Sælir,
Keypti mér Lenova Thinkpad E520 hjá Nýherja síðasta sumar ásamt 3 hólfa Lenova bakpoka sem hefur reynst mér vel og lítur út fyrir að passa rosalega vel uppá tölvuna, þykkt efni í hólfinu sem tölvan rennur í og "dempari" í botninum ef maður skildi missa pokann í gólfið.
Mjög ánægður með tölvuna og pokann en núna þegar ég var að þrífa skjáinn þá tók ég eftir 2 láréttum rispum á skjánum sem passa við upphækunina við takkaborðið og touchpad-ið.
Eru ekki djúpar rispur og sýnist mér þetta sé bara rispur á glampavörninni.
Rispurnar sjást ekki nema við ákveðið sjónarhorn þegar ljósgjafi glampar á skjáinn, sjást ekkert þegar horft er á hann við eðlilega notkun.
Ég hef alltaf verið mjög samviskusamur þegar ég raða í pokann og látið tölvuna vera eina í aftasta hólfinu og hleðslutæki, bækur og stuff í fremri hólfunum til að einmitt passa uppá að ekkert sé að þrýsta óeðlilega á tölvuna.
Hvað finnst ykkur um þetta, er eðlilegt að svona gerist fyrir fartölvur sem eru mikið að ferðast á milli staða í bakpoka ? Er þetta eitthvað til að röfla yfir við Nýherja?
þótt þetta sé ekki sýnilegt við venjulegar kringumstæður þá finnst mér þetta samt leiðinlegur hlutur og þar sem tölvan er ekki nema 8 mán og þarf að endast við sömu ferðalög 3-5 ár í viðbót þá veit ég ekki hvernig skjárinn á eftir að verða. Finnst þetta óttalegur hönnunargalli að hafa svona brúnir fyrir skjáinn að nuddast í.
Verður maður ekki bara að redda sér eh plast á milli? Man ekki hvort það fylgdi með tölvunni en ef svo er þá er ég löngu búinn að henda því.
Lenova Thinkpad rispur á skjá.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Lenova Thinkpad rispur á skjá.
- Viðhengi
-
- orsakavaldur.
- pic3.jpg (339.56 KiB) Skoðað 1676 sinnum
-
- báðar rispurnar
- pic2.jpg (303.37 KiB) Skoðað 1676 sinnum
-
- Hægri rispann í návigi.
- pic1.jpg (354.38 KiB) Skoðað 1676 sinnum
Electronic and Computer Engineer
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Ég myndi segja að þetta væri klárlega galli í hönnun. Ekki "eðlilegt" ástand og ekki eitthvað sem á að sætta sig við þegar um svona dýra vöru er að ræða. Spurning að tala við þá og ath. hvort þetta sé eitthvað sem Lenovo hafi tekið eftir og séu búnir að laga eða hvort það sé ekki hægt að gera eitthvað í þessu.
Svo er spurning að vera með eitthvað til að setja þarna á milli. Það er samt alveg óþolandi lausn og ég veit að ég myndi aldrei nenna því. En ekki láta þetta slæda. Þetta er orðið svona eftir minna en ár. Hvernig verður þetta þegar ábyrgðin rennur út eða seinna m.v. sömu notkun?
Svo er spurning að vera með eitthvað til að setja þarna á milli. Það er samt alveg óþolandi lausn og ég veit að ég myndi aldrei nenna því. En ekki láta þetta slæda. Þetta er orðið svona eftir minna en ár. Hvernig verður þetta þegar ábyrgðin rennur út eða seinna m.v. sömu notkun?
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1022
- Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
- Reputation: 1
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
ég er að lenda í þessu...þetta er óþolandi.
ég talaði við nýherja og þeir sögðu að þetta væri ekki þekkt en ég sé þetta hjá flest öllum sem eiga nýlegar thinkpad vélar.
þeir sögðust ekki geta gert neitt í þessu. þú mátt endilega senda mér pm ef þú talar eitthvað við nýherja og færð önnur svör
ég talaði við nýherja og þeir sögðu að þetta væri ekki þekkt en ég sé þetta hjá flest öllum sem eiga nýlegar thinkpad vélar.
