Geneva XS "HiFi" ferðahljómtæki

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.

Höfundur
wetstardust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 19. Apr 2012 04:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Geneva XS "HiFi" ferðahljómtæki

Pósturaf wetstardust » Fim 19. Apr 2012 04:45

Er með mánaðar gamalt Geneva XS ferðahljómtæki til sölu sem ég byrjaði að nota fyrir 2 vikum.
Það er með útlitsgalla (missti iPod úr 15 cm hæð ofan á tækið og það myndaði tvær örsmáar dældir á grilli og kanti, ekki greinilegar) en það er ekki stök rispa á því.

Það er útvarp, vekjaraklukka (vekur annaðhvort með útvarpi eða mjúku píp hljóði) og með 3mm jack input.
Það tengist öllum símum, tölvum og tækjum þráðlaust með blátönn.
Tækið er einstaklega lítið og talið af mörgum minnsta alvöru HiFi hljómgræja á markaðnum í dag.

Tækið inniheldur tölvukubb frá EmbracingSound sem gerir tækinu kleyft að senda frá sér stereo hljóm með gríðalegri nákvæmni (með 180° jaðardreifingu).

Þetta er ekki venjulegt tæki fyrir hvern sem er. Þetta er minimalískt "high end" hönnunarundur stílað á fagurfræðinga og tónlistarunnendur. Það er handunnið að mestu leyti, sprautað og lakkað marg oft og má því bóna tækið sem er svona skemmtilega "Ferrari-rautt" með mjúkri gervileðuryfirbyggingu sem lokar bæði tækið og þjónar sem statíf og kveikir á því með seglum. Það er rautt díóðudisplay sem skín í gegnum grillið (sýnir klukku og mode) en er annars ósýnileg þegar það er slökkt á tækinu og ofaná eru snertiskyntakkar til að kveikja/slökkva, hækka/lækka, stilla klukku/vekjara útvarpsbylju (autoscan ef snert lengur en 1 sek) og kveikja/slökkva á vekjara.

Tækið á að hafa allt að 5 tíma rafhlöðuendingu en mér finnst full hógvært að tala um fimm tíma þegar iPodinn deyr eftir um 12-15 tíma spilun í tækinu ef maður er ekki að blasta hann í botn.


Tækið fæst glænýtt á 34-5 þús hjá Hljómsýn ármúla 38. eða 10% staðgreiðsluafslætti á kr. 31.800.

Selst á 27.000

Tækinu fylgir upprunalegur kassi með öllum meðfylgjandi fylgihlutum (hleðslutæki, 3mm jack snúra, leiðbeiningar, bónklútur og eða poki sem á að nota til að dusta burt ryk og fingraför). Varan er í ábyrð og henni fylgir ábyrðanóta.

Reynslan mín á þessu er þannig að ég er ekki búinn að nota stóru græjurnar né heyrnatólin síðan ég kynntist þessum rauða dvergi. Hann ræður einstaklega vel við djass og instumental tónlist. Hægt að lesa nánar um tækið í review-inu fyrir neðan á síðu tvö þar sem gerð eru nokkur hljómgæðapróf og línurit sýnir hæfni tækisins á tíðnisviði þess.

Myndir og tækniupplýsingar: http://is.genevalab.ch/shop/default/genevasound-xs

Smíðin: http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... dvocucMI4w

Review: http://www.soundandvisionmag.com/blog/2 ... r?page=0,0

Per Hallberg um Geneva Lab: http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... 8yxe7nyDhc

What HiFi Award 2011: http://cdn.genevalab.ch/media/images/ho ... height=394

Viðbrögð: http://is.genevalab.ch/home/hifi-simpli ... re-saying/
Síðast breytt af wetstardust á Fös 20. Apr 2012 23:44, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6365
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 454
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: HiFi Ferðahljómtæki frá Geneva Lab

Pósturaf worghal » Fim 19. Apr 2012 04:54

vill ekki vera leiðinlegur en...

solureglur.php

4.
Óheimilt er að vitna í aðrar sölusíður


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
wetstardust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 19. Apr 2012 04:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: HiFi Ferðahljómtæki frá Geneva Lab

Pósturaf wetstardust » Fim 19. Apr 2012 13:03

worghal skrifaði:vill ekki vera leiðinlegur en...

solureglur.php

4.
Óheimilt er að vitna í aðrar sölusíður


Þakka þér fyrir að benda mér á það.




Höfundur
wetstardust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 19. Apr 2012 04:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Geneva XS "HiFi" ferðahljómtæki

Pósturaf wetstardust » Fös 20. Apr 2012 23:45

ttt



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1576
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Geneva XS "HiFi" ferðahljómtæki

Pósturaf audiophile » Lau 21. Apr 2012 08:37

Áhugaverð græja. :-k

Verð að hrósa þér fyrir vel gerða auglýsingu. :happy


Have spacesuit. Will travel.


Höfundur
wetstardust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 19. Apr 2012 04:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Geneva XS "HiFi" ferðahljómtæki

Pósturaf wetstardust » Lau 21. Apr 2012 16:30

audiophile skrifaði:Áhugaverð græja. :-k

Verð að hrósa þér fyrir vel gerða auglýsingu. :happy


Já takk fyrir það. Veit að fólk hefur ekki mikla hugmynd um hvernig þetta hljómar eða hvað þetta er svo mér fannst ég þurfa að lýsa þessu vel þótt að ekkert virki betur en að heyra í þessu, þá væri fólk að slást um þetta. Fékk félaga minn í heimsókn í gær og hann hélt að ég væri með stóru stereo græjurnar í gangi. Svo sýndi ég honum litla tækið og stakk því í buxnavasann " :shock: "




Júlíus Þór
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 24. Apr 2012 22:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Geneva XS "HiFi" ferðahljómtæki

Pósturaf Júlíus Þór » Þri 24. Apr 2012 22:36

Ég hef heyrt í svona græju og þetta gefur stærri tækjum ekkert eftir. Myndi taka þetta ef ég væri ekki svona blankur.




Höfundur
wetstardust
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 19. Apr 2012 04:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Geneva XS "HiFi" ferðahljómtæki

Pósturaf wetstardust » Sun 29. Apr 2012 23:59

Selt.