[Update-að] Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð


Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

[Update-að] Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð

Pósturaf htdoc » Mið 28. Mar 2012 18:00

Sælir vaktarar.

Mig minnir að það hafi einhvern tímann verið að tala um þetta hérna en ég fann ekki þráðinn.

Máli er að ég keypti síma hjá Elko fyrir tæpu ári síðan. Ég hef núna farið með hann 2x til Elko útaf bilun í símanum. Þeir hafa ekkert náð að laga hann í hvorugt skipti því núna kom það upp að hann bilaði í þriðja skiptið. Elko segir að þeir hafi 3 tilraunir til að laga hann en mig minnir að ég hafi lesið einhvern þráð hérna að neytendalögin segðu að þeir hefðu bara 2 tilraunir til að laga hann. Er ég að rugla eða? Má Elko reyna 3-sinnum að gera við símann og það er þá ekki fyrr en í 4.skipti sem hann bilar að neytandi á rétt á nýjum síma?

________________________________________________________

Update í málinu:

Ókei endilega lesið:



Ég keypti snjallsíma (af gerðinni LG - P350) hjá Elko þann 06.05.11.
Ég hef farið með hann í fjögur skipti í viðgerð þar sem bilunin lýsir sér á eftirfarandi hátt:
Þegar ég ýti á takka t.d. þegar ég er að senda sms, þá festist takkinn inni, t.d. ef ég ýti á "h" þá kemur endalaust af "h-um" og ef ég ýti á stroka út takkann þá strokast ekki einn stafur út heldur allir


Það sem var gert í þessum 4 skiptum:
1. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
2. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
3. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
4. Bilun fannst - Skipt var um skjá á síma

Þegar ég kem með símann í 4.skipti þá er mér sagt að það eigi að skipta honum út, og tel ég að ég eigi að fá nýjan síma, en þegar ég kem aftur í Elko þá var mér sagt að það var bara skipt um skjá.
Ég fer heim og renni aftur yfir lögin um neytendakaup og eins og einhver var búinn að pósta 30.gr:
Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.


Ég fer aftur í Elko og vil fá nýjan síma eða endurgreitt og fannst mér ég hafa verið svikinn þar sem síminn hafði farið 4 sinnum í viðgerð.
Þar var mér tjáð að það hafi ekki komin fram nein bilun nema í 4.skipti og því telst það vera fyrsta tilraun til að bæta úr sama galla (og því á Elko enn þá inni einn séns til að bæta úr gallanum)

En þetta snýst þá um túlkun á lögunum býst ég við.
Ég sé samt ekki af hverju þeir telji 4.skipti vera fyrstu tilraunina til að bæta úr gallanum því þeir uppfærðu alltaf símann og höfðu fjögur tækifæri til að reyna að gera við símann.


Ath: Tæknivörur sjá um viðgerð á LG vörum frá Elko


Hvað finnst ykkur?
Síðast breytt af htdoc á Fös 04. Maí 2012 17:51, breytt samtals 2 sinnum.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf AntiTrust » Mið 28. Mar 2012 18:11

Tekið úr 30. grein neytendakaupa

Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.




Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf htdoc » Mið 28. Mar 2012 20:46

AntiTrust skrifaði:Tekið úr 30. grein neytendakaupa

Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.



takk fyrir upplýsingarnar



Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf bjornvil » Mið 11. Apr 2012 09:46

Fór með tveggja mánaða gamlan HTC síma sem var keyptur hjá Vodafone tvisvar í viðgerð. Í seinna skiptið var honum skipt út fyrir nýjan.

HTC símar eru reyndar sendir til Hátækni... sem sendir hann áfram til HTC. Veit ekki hvernig síma þú ert með eða hvernig Elko gerir hlutina :)




Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf htdoc » Mið 11. Apr 2012 10:49

Þetta er LG sími
Ég fór aftur í ELKO og eftir pínu þras þá sendu sögðust þeir ætla senda hann og láta skipta honum út fyrir nýjan




AronOskarss
has spoken...
Póstar: 176
Skráði sig: Sun 06. Feb 2011 14:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf AronOskarss » Mið 11. Apr 2012 12:07

htdoc skrifaði:Þetta er LG sími
Ég fór aftur í ELKO og eftir pínu þras þá sendu sögðust þeir ætla senda hann og láta skipta honum út fyrir nýjan


