Tryggingar

Allt utan efnis

Höfundur
kristoferasberg
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 25. Mar 2012 02:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tryggingar

Pósturaf kristoferasberg » Lau 04. Ágú 2012 01:12

Svona er málið með vexti að ég á hp pavilion fartölvu sem að ég misti í gólfið í gær og hún kveikjir á sér það kemur windows startup og svo kemur bara svartur skjár, skjárinn er brotin af tölvuni öðru meigin og það heyrist fokkedup hljóð í viftuni

Það sem að ég var að pæla er að fæ ég einhvað úr tryggingum ?
ef svo hvað mikið ca ?

Takk fyrir



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf Gúrú » Lau 04. Ágú 2012 01:22

Veistu hver veit í raun og veru hvaða tryggingar þú ert með og hverjir skilmálar þeirra/r trygginga/r er og getur því svarað þessum spurningum af nákvæmni ólíkt okkur
þar sem að það er ekki hægt að svara þessu með neinni nákvæmni út frá gefnum upplýsingum? :-k
Tryggingarfélagið þitt. :D

Tölvutengt:
Það er algengt vandamál að Windows verði svart eftir log-in. Það er stundum hægt að laga það með Windows Repair.
(Athugaðu það hvort að það er á sér partitioni á diskinum þínum, finndu annars disk)
Þetta gerðist í þínu tilfelli mögulega vegna þess að fallið olli því að harði diskurinn corruptaði einhverjar skrár sem að Windows þarf.

Ef að fallið var mikið myndi ég samt aldrei treysta þessum harða diski fyrir gögnunum mínum aftur og þú ættir að athuga með það
að backa þau upp sem fyrst ef að það er eitthvað sem að er þér kært þarna inná.


Modus ponens


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf capteinninn » Lau 04. Ágú 2012 01:45

Svo er í fyrsta lagi ekkert öruggt að tryggingarnar ábyrgist skemmdir sem koma ef þú missir hana í gólfið, ekkert allar tryggingar sem skoða það

Svo er líka mjög heimskulegt að spyrja að einhverju svona undir þínu eigin nafni á spjallborði ef svo ólíklega vill til að einhver hérna sé að vinna hjá tryggingafyrirtæki og leiti á mánudaginn eða þriðjudaginn að nafninu Kristófer Ásbergs og setji flag við nafnið þitt og þegar þú kemur og segir að hún hafi allt í einu bilað þá fara þeir að skoða það betur



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf Minuz1 » Lau 04. Ágú 2012 05:11

hannesstef skrifaði:Svo er í fyrsta lagi ekkert öruggt að tryggingarnar ábyrgist skemmdir sem koma ef þú missir hana í gólfið, ekkert allar tryggingar sem skoða það

Svo er líka mjög heimskulegt að spyrja að einhverju svona undir þínu eigin nafni á spjallborði ef svo ólíklega vill til að einhver hérna sé að vinna hjá tryggingafyrirtæki og leiti á mánudaginn eða þriðjudaginn að nafninu Kristófer Ásbergs og setji flag við nafnið þitt og þegar þú kemur og segir að hún hafi allt í einu bilað þá fara þeir að skoða það betur


Trygginarfulltrúi: Hvernig bilaði hún?

Kristófer: Hún bara allt í einu sprakk, brotnaði skjárinn öðru megin og svo heyrist fokkedup hljóð í viftunni, hlýtur að vera einhver galli.

Tryggingarfulltrúi: já, einmitt

Held að hann nái ekki að plata neinn.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


siggik
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 18:53
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf siggik » Lau 04. Ágú 2012 07:47

ég er með td inbú´s tryggingu og þá borga ég klink í kaskó held ég og þá myndi ég td fá tölvuna bætta í þínu tilviki



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Ágú 2012 09:08

Ég var var með heimilsvernd hjá Verði en sagði þeirri tryggingu upp fyrir mörgum árum eftir að hafa lesið skilmálana. Fannst frekar fáránlegt að borga 300k á ári í tryggingar og vera svo lítið sem ekkert tryggður og bera sjálfur endalausar ábyrgðir. Ég vil bara fá tryggingu og vera tryggður ekki endalaust smátt letur og bera svo megnið af ábyrgðinni sjálfur þegar upp er staðið.

Hérna eru skilmálarnur um tölvur: (ath. 30k. sjálfsábyrgð vantar)
7.4 Tölvur afskrifast um 10% á sex mánaða fresti, fyrst þegar tölvan er 6 mánaða gömul. Tölvur eldri en fimm
ára bætast því ekki.

Á þessum tíma seldi ég tveggja ára iMac sem ég hafði keypt á 267 þúsund, seldi hann á 200, hefði hann altjónast þá hefði dæmið litið svona út:
267.000 X 0.6 = 160.200 - 30.000 = 130.200
Hefði tölvan verið aðeins eldri þá hefði auka 10% afskrifit lent á henni og verðið farið í 103.500
Þetta eru glataðar formúlur!



