Wamp og localhost


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Lau 21. Apr 2012 01:52

Sælir

Var að setja upp Wamp á megin tölvuna, er að forrita í php og Java þessa daganna.. lítilræði og þurfti MySQL meðal annars..

Var nokkuð fljótur að setja þetta upp ásamt Java SDK, Java engine, Eclipse og Android SDK ásamt hermi. Keyrt á 64bita W7

En lenti í vandræðum með að ræsa Wamp serverinn. Hann varð ekki grænn sama hvað.. og fann ekki localhost

Nú, ég fattaði eftir smá stund að annað forrit var að nota 0.0.0.0:80 eða VMware Rétt gúglaði hvort ég gæti látið VMware nota annað port á localhost en því var ekki til að dreifa svona í fyrstu sýn.. svo ég gúglaði smá um Wamp server og fann nokkrar síður, breytti þessum config skrám og ini skrám sem menn mæltu með en virkar ekki alveg. Ég kom Wamp serverinum í gang með því að breyta localhost í localhos:81 og get svo sem kallað á phpmyadmin með http://localhost:81/phpmyadmin/ og eins með vef-vafranum, bætt :81 aftan við localhost urlið.

En langar til að geta stillt þetta alveg sjálfvirkt, annaðhvort með því að breyta VMWare eða Wamp þannig að ég þurfi ekki að handbreyta urli til að komast í þessu helstu forrit.

Einhver fróður sem veit eitthvað meir um þetta?



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf intenz » Lau 21. Apr 2012 02:10

Hvað gerist ef þú telnetar þig inn á 127.0.0.1 80 ?


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Lau 21. Apr 2012 02:16

intenz skrifaði:Hvað gerist ef þú telnetar þig inn á 127.0.0.1 80 ?

notaði skipunina : o (open) 127.0.0.1 80 og fékk svarið, connection to host lost

Edit:

Hér sést hvaða forrit eru að nota port 80 og 81 eftir breytinguna sem ég gerði:
netstat -ano
netstat.png
netstat.png (143.5 KiB) Skoðað 5375 sinnum


Apache er að nota localhost á 81
apache.png
apache.png (103.65 KiB) Skoðað 5375 sinnum


VMWare er að nota portið 80 á maskið 0.0.0.0
vmware.png
vmware.png (104.09 KiB) Skoðað 5376 sinnum


ath.. notið PID (process id) til að sjá hvaða forrit eru að hlusta á hvaða addressur og port.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf intenz » Lau 21. Apr 2012 04:48

Skil ekki af hverju VMWare ætti að vera að nota port 80. Til hvers þarftu VMWare?


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Lau 21. Apr 2012 14:01

intenz skrifaði:Skil ekki af hverju VMWare ætti að vera að nota port 80. Til hvers þarftu VMWare?

VMWare er forrit sem leyfir keryrslu á Virtual Machines, það er, sýndarvélum. Ekki svo skrítið að það þurfi að hlusta á http portið í 0.0.0.0 þar sem það þarf að þjóna öllum hugsuanlegum vritual-vélum eins og ég skil þetta allavega... og nei, get ekki verið án þessa forrits.

Er með nokkrar Virtual vélar sem ég nota mis mikið, til dæmis nota ég eina sem ruslakistu, aðra fyrir allskonar samskipti, aðra fyrir myndvinnslu og öllu forritum sem því fylgir osfv.

Prófa allskonar forrit í þessum umhverfum. Kosturinn við þessar vélar er að þótt tölvan mín mundi hrynja, þá á ég uppsettar sýndarvélar sem virka á hvaða vél sem er. Tek afrit af sýndarvél og eyði eða endurstilli auðveldlega osfv.

