðingar á því.
Fáfræði. Veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja að svara þessu, þannig held ég svari þessu bara í punktum.
Prentkostnaður á bókum er ekki nema um 30% af heildarkostnaði.
Kostnaður við að gera rafbók er augljóslega mun meiri en þú gerir þér grein fyrir, brjóta þarf um alla bókina upp á nýtt. Endilega athugaðu hvað tímakaup hjá fólki sem er að brjóta saman bækur er, held að það myndi koma þér virkilega á á óvart að sjá hve mikill tími og peningur fer í að búa til eina staka rafbók. Sérstaklega ef við tökum eldri bækur þar sem ekki eru til nýleg tölvuskjöl fyrir bókina, þá margfaldast kostnaðurinn.
Formúlan á verð á rafbókum er sú sama og á Amazon, þ.e. kiljan er oftast ódýrust, svo rafbókin og loks innbundna útgáfan.
Markaðurinn á Íslandi, fyrir íslenskar rafbækur er eins og gefur að skilja tugfalt minni en gengur og gerist annarstaðar.
Samkvæmt nýlegri frétt hefur Amazon verið að niðurgreiða/borga með hverri rafbók. Afhverju? Útaf þá geta þeir selt fleiri Kindle'a og grætt meira á þeim.
Það er ekki liðið ár síðan að sala á íslenskum rafbókum hófst (ath. rafbókum, ekki .pdf skjölum) og því er enn verið að finna réttan punkt á verðið. Ef þú skoðar rafbækur sem komu út í janúar á þessu ári, og þessar sem eru að koma út núna sérðu að verðið hefur lækkað mikið. Í byrjun kostuðu rafbækurnar 2.990-5.990 - núna eru margar rafbækur komnnar frá 1.990-2.990.
Það ætti að segja sig sjálft að verðlagning fyrir markað sem er margfalt minni (tug-þúsundir max) getur ekki verið sú sama og fyrir markað sem hleypur á milljónum.
Meira segja íslenskar torrent síður sjá sóma sinn í því að banna allt íslenskt efni á þeim. Þannig að lesa "fólk bara að sjá sóma sinn í því að stela þessu hægri vinstri." er einfaldlega ótrúlegt. Þú áttar þig væntanlega líka á að höfundar taka líka prósentu af hverju eintaki seldri? Markaður fyrir íslenskar rafbækur er langt um minni en íslenskir geisladiskar eða bíomyndir og því er þetta enn viðkvæmara.
Sambandi við upphaflega póstinn þá er hægt að geyma skránna sem inniheldur rafbókina (þ.e.a.s. ef þetta er íslensk rafbók) á allt að 5 tækjum. Þú gætir geymt skjalið sjálft í Dropboxinu þínu t.d. og það ætti því að vera nokkuð öruggt þar. Þægilegt að nota svo Dropboxið líka til að færa á milli tækja.
Disclaimar: Starfa í bókabransanum
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
valdij skrifaði:Fáfræði. Veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja að svara þessu, þannig held ég svari þessu bara í punktum.
Athyglistvert, hef bara nokkrar athugasemdir við þetta.
valdij skrifaði:Prentkostnaður á bókum er ekki nema um 30% af heildarkostnaði.
Kostnaður við að gera rafbók er augljóslega mun meiri en þú gerir þér grein fyrir[...]
Hef heyrt þetta áður, skemmtilega mikið fókusað á að prentkostnaðurinn sé ekki það stórt hlutfall etc.
Á sama tíma er skautað algjörlega framhjá því að hátt verð bóka má að stóru leiti rekja til kostnaðarins við það að halda uppi bókaverslun; húsnæði, starfsfólk, lager og fl.
Hinsvegar að halda úti rafrænni bókaverslun "á netinu" er umtalsvert minni, því þú þarft ekki að bera kostnað af 120fm rými Kringlunni, Smáralind og fleiri stöðum.
Afhverju eiga kaupendur rafrænna bóka ekki að fá að njóta góðs af þessu?
(Mér til rökstuðnings: Fyrir tæpu ári síðan kepptust bókaverslanir (Eymundsson og fl) við að skrifa í blöðin og sögðu að hátt bókaverð á Íslandi væri að stærstum hluta til út af kostnaði við rekstri bókabúða. Þessar greinar voru skrifaðar til höfuðs Bónuss, sem eins og allir vita selur bækur í kringum jólin á umtalsvert lægra verði en bókaverslanirnar. Á þessum forsendum væri því vel hægt að miða við að allar rafbækur ættu amk ekki að vera dýrari en útsöluverð Bónuss, því Bónus er ekki að tapa á þessari bókasölu neitt.)
valdij skrifaði:[...]Kostnaður við að gera rafbók er augljóslega mun meiri en þú gerir þér grein fyrir, brjóta þarf um alla bókina upp á nýtt.
Sleppum gömlum bókum sem er kannski ekki til nýlegt tölvutækt skjal fyrir.
Lang flestar bækur bera það með sér að þær eru ekkert sérstaklega "brotnar" fyrir rafbókaformat, heldur er kiljuútgáfan tekin og því breytt í rafbókarformat.
Bottom line: Það er ekki bara prentkostnaður sem "sparast" við að gefa út rafbók, heldur margt fleira, og því væri vel hægt að hafa sanngjarnt verð á rafbók og á sama tíma halda góðri framlegð.
valdij skrifaði:Það ætti að segja sig sjálft að verðlagning fyrir markað sem er margfalt minni (tug-þúsundir max) getur ekki verið sú sama og fyrir markað sem hleypur á milljónum.
Við vitum vel og gerum okkur fulla grein fyrir því að íslenskt efni er dýrara en erlent.
En að erlend rafbok (óþýdd) sé 1000kr dýrari í vefverslun hérlendis heldur en á vefverslun erlendis virkar bara ekki.
Vefverslun hérlendis sem selur óþýddar erlendar rafbækur hlítur að átta sig á að hún er í beinni samkeppni við t.a.m. Amazon og fleiri, og eðlilegt væri að verðið á bókunum taki mið af því. (Ólíkt mörgu öðru, þá er ekki hægt að kenna hérna um dýrum innkaupakostnaði því við erum á eyju langt í burtu.)
valdij skrifaði:Meira segja íslenskar torrent síður sjá sóma sinn í því að banna allt íslenskt efni á þeim.
Nú ertu e-ð í ruglinu, íslenskar torrent síður hafa engann sóma, eina ástæðan fyrir því að íslenskt efni er yfirleitt bannað er til þess að forðast ágengni íslenskra hagsmunasamtaka eins og SMÁÍS. Ekki afþví að þær bera einhverja "virðingu" fyrir íslensku efni.
Síðurnar fá að lifa lengur ef þær bjóða bara upp á erlent efni.
valdij skrifaði:Þannig að lesa "fólk bara að sjá sóma sinn í því að stela þessu hægri vinstri." er einfaldlega ótrúlegt. Þú áttar þig væntanlega líka á að höfundar taka líka prósentu af hverju eintaki seldri?
Ertu að ýja að því að fólk viti almennt ekki að það sé hagnaður af hverri vöru? Það vita það allir, deilumálið snýst ekki um það, deilumálið snýst um hvað fólki (almennt) finnst sanngjarnt að borga fyrir ákveðna vöru.
valdij skrifaði: Markaður fyrir íslenskar rafbækur er langt um minni en íslenskir geisladiskar eða bíomyndir og því er þetta enn viðkvæmara.