Alltaf er ég að heyra frá svona böggi frá elko.
Ætla passa mig að kaupa ekki af þeim raftæki.
Nenni ekki að standa í svona brasi þegar tækið mitt bilar.
Þeir eiga bara hlaupa á eftir þörfum viðskiptavina. Ekkert kjaftæði!
Var einusinni svakalegt vesen hjá mér að fá þá til að gera við tölvu, sem var bara fáranlegt hjá þeim.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf audiophile » Mið 11. Apr 2012 12:32

AronOskarss skrifaði:
htdoc skrifaði:Þetta er LG sími
Ég fór aftur í ELKO og eftir pínu þras þá sendu sögðust þeir ætla senda hann og láta skipta honum út fyrir nýjan


Alltaf er ég að heyra frá svona böggi frá elko.
Ætla passa mig að kaupa ekki af þeim raftæki.
Nenni ekki að standa í svona brasi þegar tækið mitt bilar.
Þeir eiga bara hlaupa á eftir þörfum viðskiptavina. Ekkert kjaftæði!
Var einusinni svakalegt vesen hjá mér að fá þá til að gera við tölvu, sem var bara fáranlegt hjá þeim.


Er þetta ekki bara umboðsaðilinn sem er með vesenið í gegnum Elko? Hef lent í svipuð veseni með Hátækni en hefði ég keypt símann hjá Elko hefðu þeir bara verið milliliður míns og Hátækni.


Have spacesuit. Will travel.


Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf htdoc » Lau 14. Apr 2012 18:21

Ókei smá update hérna
og langar að spurja ykkur í leiðinni:

Ég er búinn að fara með símann minn þrisvar sinnum til Elko, fór með hann í 4. skipti þar sem mér var sagt að það ætti að skipta honum út. Ég hélt að það þýddi að ég myndi fá nýjan síma. En ég fékk símann minn eins til baka nema þeir höfðu skipt um skjá.
Þannig staðan er sú að ég er búinn að fara með hann þrisvar sinnum og þá ætti ég að eiga rétt á nýju tæki eða endurgreiðslu, en er nóg að nóg að skipta út aðeins hluta af tækinu (í mínu tilfelli skjánum) ?




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf steinarorri » Lau 14. Apr 2012 18:54

Ef þetta er sami galli og hefur verið eiga þeir að skipta honum út sbr tilvitnuna í neytendalögin hér ofar í þræðinum




Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf htdoc » Lau 14. Apr 2012 18:57

steinarorri skrifaði:Ef þetta er sami galli og hefur verið eiga þeir að skipta honum út sbr tilvitnuna í neytendalögin hér ofar í þræðinum

já þetta er sami gallinn

þannig það er ekki nóg að skipta bara skjánum út, heldur eiga þeir að skipta símanum öllum út




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf steinarorri » Lau 14. Apr 2012 19:27

htdoc skrifaði:]
já þetta er sami gallinn
þannig það er ekki nóg að skipta bara skjánum út, heldur eiga þeir að skipta símanum öllum út


:)



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf Hargo » Lau 14. Apr 2012 19:52

Elko eru ekki með starfrækt verkstæði, þeir senda bara tækin sín til umboðsaðila merkjanna hér á Íslandi.

Hvað er vandamálið með símann og af hverju var skipt um skjáinn? Hvernig lýsir bilunin sér?



Skjámynd

AndriKarl
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2009 22:46
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf AndriKarl » Lau 14. Apr 2012 20:48

htdoc skrifaði:
steinarorri skrifaði:Ef þetta er sami galli og hefur verið eiga þeir að skipta honum út sbr tilvitnuna í neytendalögin hér ofar í þræðinum

já þetta er sami gallinn

þannig það er ekki nóg að skipta bara skjánum út, heldur eiga þeir að skipta símanum öllum út

Ryk undir skjá á Optimus one?




Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf htdoc » Lau 14. Apr 2012 21:19

Hargo skrifaði:Elko eru ekki með starfrækt verkstæði, þeir senda bara tækin sín til umboðsaðila merkjanna hér á Íslandi.

Hvað er vandamálið með símann og af hverju var skipt um skjáinn? Hvernig lýsir bilunin sér?


