upg8 skrifaði:Í UK er búið að dæma þetta ógilt the use of a sliding gesture to unlock a touchscreen device enda voru amk 1-2 símar framleiddir með slíkt áður en iPhone kom á markað...
Evrópskir dómarar eru líka nokkuð óspilltir en þegar kemur að USA þá veit maður aldrei.
upg8 skrifaði:Coldcut Apple heimtar bönn, vill helst ekki leigja út nein einkaleyfi. Voru duglegir að kæra þá sem voguðu sér að gera adaptars fyrir iPod. Microsoft býður fyrirtækjum að borga lága upphæð fyrir afnot af sínum einkaleyfum. Skil ekki hvernig þú getur sett öll þessi fyrirtæki í sama flokk.
Þarna sést ágætlega að þú þekkir ekki sögu Microsoft nógu vel. Mútur, undirboð, markaðsmisnotkun, kaup á einkaleyfum og blackmail-ing, svo ég nefni aðeins nokkra hluti og það allt með núverandi CEO í fararbroddi!
Apple má þó eiga það að þeir kæra allt sem þeir telja að brjóti á þeirra einkaleyfum á meðan MIcrosoft hótar kæru ef litlu fyrirtækin borga ekki ákveðna prósentu af söluhagnaði til þeirra. Það er miklu hagkvæmara fyrir litlu fyrirtækin (minni en Microsoft) að borga þessa upphæð heldur en að fara fyrir dóm og eyða nokkrum árum og helling af peningum í dómsmál sem þeir vinna svo. Því að þótt þau (litlu fyrirtækin) vinni málið þá fá þeir ekkert af þessum peningum til baka.
En bottomline er að þetta einkaleyfakerfi í USA er algjörlega fáránlegt og þessi stóru fyrirtæki gera ekki orðið annað en að nýta sér veikleika kerfisins. Google hélt sig mjög lengi utan þessa rugls en neyddust svo til þess að fara að versla sér einkaleyfi til þess að verja sig frá þessum endalausu lögsóknum.