Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf chaplin » Sun 24. Jún 2012 07:51

Tilboð hjá Aha.is bíður upp á 40.000kr afslátt á Samsung tækjum, 32", 40" og 46".

Eftir pínulitla rannsókn hjá Elko (mv. sömu vörunúmer") eru tækin 4kr ódýrari hjá Elko þrátt fyrir 40.000kr afslátt hjá Búðinni og þú þarft ekki að bíða í mánuð eftir að fá þau afhent (fyrir utan 40" tækið sem er uppselt hjá Elko).

http://www.aha.is/samsung-led

Mér finnst þetta allavega ógeðslega lélegt hjá Aha og sérstaklega Búðinni, enda er klárt að ég muni ekki versla þarna aftur.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1576
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf audiophile » Sun 24. Jún 2012 09:10

Já ekki mikil tilboð. En hver stendur þá á bakvið þetta upp á ábyrgð að gera? Samsung setrið?


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 10:44

Það er langt síðan budin.is lokaði.
Orðrómurinn segir að Bræðurnir Ormsson hafi átt búðina.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf Daz » Sun 24. Jún 2012 10:54

Þessi tilboð á þessum hópkaupssíðum eru alvanalega engin tilboð. Ég hef oft séð "eitthvað drasl" þar til sölu á 50% afslætti, sem hver meðalgooglari getur fundið ódýrara á ebay, sem lætur mig halda að þetta sé einhver sem hefur farið á helgarnámsskeið í "hvernig á að græða pening á internetinu" og kaupir batch af þessu drasli. (Drasl = random úr, skartgripir, snyrtivörur osfrv.)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 11:10

Já þessi "tilboð" eru oft mjög spes svo ekki sé meira sagt. Það má ekki gleyma því að þessar síður taka 30% af verðinu í umboðslaun þanni að vara sem er sögð kosta 10.000. og er seld með 50% afslætti lítur svona út:

10.000.-
-50%
5.000.-
-30%
3.500.- er það sem tilboðsgjafinn fær fyrir sinn snúð.

Þannig að 50% afls. er í raun 65% afsl. álagninginn þarf að vera VERULEGA góð ef þetta á að borga sig, nema auðvitað menn séu tilbúnir til að borga með vörunni til að vekja athygli á sér. T.d skyndibitastaðir eða hótel.




zoetrope
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Sun 24. Jún 2012 13:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf zoetrope » Sun 24. Jún 2012 13:43

Sýnist nú að Elko hafi lækkað verðið "mjög tímabundið" í framhaldi af tilboðinu hjá aha.is - allavega samkvæmt facebook síðunni hjá ELKO er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi. Þannig að liklega hefur þetta verið mjög gott tilboð eftir allt saman. Er ekki bara gott mál ef tilboðssíðurnar ýta undir samkeppni með þessum hætti?

Hef heyrt að Búðin.is hafi verið keypt af fyrri eigendum og verið sé að setja upp nýtt kerfi áður en hún verður sett í loftið aftur.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf AntiTrust » Sun 24. Jún 2012 13:53

Búðin.is var/er í eigu fyrrverandi BT/Árdegis starfsmanna.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf AciD_RaiN » Sun 24. Jún 2012 14:16

zoetrope skrifaði:Sýnist nú að Elko hafi lækkað verðið "mjög tímabundið" í framhaldi af tilboðinu hjá aha.is - allavega samkvæmt facebook síðunni hjá ELKO er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi. Þannig að liklega hefur þetta verið mjög gott tilboð eftir allt saman. Er ekki bara gott mál ef tilboðssíðurnar ýta undir samkeppni með þessum hætti?

Hef heyrt að Búðin.is hafi verið keypt af fyrri eigendum og verið sé að setja upp nýtt kerfi áður en hún verður sett í loftið aftur.

Tengist þú aha.is á einhvern hátt??


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf Klemmi » Sun 24. Jún 2012 17:29

"Fullt verð miðast við listaverð umboðsaðila 22.06.2012"

Taka þetta fram svo að það er ekki um neina blekkingu að ræða, þó svo það megi vel vera að aðrar búðir séu með þessi sjónvörp ódýrari.