Gerist einstaka sinnum að ég er bara í símanum og allt í einu ef ég ýti á einhvern takka, (segjum t.d. "H") þá kemur endalaust af "H-um" þangað til ég slekk á símanum og kveiki aftur á honum



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf AciD_RaiN » Lau 14. Apr 2012 21:49

Er búinn að vera að fylgjast með þessum þræði alveg frá byrjun og sé það að ég er EKKI að fara að kaupa síma hjá elko...

Ef ég væri í þínum sporum væri ég búinn að tala við lögfræðing ef þú ert alveg pottþéttur á því að þeir séu að brjóta á þínum rétti...


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf Hargo » Lau 14. Apr 2012 21:54

Er þessi sími með takkaborði eða snertiskjá? Hvaða týpa er þetta?

Hver er umboðsaðili LG símanna á Íslandi? Hátækni?

Sennilega fá þeir aldrei bilunina fram þegar hann fer til þeirra á verkstæðinu. Sögðu þeir eitthvað af hverju var skipt um skjáinn? Var eitthvað að honum?




Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf htdoc » Lau 14. Apr 2012 22:40

Hargo skrifaði:Er þessi sími með takkaborði eða snertiskjá? Hvaða týpa er þetta?

Hver er umboðsaðili LG símanna á Íslandi? Hátækni?

Sennilega fá þeir aldrei bilunina fram þegar hann fer til þeirra á verkstæðinu. Sögðu þeir eitthvað af hverju var skipt um skjáinn? Var eitthvað að honum?


LG P350
já snertiskjár
þeir segjast aldrei hafa fengið bilunina fram enda veit ég ekki hvernig þeir ættu að gera það.
Þetta gerist alveg randomly hjá mér, og stundum 2x í viku, stundum 3x í viku, kannski hafa þeir einhvern búnað til að fá svona bilanir fram en annars er eina leiðin bara að nota símann þangað til að þetta komi upp.

Ég hef aldrei vitað til þess að það hafi verið eitthvað að skjánum sérstaklega. Og þeir sögðu mér ekki ástæðuna af hverju það var skipt um skjáinn



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf Hargo » Lau 14. Apr 2012 23:23

Þá hafa þeir líklegast bara skipt um snertiskjáinn þar sem þeir hafa haldið að það gæti verið orsökin án þess að fá bilunina fram.

En líklega er þá bilunin bundið við eitthvað annað, eins og t.d. móðurborð símans. Ég veit reyndar ekki mikið um svona síma en kæmi mér ekki á óvart ef að CPU og RAM væri bara áfast á móðurborðinu í svona litlum tækjum, þannig að ef að skipt væri um móðurborð væri einnig verið að útiloka að bilunin tengdist CPU eða RAM.

Ég var reyndar einu sinni með fartölvu sem gerði þetta, takkar festust inni randomly. Það var búið að skipta um lyklaborð og móðurborð án árangurs. Þegar var prófaður annar örgjörvi í vélinni þá hætti þetta strax. En örgjörvabilanir eru bara mjög sjaldgæfar og því ekki prófað að skipta um hann strax.




Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð (ábyrgð)

Pósturaf htdoc » Fös 04. Maí 2012 17:49

Update í málinu:

Ókei endilega lesið:



Ég keypti snjallsíma (af gerðinni LG - P350) hjá Elko þann 06.05.11.
Ég hef farið með hann í fjögur skipti í viðgerð þar sem bilunin lýsir sér á eftirfarandi hátt:
Þegar ég ýti á takka t.d. þegar ég er að senda sms, þá festist takkinn inni, t.d. ef ég ýti á "h" þá kemur endalaust af "h-um" og ef ég ýti á stroka út takkann þá strokast ekki einn stafur út heldur allir


Það sem var gert í þessum 4 skiptum:
1. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
2. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
3. Bilun fannst ekki - Síminn var uppfærður
4. Bilun fannst - Skipt var um skjá á síma

Þegar ég kem með símann í 4.skipti þá er mér sagt að það eigi að skipta honum út, og tel ég að ég eigi að fá nýjan síma, en þegar ég kem aftur í Elko þá var mér sagt að það var bara skipt um skjá.
Ég fer heim og renni aftur yfir lögin um neytendakaup og eins og einhver var búinn að pósta 30.gr:
Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.


