"Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf tdog » Mið 11. Apr 2012 13:31

Þetta er mjög algengur misskilningur og það skilja þetta ekki allir.




bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf bixer » Mið 11. Apr 2012 15:02

kizi86 skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:
dori skrifaði:
Kristján skrifaði:mesta sem ég fæ úr 12MB adslinu mínu er 1.2MB...

Það að þú kallir ADSLið þitt 12MB[/s] en ekki 12Mb/s fær mig til að taka mjög lítið mark á því sem þú hefur að segja.

Ég misskildi þetta á sama hátt hérna áður fyrr en mín 12Mb tenging er að skila mest 1,4MB á sec... Kann nú ekki að reikna þetta en geri nú ráð fyrir að 12Mb tenging ætti að vera hraðari en svo...


hraði á nettengingum er alltaf gefinn upp í Megabitum, til að finna út hver "raunverulegur" hraði í MegaBætum, þá þarftu að deila með 8, þar sem það eru 8 bitar í hverju bæti, svo 12/8= 1.5MB/s MAX, að sért að fá 1.4MB/s er bara þokkalega gott, sérstaklega miðað við staðsetningu (þekki nokkra á siglufirði, og netið er í algeru fokki hjá þeim öllum)


bjó á siglufirði og netið var rosalega gott. vorum að borga fyrir 12 mb/s og var að fá sirka 15-20 mb/s var reyndar í endanum á bænum í hverfi þar sem var mikið af eldra fólki...



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf audiophile » Mið 11. Apr 2012 15:16

tdog skrifaði:
audiophile skrifaði:Er með Ljósnetið hjá Símanum og það er rétt svo að skila 30mbit af auglýstum 50mbit. Var betra þegar ég fékk það fyrst þá náði það alveg rúmlega 50mbit.


Þá hefur villuvarnarbúnaður tekið við og lækkað hraðann til þín til þess að auka stöðugleika.


Og hann er greinilega farinn því ég er aftur kominn upp í 52mbit en latency aukist í 35ms :face


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf tdog » Mið 11. Apr 2012 22:20

audiophile skrifaði:
tdog skrifaði:
audiophile skrifaði:Er með Ljósnetið hjá Símanum og það er rétt svo að skila 30mbit af auglýstum 50mbit. Var betra þegar ég fékk það fyrst þá náði það alveg rúmlega 50mbit.


Þá hefur villuvarnarbúnaður tekið við og lækkað hraðann til þín til þess að auka stöðugleika.


Og hann er greinilega farinn því ég er aftur kominn upp í 52mbit en latency aukist í 35ms :face


Þú getur hringt í Símann og beðið um að hraðinn sé lækkaður niður. Það mun stytta latencyið til muna og oftast er þetta gert um hæl myndi ég halda.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf capteinninn » Mið 11. Apr 2012 22:53

Þeir samt eru að rugla í þeim sem kunna ekki á tölvur með svona auglýsingum, hinn almenni notandi þekkir ekkert muninn á MB og Mb eða Megabit eða Megabyte.



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf intenz » Mið 11. Apr 2012 23:25

Satt, þetta getur verið ruglandi fyrir hinn almenna notanda, sem í flestum tilfellum veit ekki muninn á MB eða Mb.

Hef mjög oft lent í því að fólk spyrji mig af hverju það sé að fá svona lélegan hraða á netinu. Þá eru þau t.d. með 12 Mb tengingu og eru að fá ~1,5 MB/s, sem eru einmitt hámarks afköst af 12 Mb tengingu (12/8 = 1,5). Virkilega leiðinlegt og ruglandi að fara að útskýra fyrir fólki hvað margir bitar eru í einu bæti og þar fram eftir götunum. Netfyrirtækin þurfa að koma með einhverja lausn á þessu, þar sem stærsti hluti markhópsins veit ekkert muninn á þessu tvennu.

En þessi reglugerð sem ég benti á í upphaflega póstinum, snýst ekki út á þennan "misskilning". Heldur snýst hún út á það að internetfyrirtæki komist ekki upp með að segja í auglýsingum að með ákveðinni tengingu náiru allt að 50 Mb/s. Svo endar maður með að ná bara 20Mb/s eða minna, og fyrirtækið skýlir sig svo á bakvið afsökunina að maður sé of langt frá símstöð og að smáaletrið segi "ALLT AÐ auglýstum hraða".


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf Some0ne » Mið 11. Apr 2012 23:32

Desria skrifaði:Get ekki sagt að ég séi ósáttur með þetta. Er að borga fyrir 16mbps en fæ bara 6-8 mbps.


Þá ræður línan þín ekki við meira, og þú heimskur að vera að halda áfram að borga fyrir 16mb sem er ónáanlegt á línunni?

Svo geri ég ráð fyrir að flestir vaktarar eru með tölvurnar sínar snúrutengdar á networkið hjá sér og ættu flestir að ná topphraða, hinsvegar er afar mikið um kannski almenna notendur sem eru kannski með 50mb ljósleiðara og eru að kvarta yfir að ná ekki fullum hraða í gegnum wifi, sem að er eins stöðugt og jójó á köflum.

Svo ofaná það, þá er einfaldara fyrir fyrirtækin að hafa bara færri þjónustuleiðir með sama hraðaþak á ADSLi heldur en að vera með 4,6,8,10,12,14mb hraða + 10,20,40,80,140gb download, á endanum snýst þetta allt um að láta viðskiptavininn fá eins mikið og hægt er miðað við þær aðstæður sem eru til staðar hugsa ég..