Nú ef það er einhver hér sem þekkir inna á Wamp þá yrði það vel þegið að fá uppl. um hvernig þetta er gert.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Sun 22. Apr 2012 12:46

Á ég virkilega að trúa því að enginn vaktari þekki þessi mál ekki eitthvað betur.. ?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf dori » Sun 22. Apr 2012 16:40

Ég skil ekki nákvæmlega hvað það er sem þú vilt fá meira sjálfkrafa. Þú ert með tvö forrit sem vilja nota port 80 og breyttir öðru þeirra til að nota port 81. Hvert er vandamálið? Ef það er að þú vilt að WAMP fái að nota port 80 breyttu þá VMWare svo að það noti port 81 eða 8080 eða eitthvað annað.

Það er ekkert trix sem þú getur gert til að fá bæði forritin til að nota port 80. Eins og þú væntanlega veist þá virkar það einfaldlega ekki. Það eina sem þú gætir hugsanlega gert er að setja upp eitthvað trix þannig að apache sé fyrir framan VMWare og forwardi á það þegar einhverjar fyrirspurnir koma sem tengjast VMWare. Það fer samt svolítið mikið eftir því hvernig nákvæmlega þetta VMWare dót virkar.

Ég myndi bara nota :81 eða :8080.

Reyndar gætirðu auðvitað alltaf notað https og port 443...




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Sun 22. Apr 2012 19:29

Eins og ég sagði hér í upphafsinnlegginu þá var og er allt komið í gang. Þetta er í sjálfu sér ekkert rosa mál.. en ég þarf engu að síður alltaf að handbreyta urlinu þegar ég fer inn á eins og localhost sem Apache á að þjóna og eins í phpmyadmin og eflaust meir sem byggir á localhost breytunni í gegnum vafra, get ekki klikkað á php skriftir og keyrt sjálfvirkt osfv. þarf sem sagt að mixa inn í urlið sjálfur..

Er búinn að skrifa smá stubba í php sem tala við MySql og það skilar sér alveg 100% með localhost breytunni (mysql_connect ("localhost", "user", "pass")) en annarstaðar virðist hún ekki lesa breytuna úr http.conf og þess vegna hikstar Wampinn á þessu.

En ef þið eruð ekki með þetta þá er þetta allt í fína.. finn út úr þessu seinna.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf intenz » Sun 22. Apr 2012 22:23

VMware ætti nefnilega ekki að hlusta bara óumbeðið á port 80... og ég veit alveg hvað VMware er.

Checkaðu á https://www.virtualbox.org - nota þetta sjálfur. Það gerir þetta ekki.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Sun 22. Apr 2012 23:56

Ég get svo sem einfaldlega slökkt á þessum service, Host Agent (vmware-host.exe) þar sem sá service virðist leyfa remote tengingu við VMWare sem ég þarf ekki á að halda (eins og er allavega) Ja.. ekki nema Skype noti þann Service eitthvað í gegnum WMWare, er einmitt með öll tengiforrit í einni Virtual vélinni, bæði allskonar forrit eins og Torrent, ftp client og fleira sem ég sjálfur er að smíða (skiptir engu þótt ég gleymi tengingu eða einhver nái að komast inn á þá vél, á fleiri en eitt afrit af þeirri vél) og nota Skype nokkuð mikið þegar ég er að vinna allskonar verkefni suður (bý fyrir norðan)

Prófa að skjóta taskið niður í Task-manager og sé til hvort Skype virki allavega.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf dori » Mán 23. Apr 2012 01:01

Garri skrifaði:Eins og ég sagði hér í upphafsinnlegginu þá var og er allt komið í gang. Þetta er í sjálfu sér ekkert rosa mál.. en ég þarf engu að síður alltaf að handbreyta urlinu þegar ég fer inn á eins og localhost sem Apache á að þjóna og eins í phpmyadmin og eflaust meir sem byggir á localhost breytunni í gegnum vafra, get ekki klikkað á php skriftir og keyrt sjálfvirkt osfv. þarf sem sagt að mixa inn í urlið sjálfur..

Er búinn að skrifa smá stubba í php sem tala við MySql og það skilar sér alveg 100% með localhost breytunni (mysql_connect ("localhost", "user", "pass")) en annarstaðar virðist hún ekki lesa breytuna úr http.conf og þess vegna hikstar Wampinn á þessu.

