Reiðhjól
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1615
- Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
- Reputation: 45
- Staðsetning: REYKJAVIK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Reiðhjól
'Eg er spá fá mér reiðhjól frekar langt síðan fór að hjóla en það stopp er hvort sé of þungur fyrir reiðhjól var 158 kominn í 155.5 á 4 dögum er í átak (ef þetta sé rétt skrifa hjá mér). Er að breyta mataræði hjá mér farin 2,5 kg var vigatður 158 á þriðjudaginn byrjun apríl kominn í 155.5 reyna að hreyfa mig meira í sumar fá mér reiðhjól
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Reiðhjól
Held að þú þurfir nú ekki að hafa áhyggjur af því að vera of þungur fyrir reiðhjól.
Keyptu þér bara almennilegt hjól
Keyptu þér bara almennilegt hjól
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1615
- Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
- Reputation: 45
- Staðsetning: REYKJAVIK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Reiðhjól
það er langt veit ekki hvað hjól henda mér sjá hvað ég fæ í orlof var í ruslfæðið sem er ógeð eftir ég breyti mataræði með hjálp einkaþjálfara fæ bara nammi 1 sinni á viku laugardag
Re: Reiðhjól
Hvernig hjóli ertu að leita að? Ertu mest að hugsa um að hjóla innanbæjar til að koma þér á milli staða og í betra form? Hvað ert þú tilbúinn að eyða miklu í hjól?
Hvað sem þú gerir, EKKI kaupa hjól í hagkaup, BYKO og þess háttar, þau hjól eru algert sorp og maður í þínum þyngdarflokki mundi gersemlega stúta svoleiðis hjóli á nokkrum rúntum.
Það er frábært að hjóla og það er mjög góð leið til að koma sér í betra form. Það er gaman að hjóla á góðu hjóli og það er leiðinlegt að hjóla á drasl hjóli. Það sem þú þarft að horfa á í hjólum vegna þyngdarinnar eru gjarðirnar. Fáðu þér hjól með sterkum gjörðum og ekki færri en 36 teinum per gjörð. Það eru yfirleitt til mjög sterkar fjallahjólagjarðir (26") þar sem að þær eru margar hannaðar fyrir mikil átök. Götuhjólagjarðir (28") eru almennt nokkuð veikari en það er hægt að fá þær sterkar fyrir meiri pening.
Hvað sem þú gerir, EKKI kaupa hjól í hagkaup, BYKO og þess háttar, þau hjól eru algert sorp og maður í þínum þyngdarflokki mundi gersemlega stúta svoleiðis hjóli á nokkrum rúntum.
Það er frábært að hjóla og það er mjög góð leið til að koma sér í betra form. Það er gaman að hjóla á góðu hjóli og það er leiðinlegt að hjóla á drasl hjóli. Það sem þú þarft að horfa á í hjólum vegna þyngdarinnar eru gjarðirnar. Fáðu þér hjól með sterkum gjörðum og ekki færri en 36 teinum per gjörð. Það eru yfirleitt til mjög sterkar fjallahjólagjarðir (26") þar sem að þær eru margar hannaðar fyrir mikil átök. Götuhjólagjarðir (28") eru almennt nokkuð veikari en það er hægt að fá þær sterkar fyrir meiri pening.
Re: Reiðhjól
Þú mátt búast við því að almennilegt hjól geti kostað þig 110-140 þúsund krónur, skárra að fá sjokkið heima heldur en í búðinni En reiðhjól er frábær fjárfesting! Þetta nemur aðeins 9-10 bensíntönkum ef þú vilt hugsa þetta þannig.
EDIT: Reyndar eru mörg fjallahjólin á tilboðum þessa dagana og því er upplagt að kíkja í Örninn, GAP og Fálkann og skoða sig um! Skoðaðu hnakkinn sérstaklega, þú ert að farað sitja á þessu í dágóðann tíma og því er þægilegur hnakkur lykilatriði.