Finnst ekkert við Búðina að sakast þó svo að Elko sé með extra flott verð á þessum sjónvörpum :s



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6372
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 455
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf worghal » Sun 24. Jún 2012 17:32

ég sá nú þetta 32" sjónvarp í síðasta elko blaði á "tilboði" á 129þús...
eða mig minnir það hafi verið merkt sem tilboð


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 17:53

zoetrope skrifaði:Er ekki bara gott mál ef tilboðssíðurnar ýta undir samkeppni með þessum hætti?

Jú, samkeppni er góð :happy



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf gardar » Sun 24. Jún 2012 20:20

GuðjónR skrifaði:

Þannig að 50% afls. er í raun 65% afsl. álagninginn þarf að vera VERULEGA góð ef þetta á að borga sig, nema auðvitað menn séu tilbúnir til að borga með vörunni til að vekja athygli á sér. T.d skyndibitastaðir eða hótel.


Auðvitað eiga fyrirtæki bara að líta á þessi hópkaupstilboð sem auglýsingakostnað en ekki tekjutap.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf Hargo » Sun 24. Jún 2012 20:28

Elko eru með verðvernd og hafa líklega lækkað sitt verð tímabundið - ég tók því allavega sem þannig miðað við auglýsinguna sem þeir settu inn á Facebook.

Ég græddi einmitt sjálfur þegar ég keypti sjónvarp hjá Elko, þá fann ég vöruna 5þús kr ódýrari hjá samkeppnisaðila daginn eftir að ég keypti tækið hjá Elko. Þeir lækkuðu sitt verð um 20þús kall og endurgreiddu mér því að lokum 25þús kr. Sama gerðist þegar ég keypti PS3 hjá þeim, varan fór á tilboð hjá þeim vikuna eftir að ég keypti og þeir endurgreiddu mér 10þús kr.

Um að gera að hafa augun opin eftir að þið kaupið eitthvað frá Elko, það gæti borgað sig.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf chaplin » Sun 24. Jún 2012 20:59

Ef Elko lækkuðu verðið útaf Aha.is þá auðvita eiga Aha og búðin skilinn stóran plús í kladdann.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2012 21:23

gardar skrifaði:Auðvitað eiga fyrirtæki bara að líta á þessi hópkaupstilboð sem auglýsingakostnað en ekki tekjutap.


Já algjörlega.

Eða koma með "öflug" tilboð sem fáir hafa áhuga á, þá er það ókeypis auglýsing.


chaplin skrifaði:Ef Elko lækkuðu verðið útaf Aha.is þá auðvita eiga Aha og búðin skilinn stóran plús í kladdann.

Hvort kom á undan eggið eða hænan?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf Gúrú » Sun 24. Jún 2012 21:26

GuðjónR skrifaði:Já algjörlega.

Eða koma með "öflug" tilboð sem fáir hafa áhuga á, þá er það ókeypis auglýsing.


Já, einstaklega sniðugt með vörur sem að myndu aldrei seljast öðruvísi en á massífum afslætti hvort eð er. :megasmile

Fáránlega fyndið að hann er ennþá að bjóða þessa vél á 30 000, það er eflaust svona 13-15 000 gróði í því fyrir hann að selja svona vél á 30 000.

Hann er að selja eldri, verri útgáfuna af A2200 9000 krónum dýrar en Nýherji, sem að eru auðvitað þekktir fyrir lága álagningu. :lol:

http://buy.is/product.php?id_product=9208958

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 0,692.aspx


Modus ponens

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf dori » Mán 25. Jún 2012 11:24

gardar skrifaði:Auðvitað eiga fyrirtæki bara að líta á þessi hópkaupstilboð sem auglýsingakostnað en ekki tekjutap.
Samt ekki. Fólk sem nýtir sér tilboð á þessum síðum er ekki líklegt til að vera nýir fastakúnnar hjá þér heldur munu þeir frekar leita að næsta "rosatilboði" (s.s. með hæstu prósentutölunni).