En ef þið eruð ekki með þetta þá er þetta allt í fína.. finn út úr þessu seinna.

Hvað áttu við með "localhost breytu" það er ekkert slíkt í php. Ertu ekki bara að tala um þetta localhost hostname sem er mappað yfir á loopback interfaceið? Localhost inní vafra þýðir (yfirleitt) 127.0.0.1:80. Í mysql_connect ertu að tala við mysql og þar þýðir það 127.0.0.1:3306 (reyndar ekki alltaf, á linux væri það unix socket tenging).

Hvaða php scriptur ertu að tala um? Eitthvað innbyggt í wamp eða eitthvað sem þú gerir sjálfur? Ef þetta er frá þér þarftu augljóslega að benda bara á rétta slóð. Annars er örugglega eitthvað wamp config þar sem þú myndir stilla hostname. Ég trúi því samt ekki að wamp sé svo heimskt.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Mán 23. Apr 2012 09:20

Hmmm...

Eigum við ekki bara að segja þetta gott. Mín vegna má loka þessum þræði. Sýnist enginn hér vera í svona æfingum. Enginn sem hefur sett upp Wamp server og verið til dæmis með Skype eða önnur forrit sem konnflikta við Wampið og komið þessu í gang með því að breyta Wamp configeration eins og ég þarf að gera, svo lengra nær þetta ekki.

Eins og ég sagði (oftar en einu sinni), MySql virkar 100% og algjör óþarfi að velta sér yfir hlutum sem tengjast honum eins og þessi kjánalega pilla varðandi localhost, ("en.. þess má alveg geta að localhost" er að sjálfsögðu færibreyta inn í MySQL kernelinn (túlkinn) sem túlkar allar breytur sem hann fær á hvern þann hátt sem honum dugar, sama gildir um Apache og notkun þess á localhost, ástæðan er einföld, öll samskipti í TCP og UDP fara í gegnum IP adressur og port, ekki PHP strengi eða PHP breytur eins og "localhost".)

Eins..

Þetta er tekið úr httpd.conf

Kóði: Velja allt

# ServerName gives the name and port that the server uses to identify itself.
# This can often be determined automatically, but we recommend you specify
# it explicitly to prevent problems during startup.
#
# If your host doesn't have a registered DNS name, enter its IP address here.
#
ServerName localhost:81


Ég breytti "Listen" breytunni í þessari config skrá, úr porti 80 í port 81

Nú, þegar ég tala um PHP skrift þá er ég að sjálfsögðu að tala um html/php skjal vistað með PHP endingu, (hvað ætti PHP skrift að vera annað?) Síðast þegar ég vissi var það skjal sem Apache þarf að þýða og túlka yfir á html þegar það er ræst á Server og html-ið er síðan sent yfir á Client. Hjá mér lúppað með til baka frá Apache í vafra.

Og loks, eins og ég hef margítrekað sagt að einu vandkvæðin sem ég lendi í, er þegar ég reyni að keyra þessi skjöl á einhvern hátt sjálfvirkt. Alveg sama hvort ég tvísmelli á skjalið (með músarklikkum í folder eða möppu) eða vel PHP skrift úr Wamp valmyndinni eins og Localhost eða PhpMyAdmin, þá kemur aðeins blankó Browser, nema.. fyrir utan urlið. Ef ég hinsvegar handset inn í urlið :81 fyrir portið, þá virka öll skjölin, allar skriftirnar og allt keyrir.

Get ekki að því gert en finnst viðhorfið hérna eitthvað skrítið, vægt til orða tekið.. og endurtek bara, takk fyrir viðleitnina, ég mun leysa þetta smámál þegar þetta fer að pirra mig eitthvað meir.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf dori » Mán 23. Apr 2012 12:17

Þú ert í virkilegu rugli með localhost og færibreytupælingarnar þínar í því samhengi. Að vissu leyti má kalla þetta breytu þegar þú sendir þetta til mysql því að þeir hafa sér case fyrir localhost en þetta er hostname. Ekki breyta.