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf lukkuláki » Lau 04. Ágú 2012 09:45

Færð þetta líklega bætt ef þú ert með innbús-kaskó eða heimilistryggingu það fer þó ansi mikið eftir
skilmálum þíns tryggingafélags þannig að þú verður að snúa þér til þeirra.
Það eru þó þessir skilmálar sem GuðjónR nefnir sem gera nánst út um þetta peningalega séð ef vélin er eitthvað komin til ára sinna.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf natti » Lau 04. Ágú 2012 12:41

GuðjónR skrifaði:Ég var var með heimilsvernd hjá Verði en sagði þeirri tryggingu upp fyrir mörgum árum eftir að hafa lesið skilmálana. Fannst frekar fáránlegt að borga 300k á ári í tryggingar og vera svo lítið sem ekkert tryggður og bera sjálfur endalausar ábyrgðir. Ég vil bara fá tryggingu og vera tryggður ekki endalaust smátt letur og bera svo megnið af ábyrgðinni sjálfur þegar upp er staðið.

Hérna eru skilmálarnur um tölvur: (ath. 30k. sjálfsábyrgð vantar)
7.4 Tölvur afskrifast um 10% á sex mánaða fresti, fyrst þegar tölvan er 6 mánaða gömul. Tölvur eldri en fimm
ára bætast því ekki.

Á þessum tíma seldi ég tveggja ára iMac sem ég hafði keypt á 267 þúsund, seldi hann á 200, hefði hann altjónast þá hefði dæmið litið svona út:
267.000 X 0.6 = 160.200 - 30.000 = 130.200
Hefði tölvan verið aðeins eldri þá hefði auka 10% afskrifit lent á henni og verðið farið í 103.500
Þetta eru glataðar formúlur!


Þetta er samt skemmtilega absúrd þegar kemur að því að "verðmeta" heimilið þitt til að sjá hversu háa tryggingu þú átt að kaupa. Á þeim tímapunkti er allt alveg ótrúlega mikils virði til þess að þú kaupir sem hæstu tryggingu...

En ég hef einmitt farið í gegnum þessa rýrnuarformúlu þegar það var stolið úr geymslunni hjá mér. Krónurnar voru þá fljótar að falla.


Mkay.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf GuðjónR » Lau 04. Ágú 2012 13:35

Já og hvernig þeir verðfella t.d. parket um 10% á ári, ef þú ert með gegnheilt parket sem hefur að lágmarki 100 ára endingu þá færð aðeins 20% bætt eftir 8 ár og það mínus sjálfsábyrgð.

Svo er reikniformúlan sem þeir nota í tjónaútreikningum spes, hún virkar þannig að ef þú tryggir t.d. innbúið þitt fyrir 10 milljónir og lendir í altjóni þá færðu 10 milljónir hvort sem innbúið var einnar milljón króna virði eða hundrað.

En ef tryggir fyrir 10 milljónir en átt innbú sem er 20 milljóna virði og lendir því að helmingurinn skemmist, t.d. brennur eða vatn skemmir það þá færðu ekkert. Já ... þú færð 0 kr. því tryggingafélagið segir að innbúið sem skemmdist var "ótryggði" parturinn. Ef þú hefðir tryggt innbú fyrir 20 milljónir þá hefðir þú fengið bætt.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf fannar82 » Lau 04. Ágú 2012 16:12

GuðjónR skrifaði:Já og hvernig þeir verðfella t.d. parket um 10% á ári, ef þú ert með gegnheilt parket sem hefur að lágmarki 100 ára endingu þá færð aðeins 20% bætt eftir 8 ár og það mínus sjálfsábyrgð.

Svo er reikniformúlan sem þeir nota í tjónaútreikningum spes, hún virkar þannig að ef þú tryggir t.d. innbúið þitt fyrir 10 milljónir og lendir í altjóni þá færðu 10 milljónir hvort sem innbúið var einnar milljón króna virði eða hundrað.

En ef tryggir fyrir 10 milljónir en átt innbú sem er 20 milljóna virði og lendir því að helmingurinn skemmist, t.d. brennur eða vatn skemmir það þá færðu ekkert. Já ... þú færð 0 kr. því tryggingafélagið segir að innbúið sem skemmdist var "ótryggði" parturinn. Ef þú hefðir tryggt innbú fyrir 20 milljónir þá hefðir þú fengið bætt.



Shit, hvað maður fer að hata tryggingarfélöginn eftir að hafa lesið þetta..


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingar

Pósturaf Hargo » Lau 04. Ágú 2012 17:28

Tryggingafélagið mun vilja láta tjónameta tölvuna. Mín reynsla er sú að sennilega senda þeir þig til umboðsaðila tölvunnar til að fá tjónaskýrslu og kostnaðaráætlun í viðgerð áður en þeir taka ákvörðun með framhaldið.

Sú upphæð sem þú færð til baka er ákvörðuð af tegund tryggingar, aldri tölvunnar og tjóninu sjálfu. Eins og strákarnir segja, talaðu við tryggingafélagið þitt :)