Ertu s.s. að segja að afþví að íslenskir útgefendur tóku ákvörðun um að hunsa rafbókavæðingu í fjölda ára og séu núna að moka sig upp úr flórunni, að það sé einhver réttlæting á því að rafbókaverð sé hærra en ella?
Með því að hafa sanngjarna verðlagningu á rafbókum, þá getur íslenskur markaður fyrir rafbækur stækkað ágætlega mikið tiltölulega hratt.
Markaðurinn er bara lítill af því að hluti íslenskra útgefanda stóðu fast á því að rafbækur yrðu aldrei vinsælar og héldu því að þeir kæmust upp með að taka ekki þátt í slíku. Það er fínn markaður fyrir rafbækur, ekki bara skáldsögur, líka t.a.m. skólabækur og fl.
valdij skrifaði:Sambandi við upphaflega póstinn þá er hægt að geyma skránna sem inniheldur rafbókina (þ.e.a.s. ef þetta er íslensk rafbók) á allt að 5 tækjum. Þú gætir geymt skjalið sjálft í Dropboxinu þínu t.d. og það ætti því að vera nokkuð öruggt þar. Þægilegt að nota svo Dropboxið líka til að færa á milli tækja.
Áhugavert. Viðurkenni hér með að ég hef ekki keypt íslenska rafbók, allt mitt lesefni er á ensku þannig að ég versla við erlendar netverslanir sem bjóða mér gott verð.
Hérna er annað sem spilar inn í, ég kaupi ekki rafbók nema í ákverðnum "formöttum".
Ef rafbókin er einungis fáanlegt með Adobe DRM (eins og er t.d. í tilfelli Eymundsson) þá versla ég bókina ekki.
Að vera í þeirri stöðu að geta ekki lesið bókina ef það er ekki netsamband, eða eiga það á hættu að hægt sé að taka lesréttindin af mér er ekki mér að skapi.
Ég hef verið í þeirri stöðu að neyðast til að nota bækur með Adobe DRM og eftir þá reynslu mun ég forðast slíkt eins og heitan eldinn.
Auðvitað er það þannig að ef útgefndur ákveða að nota ekki DRM, þá er meiri hætta á að bækur geti "flakkað" á milli og endað á torrent síðum oþh.
Hér verða útgefendur auðvitað að vega og meta hvernig þeir vilja koma fram við viðskiptavini sína.
Eymundsson skrifaði:Athugið að rafbækur okkar eru ekki gerðar fyrir Kindle.
Þetta er í grunninn besta leiðin sem þú finnur til að standa í vegi fyrir það að íslenskur rafbókamarkaður geti stækkað og notið sín.
Disclamer: Ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ég er einstaklingur sem notar bæði kindle og iPad til að lesa bækur.
Mkay.
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
@ natti
1) Ég er ekki í bóksala hliðinni heldur bókaútgáfu hliðinni. Held það sé best að svara þessu með: Þegar Bónus er farið að selja vöruna ódýrari en útgáfan sem gefur bókina út (og þ.a.l. auðvitað ódýrari en Eymundsson sem er bókaverslun, ekki bókaútgafa) þá myndi ég persónulega draga þá ályktun að þeir eru að selja bækurnar með engri álagningu, eða minna en engri álagningu til þess að trekkja fólk til sín í búðina og er þá líklegra til að versla matvöruna þar. Fyrirtækinu sem ég starfa erum við bara með eitt hús undir skrifstofu, annað undir lager.
2) Það eru ekki allar bækur sem koma út í kilju, þannig ég skil ekki alveg svarið þitt með að það sé bara tekið kilju-formattið og því breytt í rafbók. Ekki það að skipti neinu, það þarf samt sme áður að fara í umbrot til þess að setja upp á nýtt. Spjaldtölvur, snjallsímar, lesbretti eru af öllum stærðum og gerðum og því þarf að passa að rafbókin, eða réttara sagt blaðsíðurnar komi í réttum hlutföllum. Þetta er töluverð vinna, ég veit að hjá okkur erum við að nota utanaðkomandi fyrirtæki/aðila og bakvið hverja rafbók liggur því mikill kostnaður.
Það er auðvitað alltaf hægt að debata með "ef varan er ódýrari, þá kaupa hana alveg pottþétt fleiri" sem á við um allar vörur, sama hvort það er mjólkin eða geisladiskur.
3) Að hýsa rafbókarlager kostar líka pening, þetta er ekki bara tölva út í bílskúr. http://rafbokalagerinn.is/ er notast mikið við. Þannig jú, það sparast til prentkostnaður, en það kemur líka til annar kostnaður.
4) Ég þekki ekki til verð á erlendra rafbóka til sölu á Íslandi á hærra verði, en persónulega finnst mér það líka sjálfum frekar undarlegt. Spurning hvort þetta sé prufa til þess að sjá hvort fólk sé tilbúið að borga meira af því þetta er íslensk vefsíða? Veit það ekki, enda eins og ég segi þekki ekkert til þessa.
5) Rétt hjá þér reyndar um torrent síðurnar, vitlaust hjá mér að nota orðalagið að þær sjá sóma sinn í því. En allavega þá held ég að flestir þenkjandi einstaklingar geti skapað sér þá hugmynd að það download á íslenskum vörum hefur meiri áhrif á þennan litla markað en að sækja erlendar vörur, hvort sem það eru geisladiskar, bíomyndir o.s.frv.
6) Deilumálið snýst alltaf, hjá öllum, um verð á öllu mögulegu. Það er þannig, og verður alltaf þannig.. Það er bara hluti af menningunni að tuða um verð. En með tilliti til rafbóka þá er hugsunarháttur flestra "Hey, wtf.. þeir þurfa ekki að prenta bókina, afhverju kostar hún ekki bara 500 krónur? Verð á rafbókum erlendis hefur hækkað um nærri 50% á síðustu 2 árum.. Það er eins og Amazon/aðrir séu loksins að þora að verðleggja rafbækurnar t.d. með tilliti til kostnaðar við gerð rafbókina og tilliti til höfudunalaun eða einhverju slíku. Ath. þetta er bara hugleiðingar en samt sem áður áhugavert. Eins og ég segi hefur verð á rafbókum á Íslandi lækkað síðan þær komu út og á örugglega eftir að þróast enn fremur í rétta átt fyrir viðskiptavinina.
