Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf izelord » Fim 23. Ágú 2012 15:24

Sælir.

Ég er að leita mér að þráðlausum aðgangspunkti sem gengur fyrir batteríum. Endingartími þyrfti helst að vera 6-8 klst og drægni um 15m. Ef endingartíminn er minni þá þyrfti að vera hægt að smella AA(A) batteríum í tækið.

Auðvitað þyrfti hann að styðja 802.11G og helst N. Stærðin þyrfti að vera á við 3-4 iPhone síma. Loftnet er kostur.

Er búinn að prófa Tölvulistann og sýnist á öllu að þessir MiFi eða 3G punktar hjá Voda/Sím/Nova séu ekki að gera sig fyrir mig.

Er eitthvað þessu líkt selt hérna á Íslandi?
Einhver sem hefur reynt að finna svona og jafnvel fundið sem getur miðlað fenginni visku af slíkum kaupum?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf Pandemic » Fim 23. Ágú 2012 17:09

Ég hef gert þetta með venjulegum AP nokkrum rafmagnsbílarafhlöðum og einum Voltage Regulator :)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf Gúrú » Fim 23. Ágú 2012 17:16

Pandemic skrifaði:Ég hef gert þetta með venjulegum AP nokkrum rafmagnsbílarafhlöðum og einum Voltage Regulator :)


1-2% yfir stærðinni sem beðið er um. :shock:


Modus ponens

Skjámynd

Fridvin
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Mán 10. Mar 2008 19:43
Reputation: 1
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf Fridvin » Fim 23. Ágú 2012 17:43

Pandemic skrifaði:Ég hef gert þetta með venjulegum AP nokkrum rafmagnsbílarafhlöðum og einum Voltage Regulator :)


Myndir :wtf


Gigabyte Z790 GAMING X AX - Intel Core i7-14700K - Samsung 990 Pro 2TB - Trident Z5 2x32 6000mhz - Palit RTX4070Ti Super - Phanteks AMP 1000W - Arctic Freezer 34 eSports DUO - Fractal Design North

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf Pandemic » Fös 24. Ágú 2012 00:52

http://www.youtube.com/watch?v=PBiJne7Ex1o

Ég smíðaði þennan bíl með strákunum sem eru á myndbandinu, við notum AP sem tengir svo myndavélina og arduinoinn/mælitæki. Virkaði helvíti fínt á 2 "batterí packs"

Þessi aflrás er í raun ekkert annað en nokkrir VR með þéttum til að taka út spennuflökt. :sleezyjoe



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3122
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf hagur » Fös 24. Ágú 2012 10:39

Þetta er snilld =D>



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf dori » Fös 24. Ágú 2012 14:26

Ég held að það séu ekki gerðir aðgangspunktar sem þú smellir bara rafhlöðu í. Ég hef allavega ekki séð slíkt. Það sem Pandemic talar um er hins vegar mjög sniðug pæling. Þá þarftu samt fyrst að finna þér aðgangspunkt sem þér lýst vel á (lítill, drífur langt eða hvað sem þig vantar). Svo skoðarðu bara hvaða input hann tekur (einhver Linksys by Cisco sem er hérna hliðiná mér notar 12v 1A). Þá veistu að þig vantar rafhlöðupakka sem nær meira en 12v (má svosem alveg en þá þarftu svolítið flóknara rafmagn til að vinna með þessu).

Það getur verið að þessi aðgangspunktur sé svolítið stór og hafi mikla aflþörf en rafhlaða sem nær 96Wh (12v 1A í 8 klst) er alveg stór og með aðgangspunktinum sjálfum og reglaranum verður alltaf stærri pakki en 3-4 iPhone símar.

En fyrir þann aðgangspunkt sem ég er með, ef ég ætlaði að gera það sem þú ert að tala um, myndi ég kaupa þessa rafhlöðu og svo t.d. þennan BEC til að nota sem reglara.

Hvað er það annars við þessa 3G aðgangspunkta sem virkar ekki? Ertu að leita að þessu innbyggða 3G dóti eða ertu bara að leita að aðgangspunkti? Bara svona til að vita hvort maður sé að stinga upp á einhverju kjaftæði eða ekki. :)



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf Pandemic » Fös 24. Ágú 2012 17:46

Það er líka ekkert mál að setja upp dd-wrt(custom firmware) á routerinn/ap og minnka sendistyrkinn. Þá dregur hann minna rafmagn.
Ég keypti regulator í íhlutum á einhvern 200 kall



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf izelord » Fös 24. Ágú 2012 20:51

Reyndar hafa Kínhverjarnir mixað eitthvað sem nýtist nákvæmlega í þetta: http://www.hametech.com/
Auðvitað alltaf spurning um gæðin en samkvæmt umsögnum á netinu virðist þetta virka ágætlega, þó vefsíðan sé vægast sagt hræðileg hjá þeim :)

Eins og staðan er núna, eftir prófanir kvöldsins, er möguleiki á að stærðarskilyrðin þurfi ekki að eiga við. Þannig gæti ég jafnvel hugsað mér að powera venjulegan AP, sem ég á nú þegar, með einhverskonar batteríum eins og var stungið upp á hér fyrir ofan.

