Ég flutti fyrir 10 dögum síðan og adsl kom 2 dögum seinna og allt virkaði fínt þanngað til fyrir svona 4 dögum. Þá hélst netið illa inni og alltaf vesen og lélegur hraði þegar það virkaði yfir höfuð.
Svona hraði:
Engin í tækniaðstoð Símans fann neitt að og allt reynt, fékk nýjan router áðan og allt við það sama. Þá allt í einu mundi ég að ég hafði tengt heimasíma inní svefnherbergi í hinum endanum á húsinu og ekki sett smásíu á hann..... skellti smásíu og whola....... allt virkar fínt
Þannig að ekki bara muna eftir smáfuglunum á veturna, heldur smásíunum allan ársins hring
Munið eftir smásíunum :)
-
- Kóngur
- Póstar: 6383
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 461
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Munið eftir smásíunum :)
mætti halda að þú hafir snúið aftur til Hringdu
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3849
- Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
- Reputation: 265
- Staða: Ótengdur
Re: Munið eftir smásíunum :)
worghal skrifaði:mætti halda að þú hafir snúið aftur til Hringdu
Over my dead body
Re: Munið eftir smásíunum :)
Lenti einmitt í svona sambærilegu einu sinni þegar ég var að hjálpa öldruðum nágrönnum mínum. Þau höfðu einmitt sett síma inni í svefnherbergi en ekki tengt síu við hann. Síðan var ég beðinn um að hjálpa, sé bara að aðalsíminn var rétt tengdur. Gamli karlinn hringir síðan í þjónustuver símans og þegar þar er svarað hendir hann símanum bara í mig og ég þarf að fara að tala við einhvern strák í þjónustuverinu. Ég segi stráksa bara að allt sé rétt tengt mínu megin og því hljóti að vera bilun þeirra megin eða eitthvað ... síðan er allt prufað og ekkert finnst.
Ég tók síðan eftir því að þau höfðu tengt síma án þess að tengja smásíu og svona til að vera sniðugur skelli ég smásíu á símann og allt í einu segir strákurinn í þjónustuverinu "þetta er komið - hvað gerðirðu". Ég var náttúrulega búinn að harðneita því að eitthvað væri vitlaust tengt okkar megin og sagði náttúrulega bara "uhhh ... ekkert". Frekar kjánalegt augnablik.
Ég tók síðan eftir því að þau höfðu tengt síma án þess að tengja smásíu og svona til að vera sniðugur skelli ég smásíu á símann og allt í einu segir strákurinn í þjónustuverinu "þetta er komið - hvað gerðirðu". Ég var náttúrulega búinn að harðneita því að eitthvað væri vitlaust tengt okkar megin og sagði náttúrulega bara "uhhh ... ekkert". Frekar kjánalegt augnablik.
-
- Gúrú
- Póstar: 512
- Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
- Reputation: 1
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Munið eftir smásíunum :)
Fékk nýjan síma um daginn og gleymdi að setja smásíuna á eftir að ég tengdi hann, vissi ekkert hvað var að í næstum 2 mánuði. Svo þetta er góður reminder.
Re: Munið eftir smásíunum :)
Bjosep skrifaði:Lenti einmitt í svona sambærilegu einu sinni þegar ég var að hjálpa öldruðum nágrönnum mínum. Þau höfðu einmitt sett síma inni í svefnherbergi en ekki tengt síu við hann. Síðan var ég beðinn um að hjálpa, sé bara að aðalsíminn var rétt tengdur. Gamli karlinn hringir síðan í þjónustuver símans og þegar þar er svarað hendir hann símanum bara í mig og ég þarf að fara að tala við einhvern strák í þjónustuverinu. Ég segi stráksa bara að allt sé rétt tengt mínu megin og því hljóti að vera bilun þeirra megin eða eitthvað ... síðan er allt prufað og ekkert finnst.
Ég tók síðan eftir því að þau höfðu tengt síma án þess að tengja smásíu og svona til að vera sniðugur skelli ég smásíu á símann og allt í einu segir strákurinn í þjónustuverinu "þetta er komið - hvað gerðirðu". Ég var náttúrulega búinn að harðneita því að eitthvað væri vitlaust tengt okkar megin og sagði náttúrulega bara "uhhh ... ekkert". Frekar kjánalegt augnablik.
Tjah, strákurinn á að vita betur heldur en að taka þig trúanlegan með að það sé allt rétt tengt þín megin
Veit ekki hversu oft maður hefur fengið tölvur frá kúnnum sem hafa sett þær saman sjálfir og fær strax fyrirlesturinn um að það sé alveg 100% eitthvað bilað, sá sem hafi sett þetta saman sé kerfisfræðingur/tölvunarfræðingur, hafi unnið á verkstæði, hafi sett saman 1000x tölvur og aldrei lent í veseni o.s.frv.
Í lang, lang, laaaaangflestum tilvika er eitthvað vitlaust sett saman, gleymst að tengja eitthvað, minniskubbar í vitlausum raufum, of mikið kælikrem verið sett og það hefur flætt ofan í CPU socketið (leiðinlega algengt!) o.s.frv.
Af þessu hefur maður lært að maður verður að athuga allt, þrátt fyrir að kúnninn segi að það sé rétt eða í lagi