Ég átta mig núna á því að þú ert að tala um WAMP valmyndina í taskbarnum á Windows. Ég nota ekki Windows og ég skil ekki af hverju það er auðveldara að fara í músina og velja svona en allavega... Þetta er mjög auðvelt að finna með smá leit: http://stackoverflow.com/questions/2123 ... wampserver

Hvað það að tvísmella á skjöl varðar þá er það mesta pervertion á vefkerfum sem ég hef heyrt um og mér hefði ekki dottið í hug að það væri eitthvað sem reyndi að keyra vefforrit og giska á einhver hostname með því að fara í eitthvað möppukerfi og keyra skjal... Ég bara höndla ekki einu sinni að reyna að leita að því hvernig WAMP er að gera þetta.

Ef það er eitthvað innan vafrans sem er með vesen þá er það af því að þeir eru ekki að nota relative url eða eru að búa til canonical url án þess að skoða allar breytur sem skipta máli (basically að gera ráð fyrir að þeir séu að keyra á default uppsetningu). Þá þarftu að finna þá staði sem segja "http://localhost/shiz" og breyta því til að búa til hostname/port kombóið úr $_SERVER breytunum.

Ég skil samt ekki hvað þú ert að pirra þig á viðhorfinu hérna. Reyndar er vissulega spes að segja þér að slökkva á VMWare eða að fara að nota Virtualbox í staðin. En ég hef ekkert reynt annað en að vera hjálplegur og þú hefur staðið þig mjög illa í að útskýra vandamálið þitt.. Ef þú getur ekki útskýrt það eins og maður hvert vandamálið er, ekki láta það koma þér á óvart þó maður giski ekki strax á hvað þú meinar.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Mán 23. Apr 2012 14:38

Ef ég tryði því ekki að localhost væri breyta, þá væri ég ekki hér að leita lausna á localhost hegðuninni í Wamp.

Localhost er konsept ekki gildi. Og rétt eins og breyta sem er konsept en ekki gildi, þá geta gildin sem þetta konsept hefur, skipt miljónum.

Localhost getur haft öll gildin 127.*.*.* (256^3) * 65500 (sirka) fyrir portin. Og ef það væri ekki hægt að breyta þessum gildum, þá væri bara hægt að nota eitt forrit sem mundi þjóna localhost konseptinu í systeminu í einu, þannig er bara ekki veruleikinn okkar og sem betur fer segi ég nú bara.

Og einmitt vegna þess að þetta konsept er breyta þá leitaði ég hingað. Það kemur á daginn að ég er að nota tvö forrit alla jafna og stundum þrjú forrit sem öll nota þetta loopback konsept þar sem hittir svo á að eru að nota nákvæmlega sömu sjálfgefnu stillinguna fyrir þetta konsept og það eina sem mig vantaði bara smá aðstoð við að finna hvar ég ætti að breyta þessu konsepti þannig að þetta virkaði að öllu, ekki að hluta eins og það gerir í dag.

Það lagar ekkert að ráðleggja mér að breyta vinnuferlinu. Ef ég er að kynna mér PHP og kýs að afrita tonn af möppum og test-forritum sem ég set í www möppuna undir wamp og kýs að nota explorer af einhverju tagi til að hrað-keyra upp hinar og þessar skriftir, bæði til að prófa "kerfin í heilu lagi" og sérstaklega til að prófa hluta af allskonar kerfum nú eða kýs að keyra PhpMyAdmin.php úr valmynd ( sem er php skjal rétt eins og öll hin skjölin sem ég er að reyna að keyra) þá hefur það nákvæmlega ekkert að gera með lausn á mínum vanda að þér þyki það "pervertion" af einhverju tagi og ráðleggja mér einhver svertingja vinnubrögð (handavinnu).

