meniga.is - skilmálarnir
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
meniga.is - skilmálarnir
Ég heyrði í fréttum um daginn að ótrúlega stór partur af þjóðinni væri farin að nota þetta bókhald sem beintengir sig á heimabankann þinn.
Mín fyrsta hugsun var auðvitað sú hvað hangir á spítunni, svo áðan var ég að spá í að skrá mig og til að skoða en eftir að hafa lesið skilmálana (sem maður gerir ekki oft) þá ákvað ég að sleppa því.
Til dæmis:
Þeir segja í skilmálunum meðal annars:
Meniga mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar eða fjárhagsupplýsingar (færslur) notenda til þriðja aðila.
Og ef þið lesið aðeins neðar:
Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér einnig rétt til að afhenda upplýsingar notenda til þriðja aðila ef:
Meniga ber að gera það samkvæmt lögum.
Meniga er keypt eða sameinast öðru fyrirtæki en aðeins í samræmi við ákvæði þessarar öryggisstefnu (þannig að nýja fyrirtækið reki sambærilega þjónustu áfram með sömu skilmálum).
Og neðar þá er sagt:
Notendur Meniga veita upplýst samþykki sitt fyrir því að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að skráningar- og/eða fjárhagsupplýsingum sínum í tilgangi sem er í samræmi við markmið og þjónustu vefsins (t.d. til að útvíkka þjónustuna með hjálp þriðja aðila)
Mér finnst þetta allt í meira lagi loðið, eins og treyst sé á að engin nenni að lesa skilmála og þeir fáu sem nenna því séu of heimskir til að skilja þá.
Og þrátt fyrir að lofa í upphafi að framvísa ekki upplýsingum til þriðja aðlila er hamrað á því neðar í skilmálunum að notandinn samþykki að þriðji aðilinn fái upplýsingarnar, meira að segja verður auglýsendum stýrt á markhópa efir neyslumynstri viðkomandi! Er persónuvernd virkilega búin að samþykkja þetta?
http://www.meniga.is/Pages/Details/14
Skilmálar, merki með rauðu þar sem mér finnst þeir vera með "loðna" skilmála eða skilmála sem ég vil ekki samþykkja:
Öryggis- og persónuverndarstefna
Traust er lykilatriði í öllum rekstri Meniga og þess vegna leggur Meniga ofuráherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Ennfremur kappkostar Meniga að fræða notendur um öryggismál og hvernig unnið er með upplýsingar þeirra svo enginn þurfi að efast um að Meniga gangi lengra en flestir til að gæta öryggis og tryggja að unnið sé með upplýsingar fólks á öruggan, eðlilegan, löglegan, ábyrgan og siðlegan hátt. Öryggis- og persónuverndarstefna og öryggismál Meniga eru í sífelldri endurskoðun til að tryggja að ströngustu kröfum sé ávallt fylgt og mun Meniga, eftir atvikum, leitast við að láta óháða vottunaraðila reglulega taka út öryggismálin.
1. Gagnaöryggi og aðgangsstjórnun sem jafnast á við bankaöryggi
Öll samskipti eru dulkóðuð, bæði við notendur og banka (auðkennt í vafranum með „https“ forskeyti á undan vefslóðinni og mynd af hengilás).
Gagnagrunnar Meniga.is eru dulkóðaðir.
Aðgangsstjórnun er að mestu leyti eins og í netbanka, t.d. sjálfvirk útskráning eftir 15 mínútur, kröfur um „öruggt“ lykilorð o.fl.
Vefurinn og gagnagrunnar hans eru hýstir í læstu og vöktuðu herbergi hjá öryggisvottuðum hýsingaraðila. Núverandi hýsingaraðili Meniga er Skýrr hf sem er með ISO-27001 öryggisvottun.
Upplýsingar notenda eru eingöngu aðgengilegar, og eingöngu eftir þörfum, starfsfólki Meniga sem starfar við að reka, þróa, eða bæta þjónustuna. Allir starfsmenn Meniga eru með hreint sakavottorð og bundnir þagnarskyldu um allt sem þeir kunna að verða áskynja um hagi notenda. Meniga rekur virkt eftirlit með starfsmönnum og áskilur sér rétt til að kæra öll brot á þagnarskyldu til viðeigandi yfirvalda. Eftirlit Meniga er m.a. fólgið í því að allur aðgangur starfsmanna að gögnum notenda er skráður í gagnagrunn svo öryggisstjóri Meniga geti ávallt séð hverjir hafa skoðað upplýsingar.
Öryggisstjórar íslenskra fjármálastofnana sem Meniga á í samstarfi við hafa farið yfir öryggismál Meniga og staðfest fyrir sitt leyti að Meniga uppfylli ströngustu öryggiskröfur.
Meniga hefur tvenns konar öryggisvottun:
Eitt af örfáum íslenskum fyrirtækjum sem er með EV SSL skírteini fyrir dulkóðuð netsamskipti frá Verisign (auðkennt í nýlegum vöfrum með grænum lit í vefslóðarreit).
„Hacker-safe“ vottun frá MacAfee sem staðfestir að ekki sé hægt að nota þekktar aðferðir til að brjótast inn í vefþjóna Meniga.is.
2. Persónugreinanlegar upplýsingar í algeru lágmarki
Stefna Meniga er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þjónustuna. Ekki er t.d. beðið um nafn, kennitölu, heimilisfang eða aðrar persónuupplýsingar. Til að geta átt samskipti við notendur óskar Meniga þó eftir netfangi, sem í sumum tilvikum getur verið persónugreinanlegt (notendur geta þó valið að nota ópersónugreinanlegt netfang). Notendur geta einnig valið að láta Meniga í té farsímanúmer ef þeir kjósa að fá send textaboð í símann sinn. Ef notendur nota ópersónugreinanlegt netfang og láta Meniga ekki hafa farsímanúmer þá hefur Meniga engar persónugreinanlegar upplýsingar undir höndum um notendur.
