Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Advania.
Þar kostar 9 cellu rafhlaða 27.850 kr. Sem er tilboðsverð -- Verð áður 37.750 kr.
Pantaði mér sömu rafhlöðu hjá viðurkenndum aðila í bretlandi sem lætur svo greinilega senda rafhlöðuna beint frá Hong Kong.
Ég skoðaði síðuna vel og vandlega áður en ég lét til skarar skríða þar sem ég hef oft heyrt um svikin battery á ebay og svoleiðis stöðum.
Borgaði 8173 kr. með korti þegar ég pantaði.
Sótti rafhlöðuna og borgaði 2645 kr. (Tollur+VSK+Kílóagjald og XC Gjöld)
Samtals 10.818.- Krónur.
Mismunur mv. "Tilboðsverð" Advania 17.032 kr.
Ég hefði verið til í að borga svona 15.000 fyrir rafhlöðuna hér á landi mv. að fá ábyrgð og svona en ekki 28.000 hvað þá 38.000 !
Rafhlaðan virkar 100% í hleðslu og afhleðslu.
Þar kostar 9 cellu rafhlaða 27.850 kr. Sem er tilboðsverð -- Verð áður 37.750 kr.
Pantaði mér sömu rafhlöðu hjá viðurkenndum aðila í bretlandi sem lætur svo greinilega senda rafhlöðuna beint frá Hong Kong.
Ég skoðaði síðuna vel og vandlega áður en ég lét til skarar skríða þar sem ég hef oft heyrt um svikin battery á ebay og svoleiðis stöðum.
Borgaði 8173 kr. með korti þegar ég pantaði.
Sótti rafhlöðuna og borgaði 2645 kr. (Tollur+VSK+Kílóagjald og XC Gjöld)
Samtals 10.818.- Krónur.
Mismunur mv. "Tilboðsverð" Advania 17.032 kr.
Ég hefði verið til í að borga svona 15.000 fyrir rafhlöðuna hér á landi mv. að fá ábyrgð og svona en ekki 28.000 hvað þá 38.000 !
Rafhlaðan virkar 100% í hleðslu og afhleðslu.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Það hefur bara alltaf veriða staðreynd að tölvuhlutir eru rándýrir hér á landi
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Þú ert líka að borga Advania fyrir Genuine Dell batterý, það er ekki það sama og eitthvað "Blah certified" batterý frá UK/Kína
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
ponzer skrifaði:Þú ert líka að borga Advania fyrir Genuine Dell batterý, það er ekki það sama og eitthvað "Blah certified" batterý frá UK/Kína
Ég hélt alltaf að það væri svoleiðis líka en einhverntíma keypti ég batterý í IBM vél frá Nýherja og þá var það eitthvað "aftermarket" dót sem ég hefði örugglega getað fengið talsvert ódýrara annarsstaðar frá (kostaði reyndar "bara" ~20 þúsund).
Þessir aðilar eru ekkert alltaf með genuine hluti eða allavega láta það ekki stoppa sig í að verðleggja þá grimmt að þeir séu ekki genuine.
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Frost skrifaði:Það hefur bara alltaf veriða staðreynd að tölvuhlutir eru rándýrir hér á landi
Nei, það er bara einfaldlega ekki satt :s
Álagning á tölvuvörur er (ef við horfum ekki á verðin hjá Advania, Opnum Kerfum og Nýherja) er talsvert lægri heldur en á flestum öðrum vörum hér heima.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Já, þetta er blöskrandi. Ég tók saman einfalt dæmi til frekari samanburðar.
Rafhlaðan í 3500-3700 Vostro vélina hjá EJS án tilboðs - 37.850kr (27.950 á tilboði)
Sama rafhlaða tekin heim frá Dell USA Shop m.v. sömu gjöld - 22.330kr
Mismunur: 15.520 (eða 5.620kr m.v. tilboðsverð)
Sambærileg rafhlaða í ThinkPad T420 hjá Nýherja - 22.900kr
Sama rafhlaða tekin heim frá Lenovo Shop í USA - 25.557
Mismunur: -2.657kr, viðskiptavin í hag.
Rafhlaðan í 3500-3700 Vostro vélina hjá EJS án tilboðs - 37.850kr (27.950 á tilboði)
Sama rafhlaða tekin heim frá Dell USA Shop m.v. sömu gjöld - 22.330kr
Mismunur: 15.520 (eða 5.620kr m.v. tilboðsverð)
Sambærileg rafhlaða í ThinkPad T420 hjá Nýherja - 22.900kr
Sama rafhlaða tekin heim frá Lenovo Shop í USA - 25.557
Mismunur: -2.657kr, viðskiptavin í hag.
