HTC Desire var alltaf að ofhitna hjá mér

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

HTC Desire var alltaf að ofhitna hjá mér

Pósturaf upg8 » Fim 19. Júl 2012 00:02

Ákvað bara að deila þessu með ykkur þar sem það kom mér á óvart hversu góð áhrif þetta hafði.

HTC Desire síminn minn var farinn að ofhitna oft á dag og orðinn frekar óstöðugur, það óstöðugur að ég var tilbúinn að opna hann og hætta á að skemma hann alveg.

Það var tiltörulega létt að opna þennan síma og ég tók kælilímið sem var yfir örjörvanum og því svæði og setti nýtt hitaleiðandi krem í staðin. Síminn hefur verið virkilega smooth síðan og er ennþá kaldur. Síminn var farinn að verða þannig að það var oft óþægilegt að halda á honum og ég stundum hræddur um að rafhlaðan færi að springa.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"