Meniga hefur aðgang að færsluupplýsingum en ekki bankareikningsnúmerum eða greiðslukortanúmerum (að beiðni Meniga láta fjármálastofnanir okkur hafa brengluð reikningsnúmer og greiðslukortanúmer þegar gögn eru sótt til þeirra).
Þrátt fyrir þetta og í ljósi þess að Meniga hefur aðgang að ítarlegum fjárhagsupplýsingum mun Meniga meðhöndla allar upplýsingar notenda sem persónuupplýsingar væru og starfa að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Meniga hefur tilkynnt Persónuvernd um starfsemi sína eins og lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gera ráð fyrir.
3. Eingöngu lesaðgangur að bankareikningum og greiðslukortum
Meniga hefur ekki aðgang að framkvæmd neinna fjárhagslegra aðgerða fyrir hönd notenda. Meniga hefur eingöngu (með leyfi notenda) lesaðgang að færslum.
Notendur geta afturkallað aðgang að reikningum og greiðslukortum hvenær sem er í netbankanum sínum.
4. Meniga ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan, eða ósiðlegan hátt
Meniga mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar eða fjárhagsupplýsingar (færslur) notenda til þriðja aðila.
Meniga mun aldrei láta samskiptaupplýsingar notenda (t.d. netfang eða farsímanúmer) í té þriðja aðila nema hugsanlega samstarfsaðilum sínum sem taka þátt í að veita þjónustuna (t.d. bönkum og fjármálastofnunum) og aldrei í öðrum tilgangi en að eiga hófleg og eðlileg samskipti við notendur vegna aðgangs þeirra og notkunar á Meniga.is.
Notendur (en ekki Meniga) eiga sínar persónu- og fjárhagsupplýsingar og hafa einir aðgang að þeim (með innskráningu á Meniga.is). Allar upplýsingar sem notendur láta Meniga í té eða sem Meniga sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila (t.d. upplýsingar um færslur af bankareikningum og greiðslukortum) eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi hægt sé að veita notendum þjónustuna.
Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í viðskiptalegum tilgangi eða afhenda þriðja aðila af málaefnalegum og gildum ástæðum, t.d. sem hér segir:
Vegna rannsókna ábyrgra aðila á fjármálahegðun.
Sem hluta af þjónustu Meniga.is, t.d. til að notendur geti borið sitt neyslumynstur saman við meðaltöl annarra notenda síðunnar.
Svo að Meniga geti upplýst auglýsendur á Meniga.is og aðra samstarfsaðila um samsetningu og neysluhegðun notenda síðunnar. T.d. kann Meniga að upplýsa auglýsendur eða samstarfsaðila um hversu hátt hlutfall notenda kaupir tiltekna vöru eða þjónustu eða að bjóða auglýsendum að auglýsing þeirra birtist bara hjá vissum hópi notenda sem uppfyllir ákveðin (ópersónugreinanleg) skilyrði ef Meniga telur það ekki ganga gegn hagsmunum notenda.
Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér einnig rétt til að afhenda upplýsingar notenda til þriðja aðila ef:
Meniga ber að gera það samkvæmt lögum.
Meniga er keypt eða sameinast öðru fyrirtæki en aðeins í samræmi við ákvæði þessarar öryggisstefnu (þannig að nýja fyrirtækið reki sambærilega þjónustu áfram með sömu skilmálum).
Notendur Meniga veita upplýst samþykki sitt fyrir því að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að skráningar- og/eða fjárhagsupplýsingum sínum í tilgangi sem er í samræmi við markmið og þjónustu vefsins (t.d. til að útvíkka þjónustuna með hjálp þriðja aðila). Slíkt verður þó aldrei gert nema ef Meniga telur viðkomandi aðila uppfylla sambærilegar kröfur og hér koma fram um öryggismál og meðferð upplýsinga.
Til að geta veitt þjónustuna ókeypis reiðir Meniga sig að hluta á auglýsingar til að fjármagna reksturinn. Allar auglýsingar á Meniga.is eru skýrt merktar og afmarkaðar frá ritstýrðu efni, eins og t.d. sparnaðarráðum og hagnýtum upplýsingum. Í sumum tilfellum kann Meniga að bjóða auglýsendum að birtingu auglýsinga sé stjórnað þannig að auglýsingin birtist aðeins hjá þeim notendum sem eru líklegir, út frá neyslumynstri sínu, til að hafa áhuga á auglýsingunni. Þetta er þó aldrei gert ef Meniga telur það ekki þjóna hagsmunum notenda.
Þegar notendur heimsækja vefsvæði Meniga.is kann Meniga að safna tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á Meniga.is, tímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Þess konar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að bæta upplifun notenda af þjónustunni, t.d. með því að bæta hönnun þjónustunnar eða láta notendur vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum í búnaði þeirra.
Þegar notendur loka aðgangi sínum að vefsvæði Meniga verður öllum upplýsingum sem þeim tilheyra umsvifalaust eytt úr tölvukerfum Meniga. Þó kunna upplýsingar um notendur að vera til á dulkóðuðu formi í öryggisafritum af gagnagrunnum Meniga í allt að tvo mánuði eftir að aðgangi er lokað.
Notendaskilmálar og öryggisstefna Meniga verður ávallt aðgengileg á vefsvæðinu Meniga.is. Meniga áskilur sér rétt til að breyta öryggisstefnu þessari af og til eins og þurfa þykir.
Ekki hika við að hafa samband á oryggismal (hjá) meniga.is ef það vakna einhverjar spurningar um öryggismál eða meðferð upplýsinga.
Mín fyrsta hugsun var auðvitað sú hvað hangir á spítunni, svo áðan var ég að spá í að skrá mig og til að skoða en eftir að hafa lesið skilmálana (sem maður gerir ekki oft) þá ákvað ég að sleppa því.
Til dæmis:
Þeir segja í skilmálunum meðal annars:
Meniga mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar eða fjárhagsupplýsingar (færslur) notenda til þriðja aðila.