EDIT: Reyndar eru mörg fjallahjólin á tilboðum þessa dagana og því er upplagt að kíkja í Örninn, GAP og Fálkann og skoða sig um! Skoðaðu hnakkinn sérstaklega, þú ert að farað sitja á þessu í dágóðann tíma og því er þægilegur hnakkur lykilatriði.
Re: Reiðhjól
Frábært hjá þér! og að hjóla er góð hreyfing en ég er einkaþjálfari og verð að minna þig á kaupa þér ALVÖRU hjálm sem að passar það er vissulega mikilvægast er kemur að hjólreiðum.
Reindu að velja hjól sem henntar þinni stærð og að beita þér rétt til að slíta ekki upp hnéin.
Drekktu mikið vatn og mundu að það gerist meira í eldhúsinu en í rægtinni þegar það kemur að því að létta sig.
Gangi þér vel og ekki hætta
Reindu að velja hjól sem henntar þinni stærð og að beita þér rétt til að slíta ekki upp hnéin.
Drekktu mikið vatn og mundu að það gerist meira í eldhúsinu en í rægtinni þegar það kemur að því að létta sig.
Gangi þér vel og ekki hætta
-
- Gúrú
- Póstar: 565
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Reiðhjól
Kalli9900 skrifaði:Frábært hjá þér! og að hjóla er góð hreyfing en ég er einkaþjálfari og verð að minna þig á kaupa þér ALVÖRU hjálm sem að passar það er vissulega mikilvægast er kemur að hjólreiðum.
x2, hjálmur er crucial atriði. Ég er ekki hjólamaður sjálfur en ég veit líka að þeir sem eru í gulum endurskinsvestum segja að það sé allt annað því bílar stoppi fyrir þér (jafnvel þó þú sért ekki að fara yfir götuna ) ==> þarft sjaldnar að stoppa þegar þú ferð yfir götur því bílarnir taka eftir þér mun fyrr.
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1615
- Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
- Reputation: 45
- Staðsetning: REYKJAVIK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Reiðhjól
takk fyrir svörinn ég er ekki viss hvað verð ég ætla eyða sirka kringum 100 plús hjálm hraðamælir brúshald verð aðalega hjóla í city í þetta sumar svo sennilega meira á næsta ári
en hvaða stellstærð. mun handa mér
en hvaða stellstærð. mun handa mér
Re: Reiðhjól
Það eru þyngdar takmörk á hjólum og framleiðendur gefa það yfirleitt upp á síðunum sínum. Þetta eru allavega svona viðmið varðandi ábyrgðir á hjólunum, þ.a. ef þú brýtur stell og ert þyngri en viðmiðið þá færðu ekki nýtt stell frá framleiðanda.
Fletti þessu snöggvast upp fyrir þig:
Scott: 110 kg
Trek: 300 lbs = 136 kg http://www.trekbikes.com/faq/questions. ... tionid=104
Mæli með að þú byrjir á því að fara í langa göngutúra og komist nær 140 kg... Annars þarftu að sérpanta extra sterk stál hjól http://www.supersizedcycles.com/ .
Ál hjólin þola bara ekki meira en þetta. Hef séð allnokkur hjól frá ýmsum framleiðendum brotna undan eigendum sem eru ca 120 - 140 kg. Það er mjög mikilvægt að fara eftir ábyrgðar skilyrðum.
Þú er líka nauðsynlegt að þú veljir hjól sem kemur með tvöföldum 36 teina gjörðum (double wall).
Gangi þér vel
Fletti þessu snöggvast upp fyrir þig:
Scott: 110 kg
Trek: 300 lbs = 136 kg http://www.trekbikes.com/faq/questions. ... tionid=104
Mæli með að þú byrjir á því að fara í langa göngutúra og komist nær 140 kg... Annars þarftu að sérpanta extra sterk stál hjól http://www.supersizedcycles.com/ .
