Ljósleiðari hvar?


Höfundur
juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari hvar?

Pósturaf juggernaut » Þri 01. Maí 2012 22:53

Jæja þar sem þetta hefur ekki verið rætt nýlega bý ég til nýjan þráð og kasta fram spurningunni, hvert á maður að snúa sér núna með ljósleiðara?
Ég er búinn að vera hjá Tal í nokkur ár en þar sem þeir eru búnir að kappa mig niður í ekki neitt fyrsta hvers mánaðar frá áramótum og eru alltaf jafn hissa er ég búinn að gefast upp á þeim.
Það þyrfti kraftaverk til þess að ég færi til Vodafone þar sem ég hef aldrei fengið jafn mikla drulluþjónustu og ég fékk þar fyrir mörgum árum.
Þá stendur eftir hringdu, Hringiðan og jafnvel símfélagið þó að gagnaveitan nefni þá ekki á sinni síðu.
Hringdu hljómar ekki aðlaðandi eftir að hafa lesið mörg ummæli um þá hér og víðar, og ég veit sama og ekkert um símfélagið.
Hringiðan er í mínum augum traust fyrirtæki sem skilar sínu ágætlega, þeir fáu sem ég þekki sem eru þar hafa verið þar í langann tíma. Samt hef ég rekist á að menn eru að gagnrýna samband þeirra við útlönd.
Þar sem það er nú það mikilvægast í mínum augum þar sem ég snerti varla á íslenskum torrent síðum hljómar það ekki vel. Er þetta staðreynd eða bara mýta?
Hvar eruð þið og eruð þið ánægð með ykkar þjónustu?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari hvar?

Pósturaf tdog » Þri 01. Maí 2012 22:55

Ég er allavega voðalega spenntur fyrir því að prófa Símafélagið.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Tengdur

Re: Ljósleiðari hvar?

Pósturaf ColdIce » Þri 01. Maí 2012 22:56

Þótt mér hafi ekki litist á það, þá fór ég til Vodafone með ljósið hjá mér. Ég er að fá frábæran hraða á góðum prís og þjónustan alveg til fyrirmyndar!....í mínu tilfelli allavega :)


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Höfundur
juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari hvar?

Pósturaf juggernaut » Þri 01. Maí 2012 23:03

Er komin einhver alvöru reynsla á símfélagið?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Ljósleiðari hvar?

Pósturaf hagur » Þri 01. Maí 2012 23:21

Hvað var svona slæmt við Vodafone?

Ég er þar með allt mitt fjarskiptadrasl, þ.m.t. ljósleiðarann. Það er skemmst frá því að segja að ég hef hreinlega aldrei þurft að tala við þjónustuverið þar. Þetta bara virkar og virkar. Fínn hraði og ekki yfir neinu að kvarta.

Mæli hiklaust með Vodafone.




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari hvar?

Pósturaf SteiniP » Þri 01. Maí 2012 23:38

x2 á vodafone




MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari hvar?

Pósturaf MrIce » Þri 01. Maí 2012 23:45

ég var voða skeptískur á vodafone fyrst eftir að ég fór í ljósið hjá þeim, byrjaði ekkert svo vel.. fékk tæknimann til að skella up boxinu hjá mér + setja allt up fyrir heimilið og það var (skvt þjónustuverinu) allveg 2 viku bið sem ég átti bara að vera síma og internetlaus... ég þurfti aðeins að svona, "rífast" í þeim og fékk mann á öðrum degi, síðan þá bara þessi líka fína þjónusta og ekkert vesen. Bara hafa auga með reikningunum frá þeim (þeir áttu það til þegar ég var fyrst í viðskiptum hjá þeim fyrir nokkrum árum að skella inn hér og þar extra gjöldum sem áttu engan rétt á sér..)

To sum up : fín þjónusta eftir initial problem.


-Need more computer stuff-


Höfundur
juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari hvar?

Pósturaf juggernaut » Þri 01. Maí 2012 23:49

hagur skrifaði:Hvað var svona slæmt við Vodafone?

Ég er þar með allt mitt fjarskiptadrasl, þ.m.t. ljósleiðarann. Það er skemmst frá því að segja að ég hef hreinlega aldrei þurft að tala við þjónustuverið þar. Þetta bara virkar og virkar. Fínn hraði og ekki yfir neinu að kvarta.

Mæli hiklaust með Vodafone.


Þeir fóru bara illa með mig. Þegar ég var yngri keypti ég mér alltaf rándýra síma c.a. einu sinni á ári og alltaf keypti ég þá hjá þeim. Ég var búinn að vera í viðskiptum hjá þeim frá því að þeir hétu Tal
Svo keypti ég einn sem þurfti að senda út til Svíþjóðar vegna hugbúnaðargalla. Þegar hann kom til baka rúmum mánuði síðar var kominn ljós punktur í miðjan skjáinn, þegar ég benti þeim á þetta og bað um að þetta yrði lagað var mér sagt að þetta væri höggskemmd. Ég sagðist ekkert efast um það en þar sem hann hefði komið svona úr viðgerð hjá þeim væri það nú varla á mína ábyrgð. Stelpan sem var yfir versluninni á þessum tím var frekar ung og var alltaf með skæting við mig þegar ég reyndi að ræða þetta og sagði bara að höggskemmdir væru ekki bættar. Þegar ég hringdi og reyndi að komast eins ofarlega og ég gat til að leita réttar míns var enginn tilbúinn að hlusta á mig. Þar af leiðandi færði ég öll mín viðskipti annað og ákvað að þeir fengju ekki krónu af mínum pening framar. Svona þjónusta finnst mér til háborinnar skammar. Siðastliðin 10 ár hef ég verið að borga c.a 10-20.000kr á mánuði til símfyrirtækja og hefði verið fyrirtækinu í hag að laga bara símann fyrir mig og halda viðskiptunum frekar en að vera harðir á sínu og missa þau.
Þetta vantar í íslensk fyrirtæki. Erlendis eru mörg fyrirtæki farin að taka upp þá reglu að ef að kúnninn kvartar undan einhverju er það lagað (á meðan það er innann skynsemismarka) jafnvel þó að augljóst sé að þetta sé honum að kenna.
Þetta skilar sér í ánægðum kúnnum sem halda áfram að versla ár eftir ár. Til dæmis hef ég aldrei fengið neitt annað en fyrirmyndarþjónustu í Kísildal sem gerir það að verkum að ég versla allar mínar tölvuvörur þar. Oft get ég fengið hluti nokkrum krónum ódýrari annarsstaðar en þar sem ég veit að þar er mér tekið vel ef ég þarf að koma með hlut sem er ekki að virka eins og skyldi, fer ég alltaf þangað. Og þó ég sé ekki að eyða stórum upphæðum í tölvuvörur árlega, hafa þeir fengið nokkra hundraðþúsundkalla frá mér og mínum í gegnum árin



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari hvar?

Pósturaf Gúrú » Mið 02. Maí 2012 01:51

Juggernaut, það er eflaust mjög erfitt fyrir þig sjálfan að sjá það, en þessi ákvörðun þín var ótrúlega heimskuleg ef að hún kostaði þig pening.
Hætta að versla síma hjá þeim fyrst að ábyrgðarþjónustan er arfaslöpp? Sure. Neita að versla símaþjónustu af þeim fyrir þetta? Kostaði þig eflaust meira en þá.

En að vera með einhverja gremju útí fyrirtækið 10 árum síðar? Svo mikla að það þyrfti kraftaverk að þú færir þangað þó að þeir bjóði bestu kjörin og þjónustuna?

Ertu gal? :?


Modus ponens