Og ef þið lesið aðeins neðar:
Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér einnig rétt til að afhenda upplýsingar notenda til þriðja aðila ef:
Meniga ber að gera það samkvæmt lögum.
Meniga er keypt eða sameinast öðru fyrirtæki en aðeins í samræmi við ákvæði þessarar öryggisstefnu (þannig að nýja fyrirtækið reki sambærilega þjónustu áfram með sömu skilmálum).
Og neðar þá er sagt:
Notendur Meniga veita upplýst samþykki sitt fyrir því að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að skráningar- og/eða fjárhagsupplýsingum sínum í tilgangi sem er í samræmi við markmið og þjónustu vefsins (t.d. til að útvíkka þjónustuna með hjálp þriðja aðila)
Mér finnst þetta allt í meira lagi loðið, eins og treyst sé á að engin nenni að lesa skilmála og þeir fáu sem nenna því séu of heimskir til að skilja þá.
Og þrátt fyrir að lofa í upphafi að framvísa ekki upplýsingum til þriðja aðlila er hamrað á því neðar í skilmálunum að notandinn samþykki að þriðji aðilinn fái upplýsingarnar, meira að segja verður auglýsendum stýrt á markhópa efir neyslumynstri viðkomandi! Er persónuvernd virkilega búin að samþykkja þetta?
http://www.meniga.is/Pages/Details/14
Skilmálar, merki með rauðu þar sem mér finnst þeir vera með "loðna" skilmála eða skilmála sem ég vil ekki samþykkja:
Öryggis- og persónuverndarstefna
Traust er lykilatriði í öllum rekstri Meniga og þess vegna leggur Meniga ofuráherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Ennfremur kappkostar Meniga að fræða notendur um öryggismál og hvernig unnið er með upplýsingar þeirra svo enginn þurfi að efast um að Meniga gangi lengra en flestir til að gæta öryggis og tryggja að unnið sé með upplýsingar fólks á öruggan, eðlilegan, löglegan, ábyrgan og siðlegan hátt. Öryggis- og persónuverndarstefna og öryggismál Meniga eru í sífelldri endurskoðun til að tryggja að ströngustu kröfum sé ávallt fylgt og mun Meniga, eftir atvikum, leitast við að láta óháða vottunaraðila reglulega taka út öryggismálin.
1. Gagnaöryggi og aðgangsstjórnun sem jafnast á við bankaöryggi
Öll samskipti eru dulkóðuð, bæði við notendur og banka (auðkennt í vafranum með „https“ forskeyti á undan vefslóðinni og mynd af hengilás).
Gagnagrunnar Meniga.is eru dulkóðaðir.
Aðgangsstjórnun er að mestu leyti eins og í netbanka, t.d. sjálfvirk útskráning eftir 15 mínútur, kröfur um „öruggt“ lykilorð o.fl.
Vefurinn og gagnagrunnar hans eru hýstir í læstu og vöktuðu herbergi hjá öryggisvottuðum hýsingaraðila. Núverandi hýsingaraðili Meniga er Skýrr hf sem er með ISO-27001 öryggisvottun.
Upplýsingar notenda eru eingöngu aðgengilegar, og eingöngu eftir þörfum, starfsfólki Meniga sem starfar við að reka, þróa, eða bæta þjónustuna. Allir starfsmenn Meniga eru með hreint sakavottorð og bundnir þagnarskyldu um allt sem þeir kunna að verða áskynja um hagi notenda. Meniga rekur virkt eftirlit með starfsmönnum og áskilur sér rétt til að kæra öll brot á þagnarskyldu til viðeigandi yfirvalda. Eftirlit Meniga er m.a. fólgið í því að allur aðgangur starfsmanna að gögnum notenda er skráður í gagnagrunn svo öryggisstjóri Meniga geti ávallt séð hverjir hafa skoðað upplýsingar.
Öryggisstjórar íslenskra fjármálastofnana sem Meniga á í samstarfi við hafa farið yfir öryggismál Meniga og staðfest fyrir sitt leyti að Meniga uppfylli ströngustu öryggiskröfur.
Meniga hefur tvenns konar öryggisvottun:
Eitt af örfáum íslenskum fyrirtækjum sem er með EV SSL skírteini fyrir dulkóðuð netsamskipti frá Verisign (auðkennt í nýlegum vöfrum með grænum lit í vefslóðarreit).
„Hacker-safe“ vottun frá MacAfee sem staðfestir að ekki sé hægt að nota þekktar aðferðir til að brjótast inn í vefþjóna Meniga.is.
2. Persónugreinanlegar upplýsingar í algeru lágmarki
Stefna Meniga er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þjónustuna. Ekki er t.d. beðið um nafn, kennitölu, heimilisfang eða aðrar persónuupplýsingar. Til að geta átt samskipti við notendur óskar Meniga þó eftir netfangi, sem í sumum tilvikum getur verið persónugreinanlegt (notendur geta þó valið að nota ópersónugreinanlegt netfang). Notendur geta einnig valið að láta Meniga í té farsímanúmer ef þeir kjósa að fá send textaboð í símann sinn. Ef notendur nota ópersónugreinanlegt netfang og láta Meniga ekki hafa farsímanúmer þá hefur Meniga engar persónugreinanlegar upplýsingar undir höndum um notendur.
Meniga hefur aðgang að færsluupplýsingum en ekki bankareikningsnúmerum eða greiðslukortanúmerum (að beiðni Meniga láta fjármálastofnanir okkur hafa brengluð reikningsnúmer og greiðslukortanúmer þegar gögn eru sótt til þeirra).
Þrátt fyrir þetta og í ljósi þess að Meniga hefur aðgang að ítarlegum fjárhagsupplýsingum mun Meniga meðhöndla allar upplýsingar notenda sem persónuupplýsingar væru og starfa að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Meniga hefur tilkynnt Persónuvernd um starfsemi sína eins og lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gera ráð fyrir.