7) Fullyrðingin hjá þér um að segja að íslenskar útgefendur hunsuðu rafbókavæðingu í fjöldamörg ár er einfaldlega röng. Rafbækur hafa auðvitað verið til í töluverðan tíma í löndum eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. En ef þú lítur til annara landa í Evrópu sérðu að við erum í rauninni frekar framarlega. Það eru ekki allir komnir jafn langt í þessu og þú heldur. Þetta snýst heldur ekkert um bara "hey, gerum rafbók.. snilld!" Þetta er lítill markaður, og þetta er dýrt að gera til að byrja með. Á svona litlum markaði þarf að stíga varlega til jarðar með nýja hluti. Mjög stór hluti tímans fór svo í samninga við Rithöfundasamband Íslands. Sá var samþykktur í nóvember 2011, og mánuði síðar komu fyrstu íslensku rafbækurnar. Sá samningur er heldur ekki lokasamningur heldur eingöngu tilraunasamningur. Sjá hér ef þú hefur áhuga: http://www.rsi.is/samningar/tilraunasam ... okautgafu/
8) DRM er eilífðar rökræður en íslenskar rafbækur koma út höfundarréttavarðar. Rithöfundsambandið (sem og útgefendur) hér heima og í mörgum af stærri útgáfum sem hafa hafið rafbókaútgáfu telja að hag sínum sé betur borgið með því að hafa einhverja girðingu utan um vöruna sína. Auðvitað er hægt að komast framhjá þessum vörnum, á tiltölulega einfaldan hátt meira segja. En samt sme áður að hafa þessa "girðingu" er ákveðin hindrun sem var talin vera nauðsyn, sérsatklega eins og ég hef komið að oft þegar markaðurinn er svona lítill.
Þú getur hinsvegar auðvitað lesið bókina þótt þú sért ekki nettengdur. Einu skiptin sem nettenging er þörf er þegar næsta "nýja" kemur á markað en það er streymi. Það er svarið við því að íslenskar rafbækur virka ekki eins og er á Kindle. Þá geturðu farið á vefsvæðið þítt í "Cloudinu" sem verður http://www.hillan.is og þar áttu þína eigin bókahillu, og streymt bókinni til þín í gegnum vafran á Kindle (og öðrum tækjum auðvitað) þá ertu aldrei með neitt skjal í höndunum heldur er þetta geymt í "Cloudinu" og getur nálgast á öllum nettengdum tækjum.
En hérna er c/p með t.d. afhverju í raun flestar íslenskar rafbækur virka ekki á Kindle:
Skýringin er í raun afar einföld. Amazon er bóksali sem jafnframt selur Kindle lestrartölvur. Þeir vilja ekki að aðrir bóksalar selji bækur inn á þeirra tæki.
Kindle lestrartölvur taka því aðeins skráarsniðum sem Amazon notast við en ekki við öðrum almennum skráarsniðum sem notast er við í rafbókargerð (.ePub).
Forlagið vill gjarnan selja bækur inn á Kindle, en til þess þarf Amazon-bóksalinn að hefja sölu íslenskra rafbóka. Það hafa þeir ekki viljað til þessa en vonandi breytist það áður en langt um líður.
Það er hagur Forlagsins að selja sem flestar rafbækur, og þ.a.l. inn á Kindle lestrartölvur. Um leið og Amazon opnar sínar flóðgáttir fyrir íslenskum bókaútgefendum þá verðum við með!
Þetta kemur því aftur að því að íslenskar bækur eru varðar með DRM en eins og ég segi. En það er ekki eins og Rithöfundasambandið eða íslenskir útgefendur hafi verið að finna upp hjólið með þeirri ákvörðun.
1) Ég er ekki í bóksala hliðinni heldur bókaútgáfu hliðinni. Held það sé best að svara þessu með: Þegar Bónus er farið að selja vöruna ódýrari en útgáfan sem gefur bókina út (og þ.a.l. auðvitað ódýrari en Eymundsson sem er bókaverslun, ekki bókaútgafa) þá myndi ég persónulega draga þá ályktun að þeir eru að selja bækurnar með engri álagningu, eða minna en engri álagningu til þess að trekkja fólk til sín í búðina og er þá líklegra til að versla matvöruna þar. Fyrirtækinu sem ég starfa erum við bara með eitt hús undir skrifstofu, annað undir lager.
2) Það eru ekki allar bækur sem koma út í kilju, þannig ég skil ekki alveg svarið þitt með að það sé bara tekið kilju-formattið og því breytt í rafbók. Ekki það að skipti neinu, það þarf samt sme áður að fara í umbrot til þess að setja upp á nýtt. Spjaldtölvur, snjallsímar, lesbretti eru af öllum stærðum og gerðum og því þarf að passa að rafbókin, eða réttara sagt blaðsíðurnar komi í réttum hlutföllum. Þetta er töluverð vinna, ég veit að hjá okkur erum við að nota utanaðkomandi fyrirtæki/aðila og bakvið hverja rafbók liggur því mikill kostnaður.
Það er auðvitað alltaf hægt að debata með "ef varan er ódýrari, þá kaupa hana alveg pottþétt fleiri" sem á við um allar vörur, sama hvort það er mjólkin eða geisladiskur.
3) Að hýsa rafbókarlager kostar líka pening, þetta er ekki bara tölva út í bílskúr. http://rafbokalagerinn.is/ er notast mikið við. Þannig jú, það sparast til prentkostnaður, en það kemur líka til annar kostnaður.
4) Ég þekki ekki til verð á erlendra rafbóka til sölu á Íslandi á hærra verði, en persónulega finnst mér það líka sjálfum frekar undarlegt. Spurning hvort þetta sé prufa til þess að sjá hvort fólk sé tilbúið að borga meira af því þetta er íslensk vefsíða? Veit það ekki, enda eins og ég segi þekki ekkert til þessa.
5) Rétt hjá þér reyndar um torrent síðurnar, vitlaust hjá mér að nota orðalagið að þær sjá sóma sinn í því. En allavega þá held ég að flestir þenkjandi einstaklingar geti skapað sér þá hugmynd að það download á íslenskum vörum hefur meiri áhrif á þennan litla markað en að sækja erlendar vörur, hvort sem það eru geisladiskar, bíomyndir o.s.frv.
6) Deilumálið snýst alltaf, hjá öllum, um verð á öllu mögulegu. Það er þannig, og verður alltaf þannig.. Það er bara hluti af menningunni að tuða um verð. En með tilliti til rafbóka þá er hugsunarháttur flestra "Hey, wtf.. þeir þurfa ekki að prenta bókina, afhverju kostar hún ekki bara 500 krónur? Verð á rafbókum erlendis hefur hækkað um nærri 50% á síðustu 2 árum.. Það er eins og Amazon/aðrir séu loksins að þora að verðleggja rafbækurnar t.d. með tilliti til kostnaðar við gerð rafbókina og tilliti til höfudunalaun eða einhverju slíku. Ath. þetta er bara hugleiðingar en samt sem áður áhugavert. Eins og ég segi hefur verð á rafbókum á Íslandi lækkað síðan þær komu út og á örugglega eftir að þróast enn fremur í rétta átt fyrir viðskiptavinina.
7) Fullyrðingin hjá þér um að segja að íslenskar útgefendur hunsuðu rafbókavæðingu í fjöldamörg ár er einfaldlega röng. Rafbækur hafa auðvitað verið til í töluverðan tíma í löndum eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. En ef þú lítur til annara landa í Evrópu sérðu að við erum í rauninni frekar framarlega. Það eru ekki allir komnir jafn langt í þessu og þú heldur. Þetta snýst heldur ekkert um bara "hey, gerum rafbók.. snilld!" Þetta er lítill markaður, og þetta er dýrt að gera til að byrja með. Á svona litlum markaði þarf að stíga varlega til jarðar með nýja hluti. Mjög stór hluti tímans fór svo í samninga við Rithöfundasamband Íslands. Sá var samþykktur í nóvember 2011, og mánuði síðar komu fyrstu íslensku rafbækurnar. Sá samningur er heldur ekki lokasamningur heldur eingöngu tilraunasamningur. Sjá hér ef þú hefur áhuga: http://www.rsi.is/samningar/tilraunasam ... okautgafu/
8) DRM er eilífðar rökræður en íslenskar rafbækur koma út höfundarréttavarðar. Rithöfundsambandið (sem og útgefendur) hér heima og í mörgum af stærri útgáfum sem hafa hafið rafbókaútgáfu telja að hag sínum sé betur borgið með því að hafa einhverja girðingu utan um vöruna sína. Auðvitað er hægt að komast framhjá þessum vörnum, á tiltölulega einfaldan hátt meira segja. En samt sme áður að hafa þessa "girðingu" er ákveðin hindrun sem var talin vera nauðsyn, sérsatklega eins og ég hef komið að oft þegar markaðurinn er svona lítill.