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Fleirri svona dæmi. Skjár sem kostar 1.200$ úti kostar "aðeins" 586.000 hjá Opnum Kerfum
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Svo skánar ekki álitið á þessum fyrirtækjum þegar maður kemst í vefverslanirnar þeirra í gegnum e-rskonar partner login, þá fyrst fær maður að sjá hversu mikil álagningin er til óbreyttra.
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
markhópurinn er íslensk fyrirtæki, þau láta bjóða sér svona verð, fá etv 10-20% afsl sem þau halda að sé rosadíll
-
- Vaktari
- Póstar: 2327
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
tlord skrifaði:markhópurinn er íslensk fyrirtæki, þau láta bjóða sér svona verð, fá etv 10-20% afsl sem þau halda að sé rosadíll
Sammala þessu !
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
tlord skrifaði:markhópurinn er íslensk fyrirtæki, þau láta bjóða sér svona verð, fá etv 10-20% afsl sem þau halda að sé rosadíll
Ég hef orðið vitni að talsvert stærri afsláttarprósentum, og það ekki hjá stórfyrirtækjum.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Að fólk skuli láta bjóða sér þetta.
Hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar þá er þetta mjög óeðlileg þróun.
Hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar þá er þetta mjög óeðlileg þróun.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Tengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
lukkuláki skrifaði:Að fólk skuli láta bjóða sér þetta.
Hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar þá er þetta mjög óeðlileg þróun.
Hefur eitthvað breyst?
Veit ekki hvort mér þykir eitthvað af þessu, þetta eru ekki fyrirtæki (Atvania, nýherji og OK) sem sérhæfa sig í besta útsöluverðinu til einstakra kúnna heldur þjónustu til fyrirtækja.
Þjónustusamningar gefa síðan ákveðinn afslátt á vörur sem getur skipt mörgtugum prósenta.
Hefbundinn kúnni sem er að kaupa fyrir "klink" fær að sjálfsögðu ekki sama verð og fyrirtæki sem eru að kaupa fyrir fleiri milljónir bæði vörur og þjónustu.
Electronic and Computer Engineer
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
axyne skrifaði:lukkuláki skrifaði:Að fólk skuli láta bjóða sér þetta.
Hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar þá er þetta mjög óeðlileg þróun.
Hefur eitthvað breyst?
Veit ekki hvort mér þykir eitthvað af þessu, þetta eru ekki fyrirtæki (Atvania, nýherji og OK) sem sérhæfa sig í besta útsöluverðinu til einstakra kúnna heldur þjónustu til fyrirtækja.
Þjónustusamningar gefa síðan ákveðinn afslátt á vörur sem getur skipt mörgtugum prósenta.
Hefbundinn kúnni sem er að kaupa fyrir "klink" fær að sjálfsögðu ekki sama verð og fyrirtæki sem eru að kaupa fyrir fleiri milljónir bæði vörur og þjónustu.
Nei en það er enginn einstaklingur að fara að kaupa rafhlöðu hjá Advania fyrir 30 - 40 þúsund sem hann getur keypt á 10 þúsund annars staðar.
Advania gefur einstaklingum engan afslátt en samt selja þeir nokkur hundruð vélar á ári til einstaklinga og taka þátt í slagnum um fermingar, jól og á öðrum tímum til að selja sem mest til einstaklinga.
Afhverju þessi ofurálagning til einstaklinga ?
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Tbot skrifaði:Af því að þau komast upp með það.
Er það? Kallast það að komast upp með það þegar stór hluti fólks er farinn að versla alla mögulega vara- og aukahluti erlendis frá?
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Ég er ekki svo viss um að stór hluti sé að versla erlendis frá. Það þýðir ekki að miða bara við fólkið sem er hérna á vaktinni, Hvar heldur þú að amma gamla og afi kaupi hlutinn!?
Þetta er þessi balance um hvort þú vilt fá hlutinn strax eða ekki og síðan ábyrgðarmálin. Það er ansi oft meiri fyrirhöfn að sækja ábyrgðir úti.
Þetta er þessi balance um hvort þú vilt fá hlutinn strax eða ekki og síðan ábyrgðarmálin. Það er ansi oft meiri fyrirhöfn að sækja ábyrgðir úti.
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Rafborg í Sundaborg er að selja rafhlöður í tölvur, ég keypti rafhlöðu þar í Dell vél á rétt um 12 þúsund krónur, átti að kosta um 37 þús hjá EJS. Mæli klárlega með Rafborg.
common sense is not so common.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Gislinn skrifaði:Rafborg í Sundaborg er að selja rafhlöður í tölvur, ég keypti rafhlöðu þar í Dell vél á rétt um 12 þúsund krónur, átti að kosta um 37 þús hjá EJS. Mæli klárlega með Rafborg.