3. Eingöngu lesaðgangur að bankareikningum og greiðslukortum
Meniga hefur ekki aðgang að framkvæmd neinna fjárhagslegra aðgerða fyrir hönd notenda. Meniga hefur eingöngu (með leyfi notenda) lesaðgang að færslum.
Notendur geta afturkallað aðgang að reikningum og greiðslukortum hvenær sem er í netbankanum sínum.
4. Meniga ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan, eða ósiðlegan hátt
Meniga mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar eða fjárhagsupplýsingar (færslur) notenda til þriðja aðila.
Meniga mun aldrei láta samskiptaupplýsingar notenda (t.d. netfang eða farsímanúmer) í té þriðja aðila nema hugsanlega samstarfsaðilum sínum sem taka þátt í að veita þjónustuna (t.d. bönkum og fjármálastofnunum) og aldrei í öðrum tilgangi en að eiga hófleg og eðlileg samskipti við notendur vegna aðgangs þeirra og notkunar á Meniga.is.
Notendur (en ekki Meniga) eiga sínar persónu- og fjárhagsupplýsingar og hafa einir aðgang að þeim (með innskráningu á Meniga.is). Allar upplýsingar sem notendur láta Meniga í té eða sem Meniga sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila (t.d. upplýsingar um færslur af bankareikningum og greiðslukortum) eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi hægt sé að veita notendum þjónustuna.
Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í viðskiptalegum tilgangi eða afhenda þriðja aðila af málaefnalegum og gildum ástæðum, t.d. sem hér segir:
Vegna rannsókna ábyrgra aðila á fjármálahegðun.
Sem hluta af þjónustu Meniga.is, t.d. til að notendur geti borið sitt neyslumynstur saman við meðaltöl annarra notenda síðunnar.
Svo að Meniga geti upplýst auglýsendur á Meniga.is og aðra samstarfsaðila um samsetningu og neysluhegðun notenda síðunnar. T.d. kann Meniga að upplýsa auglýsendur eða samstarfsaðila um hversu hátt hlutfall notenda kaupir tiltekna vöru eða þjónustu eða að bjóða auglýsendum að auglýsing þeirra birtist bara hjá vissum hópi notenda sem uppfyllir ákveðin (ópersónugreinanleg) skilyrði ef Meniga telur það ekki ganga gegn hagsmunum notenda.
Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér einnig rétt til að afhenda upplýsingar notenda til þriðja aðila ef:
Meniga ber að gera það samkvæmt lögum.
Meniga er keypt eða sameinast öðru fyrirtæki en aðeins í samræmi við ákvæði þessarar öryggisstefnu (þannig að nýja fyrirtækið reki sambærilega þjónustu áfram með sömu skilmálum).
Notendur Meniga veita upplýst samþykki sitt fyrir því að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að skráningar- og/eða fjárhagsupplýsingum sínum í tilgangi sem er í samræmi við markmið og þjónustu vefsins (t.d. til að útvíkka þjónustuna með hjálp þriðja aðila). Slíkt verður þó aldrei gert nema ef Meniga telur viðkomandi aðila uppfylla sambærilegar kröfur og hér koma fram um öryggismál og meðferð upplýsinga.
Til að geta veitt þjónustuna ókeypis reiðir Meniga sig að hluta á auglýsingar til að fjármagna reksturinn. Allar auglýsingar á Meniga.is eru skýrt merktar og afmarkaðar frá ritstýrðu efni, eins og t.d. sparnaðarráðum og hagnýtum upplýsingum. Í sumum tilfellum kann Meniga að bjóða auglýsendum að birtingu auglýsinga sé stjórnað þannig að auglýsingin birtist aðeins hjá þeim notendum sem eru líklegir, út frá neyslumynstri sínu, til að hafa áhuga á auglýsingunni. Þetta er þó aldrei gert ef Meniga telur það ekki þjóna hagsmunum notenda.
Þegar notendur heimsækja vefsvæði Meniga.is kann Meniga að safna tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á Meniga.is, tímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Þess konar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að bæta upplifun notenda af þjónustunni, t.d. með því að bæta hönnun þjónustunnar eða láta notendur vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum í búnaði þeirra.
Þegar notendur loka aðgangi sínum að vefsvæði Meniga verður öllum upplýsingum sem þeim tilheyra umsvifalaust eytt úr tölvukerfum Meniga. Þó kunna upplýsingar um notendur að vera til á dulkóðuðu formi í öryggisafritum af gagnagrunnum Meniga í allt að tvo mánuði eftir að aðgangi er lokað.
Notendaskilmálar og öryggisstefna Meniga verður ávallt aðgengileg á vefsvæðinu Meniga.is. Meniga áskilur sér rétt til að breyta öryggisstefnu þessari af og til eins og þurfa þykir.
Ekki hika við að hafa samband á oryggismal (hjá) meniga.is ef það vakna einhverjar spurningar um öryggismál eða meðferð upplýsinga.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Vanhæf ríkisstjórn? hahaha
Nei ég ætla ekki að hafa samand, ég hætti hins vegar við að skrá mig þarna.
Vil ekki að debetkorta notkunin mín verði að söluvöru, og þegar fyrirtæki tengt fjármálaþjónustu og bönkum segir
Ekki eftir allt sem á undan hefur gengið í þjóðfélaginu undanfarin ár.
Nei ég ætla ekki að hafa samand, ég hætti hins vegar við að skrá mig þarna.
Vil ekki að debetkorta notkunin mín verði að söluvöru, og þegar fyrirtæki tengt fjármálaþjónustu og bönkum segir
þá treysti ég ekki.Meniga ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan, eða ósiðlegan hátt
Ekki eftir allt sem á undan hefur gengið í þjóðfélaginu undanfarin ár.
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
hvað ætla þeir að gera??? sýna hvernig ég eiði peningunum. ÚÚÚ do the best you can
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Re: meniga.is - skilmálarnir
biturk skrifaði:hvað ætla þeir að gera??? sýna hvernig ég eiði peningunum. ÚÚÚ do the best you can
Málið snýst ekkert endilega um það hvað þeir ÆTLA að gera heldur meira hvað þeir GETA gert.
