coldcut skrifaði:Bjosep skrifaði:Nú eru væntanlega þeir sem helst hafa stuðlað að framþróun með einkaleyfi á sínum uppfinningum. Ef menn fá ekki einkaleyfi á einhverju sem þeir sannarlega þróuðu til hvers þá að standa í því?
Veiting einkaleyfa verður hins vegar að vera þess leg að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á eitthvað sem varð til án þess að sá sem sækir um hafi haft nokkuð með tilvist þess að gera, eða hafði í mesta lagi EKKI afgerandi áhrif á sköpun þess.
Einkaleyfi á hugbúnaði eiga bara ekki að vera til staðar! Ef menn ætla hinsvegar að leyfa það, eins og gert er, þá á það að vera þannig að þú fáir ekki einkaleyfi án þess að vera með kóða sem sýnir virknina. Apple, Microsoft og svokölluð Patent-troll eru mikið í því að fá einkaleyfi á einhverja hugmynd en gera svo aldrei neitt í því. Svo ég tali nú ekki um þann fáránleika að fyrirtæki geti keypt einkaleyfi af öðrum!
Einkaleyfakerfið í USA var hannað með það að leiðarljósi að vernda litla manninn fyrir stóru fyrirtækjunum en er nú alveg orðið andstæðan við það.
Einkaleyfin áttu að hvetja til nýsköpunar og þróunar, því þá væri hægt að vernda uppgötvunina, tæknina, sem var þróuð frá stuldi.
Nú í dag er allt búið að patenta. Ef þú vilt gera einhvern skapan hlut þá er einhver búinn að fá einkaleyfi á því á undan þér, og þessvegna hættir þú við að framkvæma. Þannig að einkaleyfin eru búin að snúast í andhverfu sína, núna koma einkaleyfin í veg fyrir nýsköpun og þróun.
Ég myndi giska á að 99% af þeim einkaleyfum sem er búið að úthluta séu bara froða. Dómsstólar úrskurða oft um að einkaleyfi séu ógild. Það eru fyrirtæki sem gera ekkert annað en að sanka að sér einkaleyfum og fara í málsóknir við aðila sem þeir telja að séu að brjóta á einkaleyfinu. Þetta eru bara lögfræðistofur, framleiða ekki neitt, bara ofhlaða dómsstólana með bull málsóknum.
Apple, Microsoft, Google, Adobe, Facebook, Motorola, Samsung, Oracle... allir þessir tæknirisar svoleiðis dæla út einkaleyfum, kaupa fyrirtæki bara útaf einkaleyfum, og mikið af rekstrinum snýst bara um einkaleyfi.
Það þarf algjörlega að breyta þessu einkaleyfiskerfi. Í fyrsta lagi þarf að herða virkilega á kröfur um hvað er hægt að fá einkaleyfi á, og í öðru lagi á að vera einfalt mál að kæra einkaleyfi og fá það afnumið ef það á ekki lengur við eða var úthlutað af mistökum, án þess að þurfa fara með það fyrir dómsstóla.
Oftast er þetta mjög huglægt mat. Ég tel að lyfjafyrirtæki sem hefur eytt fullt af peningum í að búa til nýtt lyf eigi að hafa einkaleyfi á því, en þegar eitthvað hugbúnaðarfyrirtæki fær einkaleyfi á leitarboxi og hnapp sem hægt er að ýta á með snertiskjá... ég meina WTF!! Það er svolítið einsog að framleiða bíl og fá einkaleyfi á aksturslagi bílsins og að hann geti beygt 80°.