Sé ekkert um þetta á heimasíðunni þeirra.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Tbot skrifaði:Ég er ekki svo viss um að stór hluti sé að versla erlendis frá. Það þýðir ekki að miða bara við fólkið sem er hérna á vaktinni, Hvar heldur þú að amma gamla og afi kaupi hlutinn!?
Þetta er þessi balance um hvort þú vilt fá hlutinn strax eða ekki og síðan ábyrgðarmálin. Það er ansi oft meiri fyrirhöfn að sækja ábyrgðir úti.
Ég veit það fyrir víst að Nýherji sér um öll ábyrgðarmál hvað varðar Lenovo vörur, burtséð frá því hvar þær eru keyptar. Tölvan mín er versluð frá Newegg en Nýherji tekur ábyrgð á henni þau 3 ár sem hún er í framleiðsluábyrgð. Get vel ímyndað mér að það séu svipaðir ábyrgðarskilmálar á Dell og HP vörum.
Helduru að amma og afi séu stór hluti viðskiptavina sem eru að versla sér 9cell rafhlöður eða aðra aukahluti?
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
hugunarhátturin hjá ca 70% er að það er 'best' að kaupa varahlutinn í 'umboðinu' og borga bara uppsett verð. skæla svo smá í heita pottinum /kaffistofunni næsta morgun
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
Á sínum tíma reyndi ég að kaupa nýtt batterí fyrir fartölvuna mína og fór í EJS (Advania núna) og þeir sögðust þurfa að panta það og það myndi kosta um 40 þúsund. Afgreiðslumaðurinn sagði mér að ég ætti frekar bara að kaupa nýja tölvu og vildi sýna mér einhverjar góða tillögur.
Þetta var fyrir nokkrum árum þannig að kannski er þetta eitthvað betra núna en mér fannst þetta bara svo fyndið þegar þetta gerðist.
Þetta var fyrir nokkrum árum þannig að kannski er þetta eitthvað betra núna en mér fannst þetta bara svo fyndið þegar þetta gerðist.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
AntiTrust skrifaði:tlord skrifaði:markhópurinn er íslensk fyrirtæki, þau láta bjóða sér svona verð, fá etv 10-20% afsl sem þau halda að sé rosadíll
Ég hef orðið vitni að talsvert stærri afsláttarprósentum, og það ekki hjá stórfyrirtækjum.
x2 það er ástæða fyrir því að maður sér stórann hluta af tölvum hjá Mennta/grunn/háskólum merkta EJS/Nýherja, fyrirtæki fá margfalt betri afslátt.
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
vesley skrifaði:AntiTrust skrifaði:tlord skrifaði:markhópurinn er íslensk fyrirtæki, þau láta bjóða sér svona verð, fá etv 10-20% afsl sem þau halda að sé rosadíll
Ég hef orðið vitni að talsvert stærri afsláttarprósentum, og það ekki hjá stórfyrirtækjum.
x2 það er ástæða fyrir því að maður sér stórann hluta af tölvum hjá Mennta/grunn/háskólum merkta EJS/Nýherja, fyrirtæki fá margfalt betri afslátt.
jamm, pirrandi þessi okur/afsláttur bransi, afhverju er ekki bara hægt að labba inn og kaupa á sannjgörnu verði (alltilagi að vera með einhvern afslátt fyrir stóra kunna)
það er too much að batterí sem kostar 10-15þ ú útlandinu kosti 40þ
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Gróft dæmi um álagningu á Íslandi. Rafhlaða í fartölvu.
AntiTrust skrifaði:Tbot skrifaði:Ég er ekki svo viss um að stór hluti sé að versla erlendis frá. Það þýðir ekki að miða bara við fólkið sem er hérna á vaktinni, Hvar heldur þú að amma gamla og afi kaupi hlutinn!?
Þetta er þessi balance um hvort þú vilt fá hlutinn strax eða ekki og síðan ábyrgðarmálin. Það er ansi oft meiri fyrirhöfn að sækja ábyrgðir úti.
Ég veit það fyrir víst að Nýherji sér um öll ábyrgðarmál hvað varðar Lenovo vörur, burtséð frá því hvar þær eru keyptar. Tölvan mín er versluð frá Newegg en Nýherji tekur ábyrgð á henni þau 3 ár sem hún er í framleiðsluábyrgð. Get vel ímyndað mér að það séu svipaðir ábyrgðarskilmálar á Dell og HP vörum.
Helduru að amma og afi séu stór hluti viðskiptavina sem eru að versla sér 9cell rafhlöður eða aðra aukahluti?
ÞAð er aldrei að vita, hvert heldur þú að barnabörnin fari til að fá smá aðstoð, þegar einhvað bilar hjá þeim og þröngt í búi hjá foreldrum.