Ég efast afskaplega takmarkað um það að meniga sé ekki að fara að nýta sér þessi ákvæði til þess að selja persónuupplýsingar eins grimmt og þeir geta.
Er þetta dæmi ekki líka frítt fyrir notendur?
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Bjosep skrifaði:biturk skrifaði:hvað ætla þeir að gera??? sýna hvernig ég eiði peningunum. ÚÚÚ do the best you can
Málið snýst ekkert endilega um það hvað þeir ÆTLA að gera heldur meira hvað þeir GETA gert.
Ég efast afskaplega takmarkað um það að meniga sé ekki að fara að nýta sér þessi ákvæði til þess að selja persónuupplýsingar eins grimmt og þeir geta.
Er þetta dæmi ekki líka frítt fyrir notendur?
já en hvað á þetta að geta gert fyrir aðra, á hvaða átt ætlar einhver að gera eitthvað sem skiptir mig máli með að sjá hvernig ég eiði peningunum mínum? fjármálin mín eru ekkert leindarmál
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Re: meniga.is - skilmálarnir
ekki-biturk skrifaði:mér er alveg sama þó svo smokkar kosti 5000 krónur stykkið, skiptir mig engu máli, konan er á pillunni ... held ég
Þó svo að það skipti þig kannski engu máli hvort þessar upplýsingar verði misnotaðar á alla mögulega vegu að þá skiptir það mögulega alla aðra máli.
Re: meniga.is - skilmálarnir
Hvað þú eyðir peningunum þínum í kallast neysla. Neyslan þín segir rosalega mikið um þig. Ef einhver getur fengið þessar upplýsingar og notfært sér þær (hugsanlega "til að hjálpa þér eða öðrum"). Finnst þér það allt í lagi?biturk skrifaði:já en hvað á þetta að geta gert fyrir aðra, á hvaða átt ætlar einhver að gera eitthvað sem skiptir mig máli með að sjá hvernig ég eiði peningunum mínum? fjármálin mín eru ekkert leindarmál
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
dori skrifaði:Hvað þú eyðir peningunum þínum í kallast neysla. Neyslan þín segir rosalega mikið um þig. Ef einhver getur fengið þessar upplýsingar og notfært sér þær (hugsanlega "til að hjálpa þér eða öðrum"). Finnst þér það allt í lagi?biturk skrifaði:já en hvað á þetta að geta gert fyrir aðra, á hvaða átt ætlar einhver að gera eitthvað sem skiptir mig máli með að sjá hvernig ég eiði peningunum mínum? fjármálin mín eru ekkert leindarmál
ég bara get ekki séð hvernig einhver getur notfært sér þær og það komi niður á mér
ef það hjálpar einhverjum að skoða hvernig ég sinni fjármáluinum þá er það frábært en ég get samt ekki séð að á nokkurn hátt að það geti skaðað mig
Bjosep skrifaði:ekki-biturk skrifaði:mér er alveg sama þó svo smokkar kosti 5000 krónur stykkið, skiptir mig engu máli, konan er á pillunni ... held ég
Þó svo að það skipti þig kannski engu máli hvort þessar upplýsingar verði misnotaðar á alla mögulega vegu að þá skiptir það mögulega alla aðra máli.
úú rosalega ertu málefnalegur, fynnst eins og ég hafi upplifað þetta áður þegar þú skrifar
á hvaða veg er hægt að misnota þessar upplýsingar þannig að þær skaði mig eða þig?
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
- Reputation: 12
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Ég verð nú bara að segja að mér finnast þetta ágætir skilmálar, svo þeir séu súmeraðir upp eins og ég skil þá:
Grunngöngin (persónugreinanlegu gögnin) = Ég á þau
Tölfræði (ópersónugreinanlega gögn) = Meniga má nota að vild
Þetta má t.d. sjá á vefnum þeirra þar sem neyslan þín er borin samanvið aðra hópa og þú getur séð hvernig þú stendur gagnvart þeim, þarna eru þeir greinilega að nota sér tölfræði uppúr grunngögnunum en þar er ekki um neinar persónulegar upplýsingar að ræða.
Einnig mættu þeir selja tölfræðigreinar uppúr gögnunum, en þeir mætu ekki selja úrtak með einstaklingsupplýsingum.
Svona skil ég þetta allavegna, en það má vel vera að ég sé að misskilja þetta eitthvað.
Og með auglýsingarnar, það er sennilega það sem er næst því að verið sé að nota persónugreinanlegarupplýsingar, að þá er ég að vísu á þeirri skoðun að mér finnst betra að ef það byrtast auglýsingar, að þá eiga þær að vera að auglýsa eitthvað sem mér gæti þótt áhugavert, t.d. að það byrtist auglýsingar um tölvudót á meniga en ekki um hestamennsku eða eitthvað (ég átta mig á því að þannig er ég hugsanlega að lokast inní neysluboxi vanans og heimsmynd mín staðni, en það er áhætt sem er stærri spurning en bara meniga, en auðvita umræða sem á rétt á sér)
Grunngöngin (persónugreinanlegu gögnin) = Ég á þau
Tölfræði (ópersónugreinanlega gögn) = Meniga má nota að vild
Þetta má t.d. sjá á vefnum þeirra þar sem neyslan þín er borin samanvið aðra hópa og þú getur séð hvernig þú stendur gagnvart þeim, þarna eru þeir greinilega að nota sér tölfræði uppúr grunngögnunum en þar er ekki um neinar persónulegar upplýsingar að ræða.
Einnig mættu þeir selja tölfræðigreinar uppúr gögnunum, en þeir mætu ekki selja úrtak með einstaklingsupplýsingum.
Svona skil ég þetta allavegna, en það má vel vera að ég sé að misskilja þetta eitthvað.