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf natti » Mán 25. Jún 2012 11:49

dori skrifaði:
gardar skrifaði:Auðvitað eiga fyrirtæki bara að líta á þessi hópkaupstilboð sem auglýsingakostnað en ekki tekjutap.
Samt ekki. Fólk sem nýtir sér tilboð á þessum síðum er ekki líklegt til að vera nýir fastakúnnar hjá þér heldur munu þeir frekar leita að næsta "rosatilboði" (s.s. með hæstu prósentutölunni).


Bæði og, fer eftir því hvers eðlis tilboðið er.
Konan keypti t.a.m. Hópkaupstilboð sem var út að borða fyrir 2 á veitingastaðnum "Við Tjörnina".
Þetta er staður sem ég hafði aldrei farið áður á, og hefði líklega ekki rambað inn á hann ef það hefði ekki verið fyrir þetta tilboð.
Hinsvegar er þetta pottþétt staður sem ég mun mæta aftur á (og þá borga fullt gjald.)
Enda var maturinn og þjónustan slík að ég mæli hiklaust með þessum stað við hvern þann sem spyr.


Mkay.

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf dori » Mán 25. Jún 2012 12:19

natti skrifaði:
dori skrifaði:
gardar skrifaði:Auðvitað eiga fyrirtæki bara að líta á þessi hópkaupstilboð sem auglýsingakostnað en ekki tekjutap.
Samt ekki. Fólk sem nýtir sér tilboð á þessum síðum er ekki líklegt til að vera nýir fastakúnnar hjá þér heldur munu þeir frekar leita að næsta "rosatilboði" (s.s. með hæstu prósentutölunni).


Bæði og, fer eftir því hvers eðlis tilboðið er.
Konan keypti t.a.m. Hópkaupstilboð sem var út að borða fyrir 2 á veitingastaðnum "Við Tjörnina".
Þetta er staður sem ég hafði aldrei farið áður á, og hefði líklega ekki rambað inn á hann ef það hefði ekki verið fyrir þetta tilboð.
Hinsvegar er þetta pottþétt staður sem ég mun mæta aftur á (og þá borga fullt gjald.)
Enda var maturinn og þjónustan slík að ég mæli hiklaust með þessum stað við hvern þann sem spyr.

Það er reyndar rétt. Staðir eins og hótel og veitingastaðir geta grætt á þessu ef þeir skera ekkert niður í gæðum/þjónustu. Þá er þetta mjög góð kynning á staðnum.

Flest sem ég sé þarna eru samt hlutir sem er ólíklegt að séu að fara að búa til einhverja fastakúnna. Sambland af drasli sem maður skilur ekki af hverju einhver myndi vilja kaupa (og með algjörlega óútskýranlegu "grunnverði") og "lúxus" sem fæstir kaupa nema á rosa tilboði.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf gardar » Þri 26. Jún 2012 03:11

Það er nú þannig að fólk er í eðli sínu ótrúlega vanafast, með því að prófa fyrirtæki í gegnum hópkaups tilboð hvort sem það er matarkyns eða tölvutengt eða eitthvað allt annað þá eru líkur á að maður sæki þangað aftur.

Ég hef alveg staðið sjálfan mig að því að fara inn í einhverja verslun einungis af föstum vana, þótt ég viti jafnvel að ég gæti fengið vöruna á lægra verði annarstaðar.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf Plushy » Þri 26. Jún 2012 04:41

Rólegir að jumpa to conclusions hérna boys.

https://www.facebook.com/ELKO.is

Lækkað verð á sérvöldum Samsung sjónvörpum í mjög takmarkaðan tíma!
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... yid%3D1732


Tilboð sem fór í loftið eftir tilkynningu tilboðs Aha.is

Elko er með 100% verðvernd. Ef það er tilboð einhverstaðar á einhverjum hlut sem þeir bjóða upp á, munu þeir lækka verðið á staðnum þangað til að verðið hækkar aftur.

Bjóst ekki við svona frá þér meistari chaplin ;)



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Er verið að plata okkur? Aha.is og Búðin.is

Pósturaf chaplin » Þri 26. Jún 2012 05:38

Nei enda tek ég þetta allt til baka - hélt bara að þetta væri svona týpíst "tilboð" sem væri svo í raun ekkert tilboð enda tóku Elko hvergi fram á vefsíðu sinni að um tilboð væri að ræða. ;)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS