Nú fyrir stuttu byrjaði RIPE (sem sér um að úthluta IP tölum til þjónustuaðila og stórra fyrirtækja í evrópu) að úthluta IP tölum úr síðustu "/8" ip-tölu blokkinni sem þeir voru með.
Sjá: http://www.ripe.net/internet-coordinati ... the-last-8
Samhliða þessu breyttust úthlutunarreglur RIPE þannig að þjónustuaðilar & fyrirtæki innan evrópu geta nú bara sótt um að hámarki eina úthlutun í viðbót, sem verður aðeins "/22" að stærð, og skilyrði fyrir því að fá úthlutun í viðbót er að viðkomandi fyrirtæki sé þegar búið að sækja um IPv6 ip tölur.
Og skv þeim úthlutnarreglum sem eru í gangi, þá verða *engar* nýjar "Provider Independant" úthlutanir til fyrirtækja frá RIPE.
(Sem þýðir: Fyrirtæki innan evrópu sem vilja t.d. vera tvítengd netinu við tvo þjónustuaðila og vilja fá sínar eigin IP tölur, well, good luck )
Þrátt fyrir þetta er nánast ekkert að gerast í IPv6 hérlendis...
Og fyrirtækjum finnst ennþá sjálfsagt að kaupa búnað sem á að endast næstu 5-7 árin (í það minnsta) án þess að pæla í hvort viðkomandi búnaður styðji IPv6.
Fyrir langflesta vefi þá er lítið mál að gera þá dual-stack þannig að þeir virki yfir IPv4/IPv6 samhliða, ef aðeins vefforritarar/admins hefðu einhverja hugmynd um IPv6...
RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
-
- Besserwisser
- Póstar: 3122
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
Kemur það vefforritaranum eitthvað við hvort að vélbúnaðurinn sem hýsir vefinn sé að nota IPv4 eða IPv6 tölur? Ef veflausnin er eitthvað að manipulera IP tölur, þá skil ég það, en fyrir svona almennan vef þá hefði ég haldið að það kæmi málinu ekkert við.
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
hí
NetRange: 130.208.0.0 - 130.209.255.255
ætli þeir séu að nýta þetta að verulegu leiti?
NetRange: 130.208.0.0 - 130.209.255.255
ætli þeir séu að nýta þetta að verulegu leiti?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Reputation: 64
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
Það má örugglega afturkalla einhverjar úthlutanir hjá einhverjum, alltof margir sem hafa fengið risastór net úthlutað án þess að það sé nokkuð notað.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16546
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2128
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
Fékk ekki Advania úthlutað 18 milljörðum IPv6 tölum á dögunum?
Það gera yfir 56 þúsund IP tölur á hvern einasta íslending...
Það gera yfir 56 þúsund IP tölur á hvern einasta íslending...
-
- spjallið.is
- Póstar: 498
- Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
- Reputation: 3
- Staðsetning: 6° norðar en helvíti
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
GuðjónR skrifaði:Fékk ekki Advania úthlutað 18 milljörðum IPv6 tölum á dögunum?
Það gera yfir 56 þúsund IP tölur á hvern einasta íslending...
i lolled a bit
(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
Minimum úthlutun á IPv6 neti hjá RIPE er /32 sem gera 79228162514264337593543950336 IP tölur
Síðast breytt af ponzer á Þri 20. Jan 2015 16:30, breytt samtals 1 sinni.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
hagur skrifaði:Kemur það vefforritaranum eitthvað við hvort að vélbúnaðurinn sem hýsir vefinn sé að nota IPv4 eða IPv6 tölur? Ef veflausnin er eitthvað að manipulera IP tölur, þá skil ég það, en fyrir svona almennan vef þá hefði ég haldið að það kæmi málinu ekkert við.
Fyrir utan basic eins og vefforritari sem að forritar fítus sem hefur e-ð með ip tölur að gera eins og: "Last logged in from 192.168.1.2"
Eða aðra fítusa sem snúast á einn eða annan hátt um ip tölur (t.d. hvaða uppls eru í login cookie etc.)
Auk þessu eru vefforritarar í flestum tilfellum ráðgefandi fyrir eiganda vefsins.
Það er mjög algengt að vef-eigendur, þegar þeir eru spurðir um IPv6, svari á einn af eftirfarandi vegum:
"Vefhönnuðurinn minn er ekki tilbúinn í þetta."
"Ég veit ekki, en ég treysti á að vefforritarinn minn segi mér þegar ég þarf að hugsa um IPv6"
"Ég lét fyrirtæki X, sem sérhæfir sig í veflausnum, sjá um vefinn fyrir mig, og þeir hafa ekki minnst á IPv6"
(Og flest fyrirtæki hérlendis sem sérhæfa sig í að setja upp/hanna/smíða og jafnvel hýsa vefi fyrir fyrirtæki, hafa ekki minnstu hugmynd um hvað IPv6 er.)
Þannig að já, vefforritararnir gegna stóru hlutverki fyrir ótrúlega marga vefi.
Og að sama skapi, þegar netið og vélbúnaðurinn er tilbúinn, jafnvel kominn með IPv6 tölu, þá stoppa málin hjá þeim sem sjá um vefinn.
Mkay.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
ég fór og prófaði að googla hvernig ég gæti gert iis dual stacked og fann bara 0 upplýsingar. Svona fyrir utan það þá veit ég ekki hvort Tal/Gagnaveitan sé að úthluta IPv6
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
Ég virist vera að fá 4to6 ipv6 aðgang í gegnum TAL og ég er búinn að setja ipv6 DNS. Hvað get ég gert fleirra?