Og með auglýsingarnar, það er sennilega það sem er næst því að verið sé að nota persónugreinanlegarupplýsingar, að þá er ég að vísu á þeirri skoðun að mér finnst betra að ef það byrtast auglýsingar, að þá eiga þær að vera að auglýsa eitthvað sem mér gæti þótt áhugavert, t.d. að það byrtist auglýsingar um tölvudót á meniga en ekki um hestamennsku eða eitthvað (ég átta mig á því að þannig er ég hugsanlega að lokast inní neysluboxi vanans og heimsmynd mín staðni, en það er áhætt sem er stærri spurning en bara meniga, en auðvita umræða sem á rétt á sér)
Re: meniga.is - skilmálarnir
Mer synist þetta vera orðið spurning um hvort það er i lagi að peronugera auglysingar ut fra neyslumynstri
Kubbur.Digital
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
kubbur skrifaði:Mer synist þetta vera orðið spurning um hvort það er i lagi að peronugera auglysingar ut fra neyslumynstri
Þá þurfa þeir sem kaupa þínar persónulegu upplýsingar af meniga ( sem er ekki í boði sýnist mér) að ná að tengja þig á netinu við þennan prófíl. Þannig að kaupandinn þyrfti líklega líka að fá aðgangsskrár frá Meninga eða upplýsingar frá internetþjónustuaðilanum þínum, til að geta tengt IP töluna við þig.
Miklu líklegra og eðlilegar er að þessar upplýsingar séu einmitt notaðar sem "tölfræði", þær eru miklu verðmætari í miklu magni, en fyrir staka einstaklinga. Mun áhugaverðara að sjá í hvað fólk með tekjur á bilinu 400-450 þúsund eyðir peningunum í heldur en að sjá í hvað Jón Jónsson eyðir peningunum í.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Með fyrirvara um að mér finnst skilmálar Meniga ekkert sérstaklega galnir, miðað við upplýsingarnar sem er verið að vinna úr.
Ekkert athugavert við að Meniga setji t.d. fyrirvara um að ef þeir sameinist öðru fyrirtæki. Annað væri einfaldlega ekki hægt.
En ég hef hinsvegar skoðun á einstaka athugasemdum.
Þú getur svosem gert upp við sjálfan þig hvort þessar upplýsingar munu skaða þig nú eða seinna, en að halda því fram að svona upplýsingar geti ekki skaðað neinn (getur ekki séð hvernig þetta getur skaðað viðmælanda þinn "eða þig?") er fáránlegt.
Á sama tíma og við (litlu íslendingarnir) lifðum í þeirri sápukúlu að allir séu heiðarlegir og vingjarnlegir, þá voru vinnuveitendur erlendis löngu byrjaðir að "googla" atvinnumsækjendur, skoða facebook, myspace og friendster prófíla og hvaðeina. Og svo jafnvel meina þeim um vinnu byggt á upplýsingum sem jafnvel er bannað að spyrja um í atvinnuviðtali (eins og hvers trúar viðkomandi er).
Það hafa jafnvel sprottið upp "þjónustur" sem gera þetta fyrir fyrirtæki, finna upplýsingar og búa til prófíl fyrir viðkomandi atvinnuumsækjanda...
Nú mörgum árum seinna eru íslenskir atvinnuveitendur "loksins" byrjaðir að googla umsækjendur áður en þeir eru ráðnir, til að vega og meta "hvernig einstaklingur" viðkomandi sé.
Ein af mörgum umræðum sem eru í gangi núna í BNA er hvort að vinnuveitendur eigi að fá upplýsingar um það þegar kona fer til læknis og biður um pilluna.
En vegna trúarlegra ástæðna þá sumir hópar á móti pillunni, og upp hafa risið talsmenn þessa sem finndist þetta allt í lagi því þá gæti það sleppt því að ráða konur sem væru ekki nógu biblíulegar.
Og þú heldur í alvörunni að upplýsingar um neyslumynstur sé ekki hægt að nota gegn fólki?
Það er engin ástæða til að slaka á öryggiskröfum gagnvart fyrirtækjum sem hafa persónugreinalegar upplýsingar um fólk.
Umræða sem fer of lítið fyrir... En ég er annarrar skoðunnar. Því ég missi pottþétt af fullt af áhugaverðu efni þegar veitur eru farnar að ákveða hvaða auglýsingar ég sé byggt á því hvað veiturnar halda að ég vilji sjá.
Ég er nett leiður að sjá sömu 5 auglýsingarnar á öllum síðum sem ég fer á, sé aldrei neitt annað.
Og verra þykir mér þegar leitarvélar ætla að hafa svona vit fyrir mér líka, gerir leitina ekkert alltaf auðveldari.
Hægt að útfæra þetta á ótal vegu...
Það má líka hafa það í huga að bæði Google og Facebook fylgjast með næstum hverju skrefi sem þú tekur "online". Bæði fyrirtækin fá að vita í hvert sinn sem þú ferð á mbl.is t.d., og bæði fyrirtækin fá að vita í hvert sinn sem þú ferð á visir.is, bleikt.is og ýmsar aðrar síður.
Ef að fyrirtæki væri á annað borð í þessum business, að kaupa persónugreinalegar upplýsingar oþh, þá væru líkur á að það fyrirtæki væri eflaust komið með nóg af gögnum annarsstaðar frá til að vita hver þú ert "á netinu".
Ég á nú ekki von á að Meniga stefni á að fara að selja þessar upplýsingar, en svo er annar vinkill, það gæti alveg eins verið brotist inn hjá þeim (einsog öðrum fyrirtækjum með upplýsingar online) og upplýsingum um prófíla notendur stolið...
Ég er ekki notandi á Meniga, en það hefur ekkert með skilmálana þeirra að gera.
En mér finnst þetta stórsniðug hugmynd hjá þeim.
Ekkert athugavert við að Meniga setji t.d. fyrirvara um að ef þeir sameinist öðru fyrirtæki. Annað væri einfaldlega ekki hægt.
