Mig minnir að það hafi einhvern tímann verið að tala um þetta hérna en ég fann ekki þráðinn.
Máli er að ég keypti síma hjá Elko fyrir tæpu ári síðan. Ég hef núna farið með hann 2x til Elko útaf bilun í símanum. Þeir hafa ekkert náð að laga hann í hvorugt skipti því núna kom það upp að hann bilaði í þriðja skiptið. Elko segir að þeir hafi 3 tilraunir til að laga hann en mig minnir að ég hafi lesið einhvern þráð hérna að neytendalögin segðu að þeir hefðu bara 2 tilraunir til að laga hann. Er ég að rugla eða? Má Elko reyna 3-sinnum að gera við símann og það er þá ekki fyrr en í 4.skipti sem hann bilar að neytandi á rétt á nýjum síma?
________________________________________________________
Update í málinu:
Ókei endilega lesið:
Ég keypti snjallsíma (af gerðinni LG - P350) hjá Elko þann 06.05.11.
Ég hef farið með hann í fjögur skipti í viðgerð þar sem bilunin lýsir sér á eftirfarandi hátt:
Þegar ég ýti á takka t.d. þegar ég er að senda sms, þá festist takkinn inni, t.d. ef ég ýti á "h" þá kemur endalaust af "h-um" og ef ég ýti á stroka út takkann þá strokast ekki einn stafur út heldur allir
Það sem var gert í þessum 4 skiptum:
1. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
2. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
3. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
4. Bilun fannst - Skipt var um skjá á síma
Þegar ég kem með símann í 4.skipti þá er mér sagt að það eigi að skipta honum út, og tel ég að ég eigi að fá nýjan síma, en þegar ég kem aftur í Elko þá var mér sagt að það var bara skipt um skjá.
Ég fer heim og renni aftur yfir lögin um neytendakaup og eins og einhver var búinn að pósta 30.gr:
Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.
Ég fer aftur í Elko og vil fá nýjan síma eða endurgreitt og fannst mér ég hafa verið svikinn þar sem síminn hafði farið 4 sinnum í viðgerð.
Þar var mér tjáð að það hafi ekki komin fram nein bilun nema í 4.skipti og því telst það vera fyrsta tilraun til að bæta úr sama galla (og því á Elko enn þá inni einn séns til að bæta úr gallanum)
En þetta snýst þá um túlkun á lögunum býst ég við.
Ég sé samt ekki af hverju þeir telji 4.skipti vera fyrstu tilraunina til að bæta úr gallanum því þeir uppfærðu alltaf símann og höfðu fjögur tækifæri til að reyna að gera við símann.
Ath: Tæknivörur sjá um viðgerð á LG vörum frá Elko
Hvað finnst ykkur?