Zyxel P-660HW-D1 vesen með statískar IP tölur

Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Zyxel P-660HW-D1 vesen með statískar IP tölur

Pósturaf dori » Sun 01. Júl 2012 13:02

Ég er með Zyxel P-660HW-D1 router og var núna í gær í fyrsta skipti að stilla tölvu til að nota ekki DHCP. Allt virðist virka fínt hjá mér en svo kemst ég ekki á netið (s.s. WAN, ég næ í allt innan LANsins). Ég er búinn að leita af mér allan grun á tölvunni sem ég var að stilla þetta á og er líka búinn að prufa þetta á Windows og Linux vél.

Það er bara eins og routerinn neiti að virka fyrir IP tölur sem eru ekki í þessu DHCP pooli (poolið byrjar á 192.168.1.33 og er 32 tölur í henni) ég er búinn að prufa tölur lægri en fyrsta talan og tölur sem eru mun hærri en ég fæ þetta ekki til að virka.

Veit einhver hvort það sé eitthvað stillingaratriði í þessum routerum sem gæti verið að drepa þetta hjá mér?




raekwon
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Mán 07. Jan 2008 13:04
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Zyxel P-660HW-D1 vesen með statískar IP tölur

Pósturaf raekwon » Sun 01. Júl 2012 14:18

hmm ég var með svona, man ekki hvar en ég fann einhversstaðar stillingar eða til að keyra inná hann sem opnaði það sem er orginal læst í honum og lokaði á milli wan og lan, finnur eflaust helling ef googlar þetta.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Zyxel P-660HW-D1 vesen með statískar IP tölur

Pósturaf gardar » Sun 01. Júl 2012 14:33

ertu að gera þetta í gegnum vef interface-ið eða telnet interface-ið á routernum? í gegnum telnet á maður oft kost á mun fleiri valmöguleikum auk þess sem það virðist stundum eins og vef interface-ið sé bara upp á punt og geri ekki það sem maður velur í því.



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Zyxel P-660HW-D1 vesen með statískar IP tölur

Pósturaf dori » Mán 02. Júl 2012 10:30

raekwon skrifaði:hmm ég var með svona, man ekki hvar en ég fann einhversstaðar stillingar eða til að keyra inná hann sem opnaði það sem er orginal læst í honum og lokaði á milli wan og lan, finnur eflaust helling ef googlar þetta.

Búinn að gúggla slatta en er greinilega ekki að leita að því rétta. Lendi líka svo oft inná svona síðum sem reyna að veiða alla leitartraffík :/

gardar skrifaði:ertu að gera þetta í gegnum vef interface-ið eða telnet interface-ið á routernum? í gegnum telnet á maður oft kost á mun fleiri valmöguleikum auk þess sem það virðist stundum eins og vef interface-ið sé bara upp á punt og geri ekki það sem maður velur í því.

Í rauninni er ég að nota vef interfaceið. En stóra issueið er að mínu mati að routerinn sé læstur þannig að hann routei ekki statískum IP tölum. Ég veit bara ekki hvaða stillingar það gætu verið sem stoppi það. Finn a.m.k. ekkert í vef interfaceinu.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Zyxel P-660HW-D1 vesen með statískar IP tölur

Pósturaf gardar » Mán 02. Júl 2012 12:13

kíktu á telnet-ið, gæti verið að þú getir aflæst þessu þar