En ég hef hinsvegar skoðun á einstaka athugasemdum.
biturk skrifaði:ég bara get ekki séð hvernig einhver getur notfært sér þær og það komi niður á mér
[...]
ef það hjálpar einhverjum að skoða hvernig ég sinni fjármáluinum þá er það frábært en ég get samt ekki séð að á nokkurn hátt að það geti skaðað mig
á hvaða veg er hægt að misnota þessar upplýsingar þannig að þær skaði mig eða þig?
Þú getur svosem gert upp við sjálfan þig hvort þessar upplýsingar munu skaða þig nú eða seinna, en að halda því fram að svona upplýsingar geti ekki skaðað neinn (getur ekki séð hvernig þetta getur skaðað viðmælanda þinn "eða þig?") er fáránlegt.
Á sama tíma og við (litlu íslendingarnir) lifðum í þeirri sápukúlu að allir séu heiðarlegir og vingjarnlegir, þá voru vinnuveitendur erlendis löngu byrjaðir að "googla" atvinnumsækjendur, skoða facebook, myspace og friendster prófíla og hvaðeina. Og svo jafnvel meina þeim um vinnu byggt á upplýsingum sem jafnvel er bannað að spyrja um í atvinnuviðtali (eins og hvers trúar viðkomandi er).
Það hafa jafnvel sprottið upp "þjónustur" sem gera þetta fyrir fyrirtæki, finna upplýsingar og búa til prófíl fyrir viðkomandi atvinnuumsækjanda...
Nú mörgum árum seinna eru íslenskir atvinnuveitendur "loksins" byrjaðir að googla umsækjendur áður en þeir eru ráðnir, til að vega og meta "hvernig einstaklingur" viðkomandi sé.
Ein af mörgum umræðum sem eru í gangi núna í BNA er hvort að vinnuveitendur eigi að fá upplýsingar um það þegar kona fer til læknis og biður um pilluna.
En vegna trúarlegra ástæðna þá sumir hópar á móti pillunni, og upp hafa risið talsmenn þessa sem finndist þetta allt í lagi því þá gæti það sleppt því að ráða konur sem væru ekki nógu biblíulegar.
Og þú heldur í alvörunni að upplýsingar um neyslumynstur sé ekki hægt að nota gegn fólki?
Það er engin ástæða til að slaka á öryggiskröfum gagnvart fyrirtækjum sem hafa persónugreinalegar upplýsingar um fólk.
Vaski skrifaði:...að þá er ég að vísu á þeirri skoðun að mér finnst betra að ef það byrtast auglýsingar, að þá eiga þær að vera að auglýsa eitthvað sem mér gæti þótt áhugavert
[...]
en auðvita umræða sem á rétt á sér
Umræða sem fer of lítið fyrir... En ég er annarrar skoðunnar. Því ég missi pottþétt af fullt af áhugaverðu efni þegar veitur eru farnar að ákveða hvaða auglýsingar ég sé byggt á því hvað veiturnar halda að ég vilji sjá.
Ég er nett leiður að sjá sömu 5 auglýsingarnar á öllum síðum sem ég fer á, sé aldrei neitt annað.
Og verra þykir mér þegar leitarvélar ætla að hafa svona vit fyrir mér líka, gerir leitina ekkert alltaf auðveldari.
Daz skrifaði:Þá þurfa þeir sem kaupa þínar persónulegu upplýsingar af meniga ( sem er ekki í boði sýnist mér) að ná að tengja þig á netinu við þennan prófíl. Þannig að kaupandinn þyrfti líklega líka að fá aðgangsskrár frá Meninga eða upplýsingar frá internetþjónustuaðilanum þínum, til að geta tengt IP töluna við þig.
Hægt að útfæra þetta á ótal vegu...
Það má líka hafa það í huga að bæði Google og Facebook fylgjast með næstum hverju skrefi sem þú tekur "online". Bæði fyrirtækin fá að vita í hvert sinn sem þú ferð á mbl.is t.d., og bæði fyrirtækin fá að vita í hvert sinn sem þú ferð á visir.is, bleikt.is og ýmsar aðrar síður.
Ef að fyrirtæki væri á annað borð í þessum business, að kaupa persónugreinalegar upplýsingar oþh, þá væru líkur á að það fyrirtæki væri eflaust komið með nóg af gögnum annarsstaðar frá til að vita hver þú ert "á netinu".
Ég á nú ekki von á að Meniga stefni á að fara að selja þessar upplýsingar, en svo er annar vinkill, það gæti alveg eins verið brotist inn hjá þeim (einsog öðrum fyrirtækjum með upplýsingar online) og upplýsingum um prófíla notendur stolið...
Ég er ekki notandi á Meniga, en það hefur ekkert með skilmálana þeirra að gera.
En mér finnst þetta stórsniðug hugmynd hjá þeim.
Mkay.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Öll svona upplýsingaöflun er hægt að nýta á einhvern hátt. Og ekki vera svo einfaldur að halda að hún verði bara nýtt á þann hátt sem þú heldur.
Það er mikil stýring í gangi á þessu landi með upplýsingar og fréttir. Til dæmis segir RÚV svo gott sem aldrei neinar neikvæðar fréttir um Evrópusambandið sjálft.
Það er mikil stýring í gangi á þessu landi með upplýsingar og fréttir. Til dæmis segir RÚV svo gott sem aldrei neinar neikvæðar fréttir um Evrópusambandið sjálft.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Það er hollt og gott að vekja fólk til umhugsunar um svona mál.
Fyrir stuttu var frétt í sjónvarpinu um það hvernig google fylgist með netnotkun fólks, þannig var sýnt fram á að tveir notendur sem settu sama leitarorðið fengu sitthvora niðurstöðurnar. Það var af því að google var búið að fylgjast með netnotkun þeirra. Svona "rit eða neyslustýring" gerir leitina varla marktæka eða hvað finnst ykkur?
Fólk verður að athuga að persónuupplýsingar þess eru söluvara hvort sem því líkar betur eða verr.