Gúglaði smá og notaði leitarstrenginn "wamp localhost 81 blank screen" og fann tonn af linkum sem ég er viss um að innhalda lausnir á þessu, skoðaði reyndar efstu niðurstöðuna nú rétt í þessu og sá meðal annars þetta innlegg:
thanks for replying

in the config.inc.php file at wamp/aps/phpmyadmin3.2.0.1/ i have made the following changes

$cfg['Servers'][$i]['user'] = 'root';
$cfg['Servers'][$i]['password'] = 'root';

i have stopped and restarted wamp when i access phpmyadmin i see a blank screen. earlier i editted config.default.php
$cfg['Servers'][$i]['host'] = '';
$cfg['Servers'][$i]['port'] = '';
$cfg['Servers'][$i]['user'] = '';
$cfg['Servers'][$i]['password'] = '';

and i have made all the above 4 as blank should i enter the following and restart wamp
'host' = localhost:81
'port' = 81
'user' = root
'password'= password

please advice.

thanks.


En.. þetta dugar ekki skv. neðstu setningunni!

Nokkuð ljóst að ég væri fyrir löngu búinn að leysa þetta í stað þess að standa í þessu hér, hvað þá allri þessari langloku útskýringum og réttlætingum á því að ég vilji nota þetta eins og ég kýs.

En takk fyrir viðleitnina.. ég mun leysa þetta!

Edit:
Þetta virðist vera dýpra en ég hélt.. menn leysa þetta með því að eyða öðrum forritum út úr kerfinu hjá sér, gallinn virðist vera þessi skrítna þröngsýni á locahost, alltof mörg forrit eru að nota 127.0.0.1 sem localhost.. eftir öðru í guttavæðingunni svo sem.

Hér er innlegg:

Hi all

Don't know if this is much help but I was having major problems getting apache to start. The system tray icon stayed yellow.

After trying everything (Changing port, closing Skype, Firewall, Anti Virus off etc.) still wouldn't work.

Eventually I ran a port checker (included in the Xampp download) and it showed clearly that Port 80 was being used by another application. This application is called Kservice.exe (by Kontiki) and it is installed onto your system if you use 'Video on demand' services, such as Sky Anytime, 4oD and the original BBC iPlayer.

I deleted the Kservice.exe process in task manager and restarted WAMP.............sorted!!!

Hope this helps
JW
Síðast breytt af Garri á Mán 23. Apr 2012 15:00, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf dori » Mán 23. Apr 2012 14:59

Skoðaðirðu linkinn sem ég sendi? Það var akkúrat fyrir þetta taskmanager dæmi. Annars þá er þetta config þarna alveg pottþétt ekki rétt því að host ætti ekki að innihalda portið.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Mán 23. Apr 2012 15:03

dori skrifaði:Skoðaðirðu linkinn sem ég sendi? Það var akkúrat fyrir þetta taskmanager dæmi. Annars þá er þetta config þarna alveg pottþétt ekki rétt því að host ætti ekki að innihalda portið.

Þar er ég bara að laga navigation partinn í valmyndinni sem er jú aðeins partur af þessu "vandamáli", engu að síður mundi valmyndin virka sem er vel.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Mán 23. Apr 2012 17:45

Jæja.. allt komið í gang eins og ég vill hafa það.

Endaði nú bara á að smíða pínulítið forrit sem ég "file associate-aði" php endinguna á. Það forrit keyrir síðan Firefoxe yfir á réttan localhost:81 og þar með bingo..

Birti hér forritið ef fleiri vilja gera svipað. Forritið er bara agnarsmátt og tefur ekki vitund.