Þú getur hinsvegar auðvitað lesið bókina þótt þú sért ekki nettengdur. Einu skiptin sem nettenging er þörf er þegar næsta "nýja" kemur á markað en það er streymi. Það er svarið við því að íslenskar rafbækur virka ekki eins og er á Kindle. Þá geturðu farið á vefsvæðið þítt í "Cloudinu" sem verður http://www.hillan.is og þar áttu þína eigin bókahillu, og streymt bókinni til þín í gegnum vafran á Kindle (og öðrum tækjum auðvitað) þá ertu aldrei með neitt skjal í höndunum heldur er þetta geymt í "Cloudinu" og getur nálgast á öllum nettengdum tækjum.
En hérna er c/p með t.d. afhverju í raun flestar íslenskar rafbækur virka ekki á Kindle:
Skýringin er í raun afar einföld. Amazon er bóksali sem jafnframt selur Kindle lestrartölvur. Þeir vilja ekki að aðrir bóksalar selji bækur inn á þeirra tæki.
Kindle lestrartölvur taka því aðeins skráarsniðum sem Amazon notast við en ekki við öðrum almennum skráarsniðum sem notast er við í rafbókargerð (.ePub).
Forlagið vill gjarnan selja bækur inn á Kindle, en til þess þarf Amazon-bóksalinn að hefja sölu íslenskra rafbóka. Það hafa þeir ekki viljað til þessa en vonandi breytist það áður en langt um líður.
Það er hagur Forlagsins að selja sem flestar rafbækur, og þ.a.l. inn á Kindle lestrartölvur. Um leið og Amazon opnar sínar flóðgáttir fyrir íslenskum bókaútgefendum þá verðum við með!
Þetta kemur því aftur að því að íslenskar bækur eru varðar með DRM en eins og ég segi. En það er ekki eins og Rithöfundasambandið eða íslenskir útgefendur hafi verið að finna upp hjólið með þeirri ákvörðun.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Til að byrja með, takk fyrir mjög gott svar
Punkturinn var þessi, margar rafbækur líta þannig út að einhver hafi tekið wordskjal með kaflaskiptingu og notað tilbúinn "converter" til að breyta í epub, "umbrotið" er ekki meira en það. Og fyrir bækur sem innihalda ekkert nema texta þá þarf oft ekki meira til.
Ég hef ekki kynnt mér Adobe DRM til hlítar og hvað er í boði, en amk einhverjar útfærslur eru þess eðlis að ekki er hægt að lesa bókina nema að vera nettengdur. Ég hef sjaldan verið jafn pirraður á þessu eins og í flugvél á leiðinni til USA.
Það er væntanlega útgefandinn sem tekur ákvörðun um þetta, og ég hef keypt þónokkuð af bókum sem eru ekki háðar svona DRM vörnum, þess í stað er bókinni "digitally" breytt áður en ég næ í hana (sjálfvirkt ferli sem tekur minna en klst) þannig að nafnið mitt er annaðhvort watermarkað einhvernstaðar inn í bókina eða sett sem footer.
Þetta er bara áhættumat hjá útgefanda, en eins og þú segir með íslenskan markað, ef menn gera ráð fyrir að það sé meiri "virðing" borin fyrir íslenskri vinnu og vörum, er þá þörf á DRMinu? (Því DRMið er jú heldur ekki ókeypis.)
Auðvitað er hægt að komast framhjá hinum og þessum vörnum, en mér finnst ég bara ekki eiga að þurfa þess með vörur sem ég greiði fyrir. Og ég eyði nokkrum þúsundköllum í rafbækur á hverju ári. (Er að borga frá $9.99(tilboð) og upp í $50 fyrir hverja bók.)
Ég er alls ekki að halda því fram að þetta eigi að vera gefins, bara sanngjarnt.
Varðandi #7 (rafbókavæðingu), þó við séum framar en margir, þá hefur þetta legið fyrir í mun meira en 11 mánuði (sbr samningurinn við Rithöfundasambandið). Mér persónulega finnst að þetta ferli hefði átt að byrja mun fyrr.
valdij skrifaði:Það eru ekki allar bækur sem koma út í kilju, þannig ég skil ekki alveg svarið þitt með að það sé bara tekið kilju-formattið og því breytt í rafbók.
Punkturinn var þessi, margar rafbækur líta þannig út að einhver hafi tekið wordskjal með kaflaskiptingu og notað tilbúinn "converter" til að breyta í epub, "umbrotið" er ekki meira en það. Og fyrir bækur sem innihalda ekkert nema texta þá þarf oft ekki meira til.
valdij skrifaði:Þú getur hinsvegar auðvitað lesið bókina þótt þú sért ekki nettengdur.
Ég hef ekki kynnt mér Adobe DRM til hlítar og hvað er í boði, en amk einhverjar útfærslur eru þess eðlis að ekki er hægt að lesa bókina nema að vera nettengdur. Ég hef sjaldan verið jafn pirraður á þessu eins og í flugvél á leiðinni til USA.
Það er væntanlega útgefandinn sem tekur ákvörðun um þetta, og ég hef keypt þónokkuð af bókum sem eru ekki háðar svona DRM vörnum, þess í stað er bókinni "digitally" breytt áður en ég næ í hana (sjálfvirkt ferli sem tekur minna en klst) þannig að nafnið mitt er annaðhvort watermarkað einhvernstaðar inn í bókina eða sett sem footer.
Þetta er bara áhættumat hjá útgefanda, en eins og þú segir með íslenskan markað, ef menn gera ráð fyrir að það sé meiri "virðing" borin fyrir íslenskri vinnu og vörum, er þá þörf á DRMinu? (Því DRMið er jú heldur ekki ókeypis.)
Auðvitað er hægt að komast framhjá hinum og þessum vörnum, en mér finnst ég bara ekki eiga að þurfa þess með vörur sem ég greiði fyrir. Og ég eyði nokkrum þúsundköllum í rafbækur á hverju ári. (Er að borga frá $9.99(tilboð) og upp í $50 fyrir hverja bók.)
Ég er alls ekki að halda því fram að þetta eigi að vera gefins, bara sanngjarnt.
Varðandi #7 (rafbókavæðingu), þó við séum framar en margir, þá hefur þetta legið fyrir í mun meira en 11 mánuði (sbr samningurinn við Rithöfundasambandið). Mér persónulega finnst að þetta ferli hefði átt að byrja mun fyrr.