Ál hjólin þola bara ekki meira en þetta. Hef séð allnokkur hjól frá ýmsum framleiðendum brotna undan eigendum sem eru ca 120 - 140 kg. Það er mjög mikilvægt að fara eftir ábyrgðar skilyrðum.
Þú er líka nauðsynlegt að þú veljir hjól sem kemur með tvöföldum 36 teina gjörðum (double wall).
Gangi þér vel
i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Reiðhjól
http://www.tri.is
Er á leiðinni þangað að kaupa mér hjól á næstu dögum ætla svo að taka 10 - 15 kg. af mér í sumar. Tók 25kg. af í fyrrasumar þvílíkur munur var orðinn 125-126kg.
Er á leiðinni þangað að kaupa mér hjól á næstu dögum ætla svo að taka 10 - 15 kg. af mér í sumar. Tók 25kg. af í fyrrasumar þvílíkur munur var orðinn 125-126kg.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Re: Reiðhjól
Mér skilst nú að búðirnar hérna heima (þessar almennilegu, GÁP, Örninn, Kría o.þ.h.) séu ekki að láta fólk stíga á vigtina ef það brýtur stell. Um að gera að fá sér bara gott hjól og passa bara frekar að vera ekki að hamra á einhverja kanta og þess háttar, þá á þetta að halda vel. Ef þú ferð í örninn og spyrð þá bara hvort að stellið yrði í ábyrgð ef það mundi koma sprunga í það þá geri ég fastlega ráð fyrir að þeir jánki því, þeir hafa ekki verið þekktir fyrir að skjóta sér undan ábyrgð. Þeir (og aðrar búðir) senda stellin bara út og fá ný, það er ekki eins og að þeir þurfi að senda út mynd af eigandanum á vigtinni.
100 þúsund er því miður ekki mikið upp í gott hjól þessa dagana, fjallahjólastellin með minni 26" dekkjunum eru almennt sterkari. Gallinn við þau er bara þessir níðþungu framdemparar sem gera lítið annað en að hægja á manni innanbæjar.
Þetta er reyndar fjallahjól á 28" dekkjum (reyndar bara með 32 teinum): http://orninn.is/V%C3%B6rur/Rei%C3%B0hj%C3%B3l/Fjallahj%C3%B3l/29%22/TREK_GF_Marlin_29%22 og er á þínu verðbili. Gallinn við hjól á þessu entry level verðum er að allir componentar eru frekar slappir og eflaust eru gjarðirnar á þessu ekkert heví dútí. Það er þó vel mögulegt að það sé hægt að fá þá til að skipta þeim út fyrir sterkari gjarðir, en það gæti náttúrulega kostað sitt.
Athugaðu svo að þú getur fengið 10% - 15% afslátt í flestum hjólabúðunum með því að ganga í íslenska fjallahjólaklúbbinn, ársgjaldið er skitnar 2.000 krónur sem borgar sig upp strax og þú kaupir hjólið: http://fjallahjolaklubburinn.is/content/view/110/101/ þetta er frábær klúbbur þar sem að félagsmenn fá líka afnot af verkstæðinu hjá þeim á fimtudagskvöldum, námskeið o.fl. o.fl.
Málið er að hjól á þessu verðbili, frá 100 og upp í 200 þúsund eru mjög svipuð gæðalega séð, það er því mest spursmál um að finna hjól sem þú fílar vel, fara bara í búðirnar og prófa. Mæli þó með að þú reynir að fá hjól á nokkuð góðum gjörðum með 36 teinum.
100 þúsund er því miður ekki mikið upp í gott hjól þessa dagana, fjallahjólastellin með minni 26" dekkjunum eru almennt sterkari. Gallinn við þau er bara þessir níðþungu framdemparar sem gera lítið annað en að hægja á manni innanbæjar.