Kóði: Velja allt

begin
  IF (ParamCount > 0) THEN
  begin
    Str_Faeribr := Paramstr(1);

    IF (Pos ('C:\WAMP\WWW\', Str_UpCase (Str_Faeribr)) <> 0) THEN
    BEGIN
      Delete (Str_Faeribr, 1, Length('C:\WAMP\WWW\'));
      WHILE Pos ('\', Str_Faeribr) <> 0 DO
        Str_Faeribr[Pos ('\', Str_Faeribr)] := '/';

      I_Pos := Pos (' ', Str_Faeribr);
      WHILE (I_Pos <> 0) DO
      BEGIN
        Delete (Str_Faeribr, I_Pos, 1);
        Insert ('%20', Str_Faeribr, I_Pos);
        I_Pos := Pos (' ', Str_Faeribr);
      END;

      Str_Faeribr := '127.0.0.1:81/'+Str_Faeribr;
      Winexec (PChar('C:\Program Files (x86)\Mozilla Firefox\firefox.exe  ' + Str_Faeribr), SW_Normal);
    END;
  end;
end.



Og að endingu.. takk fyrir mig.
Síðast breytt af Garri á Mán 23. Apr 2012 18:28, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf tdog » Mán 23. Apr 2012 18:20

Ég skil bara ekki afhverju þú nýtir þér ekki command line möguleikann í php eða vísar einhverri möppu á local vefþjóninum þínum á ákveðna möppu í skráarkerfinu hjá þér. Þú virðist fara flóknustu leiðirnar.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 705
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Televisionary » Mán 23. Apr 2012 18:35

Hvernig hefði verið að keyra þetta allt undir sýndarvél og keyra þetta á annari IP tölu það hefði leyst þetta hratt og örugglega. Aðili sem segist lífsnauðsynlega þurfa að keyra sýndarvélar ætti að hafa vit á því að nota þær þegar hann er í þróunarvinnu.

Einnig geturðu sett upp auka IP tölu undir Windows á sama netspjaldið og látið Apache nota hana.

Undirritaður þróar ekki mikið en þegar ég geri það þá nota ég Rackspace, Amazon þjónusturnar og FreeBSD jailið mitt o.fl. dettur ekki í hug að fara að vesenast mikið á vélinni minni.

Ef þú ert sáttur við að vinna svona þá er það frábært, gangi þér vel.

Það eru margar leiðir að lausn hjá þér en þessi sem þú valdir er sérstök.

Garri skrifaði:Jæja.. allt komið í gang eins og ég vill hafa það.

Endaði nú bara á að smíða pínulítið forrit sem ég "file associate-aði" php endinguna á. Það forrit keyrir síðan Firefoxe yfir á réttan localhost:81 og þar með bingo..

Birti hér forritið ef fleiri vilja gera svipað. Forritið er bara agnarsmátt og tefur ekki vitund.

Kóði: Velja allt

BEGIN
  IF (ParamCount > 0) THEN
  begin
    Str_Faeribr := Str_UpCase (Paramstr(1));

    IF (Pos ('C:\WAMP\WWW\', Str_Faeribr) <> 0) THEN
    BEGIN
      Delete (Str_Faeribr, 1, Length('C:\WAMP\WWW\'));
      WHILE Pos ('\', Str_Faeribr) <> 0 DO
        Str_Faeribr[Pos ('\', Str_Faeribr)] := '/';
      Str_Faeribr := '127.0.0.1:81/'+Str_Faeribr;
     
      Winexec (PChar('C:\Program Files (x86)\Mozilla Firefox\firefox.exe  ' + Str_Faeribr), SW_Normal);
    END;
  END;
END.


Og að endingu.. takk fyrir mig.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Mán 23. Apr 2012 18:41

Þetta kall ég nú ekki flókið.. þetta forrit tók mig eitthvað um 15 mín að gera.

En ég er alltaf til í að læra eitthvað nýtt..

Hér er mynd af hluta af dæmum sem ég sótt nú fyrir helgi. Þetta er af lynda.com

www.png
www.png (41.66 KiB) Skoðað 4555 sinnum


Kaflarnir eru minnst 15. Og undir hverjum kafla eru margir undirkaflar. Endilega kennið mér hvernig þið bæði skoðið kóðann og keyrið í leiðinni á sem fljótasta hátt.