Þegar þú ferð á facebook og lækar eittthvað eða setur inn mynd þá ertu að gefa facebook það.
Þegar þú skráir netfang á google (gmail) þá geta þeir fylgst með póstinum þínum, þú skráir þig á youtube (verður að vera með gmail) og þeir fylgjast með myndböndunum sem þú skoðar.
Þú notar chrome og þeir fylgjast með síðunum sem þú skoðar. Þessum upplýsingum er safnað saman og þær seldar svo það sé hægt að mata þig á auglýsingum sem hugsanlega fá þig til að eyða peningum. Þú ert söluvaran.
Þegar fólk segir að eitthvað sé "ókeypis" eins og t.d. meninga þá er það fjarri, þú borgar fyrir aðganginn með því að gefa þeim part af friðhelgi einkalífs þíns.
Með þessu framhaldi þá verður líf allra kortlagt í risastórum gagnagrunnum, þar sem stóri bróðir veit hver áhugamálin þín eru, hann veit hvernig þú eyðir peningunum þínum og sér þá á hvaða veitingastaði þú ferð, hversu oft í bíó og svo framvegis. Jafnvel hvaða tegund af klósettpappír þú notar og hversu oft þú kúkar.
Fólki finnst þetta kannski í lagi í dag en sá dagur á eftir að koma að fólki á ekki eftir að finnast þetta neitt sérlega sniðugt.
Það eru ekki ýkja mörg ár síðan gagnagrunnurinn hans Kára setti allt á annan endann hérna, það þurfti lagasetningar og ég veit ekki hvað og hvað. Núna virðast allir meiga allt.
Fyrir stuttu var frétt í sjónvarpinu um það hvernig google fylgist með netnotkun fólks, þannig var sýnt fram á að tveir notendur sem settu sama leitarorðið fengu sitthvora niðurstöðurnar. Það var af því að google var búið að fylgjast með netnotkun þeirra. Svona "rit eða neyslustýring" gerir leitina varla marktæka eða hvað finnst ykkur?
Fólk verður að athuga að persónuupplýsingar þess eru söluvara hvort sem því líkar betur eða verr.
Þegar þú ferð á facebook og lækar eittthvað eða setur inn mynd þá ertu að gefa facebook það.
Þegar þú skráir netfang á google (gmail) þá geta þeir fylgst með póstinum þínum, þú skráir þig á youtube (verður að vera með gmail) og þeir fylgjast með myndböndunum sem þú skoðar.
Þú notar chrome og þeir fylgjast með síðunum sem þú skoðar. Þessum upplýsingum er safnað saman og þær seldar svo það sé hægt að mata þig á auglýsingum sem hugsanlega fá þig til að eyða peningum. Þú ert söluvaran.
Þegar fólk segir að eitthvað sé "ókeypis" eins og t.d. meninga þá er það fjarri, þú borgar fyrir aðganginn með því að gefa þeim part af friðhelgi einkalífs þíns.
Með þessu framhaldi þá verður líf allra kortlagt í risastórum gagnagrunnum, þar sem stóri bróðir veit hver áhugamálin þín eru, hann veit hvernig þú eyðir peningunum þínum og sér þá á hvaða veitingastaði þú ferð, hversu oft í bíó og svo framvegis. Jafnvel hvaða tegund af klósettpappír þú notar og hversu oft þú kúkar.
Fólki finnst þetta kannski í lagi í dag en sá dagur á eftir að koma að fólki á ekki eftir að finnast þetta neitt sérlega sniðugt.
Það eru ekki ýkja mörg ár síðan gagnagrunnurinn hans Kára setti allt á annan endann hérna, það þurfti lagasetningar og ég veit ekki hvað og hvað. Núna virðast allir meiga allt.
Re: meniga.is - skilmálarnir
Ekki gleyma því hvernig facebook náði að sannfæra eigendur vefsíðna um að það væri sjúklega góð hugmynd að leyfa þeim að njósna um notendurna þína. Af því að "þá læka þeir kannski síðuna þína".
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
- Reputation: 12
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Mér finnst einmitt Meniga vera að passa sig á þessum hlutum sem þú ert að tala um í skilmálum sínum með því að gera skýran greinarmun á persónuupplýsingum og tölfræði (unnum upplýsingum, ekki hrágögnum). T.d. þegar þú hættir hjá Meniga að þá eyða þau út öllum gögnum um þig. Ég er skráður hjá Meniga og nota það, en kemur ekki til hugar að skrá mig á facebook (en nota síðan google þjónustur alveg út í eitt, sem er engu betra en facebook )
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16491
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Vaski skrifaði:Mér finnst einmitt Meniga vera að passa sig á þessum hlutum sem þú ert að tala um í skilmálum sínum með því að gera skýran greinarmun á persónuupplýsingum og tölfræði (unnum upplýsingum, ekki hrágögnum). T.d. þegar þú hættir hjá Meniga að þá eyða þau út öllum gögnum um þig. Ég er skráður hjá Meniga og nota það, en kemur ekki til hugar að skrá mig á facebook (en nota síðan google þjónustur alveg út í eitt, sem er engu betra en facebook )
Já, þeir segjast eyða gögnunum eftir ~2 mánuði, ég ætla ekkert að rengja það en þá eru þeir hugsanlega búnir að selja þriðja aðila gögnin og það kemur hvergi fram að sá aðili þurfi að eyða gögnunum. Þannig séð er þetta bara orðaleikur.
Ef ég mætti ráða, fá þessa þjónustu og borga fyrir hana X krónur á mánuði eða gefa þeim leyfi til að safna þessum upplýsingum og selja áfram þá myndi ég frekar vilja borga X krónur.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: meniga.is - skilmálarnir
Þið vitið að bankarnir borga þetta
og mér finnst þetta fínt að sjá hvað ég er að eyða í það er samt ekkert voðalega gott þar sem ég eyði of miklu .....
og mér finnst þetta fínt að sjá hvað ég er að eyða í það er samt ekkert voðalega gott þar sem ég eyði of miklu .....