Þetta er reyndar fjallahjól á 28" dekkjum (reyndar bara með 32 teinum): http://orninn.is/V%C3%B6rur/Rei%C3%B0hj%C3%B3l/Fjallahj%C3%B3l/29%22/TREK_GF_Marlin_29%22 og er á þínu verðbili. Gallinn við hjól á þessu entry level verðum er að allir componentar eru frekar slappir og eflaust eru gjarðirnar á þessu ekkert heví dútí. Það er þó vel mögulegt að það sé hægt að fá þá til að skipta þeim út fyrir sterkari gjarðir, en það gæti náttúrulega kostað sitt.
Athugaðu svo að þú getur fengið 10% - 15% afslátt í flestum hjólabúðunum með því að ganga í íslenska fjallahjólaklúbbinn, ársgjaldið er skitnar 2.000 krónur sem borgar sig upp strax og þú kaupir hjólið: http://fjallahjolaklubburinn.is/content/view/110/101/ þetta er frábær klúbbur þar sem að félagsmenn fá líka afnot af verkstæðinu hjá þeim á fimtudagskvöldum, námskeið o.fl. o.fl.
Málið er að hjól á þessu verðbili, frá 100 og upp í 200 þúsund eru mjög svipuð gæðalega séð, það er því mest spursmál um að finna hjól sem þú fílar vel, fara bara í búðirnar og prófa. Mæli þó með að þú reynir að fá hjól á nokkuð góðum gjörðum með 36 teinum.
Re: Reiðhjól
http://gap.is/Vörur/Reiðhjól/Fullorðinshjól/Fjallahjól/Mongoose_Switchback_Sport_2012 Mér leist ágætlega á þetta og mun kaupa svona hjól í sumar.
Re: Reiðhjól
Þú þarft líka að ákveða hvernig týpu af hjóli þú vilt.
Ætlarðu að nota hjólið til að hjóla í vinnuna og þannig? Þá horfirðu á götuhjól frekar en fjallahjól.
Þú getur valið götuhjól með dempara eða án dempara. En það er frekar gagnslaust að vera að kaupa sér fjallahjól til að hjóla á því innanbæjar, nema þú kaupir mismunandi sett af dekkjum.
Ef þú ert voðalega þungur þá er dempari kannski gáfulegastur fyrir þig, mörg hybrid hjól koma líka með dempara í hnakki. (Ég sá kg-fjöldann .... )
En úrvalið er hrikalega mikið í dag, held að það séu alveg 8 hjólreiðaverslanir í Reykjavík í dag.
Tri.is
hjolasprettur.is
hvellur.com
orninn.is
gap.is
markid.is
kriacycles.is
everest.is
Ég gæti verið að gleyma einhverju.
En númer 1,2 og 3 áður en þú ferð að skoða einstök hjól, ákveddu þig hverslags týpu af hjóli þú vilt og veldu síðan hjólið útfrá því.
Ætlarðu að nota hjólið til að hjóla í vinnuna og þannig? Þá horfirðu á götuhjól frekar en fjallahjól.
Þú getur valið götuhjól með dempara eða án dempara. En það er frekar gagnslaust að vera að kaupa sér fjallahjól til að hjóla á því innanbæjar, nema þú kaupir mismunandi sett af dekkjum.
Ef þú ert voðalega þungur þá er dempari kannski gáfulegastur fyrir þig, mörg hybrid hjól koma líka með dempara í hnakki. (Ég sá kg-fjöldann .... )
En úrvalið er hrikalega mikið í dag, held að það séu alveg 8 hjólreiðaverslanir í Reykjavík í dag.
Tri.is
hjolasprettur.is
hvellur.com
orninn.is
gap.is
markid.is
kriacycles.is
everest.is
Ég gæti verið að gleyma einhverju.
En númer 1,2 og 3 áður en þú ferð að skoða einstök hjól, ákveddu þig hverslags týpu af hjóli þú vilt og veldu síðan hjólið útfrá því.