Eins og ég geri þetta núna, þá hægri klikka á php skriftina og opna í Notepad++, ef ég tvísmelli á hana þá keyrist hún strax upp í Firefox, ég nota síðan leitina í Explorernum til að finna gömul dæmi osfv.

Ef þið getið sýnt mér fram á að fljótari leið til að gera þetta og það á innan við 15 mín þá tel ég tíma mínum hafa verið vel varið hér..




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Mán 23. Apr 2012 18:45

@Televisionary

Það er reyndar mottó hjá mér að keyra ekki source á sýndarvélum (veit ekki afhverju), en mér var samt sterklega hugsað til þess að keyra einmitt þetta umhverfi á sýndarvél, það hefði vel komið til greina þar sem þessar php skriftir eru hvort sem svo nauða ómerkilegar, engin leyndarmál þar.

Ekki svo viss um að það hefði samt leyst þetta, jú þar sem um er að ræða konflikt við VMWare sjálft.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf intenz » Mán 23. Apr 2012 18:55

http://www.zzee.com/script-gui/

"You can launch a script by double-clicking on it"


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf tdog » Mán 23. Apr 2012 23:46

Garri skrifaði:Eins og ég geri þetta núna, þá hægri klikka á php skriftina og opna í Notepad++, ef ég tvísmelli á hana þá keyrist hún strax upp í Firefox, ég nota síðan leitina í Explorernum til að finna gömul dæmi osfv.

Ef þið getið sýnt mér fram á að fljótari leið til að gera þetta og það á innan við 15 mín þá tel ég tíma mínum hafa verið vel varið hér..


Ég er með auðvelda leið.
Ég nota Coda í minni vinnu og síðan vista ég bara skjölin venjulega í ~/Sites hjá mér. Svo opna ég bara browserinn minn og skelli mér á http://mittfallegahostname/~mittfallega ... lename.php




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf Garri » Þri 24. Apr 2012 17:15

Þessi auðvelda "skelli mér" leið mundi þýða massa vöðvabólgu hjá mér og pirring sem aldrei fyrr.. og þá er mikið sagt!

Tölvuaðstaða mín samanstendur af þremur stórum skjám og luxus leisibó stól, alltaf í næstum alveg lárréttri stöðu.. ekki avleg fyrir svona "svertingja" vinnubrögð.

Notaði til dæmis *.php í explorernum í W7 og fékk upp að fjöldi php skrifta í Excersize foldernum sé 1.258 skrár og ég er bara búinn að sækja einn svona "kennslu" pakka. Slóðin í sumar ansi skrautlegur og ekki glóra að handbreyta urli í hvert skipti sem maður skoðar og testar svona skriftir, það er bara klikkun og aðeins fyrir unga gutta að stunda slíka leikfimi.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Wamp og localhost

Pósturaf tdog » Þri 24. Apr 2012 17:21

Garri skrifaði:Þessi auðvelda "skelli mér" leið mundi þýða massa vöðvabólgu hjá mér og pirring sem aldrei fyrr.. og þá er mikið sagt!

Tölvuaðstaða mín samanstendur af þremur stórum skjám og luxus leisibó stól, alltaf í næstum alveg lárréttri stöðu.. ekki avleg fyrir svona "svertingja" vinnubrögð.

Notaði til dæmis *.php í explorernum í W7 og fékk upp að fjöldi php skrifta í Excersize foldernum sé 1.258 skrár og ég er bara búinn að sækja einn svona "kennslu" pakka. Slóðin í sumar ansi skrautlegur og ekki glóra að handbreyta urli í hvert skipti sem maður skoðar og testar svona skriftir, það er bara klikkun og aðeins fyrir unga gutta að stunda slíka leikfimi.


Þessi svertingjavinnubrögð eru því sem ég kemst næst standard vinnubrögð í PHP-iðnaðinum. Það er vegna þess að PHP er sem mest notað í vefiðnaðinum. En þú mátt finna upp hjólið ef þú villt.