þeir sögðust ekki geta gert neitt í þessu. þú mátt endilega senda mér pm ef þú talar eitthvað við nýherja og færð önnur svör
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Reputation: 54
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Hefur gerst á síðustu tveimur Thinkpad vélum hjá gamla.
Báðar 300k+ vélar.
Hann er búinn að venja sig á að hafa bara microfiber klút á milli..
Báðar 300k+ vélar.
Hann er búinn að venja sig á að hafa bara microfiber klút á milli..
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Ég hef séð þetta gerast á ýmsum fartölvum þegar þær eru mikið á ferðinni í bakpokum. Með tímanum koma för eftir lyklaborðið á skjáinn ef það hefur verið þrýst mikið á skjáinn þegar hann er lokaður. Hef reyndar ekki séð þetta á Thinkpad vélum, hélt þær væru það sterkbyggðar. Eru þetta aðallega nýju týpurnar sem þjást af þessu vandamáli?
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1043
- Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
ég á nákvæmlega eins vél og ferðast með hana á hverjum degi í skólan.
taskan er nú ekki beint sú besta, frekar þröng fyrir tölvuna og er oftast með troðið af bókum í henni sem þrýsta líkleg á hana En það sést ekki á skjánnum, Keyfti tölvuna 2011-08-22
taskan er nú ekki beint sú besta, frekar þröng fyrir tölvuna og er oftast með troðið af bókum í henni sem þrýsta líkleg á hana En það sést ekki á skjánnum, Keyfti tölvuna 2011-08-22
Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Update:
Ég fór með tölvuna síðasta sumar til Nýherja til að láta meta rispurnar á skjánum.
Viðgerðarmaður kannaðist ekki við þetta, og það var ekki fyrren ég minntist á vaktina og þennan póst að hann tók niður upplýsingar og sagðist ætla að senda fyrirspurn út.
Miðan við svörin sem ég fékk frá viðgerðarmanni og þar ég hef ekki fengið svar í tölvupósti þremum mánuðum seinna þá er útkoman sú, að þetta er mér sjálfum að kenna eftir ógætilega notkun og ber ég skaðann af því einn.
Ég fór með tölvuna síðasta sumar til Nýherja til að láta meta rispurnar á skjánum.
Viðgerðarmaður kannaðist ekki við þetta, og það var ekki fyrren ég minntist á vaktina og þennan póst að hann tók niður upplýsingar og sagðist ætla að senda fyrirspurn út.
Miðan við svörin sem ég fékk frá viðgerðarmanni og þar ég hef ekki fengið svar í tölvupósti þremum mánuðum seinna þá er útkoman sú, að þetta er mér sjálfum að kenna eftir ógætilega notkun og ber ég skaðann af því einn.
Electronic and Computer Engineer
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Svo er spurning hvort Nýherji geti eitthvað gert í þessu ef framleiðandinn vill ekki viðurkenna gallann.
Jú kannski gætu Nýherji claimað nýjan skjá, en gerist þetta þá ekki bara aftur nema að Lenovo hafi gefið út eitthvað fix? Það þarf þá líklega að fá top cover sem er öðruvísi í laginu til að fixa þetta. Spurning hvort það væri hægt að redda þessu með því að líma einhverja litla gúmmípúða á LCD bezelið til að skjárinn klessist ekki upp við top coverið þegar skjánum er lokað. Bara hugmynd...
Hér er svipaður þráður þar sem einhver kvartar undan því sama, hann sendir líka inn myndir sem eru mjög svipaðar þínum. Það kemur samt ekkert fram hvaða lausn hann endaði á að fá frá Lenovo.
Hvernig finnst þér skjárinn sjálfur á vélinni vera? Þ.e.a.s. panellinn sjálfur, er hann auðrispanlegur?
Ég var alltaf mikill Thinkpad aðdáandi og hef átt nokkrar þannig eldri vélar. Vonandi eru Lenovo ekki að fara út af sporinu með það sem IBM gerðu svo vel þegar kom að því að búa til sterkar og endingargóðar vélar.