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1615
- Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
- Reputation: 45
- Staðsetning: REYKJAVIK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Reiðhjól
Er vit að fá sér svona hjól http://tri.is/cube/hjol/?id=19 og hafa einhvern keypt frá tri.is hvort sé fín merki upp á endingu að ræða ?
ps er hægt að láta tryggja dýrt hjól ef þau verða stolið þótt mundi verð Læst bara forvitni! Spurning hvort á send mail upp hvort fá tilboð ef mar fer í kaupa í miðja maí hvaða búð er með gott merki og þjónstu tri.is örnin gáp.is þetta mundi verð fyrsta skipti mar kaupi dýrara kanti eins fer eftir hvað fæ í orlof
ps er hægt að láta tryggja dýrt hjól ef þau verða stolið þótt mundi verð Læst bara forvitni! Spurning hvort á send mail upp hvort fá tilboð ef mar fer í kaupa í miðja maí hvaða búð er með gott merki og þjónstu tri.is örnin gáp.is þetta mundi verð fyrsta skipti mar kaupi dýrara kanti eins fer eftir hvað fæ í orlof
Re: Reiðhjól
Cube eru fín hjól, alveg á pari við annað í sama verðflokki.
Reiðhjól eru tryggð í heimilistryggingunni þinni, hafðu bara samband við tryggingafyrirtækið þitt upp á nánari upplýsingar. Annars er bara málið að hafa það læst og eiga nótuna, þá held ég að tryggingafyrirtækin séu almennt frekar liðleg með að bæta stolin hjól. Ég er tryggður hjá Verði og spurði þá út í þetta varðandi hjólið mitt sem kostar tæp 300 þús. þeir sögðu að það væri ekkert mál, bara að vera með kvittun (gott að eiga líka serialið af hjólinu sem er neðan á sveifarleguhúsinu). Held að þetta fari ekkert að verða vandamál varðandi tryggingafyrirtækin fyrr en að hjólin fara yfir hálfa milljón, þá þarf e.t.v. að tryggja sérstaklega. Ég held að það sé alveg solid fólk á bak við TRI þannig að ég held að það sé óþarfi að hafa áhyggjur af þeim, en svo er bara málið að finna nokkur hjól og prófa!
Það eru ekkert fansí componentar á þessu hjóli en ef þú finnur þig í því að hjóla þá skiptir þú þeim bara út fyrir betri componenta þegar þeir fara að gefa sig. Alex gjarðir eru ekkert top of the line, en það eru DT teinar á þessu og þeir eru almennt mjög fínir. Um að gera að prófa bara gripinn og sjá hvernig þér líst á
Reiðhjól eru tryggð í heimilistryggingunni þinni, hafðu bara samband við tryggingafyrirtækið þitt upp á nánari upplýsingar. Annars er bara málið að hafa það læst og eiga nótuna, þá held ég að tryggingafyrirtækin séu almennt frekar liðleg með að bæta stolin hjól. Ég er tryggður hjá Verði og spurði þá út í þetta varðandi hjólið mitt sem kostar tæp 300 þús. þeir sögðu að það væri ekkert mál, bara að vera með kvittun (gott að eiga líka serialið af hjólinu sem er neðan á sveifarleguhúsinu). Held að þetta fari ekkert að verða vandamál varðandi tryggingafyrirtækin fyrr en að hjólin fara yfir hálfa milljón, þá þarf e.t.v. að tryggja sérstaklega. Ég held að það sé alveg solid fólk á bak við TRI þannig að ég held að það sé óþarfi að hafa áhyggjur af þeim, en svo er bara málið að finna nokkur hjól og prófa!
Það eru ekkert fansí componentar á þessu hjóli en ef þú finnur þig í því að hjóla þá skiptir þú þeim bara út fyrir betri componenta þegar þeir fara að gefa sig. Alex gjarðir eru ekkert top of the line, en það eru DT teinar á þessu og þeir eru almennt mjög fínir. Um að gera að prófa bara gripinn og sjá hvernig þér líst á