Þýðingar

Allt utan efnis

Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Þýðingar

Pósturaf kjarrig » Lau 30. Jún 2012 20:20

Sælir Vaktarar,
Núna leita ég til ykkar og kem örugglega ekki að tómum kofanum. Mig vantar gott íslenskt orð yfir codec og render. Og jafnvel fleiri orð. Er að dunda mér við að þýða MediaPortal 2 HTPC hugbúnaðinn yfir á íslensku. Hafi fengið orðið merkjamál yfir codec en finnst það ekki gott, myndi ekki skilja það sjálfur ef ég sæi það.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf upg8 » Lau 30. Jún 2012 20:27

Þér gengur kannski betur að þýða þetta ef þú skiptir þessu upp svona.
The word codec is a portmanteau of "coder-decoder" or, less commonly, "compressor-decompressor".


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


agust1337
Gúrú
Póstar: 546
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf agust1337 » Lau 30. Jún 2012 20:32

Snara spýtir þessu úr sér:

ren·der /Çrend\·/ s
1 láta í té, veita; gjalda:
~ help to those in need | ~ a service to sb/sb a service gera e-m greiða | ~ good for evil gjalda illt með góðu | ~ thanks to God gjalda guði þökk
2 leggja fram (reikning)
3 gera (e-n):
~ sb speechless | be ~ed helpless verða ósjálfbjarga
4 a flytja, túlka:
The piano solo was very well ~ed … vel fluttur/leikinn
b koma til skila (í þýðingu): idioms that cannot be ~ed into other languages
5 (oft + down) bræða (fitu)


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf kjarrig » Lau 30. Jún 2012 20:39

audio render væri þá hljóðtúlkun??




agust1337
Gúrú
Póstar: 546
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf agust1337 » Lau 30. Jún 2012 20:44

Mér fyndist það líklegast já.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf braudrist » Lau 30. Jún 2012 20:47

Minnir að ég hafi lesið einhvern tímann í íslensku tölvuorðasafns bókinni að "render" (að rendera myndir í 3D studio max t.d.) væri á íslensku myndsetning. Þannig að audio render gæti verið hljóðsetning? Annars finnst mér hljóðtúlkun líka fínt orð. En með audio codec, kannski hljóðþjöppunarstaðall? :D


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m


Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf kjarrig » Lau 30. Jún 2012 22:18

Mér finnst hljóðþjöppunarstaðll dálítið stirt orð.
Playlist = spilunarlisti, stirt orð, eitthvað betra?
fanart = ?




hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf hrabbi » Lau 30. Jún 2012 22:55

Ég hef séð playlist þýtt sem "afspilunarlisti" og lýst bara ágætlega á það orð.

Af Wikipedia: A codec is a device or computer program capable of encoding or decoding a digital data stream or signal
Tölvuorðasafnið segir:
codec1
Íslenska: víxlbreytir
codec2
Íslenska: víxlþjappari
codec3
Íslenska: víxlþjöppun

Meikar sens. Segir víxlþjappari samt ekki bara hálfa söguna?

Og hvaða lið er þetta sem er í orðanefnd tölvuorðasafnsins? http://tos.sky.is/tos/to/ordanefnd/nefnd/
Stjörnufræðingur?? :)




Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf kjarrig » Lau 30. Jún 2012 23:05

rendering í tölvuorðasafninu = myndsetning, hvað er audio rendering þá, hljóðmyndsetning?



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf gardar » Lau 30. Jún 2012 23:06

kjarrig skrifaði:rendering í tölvuorðasafninu = myndsetning, hvað er audio rendering þá, hljóðmyndsetning?



hljóðsetning?




Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf kjarrig » Lau 30. Jún 2012 23:10

Góður



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Þýðingar

Pósturaf tdog » Sun 01. Júl 2012 03:22

codec er náttúrulega bara túlkur, um leið og þú heyrir orðið túlkur þá veistu hvernig codec vinnur. Hann túlkar frá einu máli í annað.