Ég þarf einfaldlega AP með innbyggðum DHCP þjóni. Hann þarf að bjóða upp á WPA2 læsingu og geta sinnt allavega 5 clientum. Tók vídjó áðan sem sýnir notkunina nokkurnveginn: http://www.youtube.com/watch?v=7V5vnIjnfio
Er semsagt með þráðlaus minniskort sem sendir myndir yfir í FTP þjón á iPad til frekari úrvinnslu. Bjóst ekki við að minniskortið gæti drifið mikið meira en 3 metra og ætlaði einfaldlega að festa AP'inn við sjálfa myndavélina. Miðað við þessa prufu (6 metrar, herbergi og ofan í baðkari) gæti verið möguleiki á að sleppa því og vera með nokkuð stationary AP.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf dori » Fös 24. Ágú 2012 21:08

Pandemic skrifaði:Ég keypti regulator í íhlutum á einhvern 200 kall
Væntanlega línulegur? Þeir hitna svo mikið ef það þarf að taka strauminn mikið niður.

M.v. 12v dæmi þá er 4s lipo t.d. 16,8v þegar það er fullt og droppar svo niður í 14,8 þegar það er að tæmast. 3s gæti virkað en það er 12,6v og droppar svo niður í 11,1v þegar það er að tæmast. Ef aðgangspunkturinn gerir enga athugasemd við það þá er það náttúrulega kjörið og þá þyrfti jafnvel ekki regulator (eða línulegur myndi virka þar sem þetta er svo lítill munur). Ef við værum samt að taka 16,8v niður í 12v og dæla út 1A yfir það þá er ég nokkuð viss um að þú þyrftir kæliplötu á línulegan regulator.

Ég myndi frekar nota buck converter, nýtnara og hitnar þ.a.l. ekki jafn mikið. Ég á btw. nokkra þannig sem kosta klink ef OP ætlar að fara þessa leið.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf hfwf » Fös 24. Ágú 2012 21:10

Þvílíkt offtopic hér.
en alltaf þegar ég sé þetta topic virkt hér þá hugsa ég alltaf " Batterídrifinn vibrador" kannski er það bara ég en damn :) :drekka



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf izelord » Lau 15. Sep 2012 14:52

Jæja.

Er búinn að panta MPR-A2 frá Hametech kínverjunum.

Mynd

5200mAh batterí

Er ekki nákvæmlega viss um hvað hugbúnaðurinn býður upp á og við því að búast að það sé fátæklegt og lélegt. Það þarf svosem ekki að vera beisið enda þarf þetta bara að virka sem Wifi punktur með vonandi ágætan radius.

Sé reyndar að Tölvutek voru að fá til sín græju sem lookar ágætlega líka:

http://tolvutek.is/vara/trendnet-tew-655br3g-thradlaus-150mbps-wifi3g-ferdarouter
Hún er því miður bara með 1700mAh batterí sem er ekki alveg að gera sig fyrir mig.




Starman
has spoken...
Póstar: 167
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf Starman » Lau 15. Sep 2012 21:19

Er þetta ekki verkefni fyrir Raspberry PI ?
Bætir við USB þráðlausu netkorti og batterypack http://www.portablepowersupplies.co.uk/portapow-usb-battery-pack/
Setur svo upp raspbian stýrikerfið og "Robert's your father's nearest male relative"
http://uk.farnell.com/raspberry-pi-accessories



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf izelord » Fim 20. Sep 2012 17:20

Raspberry PI gæti verið sniðugt, átta mig nú samt ekki á þessu Robert dæmi þó ég hafi googlað það.



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Batterídrifinn WLAN aðgangspunktur

Pósturaf izelord » Sun 07. Okt 2012 16:39

izelord skrifaði:Jæja.

Er búinn að panta MPR-A2 frá Hametech kínverjunum.

Mynd

5200mAh batterí

Er ekki nákvæmlega viss um hvað hugbúnaðurinn býður upp á og við því að búast að það sé fátæklegt og lélegt. Það þarf svosem ekki að vera beisið enda þarf þetta bara að virka sem Wifi punktur með vonandi ágætan radius.

Sé reyndar að Tölvutek voru að fá til sín græju sem lookar ágætlega líka:

http://tolvutek.is/vara/trendnet-tew-655br3g-thradlaus-150mbps-wifi3g-ferdarouter
Hún er því miður bara með 1700mAh batterí sem er ekki alveg að gera sig fyrir mig.


Jæja. Kominn með græjuna í hendurnar og búinn að prófa aðeins. Auglýst virkni, sem væntanlega er miðuð við 3G notkun, er 10 klst. Hugbúnaðurinn er allt í lagi þó ég hafi ekki prófað hann neitt sérstaklega mikið. Notaði þetta um daginn frá 7 um morguninn til 23 um kvöldið og slökkti þá á honum. Það eru 16 klst, þó ekki í stanslausri notkun en það var kveikt á honum allan tímann. First impression er því mjög gott.
Ég fékk http://www.facebook.com/strakadot.svenna til að panta þetta fyrir mig, enda er hann í ágætis Kínatengslum og veit hverjum er treystandi og hverjum ekki. Hingað komið kostar þetta um 15-17 þúsund.

Ég á eftir að mæla drægnina almennilega en út úr steyptu herbergi innandyra er hún um 12 metrar.

Hlóð svo iPhone símann minn með þessu um daginn og það virkaði barasta mjög vel líka. Þetta tæki fær því hiklaust mín meðmæli.