Ég fer aftur í Elko og vil fá nýjan síma eða endurgreitt og fannst mér ég hafa verið svikinn þar sem síminn hafði farið 4 sinnum í viðgerð.
Þar var mér tjáð að það hafi ekki komin fram nein bilun nema í 4.skipti og því telst það vera fyrsta tilraun til að bæta úr sama galla (og því á Elko enn þá inni einn séns til að bæta úr gallanum)

En þetta snýst þá um túlkun á lögunum býst ég við.
Ég sé samt ekki af hverju þeir telji 4.skipti vera fyrstu tilraunina til að bæta úr gallanum því þeir uppfærðu alltaf símann og höfðu fjögur tækifæri til að reyna að gera við símann.


Ath: Tæknivörur sjá um viðgerð á LG vörum frá Elko


Hvað finnst ykkur?




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: [Update-að] Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð

Pósturaf Bjosep » Fös 04. Maí 2012 18:01

Er þetta bilun sem kemur bara stundum eða alltaf? Það er náttúrulega alveg hundleiðinlegt að lenda í þessum bilunum sem koma bara stundum og er ekki hægt að framkalla. Það er líka eins og það sé algerlega ómögulegt að fá bilanirnar fram þegar síminn er kominn aftur í búðina, Jesús mun endurfæðast áður en svona bilun verður framkölluð til að sýna sölumanninum. Reyndar er hugbúnaruppfærsla á hlutum alveg sígild leið til að "laga vandann". Hef alveg lent í þessu með nokkra mp3 spilara, hugbúnaðurinn uppfærður og vonað að vandinn hverfi.

Þú ættir kannski að tala við neytendasamtökin eða leita upplýsinga á vefnum þeirra. Þú ert væntanlega ekki sá fyrsti sem lendir í þessu.

Mín skoðun er samt sú að elko sé búið að afhenda þér símann fjórum sinnum eftir að hafa reynt að bæta gallann. En ég er ekki lögfræðingur.




gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Update-að] Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð

Pósturaf gutti » Fös 04. Maí 2012 18:02

Kvarta til https://www.ns.is/is/content/sami-galli ... pp-itrekad :happy miða sé gert við 2 sinnum þá áttu rétt á nýja eða endurgreitt ef þeir geta ekki gert við síman
tekið af ns.is
18. ágúst 2010

Sami galli kemur upp ítrekað

Hversu oft getur seljandi reynt að bæta úr galla?

Samkvæmt lögum um neytendakaup hefur seljandi tvær tilraunir til þess að bæta úr sama gallanum á vöru. Með þessum tveimur tilraunum getur seljandi annað hvort reynt að gera við vöruna eða afhenda nýja vöru í staðinn. Reyni seljandi tvisvar að gera við vöru án árangurs, eða afhendir tvisvar nýja vöru sem alltaf er gölluð, hefur neytandinn almennt rétt til þess að rifta kaupunum og fá kaupverðið endurgreitt.




Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: [Update-að] Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð

Pósturaf htdoc » Fös 04. Maí 2012 18:31

Bjosep skrifaði:Er þetta bilun sem kemur bara stundum eða alltaf? Það er náttúrulega alveg hundleiðinlegt að lenda í þessum bilunum sem koma bara stundum og er ekki hægt að framkalla. Það er líka eins og það sé algerlega ómögulegt að fá bilanirnar fram þegar síminn er kominn aftur í búðina, Jesús mun endurfæðast áður en svona bilun verður framkölluð til að sýna sölumanninum. Reyndar er hugbúnaruppfærsla á hlutum alveg sígild leið til að "laga vandann". Hef alveg lent í þessu með nokkra mp3 spilara, hugbúnaðurinn uppfærður og vonað að vandinn hverfi.

Þú ættir kannski að tala við neytendasamtökin eða leita upplýsinga á vefnum þeirra. Þú ert væntanlega ekki sá fyrsti sem lendir í þessu.

Mín skoðun er samt sú að elko sé búið að afhenda þér símann fjórum sinnum eftir að hafa reynt að bæta gallann. En ég er ekki lögfræðingur.