Mkay.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 224
- Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 11:28
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
mér hefur lengi fundist fyndin skoðun að stela einhverju útaf því að þeim finnst það of dírt. eins og að þeim finnist þeir eiga rétt á því í þessu tilfelli að eiga tiltekna bók.
en áfram með spurninguna. að ég best veit engin trigging venjulega meðfilgjandi bókum, nema rafbókum. en það er náttútulega ekki ókeypis, það er eitt af því sem að maður borgar fyrir þegar að maður keypir rafbók.
ék keypi í fyrra kvikmynd á geisladisk, í Noregi sem að kom með meðilgjandi tafrænu eintaki. sem að er einfalt úr því að diskurinn er nú þegar á rafrænu formi. einhvað svipað væri kannski helst hægt með kóða einhvers skonar. en það mindi náttúrulega hækka verðið á bókinni. og er ekki einhvað sem að ég myndi vilja.
en áfram með spurninguna. að ég best veit engin trigging venjulega meðfilgjandi bókum, nema rafbókum. en það er náttútulega ekki ókeypis, það er eitt af því sem að maður borgar fyrir þegar að maður keypir rafbók.
ék keypi í fyrra kvikmynd á geisladisk, í Noregi sem að kom með meðilgjandi tafrænu eintaki. sem að er einfalt úr því að diskurinn er nú þegar á rafrænu formi. einhvað svipað væri kannski helst hægt með kóða einhvers skonar. en það mindi náttúrulega hækka verðið á bókinni. og er ekki einhvað sem að ég myndi vilja.
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
natti skrifaði:Til að byrja með, takk fyrir mjög gott svar
Punkturinn var þessi, margar rafbækur líta þannig út að einhver hafi tekið wordskjal með kaflaskiptingu og notað tilbúinn "converter" til að breyta í epub, "umbrotið" er ekki meira en það. Og fyrir bækur sem innihalda ekkert nema texta þá þarf oft ekki meira til.
Ég hef ekki kynnt mér Adobe DRM til hlítar og hvað er í boði, en amk einhverjar útfærslur eru þess eðlis að ekki er hægt að lesa bókina nema að vera nettengdur. Ég hef sjaldan verið jafn pirraður á þessu eins og í flugvél á leiðinni til USA.
Það er væntanlega útgefandinn sem tekur ákvörðun um þetta, og ég hef keypt þónokkuð af bókum sem eru ekki háðar svona DRM vörnum, þess í stað er bókinni "digitally" breytt áður en ég næ í hana (sjálfvirkt ferli sem tekur minna en klst) þannig að nafnið mitt er annaðhvort watermarkað einhvernstaðar inn í bókina eða sett sem footer.
Þetta er bara áhættumat hjá útgefanda, en eins og þú segir með íslenskan markað, ef menn gera ráð fyrir að það sé meiri "virðing" borin fyrir íslenskri vinnu og vörum, er þá þörf á DRMinu? (Því DRMið er jú heldur ekki ókeypis.)
Auðvitað er hægt að komast framhjá hinum og þessum vörnum, en mér finnst ég bara ekki eiga að þurfa þess með vörur sem ég greiði fyrir. Og ég eyði nokkrum þúsundköllum í rafbækur á hverju ári. (Er að borga frá $9.99(tilboð) og upp í $50 fyrir hverja bók.)
Ég er alls ekki að halda því fram að þetta eigi að vera gefins, bara sanngjarnt.
Varðandi #7 (rafbókavæðingu), þó við séum framar en margir, þá hefur þetta legið fyrir í mun meira en 11 mánuði (sbr samningurinn við Rithöfundasambandið). Mér persónulega finnst að þetta ferli hefði átt að byrja mun fyrr.
Sjálfsagt mál, öll málefnaleg umræða er ávallt skemmtileg.
En punkturinn hjá þér með word-skjal og converter er mjög góður. Þetta er það sem er/var við lýði í rauninni of lengi. Þetta eru engar alvöru rafbækur, þetta er bara skítamix sem kemur slæmu orði fyrir það sem rafbók á að standa. Sama þegar fólk fer að kalla .pdf skjölin sín rafbækur. Það er einfaldlega eins fjarri raunveruleikanum og komist verður.
Skilgreiningin á rafbók nefni ég oft að þar ertu með gagnvirkt efnisyfirlit, getur highlightað orð/setningar og leitað samstundis í orðabókum, þú getur stækkað og minnkað letur, breytt leturgerð o.s.frv.
Það er verið að skoða með að nota watermarkaðar rafbækur og það er þegar hafið á sumum rafbókum (sérstaklega rafbókum f. kennslu) - hugsanlega er þetta eitthvað sem mun koma til með að verða algengara. Eins og ég segi þá eru íslenskar rafbækur ekki enn orðnar eins árs og því á örugglega mikið eftir að breytast, Sama hvort það er verðið, DRM eða hvernig varan kemst til neytandans, hvort sem það er með streymi eða skjal. En þótt ég segi sjálfur frá þá finnst mér conceptið með að eiga þína eigin bókahillu í "cloudinu" sem þú getur þá nálgast hvar/hvenær sem er (svo lengi sem þú ert nettengdur) vera ansi kúl .
En ferlið var hafið fyrir þó nokkru, þ.e. búa til bakendann sem er vöruhúsið, hvaða afritunarvarnir eigi að nota o.þ.h. en það var aldrei hægt að fara í framleiðslu á rafbókum fyrr en samningar voru í höfn við rithöfundasambandið. Það ferli eitt og sér tók meira en ár veit ég. Enda leið og samningar voru í höfn þá var fyrsta rafbókin komin til sölu nokkrum vikum síðar. En þetta er/var auðvitað mikil fjárfesting að byrja þetta og því eins og segi var stigið varlega til jarðar - enda hefði verið ansi fúlt ef það hefði verið búið að eyða pening í að setja þetta upp og þróa og svo engir saningar náðst við RSÍ.
Persónulega var ég á móti DRM í upphafi og kom því á framfæri við stjórnendur, en rithöfundarnir settu sig sterkt á móti því að hafa engar varnir á höfundarverkinu sínu, sem og auðvitað útgáfan sjálf sem myndi þá hugsanlega verða af miklum tekjumissi í einhverju sem var tilraunarverkefni.
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Sumir vilja meina að það kosti of mikið að færa bækur yfir á stafrænt form en come on það þarf bara að gera það einu sinni og hægt að selja eintakið endalaust oft.
Ég allavega lenti í því um daginn að mig vantaði To Kill a Mockingbird á kindle vélina mína.
Ég á bókina en ég vill geta notað text-to-speech fítusinn.
Það kom svo í ljós að höfundurinn vildi ekki að það væri gerð starfræn útgáfa af bókinni (veit ekki af hverju).
En ég var alveg tilbúinn að borga 5-20 USD fyrir þetta en í þessu tilviki neyddi höfundurinn mig til að fara aðrar leiðir og "stela" bókinni hennar.
Var ég að brjóta lög eða er þetta í lagi þar sem ég var búinn að kaupa bókina?
Samviskubitið var ekki beint að naga mig því þetta var ekkert smá böggandi að þurfa að fara þessa leið.
Ég allavega lenti í því um daginn að mig vantaði To Kill a Mockingbird á kindle vélina mína.
Ég á bókina en ég vill geta notað text-to-speech fítusinn.
Það kom svo í ljós að höfundurinn vildi ekki að það væri gerð starfræn útgáfa af bókinni (veit ekki af hverju).