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
Pandemic skrifaði:ég fór og prófaði að googla hvernig ég gæti gert iis dual stacked og fann bara 0 upplýsingar. Svona fyrir utan það þá veit ég ekki hvort Tal/Gagnaveitan sé að úthluta IPv6
Hvorki Tal né Gagnaveita Reykjavíkur er að úthluta IPv6.
Það er bara eitt fyrirtæki sem býður "enda heimanotendum" upp á IPv6, en það er samt í experimental-stage og þú þarft að biðja sérstaklega um það.
Síðast breytt af natti á Þri 18. Sep 2012 21:02, breytt samtals 1 sinni.
Mkay.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16546
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2128
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
Ég reyndi að fá IPv6 en það var ekki hægt þar sem cpanel var ekki orðið IPv6 samhæft...
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
GuðjónR skrifaði:Ég reyndi að fá IPv6 en það var ekki hægt þar sem cpanel var ekki orðið IPv6 samhæft...
Held það sé alveg ár eða meira þangað til cpanel verður með fullan stuðning í IPv6.
Það er eitthvað limited support fyrir IPv6 í cPanel, sem byggist á að sá sem rekur cPanelinn þurfi að standa í einhverju manual stuffi, en skv þeim sem ég hef rætt við sem nota cPanel segja að þetta sé tómur hausverkur.
Vandamálið með cPanel er að þetta er USA-based fyrirtæki, og USA (ARIN) á ennþá bunka af IP tölum. (áttu 3x"/8" fyrir nokkrum dögum, eiga nú 2.9x"/8")
Menn eru að horfa á allt að 12 mánuði áður en ARIN byrjar á síðustu /8 ip-tölu-blokkinni sinni.
Ég held að cPanel séu og munu verða rólegir þangað til þeir fara að missa af viðskiptatækifærum út af lack-of-IPv6 support.
(Fleiri og fleiri fyrirtæki (og bunki af ríkisstofnunum allstaðar annarsstaðar en hérlendis) eru farin að setja sér reglur að það megi helst ekki kaupa neinn búnað (software/hardware) nema hann sé með IPv6 support, eða þá að það þurfi að vera extra góður rökstuðningur fyrir kaupunum.
Hinsvegar eru umræðuþræðir á netinu þar sem einstaklingar í asíu eru að kvarta yfir að fá ekki fleiri IP tölur, og að notkun á IPv6 í asíu tók meira stökk eftir að IPv4 úthlutunarreglur voru hertar.
Ég er spenntur að sjá hvort það verði einhver breyting í evrópu (sérstaklega þar sem mörg evrópulönd eru mjög markvisst að vinna að IPv6).
En ég held að það verði ekki fyrr en að ARIN(USA) byrjar á síðasta /8 og herðir úthlutunarreglurnar í kjölfarið að bandarísk fyrirtæki eins og cPanel fari að finna fyrir einhverri pressu.
Nú fyrir stuttu var Vodafone hérlendis að gera síðuna sína virka yfir IPv6 (vodafone.is), og Gagnaveita Skagafjarðar var að fá úthlutað IPv6 neti.
Þannig að fyrirtæki hérlendis eru hægt og rólega að byrja að kynna sér og prófa IPv6, og safna upp þekkingu.
Mkay.
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_as ... ess_blocks
ER ekki hægt að biðja UK Government Department for Work and Pensions að skila vinsamlegast þessari /8 blokk sem ég efast um að þeir séu að fullnýta Sömuleiðis Eli Lilly og fleiri stórfyrirtæki.
ER ekki hægt að biðja UK Government Department for Work and Pensions að skila vinsamlegast þessari /8 blokk sem ég efast um að þeir séu að fullnýta Sömuleiðis Eli Lilly og fleiri stórfyrirtæki.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
akarnid skrifaði:http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_assigned_/8_IPv4_address_blocks
ER ekki hægt að biðja UK Government Department for Work and Pensions að skila vinsamlegast þessari /8 blokk sem ég efast um að þeir séu að fullnýta Sömuleiðis Eli Lilly og fleiri stórfyrirtæki.
Well, sum af þessum netum sem voru úthlutað "snemma" falla ekki undir þær reglugerðir sem eru í dag varðandi skil á ip tölum oþh.
Þannig að þau fyrirtæki/stofnanir sem eiga svona tölur líta á þetta sem a) fjárfestingu og b) öryggisventil, að halda í IPv4 tölur.
Þú sérð t.a.m. að Microsoft keypti ip tölur af Nortel fyrir $7.5 milljón dollara. (uþb $11.25 per ip tölu)
Efast um að menn séu að fara að "skila" bara svona afþvíbara...
Mkay.
Re: RIPE byrjað að spara IPv4 tölur
'Twas meant as a joke, ég veit að þessar úthlutanir voru fyrir tíma RIPE og þeir hafa ekkert vald yfir þeim. Þessar úthlutanir voru allar á saklausari tímum þegar bara fagfólk var á internetinu og menn hugsuðu ekkert um hvort að IP tölur myndu einhvern tímann klárast
Finnst það bara nokkuð skondið að bresk ríkissstofnun skuli sitja á svona stórri kippu...
Finnst það bara nokkuð skondið að bresk ríkissstofnun skuli sitja á svona stórri kippu...