Ég sendi bréf á lögfræðing hjá neytendastofnun, hef ekki fengið svar, tekur örugglega einhvern tíma

En já þetta er bilun sem kemur bara stundum, kannski einu sinni í viku, kannski tvisvar í viku, kannski einu sinni á tveggja vikna tímabili
Og þegar bilunin kemur fram þá er það eina sem ég get gert er að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: [Update-að] Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð

Pósturaf Tbot » Fös 04. Maí 2012 18:39

htdoc skrifaði:
Bjosep skrifaði:Er þetta bilun sem kemur bara stundum eða alltaf? Það er náttúrulega alveg hundleiðinlegt að lenda í þessum bilunum sem koma bara stundum og er ekki hægt að framkalla. Það er líka eins og það sé algerlega ómögulegt að fá bilanirnar fram þegar síminn er kominn aftur í búðina, Jesús mun endurfæðast áður en svona bilun verður framkölluð til að sýna sölumanninum. Reyndar er hugbúnaruppfærsla á hlutum alveg sígild leið til að "laga vandann". Hef alveg lent í þessu með nokkra mp3 spilara, hugbúnaðurinn uppfærður og vonað að vandinn hverfi.

Þú ættir kannski að tala við neytendasamtökin eða leita upplýsinga á vefnum þeirra. Þú ert væntanlega ekki sá fyrsti sem lendir í þessu.

Mín skoðun er samt sú að elko sé búið að afhenda þér símann fjórum sinnum eftir að hafa reynt að bæta gallann. En ég er ekki lögfræðingur.


Ég sendi bréf á lögfræðing hjá neytendastofnun, hef ekki fengið svar, tekur örugglega einhvern tíma

En já þetta er bilun sem kemur bara stundum, kannski einu sinni í viku, kannski tvisvar í viku, kannski einu sinni á tveggja vikna tímabili
Og þegar bilunin kemur fram þá er það eina sem ég get gert er að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur.


Bilanir sem koma stundum fram er einhvert það erfiðasta sem hægt er.
Þín mistök eru að slökkva á símanum þegar bilun kemur fram.




Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: [Update-að] Hversu oft má fyrirtæki taka hlut í viðgerð

Pósturaf htdoc » Fös 04. Maí 2012 19:00

Tbot skrifaði:
htdoc skrifaði:
Bjosep skrifaði:Er þetta bilun sem kemur bara stundum eða alltaf? Það er náttúrulega alveg hundleiðinlegt að lenda í þessum bilunum sem koma bara stundum og er ekki hægt að framkalla. Það er líka eins og það sé algerlega ómögulegt að fá bilanirnar fram þegar síminn er kominn aftur í búðina, Jesús mun endurfæðast áður en svona bilun verður framkölluð til að sýna sölumanninum. Reyndar er hugbúnaruppfærsla á hlutum alveg sígild leið til að "laga vandann". Hef alveg lent í þessu með nokkra mp3 spilara, hugbúnaðurinn uppfærður og vonað að vandinn hverfi.

Þú ættir kannski að tala við neytendasamtökin eða leita upplýsinga á vefnum þeirra. Þú ert væntanlega ekki sá fyrsti sem lendir í þessu.

Mín skoðun er samt sú að elko sé búið að afhenda þér símann fjórum sinnum eftir að hafa reynt að bæta gallann. En ég er ekki lögfræðingur.


Ég sendi bréf á lögfræðing hjá neytendastofnun, hef ekki fengið svar, tekur örugglega einhvern tíma

En já þetta er bilun sem kemur bara stundum, kannski einu sinni í viku, kannski tvisvar í viku, kannski einu sinni á tveggja vikna tímabili
Og þegar bilunin kemur fram þá er það eina sem ég get gert er að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur.


Bilanir sem koma stundum fram er einhvert það erfiðasta sem hægt er.
Þín mistök eru að slökkva á símanum þegar bilun kemur fram.


síminn væri orðinn batteríslaus áður en ég gæti farið með hann í Elko, þar sem takkinn festist inní þá dökknar aldrei skjárinn og síminn er alltaf að vinna og batteríið fer fljótt
en ég er með myndband þegar þetta gerðist einu sinni,

Og athugaðu eitt, mér var sagt að eftir að það líða 6 mánuðir eftir að fyrsta viðgerð átti sér stað þá þarf neytandi að sýna fram á bilunina,
ég hefði getað sýnt þeim myndbandið en þau báðu mig aldrei um það