En ég var alveg tilbúinn að borga 5-20 USD fyrir þetta en í þessu tilviki neyddi höfundurinn mig til að fara aðrar leiðir og "stela" bókinni hennar.
Var ég að brjóta lög eða er þetta í lagi þar sem ég var búinn að kaupa bókina?
Samviskubitið var ekki beint að naga mig því þetta var ekkert smá böggandi að þurfa að fara þessa leið.
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
http://www.antipope.org/charlie/blog-st ... -pu-1.html
Hérna er mjög fróðlegt blogg um um þetta allt frá rithöfundi.
Hérna er mjög fróðlegt blogg um um þetta allt frá rithöfundi.
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Hvað eruð þið að láta mig lesa þetta allt, hef ekkert að gera við þessar upplýsingar og ég ætti að vera löngu farinn að sofa
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
valdij skrifaði:Persónulega var ég á móti DRM í upphafi og kom því á framfæri við stjórnendur, en rithöfundarnir settu sig sterkt á móti því að hafa engar varnir á höfundarverkinu sínu, sem og auðvitað útgáfan sjálf sem myndi þá hugsanlega verða af miklum tekjumissi í einhverju sem var tilraunarverkefni.
Ég vona að þú hafir ekki hætt að vera á móti DRM.
Fyrir mér er þetta rosalega einfalt. DRM gerir það að verkum að varan sem mér er boðið að kaupa er lélegri vara en varan sem ég get sótt ókeypis. Ég ber virðingu fyrir sköpun og reyni alltaf að útvega mér efni sem mig langar í þannig að sá sem stendur á bakvið það fái sem mest. En það er alltaf spurning hvað maður lætur bjóða sér. Ég neita að láta bjóða mér DRM varða vöru sem ég get ekki notað eins og mér sýnist. Ég mun a.m.k. aldrei borga fyrir slíkt.
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Alls ekki, en starfandi í bransanum þá skil ég samt sjónarmiðið að hafa þetta, en DRM er auðvitað óstjórnlega pirrandi hlutur - en ef mig langar í hlutinn þá er ég ekki það obsessed á móti því að ég læt það hindra mig í að fá mér vöruna. Eins og í linknum sem IL2 póstar þá er DRM conceptið komið frá "Bottom-down" þ.e.a.s. það eru stjórnendur/eigendur/stjórnarformenn/framkvæmdarstjórar sem ákveða þetta.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 224
- Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 11:28
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
JoiKulp skrifaði:Sumir vilja meina að það kosti of mikið að færa bækur yfir á stafrænt form en come on það þarf bara að gera það einu sinni og hægt að selja eintakið endalaust oft.
Ég allavega lenti í því um daginn að mig vantaði To Kill a Mockingbird á kindle vélina mína.
Ég á bókina en ég vill geta notað text-to-speech fítusinn.
Það kom svo í ljós að höfundurinn vildi ekki að það væri gerð starfræn útgáfa af bókinni (veit ekki af hverju).
En ég var alveg tilbúinn að borga 5-20 USD fyrir þetta en í þessu tilviki neyddi höfundurinn mig til að fara aðrar leiðir og "stela" bókinni hennar.
Var ég að brjóta lög eða er þetta í lagi þar sem ég var búinn að kaupa bókina?
Samviskubitið var ekki beint að naga mig því þetta var ekkert smá böggandi að þurfa að fara þessa leið.
en þarf ekki líka bara að skrifa pappírsbók einusinni.
rafbók og bókin á prenti er ekki sama varan.
þú þarft ekki rafbók, þú þarft að borða og halda á þér hita.
má ég spyrja, ah hverju finst þér að þú eigir rétt á því að eiga þessa rafbök?
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Joi_BASSi! skrifaði:JoiKulp skrifaði:Sumir vilja meina að það kosti of mikið að færa bækur yfir á stafrænt form en come on það þarf bara að gera það einu sinni og hægt að selja eintakið endalaust oft.
Ég allavega lenti í því um daginn að mig vantaði To Kill a Mockingbird á kindle vélina mína.
Ég á bókina en ég vill geta notað text-to-speech fítusinn.
Það kom svo í ljós að höfundurinn vildi ekki að það væri gerð starfræn útgáfa af bókinni (veit ekki af hverju).
En ég var alveg tilbúinn að borga 5-20 USD fyrir þetta en í þessu tilviki neyddi höfundurinn mig til að fara aðrar leiðir og "stela" bókinni hennar.
Var ég að brjóta lög eða er þetta í lagi þar sem ég var búinn að kaupa bókina?
Samviskubitið var ekki beint að naga mig því þetta var ekkert smá böggandi að þurfa að fara þessa leið.
en þarf ekki líka bara að skrifa pappírsbók einusinni.
rafbók og bókin á prenti er ekki sama varan.
þú þarft ekki rafbók, þú þarft að borða og halda á þér hita.
má ég spyrja, ah hverju finst þér að þú eigir rétt á því að eiga þessa rafbök?
Jú ég þurfti rafbókina, skil ekki af hverju þú þarft að blanda þessu við grunnþarfir mínar sem manneskja.
Ef maður er búinn að kaupa bók á prenti þá finnst mér rökrétt að ég megi lesa hana hvernig sem mér hentar.
Eins og ef ég myndi kaupa málverk og hengja hana öfuga á vegginn.
Er ég einn um það að finnast það rökrétt að maður megi eiga stafrænt eintak af bókum sem maður hefur keypt.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 224
- Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 11:28
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
JoiKulp skrifaði:Joi_BASSi! skrifaði:JoiKulp skrifaði:Sumir vilja meina að það kosti of mikið að færa bækur yfir á stafrænt form en come on það þarf bara að gera það einu sinni og hægt að selja eintakið endalaust oft.
Ég allavega lenti í því um daginn að mig vantaði To Kill a Mockingbird á kindle vélina mína.
Ég á bókina en ég vill geta notað text-to-speech fítusinn.
Það kom svo í ljós að höfundurinn vildi ekki að það væri gerð starfræn útgáfa af bókinni (veit ekki af hverju).
En ég var alveg tilbúinn að borga 5-20 USD fyrir þetta en í þessu tilviki neyddi höfundurinn mig til að fara aðrar leiðir og "stela" bókinni hennar.
Var ég að brjóta lög eða er þetta í lagi þar sem ég var búinn að kaupa bókina?
Samviskubitið var ekki beint að naga mig því þetta var ekkert smá böggandi að þurfa að fara þessa leið.
en þarf ekki líka bara að skrifa pappírsbók einusinni.
rafbók og bókin á prenti er ekki sama varan.
þú þarft ekki rafbók, þú þarft að borða og halda á þér hita.
má ég spyrja, ah hverju finst þér að þú eigir rétt á því að eiga þessa rafbök?
Jú ég þurfti rafbókina, skil ekki af hverju þú þarft að blanda þessu við grunnþarfir mínar sem manneskja.
Ef maður er búinn að kaupa bók á prenti þá finnst mér rökrétt að ég megi lesa hana hvernig sem mér hentar.
Eins og ef ég myndi kaupa málverk og hengja hana öfuga á vegginn.
Er ég einn um það að finnast það rökrétt að maður megi eiga stafrænt eintak af bókum sem maður hefur keypt.
það skiptir ekki máli hvað er rökrétt eða hvað þér finnst, það er einfaldlega ekki þitt að áhveða.
þú þarft ekki að skilja skoðanir höfundarinns heldur bara að virða hana
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Joi_BASSi! skrifaði:JoiKulp skrifaði:Joi_BASSi! skrifaði:JoiKulp skrifaði:Sumir vilja meina að það kosti of mikið að færa bækur yfir á stafrænt form en come on það þarf bara að gera það einu sinni og hægt að selja eintakið endalaust oft.
Ég allavega lenti í því um daginn að mig vantaði To Kill a Mockingbird á kindle vélina mína.
Ég á bókina en ég vill geta notað text-to-speech fítusinn.
Það kom svo í ljós að höfundurinn vildi ekki að það væri gerð starfræn útgáfa af bókinni (veit ekki af hverju).
En ég var alveg tilbúinn að borga 5-20 USD fyrir þetta en í þessu tilviki neyddi höfundurinn mig til að fara aðrar leiðir og "stela" bókinni hennar.
Var ég að brjóta lög eða er þetta í lagi þar sem ég var búinn að kaupa bókina?
Samviskubitið var ekki beint að naga mig því þetta var ekkert smá böggandi að þurfa að fara þessa leið.
en þarf ekki líka bara að skrifa pappírsbók einusinni.
rafbók og bókin á prenti er ekki sama varan.
þú þarft ekki rafbók, þú þarft að borða og halda á þér hita.
má ég spyrja, ah hverju finst þér að þú eigir rétt á því að eiga þessa rafbök?
Jú ég þurfti rafbókina, skil ekki af hverju þú þarft að blanda þessu við grunnþarfir mínar sem manneskja.
Ef maður er búinn að kaupa bók á prenti þá finnst mér rökrétt að ég megi lesa hana hvernig sem mér hentar.
Eins og ef ég myndi kaupa málverk og hengja hana öfuga á vegginn.
Er ég einn um það að finnast það rökrétt að maður megi eiga stafrænt eintak af bókum sem maður hefur keypt.
það skiptir ekki máli hvað er rökrétt eða hvað þér finnst, það er einfaldlega ekki þitt að áhveða.
þú þarft ekki að skilja skoðanir höfundarinns heldur bara að virða hana
Vá hvað þú ert ekki að skilja það sem ég er að tala um...
Ef þú hefðir lesið það sem ég skrifaði fyrst myndirðu sjá að ég var að velta því fyrir mér hvort að það sé ólöglegt að eiga stafrænt afrit af bók sem maður hefur keypt sér.
Þar sem þú hefur greinilega ekki svarið við því né líklega flestu öðru þá væri ágætt að fá svar frá öðrum vökturum.
Vildi að það væri minna um hroka í svörum á vaktinni. Þá myndi maður líklega tjá sig meira hér.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
JoiKulp skrifaði:Joi_BASSi! skrifaði:JoiKulp skrifaði:Sumir vilja meina að það kosti of mikið að færa bækur yfir á stafrænt form en come on það þarf bara að gera það einu sinni og hægt að selja eintakið endalaust oft.
Ég allavega lenti í því um daginn að mig vantaði To Kill a Mockingbird á kindle vélina mína.
Ég á bókina en ég vill geta notað text-to-speech fítusinn.
Það kom svo í ljós að höfundurinn vildi ekki að það væri gerð starfræn útgáfa af bókinni (veit ekki af hverju).
En ég var alveg tilbúinn að borga 5-20 USD fyrir þetta en í þessu tilviki neyddi höfundurinn mig til að fara aðrar leiðir og "stela" bókinni hennar.
Var ég að brjóta lög eða er þetta í lagi þar sem ég var búinn að kaupa bókina?
Samviskubitið var ekki beint að naga mig því þetta var ekkert smá böggandi að þurfa að fara þessa leið.
en þarf ekki líka bara að skrifa pappírsbók einusinni.
rafbók og bókin á prenti er ekki sama varan.
þú þarft ekki rafbók, þú þarft að borða og halda á þér hita.
má ég spyrja, ah hverju finst þér að þú eigir rétt á því að eiga þessa rafbök?
Jú ég þurfti rafbókina, skil ekki af hverju þú þarft að blanda þessu við grunnþarfir mínar sem manneskja.
Ef maður er búinn að kaupa bók á prenti þá finnst mér rökrétt að ég megi lesa hana hvernig sem mér hentar.
Eins og ef ég myndi kaupa málverk og hengja hana öfuga á vegginn.
Er ég einn um það að finnast það rökrétt að maður megi eiga stafrænt eintak af bókum sem maður hefur keypt.
Þarna ertu farinn að nálgast kjarna málsins. Hvort ertu að kaupa réttinn til þess bara að lesa textannn, eða áttu formið sem hann er festur á.
Með málverkið.. þá áttu það aldrei einn, málarinn fær núna alltaf þóknum í hvert skipti sem það er selt.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 224
- Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 11:28
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
bök og rafbók er ekki sama varan. þar af leiðandi áttu ekki endilega annað þótt að þú eigir hitt.
gott dæmi er að ef af þú átt mynd á vhs þá áttu hana ekki á dvd eða blu-ray
þar af leiðandi flokkast það sem þjófnaður að taka það án þess að borga fyrir það ef að ætlast er til þess að borgað sé firir það.
og vinsamlegast hættu að bulla og ásaka fölk um hroka. það lætur þig bara koma fram barnalegan og fáfróðan
gott dæmi er að ef af þú átt mynd á vhs þá áttu hana ekki á dvd eða blu-ray
þar af leiðandi flokkast það sem þjófnaður að taka það án þess að borga fyrir það ef að ætlast er til þess að borgað sé firir það.
og vinsamlegast hættu að bulla og ásaka fölk um hroka. það lætur þig bara koma fram barnalegan og fáfróðan
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Joi_BASSi! skrifaði:bök og rafbók er ekki sama varan. þar af leiðandi áttu ekki endilega annað þótt að þú eigir hitt.
gott dæmi er að ef af þú átt mynd á vhs þá áttu hana ekki á dvd eða blu-ray
þar af leiðandi flokkast það sem þjófnaður að taka það án þess að borga fyrir það ef að ætlast er til þess að borgað sé firir það.
og vinsamlegast hættu að bulla og ásaka fölk um hroka. það lætur þig bara koma fram barnalegan og fáfróðan
Svör þín eru reyndar sett fram á mjög hrokafullan hátt (svona "ég veit þetta allt, hættið að bulla" týpa) sem gerir það að verkum að ég fæ strax frekar illan bifur á þér.
En fyrst þú talar um myndbönd og DVD. Ef ég man rétt þá máttu eiga öryggisafrit af DVD diski sem þú hefur keypt. Máttu þá ekki eins geyma afritið á hörðum diski frekar en DVD diski ef þú treystir ekki geisladiskum? Ef svo er og þú mátt rippa diskinn og geyma á tölvunni þinni, máttu ekki alveg eins fá einhvern til þess að rippa myndina fyrir þig? Þá er rosalega erfitt að rífast yfir því að það sé ólöglegt að sækja mynd sem þú hefur borgað fyrir DVD disk með útí búð á netinu (augljóslega er annað að dreifa henni, við skulum ekki fara útí það).
