Er ritskoðun í gangi?

Allt utan efnis

Höfundur
BudIcer
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 25. Sep 2008 13:03
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Er ritskoðun í gangi?

Pósturaf BudIcer » Fim 14. Jún 2012 04:04

Sælt veri fólkið, ég tók eftir stuttu eftir miðnætti ég komst hvorki inn á thepiratebay né eztv. Fyrst hélt ég að þetta væri tímabundinn niðurtími hjá þessum síðum en eftir að hafa ráðfært mig við isitdownornot þá virtust síðurnar vera uppi, bara ekki fyrir mig. Eftir að hafa prufað Chrome og Firefox og hvorugur virkaði þá ákvað ég að prufa Tor, viti menn, allt virkar fínt. Ákvað að prufa VPN og viti menn aftur, báðar síður virka vel en um leið og ég aftengist VPN þá vilja þær ekki hlaðast upp. Er ég með paranoiju eða virkar þetta eins og það sé búið að blocka síðurnar frá mínum þjónustuaðila(Síminn). :-k


Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er ritskoðun í gangi?

Pósturaf Gúrú » Fim 14. Jún 2012 04:06

Er hjá Vodafone og þetta virkar fínt.

Síminn hefur ekki verið mikið í því að vera með ótilkynntar breytingar, hvað þá svona alvarlegar.

Grunar að þetta sé frekar eitthvað eins og að DNS sé ekki búið að uppfærast hjá þeim og þú komist því ekki beint inná lénið en getir komast inn á tor.ip.ta.la (og þaðan inn á TBP)

Farðu beint inn á 194.71.107.15 fyrir TBP og 192.121.86.98 fyrir ezTV og segðu hvað gerist :)


Modus ponens


Höfundur
BudIcer
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 25. Sep 2008 13:03
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Er ritskoðun í gangi?

Pósturaf BudIcer » Fim 14. Jún 2012 04:14

Prufaði að nota þessar IP tölur og það er sama sagan, allt stopp. Prufaði líka í gegnum VPN og þar virkar allt fínt eins og venjulega. Ég ætla að bjalla í þjónustuverið í fyrramálið og athuga hvort það sé eitthvað um svör þar.


Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Er ritskoðun í gangi?

Pósturaf Daz » Fim 14. Jún 2012 06:58

er ekki bara búið að kveikja a netvaranum hjá þér? Ættir að geta séð það á "mínar síður"



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er ritskoðun í gangi?

Pósturaf gardar » Fim 14. Jún 2012 07:01

Prófaðu traceroute á ip töluna, þá sérðu hvar tengingin stoppar.

Ég er á tengingu á símanum og ég fæ ping timeout 194.71.107.15 en ég sé svo að tengingin stoppar í Svíþjóð, það er því alveg öruggt að síminn er ekki að loka á síðuna heldur er einhver bilun í route-inu.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1576
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er ritskoðun í gangi?

Pósturaf audiophile » Fim 14. Jún 2012 07:02

http://www.downforeveryoneorjustme.com/

"It's not just you! http://eztv.it looks down from here."

http://thepiratebay.se/ virkar fínt.


Have spacesuit. Will travel.