Jú kannski gætu Nýherji claimað nýjan skjá, en gerist þetta þá ekki bara aftur nema að Lenovo hafi gefið út eitthvað fix? Það þarf þá líklega að fá top cover sem er öðruvísi í laginu til að fixa þetta. Spurning hvort það væri hægt að redda þessu með því að líma einhverja litla gúmmípúða á LCD bezelið til að skjárinn klessist ekki upp við top coverið þegar skjánum er lokað. Bara hugmynd...
Hér er svipaður þráður þar sem einhver kvartar undan því sama, hann sendir líka inn myndir sem eru mjög svipaðar þínum. Það kemur samt ekkert fram hvaða lausn hann endaði á að fá frá Lenovo.
Hvernig finnst þér skjárinn sjálfur á vélinni vera? Þ.e.a.s. panellinn sjálfur, er hann auðrispanlegur?
Ég var alltaf mikill Thinkpad aðdáandi og hef átt nokkrar þannig eldri vélar. Vonandi eru Lenovo ekki að fara út af sporinu með það sem IBM gerðu svo vel þegar kom að því að búa til sterkar og endingargóðar vélar.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Þetta eru ennþá einu rispurnar á skjánum, ég er aldrei að pota neinu í skjáinn þannig ég get ekki dæmd um hvort hann sé auðrispanlegur.
Mér sýnist rispurnar ekkert hafa stækkað síðan ég tók myndirnar og hef ég ekki gert neinar ráðstafanir til að passa uppá það.
þetta böggar mig lítið sem ekkert og þar sem vélin er komin úr ábyrgð þá ætla ég ekkert að aðhafast meira í þessu í bili.
Finnst þetta samt rosalega lélegt af Nýherja að svara mér ekki. Spurning hvort fyrirspurn hafi nokkurntíman verið send...
Gæinn sem þú bendir á þráðinum hefur verið að notast við einhvern screen protector og samt kom þetta upp hjá honum...
Mér sýnist rispurnar ekkert hafa stækkað síðan ég tók myndirnar og hef ég ekki gert neinar ráðstafanir til að passa uppá það.
þetta böggar mig lítið sem ekkert og þar sem vélin er komin úr ábyrgð þá ætla ég ekkert að aðhafast meira í þessu í bili.
Finnst þetta samt rosalega lélegt af Nýherja að svara mér ekki. Spurning hvort fyrirspurn hafi nokkurntíman verið send...
Gæinn sem þú bendir á þráðinum hefur verið að notast við einhvern screen protector og samt kom þetta upp hjá honum...
Electronic and Computer Engineer
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 317
- Skráði sig: Þri 02. Des 2003 00:26
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Ertu viss um að vélin sé farinn úr ábyrgð? hvenar keyptiru hana nákvæmlega?
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
SkaveN skrifaði:Ertu viss um að vélin sé farinn úr ábyrgð? hvenar keyptiru hana nákvæmlega?
Vélin er keypt í gegnum fyrirtæki og því 1 árs ábyrgð. Lét samt skoða hana áður en hún rann út.
Electronic and Computer Engineer
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Ég hef lent í svipuðu á Acer, Toshiba og Dell.
Hef alltaf bara microfiber klút á milli og hef aldrei lent í þessu eftir það
Hef alltaf bara microfiber klút á milli og hef aldrei lent í þessu eftir það
PS4
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
axyne skrifaði:SkaveN skrifaði:Ertu viss um að vélin sé farinn úr ábyrgð? hvenar keyptiru hana nákvæmlega?
Vélin er keypt í gegnum fyrirtæki og því 1 árs ábyrgð. Lét samt skoða hana áður en hún rann út.
Ég hélt að það væri alltaf 3 ára alþjóðleg ábyrgð á þessum business vélum frá Nýherja, svipað og Opin kerfi og Advania bjóða á sínum fyrirtækjavélum. Flokkast kannski Thinkpad E520 undir consumer/home línuna?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Lenova Thinkpad rispur á skjá.
Hargo skrifaði:
Ég hélt að það væri alltaf 3 ára alþjóðleg ábyrgð á þessum business vélum frá Nýherja, svipað og Opin kerfi og Advania bjóða á sínum fyrirtækjavélum. Flokkast kannski Thinkpad E520 undir consumer/home línuna?
E lína er consumer lína já. T, W og X eru þessar enterprise línur.