En bók? Hvernig er hún svona mikið öðruvísi en DVD myndin? Bókin er ekki stafræn og þ.a.l. ekki hægt að láta tölvu sjá um þetta allt sjálfvirkt. En þú gætir skannað hana (BT var alltaf að auglýsa rosa fínan "glósupenna" eða hvað sem þeir kölluðu það fyrir 10 árum, ég geri ráð fyrir að það gimmick hafi ekki virkað), eða vélritað hana sjálfur. Eða borgað einhverjum indverja fyrir að gera það fyrir þig (eða ReCaptcha). Ertu þá búinn að stela ef þú eignaðist bókina allt í einu á stafrænu formi og borgaðir samt ekki fyrir rafbók? Mockingbird bókin sem var rætt um hérna er ekki til stafræn ef ég skildi félaga okkar rétt. Þ.a.l. var enginn að "missa af viðskiptum" sem hefði átt að fá þau. Hann var búinn að kaupa bókina. Hvað fleira hefði hann átt að gera?
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
dori skrifaði:
En bók? Hvernig er hún svona mikið öðruvísi en DVD myndin? Bókin er ekki stafræn og þ.a.l. ekki hægt að láta tölvu sjá um þetta allt sjálfvirkt. En þú gætir skannað hana (BT var alltaf að auglýsa rosa fínan "glósupenna" eða hvað sem þeir kölluðu það fyrir 10 árum, ég geri ráð fyrir að það gimmick hafi ekki virkað), eða vélritað hana sjálfur. Eða borgað einhverjum indverja fyrir að gera það fyrir þig (eða ReCaptcha). Ertu þá búinn að stela ef þú eignaðist bókina allt í einu á stafrænu formi og borgaðir samt ekki fyrir rafbók? Mockingbird bókin sem var rætt um hérna er ekki til stafræn ef ég skildi félaga okkar rétt. Þ.a.l. var enginn að "missa af viðskiptum" sem hefði átt að fá þau. Hann var búinn að kaupa bókina. Hvað fleira hefði hann átt að gera?
Ég ætlaði nú að fara að lasta þig fyrir útúrsnúning en sá síðan að þetta var ekki eins vitlaus pæling og mér virtist í fyrstu.
Ég held að við getum líkt glósupennanum bara við ljósritunarvél í sjálfu sér (þó að það sé örlítill munur, og þá er ég ekki að tala um þennan mjög svo augljósa mun). Nú veit ég ekki alveg hvernig lögin virka en að því að ég best veit má eingöngu ljósrita "hóflega". Hvort það þýðir að þú megir taka heilt afrit af bókinni þinni fyrir einkanot eða ekki veit ég því ekki. Sé það hinsvegar leyfilegt þá sé ég í sjálfu sér engan mun á því hvort þú afritar bókina þína á blað eða á stafrænan miðil svo fremi að þetta sé til þinna einkanota.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 224
- Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 11:28
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
dori skrifaði:Joi_BASSi! skrifaði:bök og rafbók er ekki sama varan. þar af leiðandi áttu ekki endilega annað þótt að þú eigir hitt.
gott dæmi er að ef af þú átt mynd á vhs þá áttu hana ekki á dvd eða blu-ray
þar af leiðandi flokkast það sem þjófnaður að taka það án þess að borga fyrir það ef að ætlast er til þess að borgað sé firir það.
og vinsamlegast hættu að bulla og ásaka fölk um hroka. það lætur þig bara koma fram barnalegan og fáfróðan
Svör þín eru reyndar sett fram á mjög hrokafullan hátt (svona "ég veit þetta allt, hættið að bulla" týpa) sem gerir það að verkum að ég fæ strax frekar illan bifur á þér.
En fyrst þú talar um myndbönd og DVD. Ef ég man rétt þá máttu eiga öryggisafrit af DVD diski sem þú hefur keypt. Máttu þá ekki eins geyma afritið á hörðum diski frekar en DVD diski ef þú treystir ekki geisladiskum? Ef svo er og þú mátt rippa diskinn og geyma á tölvunni þinni, máttu ekki alveg eins fá einhvern til þess að rippa myndina fyrir þig? Þá er rosalega erfitt að rífast yfir því að það sé ólöglegt að sækja mynd sem þú hefur borgað fyrir DVD disk með útí búð á netinu (augljóslega er annað að dreifa henni, við skulum ekki fara útí það).
En bók? Hvernig er hún svona mikið öðruvísi en DVD myndin? Bókin er ekki stafræn og þ.a.l. ekki hægt að láta tölvu sjá um þetta allt sjálfvirkt. En þú gætir skannað hana (BT var alltaf að auglýsa rosa fínan "glósupenna" eða hvað sem þeir kölluðu það fyrir 10 árum, ég geri ráð fyrir að það gimmick hafi ekki virkað), eða vélritað hana sjálfur. Eða borgað einhverjum indverja fyrir að gera það fyrir þig (eða ReCaptcha). Ertu þá búinn að stela ef þú eignaðist bókina allt í einu á stafrænu formi og borgaðir samt ekki fyrir rafbók? Mockingbird bókin sem var rætt um hérna er ekki til stafræn ef ég skildi félaga okkar rétt. Þ.a.l. var enginn að "missa af viðskiptum" sem hefði átt að fá þau. Hann var búinn að kaupa bókina. Hvað fleira hefði hann átt að gera?
til að byrja með þá segi ég aldrey neitt til þess að vera leiðinlegur. hvort sem að einhverju finnist einhvað sem að ég segi leiðinlegt er þeirra mál. ef að fólki þikir ég hrokalegur er það öfugt við það sem að ég vil
að ég best veit þá filgir geisladisk bara leifi til ad hlusta á hann (horfa ef að talað er um mynd disk) en ekki til dæmis fjölföldunarréttur sem að að taka afrit fellur undir.
eins filgir bók ekki rétturinn á hljóðbók eða útgáfuréttur.
en ég er ekki lögfræðimentaður né hef nein mál mér til stuðnings.
og að lokum þá er þetta hlutlægt mat, EKKI persónuleg skoðun
Re: rafrænt oryggisafrit af pappirsbokum?
Ég man reyndar eftir svona "ekki leyfilegt að afrita að hluta eða heild nema með leyfi höfundar" eða hvort það var "útgefandi". En þetta er samt ekkert alveg svart/hvítt með vel greinanlegri línu. Það er mjög ljóst að þú ert ekki að brjóta nein lög þegar þú kaupir bók og lest hana og hendir henni svo þegar þú hefur ekki pláss lengur. Og það er nokkuð ljóst að það er ekki leyfilegt að afrita bók og selja hana. En hver þinn réttur sem kaupanada er þekki ég bara ekki nógu vel. En ef hann er ekki nógu mikill að þú megir skanna bókina inn og færa hana á tölvutækt form á þinn kostnað til eigin nota þá er réttarkerfið okkar eitthvað skrýtið.Joi_BASSi! skrifaði:að ég best veit þá filgir geisladisk bara leifi til ad hlusta á hann (horfa ef að talað er um mynd disk) en ekki til dæmis fjölföldunarréttur sem að að taka afrit fellur undir.
eins filgir bók ekki rétturinn á hljóðbók eða útgáfuréttur.
en ég er ekki lögfræðimentaður né hef nein mál mér til stuðnings.
og að lokum þá er þetta hlutlægt mat, EKKI persónuleg skoðun