Tiger skrifaði:Að setja hóp fólk í svona flokk er bara barnalegt samt og sýnir vissan óþroska, þessvegna ákvað ég að spyrja um aldur.
Ég á iPhone (4 á heimilinu) og iPad, og nýlega búinn að eiga MacBook Air......en á PC líka.... Og ég get ekki sagt annað en að iPhone sé gerður fyrir notendan, enda mest seldi sími í heimi ekki satt, og iPad mest selda spjaldtölva í heimi. En ætla ekki meira í þennan sandkassaleik, og hvað þá við þröngsýnt fólk sem æltar að vera í liði með tölvum þegar þær yfirtaka heiminn á komandi árum (Apple tölvur?)
Ætla að skella inn snöggu innleggi hér og hætta svo þessu tali um Apple svo þessi þráður fari ekki út í annað Apple Vs. MS.
Pointið er ekki að allir sem eiga Apple vörur séu hipster douches, eða þá að Apple sé drasl. Apple framleiða yndislegar vörur, en þeir eru þó ekki englarnir sem hinn týpíski Apple fanboy heldur fram.
Þröngsýnir fanboyar (sem skipa svona 95% af eigendum Apple vara) víðsvegar um heim halda einfaldlega að iPad sé "spjaldtölvAN" og iPhone "snjallsímINN" allt annað sé bara knockoff og "stuldur."
Það er líka sökum þess að Apple gerðu þessi tæki vel og eiga alveg skilið kredit fyrir það. En það þýðir þó ekki að þeir séu þeir einu sem megi selja spjaldtölvur og síma.
Hvernig væri það ef Ford ættu einkaleyfi á bílaframleiðslu bara af því að þeir voru fyrstir til að fjöldaframleiða bíla?
Það getur þó vel verið að þú, Tiger, eigir fullt af Apple vörum og allt þannig, en mér sýnist þú þó hugsa rökrétt og fatta að það er ekkert eitt best og hitt sökkar og stelur í gríð og erg af hinu besta.
-----
Annars lúkkar þetta Surface tablet alveg vel út, sérstaklega örþunnt lyklaborðið. Verður gaman að fá hands on reynslu á þetta tæki.