Ég vil vitna aðeins í eina athugasemdina undir greininni:
Kolbrún Hlín Hlöðvarsdóttir segir:
"Ég er heilshugar sammála því að krakkar eiga að leika sér úti, stunda íþróttir og hreyfa sig en mér finnst þessi grein soldið hrokafull, og náttúrulega ekkert nýtt í henni. Ég meina allar kynslóðir tuða í börnunum sínum um það að þegar þau voru ung þá var nú ekkert svona... ekkert sjónvarp á fimmtudagskvöldum og frí allan júlí, bara rússneskar teiknimyndir í sjónvarpinu ... mamma mín bara hafði ekki einu sinni sjónvarp og mamma hennar ekki rafmagn, og amma hennar las meðan hún prjonaði því bóklestur var ekki iðja heldur tók tíma frá þarfari verkum.
Veit ekki alveg hvað hann meinar með vistun (er hann að tala um frístundaheimili?) en mig minnir einhvernvegin að bæði mín börn hafi ekki átt kost á "vistun" nema fyrstu þrjú árin nema þau hafi bara harðneitað að fara í 4. bekk.
Ég elska tölvur og internetið og nota það mikið, en les líka heilmikið af bókum og gæti ekki án þeirra verið. Ég er með tvo 13 ára á heimilinu (stráka) sem vilja auðvitað helst af öllu vera í tölvunni og spila við vini sína enda mikil samskipti þar í gangi og fjarlægðir skipta ekki máli. En báðir biðja þeir um bækur í gjafir og eru vel læsir, standa sig þrusuvel í námi og hjálpa til á heimilinu. Þetta snýst allt um jafnvægi"
Er svo heilshugar sammála þessu. Það ætti mikið frekar að kenna börum að nota internetið rétt, að leita upp efni sem er þroskandi og áhugavert og það er svo sannarlega hellingur af svoleiðis efni á netinu. Ég veit líka að bækur eru ekkert alltaf einhver guðsgjöf, ég les allskonar sora bæði á internetinu og í bókum