vesley skrifaði:Og án þess að reyna að vera leiðinlegur þá finnst mér þú VERÐA að hafa alltaf rétt fyrir þér og þú einfaldlega stoppar stundum aldrei, hafa nú komið nokkuð margir þræðir hérna sem þú hefur rifist á.
Þegar fólk hefur trú á því að það hafi rétt fyrir sér, og hugsjón fyrir því að deila sínum sjónarmiðum svo aðrir skilji, þá hættir fólk ekki. Þetta er í raun bara metnaður fyrir því að upplýsa fólk.
Ég er algerlega sammála. Með þessari stefnu sem nú er við líði fjölgar glæpum, neysla eykst hjá ógæfumönnum og skipulögð glæpastarfsemi eykst ár frá ári. Hvernig er HÆGT að vera sammála þessari stefnu? Jú, við erum heilaþvegin frá barnsaldri til þess að hugsa svona.
Afhverju fær einstaklingur ekki að taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji nota fíkniefnið alkóhól eða kannabis á sínum forsendum? Afhverju er logið að fólki að áfengið sé minna skaðlegt? Afhverju fækkar ekki glæpum og minnkar neyslan með banninu?
Afþví að bönn sem byggja á lygum virka ekki í nútímasamfélagi, meðal annars vegna internetsins.
Skoðið aðeins þessi efni í samhengi, t.d. er hér graf frá Lancet sem sýnir hversu skaðleg efnin eru fyrir einstaklingin, og svo fyrir samfélagið í kring.
Ég er alveg sammála því að það er hægt að fara út í rugl í þessum ólöglegu efnum, en staðreyndin er sú að það eru yfirleitt veikari einstaklingar sem leiðast út í þetta vegna slæmra aðstæðna, bæði sálrænt og líkamlegt. Við höfum fæst skýra mynd af því hvernig þessi efni hafa áhrif á sterka og stálpaða einstaklinga, því við eigum það til að horfa bara á dópistana og segja 'svona verð ég ef ég prófa e-pillu'.
Það er einfaldlega ekki satt. Fólki sem líður vel í sínum heimi getur notað ólöglegu efnin, t.d. kannabis, á þroskaðan og ábyrgan hátt, án þess að verða háð því eða að það hafi áhrif á þau í daglegu lífi, rétt eins og það er hægt að hafa stjórn á áfengi, þrátt fyrir það að það sé töluvert meira ávanabindandi, sérstaklega í því skemmtanarlífi sem við búum við.
Þá spyrja sumir sig "en afhverju þá ekki bara að sleppa því að nota þetta allt". Auðvitað er það leið fyrir suma, og ég ætla alls ekki að gagnrýna það sjónarmið. Hinsvegar, ef einstaklingur vill fá sér eina jónu fyrir bíó til að njóta myndarinnar betur eða eitthvað slíkt, finnst mér það ekki vera mitt eða stjórnvalda að banna honum það, ef það er hvorki skaðlegt fyrir hann né aðra. Þetta má segja um ýmislegt, en best finnst mér þó að taka dæmi með feitt fólk. Offita er stærsta heilbrigðisvandamál okkar tíma, svo ég má til með að spyrja, hvort haldið þið að það sé skárra að fá sér 10 Doritos snakkpoka eða einn bjór? En eina jónu? En MDMA?
Vísindalega svarið væri auðvitað að snakkið væri óhollast, en fæstir eru tilbúnir að viðurkenna það, því heilaþvotturinn í kringum þetta er það mikill.
Það er nákvæmlega sama sagan með áfengið og hin efnin, ef þér líður hörmulega í daglegu lífi, þá deyfa þessi efni þær tilfinningar, hvort sem það sé áfengi, kannabis, e-tafla eða heróín, og lífið fyrir einstakling sem er niðurbrotinn sækir í þessa ró. Það má hinsvegar ekki dæma allan hópinn útfrá þessum svörtu sauðum, og banna öll efnin til að búa til undirheimamarkað með lyf sem eru skárri en áfengið.
Minnkum fordóma og tökum upplýstar ákvarðanir.