Skjámynd

AndriKarl
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2009 22:46
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf AndriKarl » Fim 12. Apr 2012 00:08

audiophile skrifaði:
tdog skrifaði:
audiophile skrifaði:Er með Ljósnetið hjá Símanum og það er rétt svo að skila 30mbit af auglýstum 50mbit. Var betra þegar ég fékk það fyrst þá náði það alveg rúmlega 50mbit.


Þá hefur villuvarnarbúnaður tekið við og lækkað hraðann til þín til þess að auka stöðugleika.


Og hann er greinilega farinn því ég er aftur kominn upp í 52mbit en latency aukist í 35ms :face

Ég er líka með ljósnet hjá símanum og það er búið að láta eitthvað kjánalega í dag.
Mynd



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4336
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 385
Staða: Tengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf chaplin » Fim 12. Apr 2012 00:19

Addi: Sama hér, hef aldrei fengið svona góða hraða.

Mynd
Mynd
Mynd

Ljósleiðari, Síminn.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 12. Apr 2012 22:53

Kristján skrifaði:það vantar líka að breyta merkinu harðadiska í tölvuverslunum.

1TB auglýstur diskur er ekki 1TB

minn 1TB diskur er ekki nema 931GB...

mesta sem ég fæ úr 12MB adslinu mínu er 1.2MB...

hvernig væri bara að hafa þetta rétt


Rétt að vissu leiti hjá þér. Diskarnir eru gefnir upp sem 1 TB (Terabyte) en eru í raun 931 GiB (Gibibyte), binary values sem tölvan reiknar með (sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Byte#Unit_multiples). Það er ekki það að verslanir eða framleiðendur diskanna auglýsi stærðina á rangan hátt, það er í raun þekkingarleysi kúnnans sem spilar þarna inn í.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf capteinninn » Fim 12. Apr 2012 22:56

Sá "könnun" fréttablaðsins í dag

Ert þú ánægð(ur) með hraða netsins á heimili þínu?
Já 43.2%
Nei 56.8%

http://vefblod.visir.is/index.php?s=5977&p=130280




Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf Some0ne » Fim 12. Apr 2012 23:54

hannesstef skrifaði:Sá "könnun" fréttablaðsins í dag

Ert þú ánægð(ur) með hraða netsins á heimili þínu?
Já 43.2%
Nei 56.8%

http://vefblod.visir.is/index.php?s=5977&p=130280


Það er ekki endilega sjálf nettengingin sem er the culprit í ansi mörgum tilvikum



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf Kristján » Fös 13. Apr 2012 08:23

KermitTheFrog skrifaði:
Kristján skrifaði:það vantar líka að breyta merkinu harðadiska í tölvuverslunum.

1TB auglýstur diskur er ekki 1TB

minn 1TB diskur er ekki nema 931GB...

mesta sem ég fæ úr 12MB adslinu mínu er 1.2MB...

hvernig væri bara að hafa þetta rétt


Rétt að vissu leiti hjá þér. Diskarnir eru gefnir upp sem 1 TB (Terabyte) en eru í raun 931 GiB (Gibibyte), binary values sem tölvan reiknar með (sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Byte#Unit_multiples). Það er ekki það að verslanir eða framleiðendur diskanna auglýsi stærðina á rangan hátt, það er í raun þekkingarleysi kúnnans sem spilar þarna inn í.


þú getur ekki ætlast til að allir viti hvernig þetta vikar....

eins með hestöfl sem eru auglýst á bílum.. eru þau tekin frá vél, gírkassa eða hjólum?
wött í hátölörum, RMS (það sem menn eiga að skoða) eða peak, þar sem seljandi getur sett hæstu töluna 1000W eða eitthvað.

hvernig væri bara að koma til móts við hinn venjulega kúnna sem er að reyna að frá sér fína tölvu með fína nettengingu sem keyrir um á bíl sem hann veit hvar hestölfin koma því það var sagt honum og er með fínt heimabóí kerfi sem er nokkuð kraftmikið (200-300W rms) og svo góðann magnara til að keyra það.

einhverneginn held ég að fólk sem veit þetta allt sé í MIKLUM minni hluta miða við fólk sem veit þetta ekki og heldur að það sé verið að taka sig þurt í bossann




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf vesley » Fös 13. Apr 2012 09:23

1TB = 1,000,000,000,000B

931.32*1024*1024*1024 = 1,000,000,000,000B

Það er í rauninni hægt að segja að diskurinn sé bæði 1TB og ekki 1TB.

Rétt 1TB er 1024GB sama með 1MB= 1024KB.

Windows reiknar/les stærðina á diskum í binary og þar með "minnkar" stærðin á þeim þegar þú skoðar þá í "my-computer"


numbering system (decimal) used by Hard drive vendors differs from numbering system (binary) used by operating systems.

For example HDD manufacturers TB = 1,000,000,000,000 (10^12) (Base10 – decimal)
operating systems TB = 1,099,511,627,776 (2^40) (Base2 – binary)

Since the operating system counts in binary, 10^12 equates to around 931GB (10^12/2^30).


Það er ekki verið að taka neinn ósmurt. Þetta getur hinsvegar verið mjög ruglingslegt.

Það kom mér samt á óvart hvað það vissu þetta margir þegar ég var að vinna sem sölumaður. :)



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf dori » Fös 13. Apr 2012 11:31

Some0ne skrifaði:
hannesstef skrifaði:Sá "könnun" fréttablaðsins í dag

Ert þú ánægð(ur) með hraða netsins á heimili þínu?
Já 43.2%
Nei 56.8%

http://vefblod.visir.is/index.php?s=5977&p=130280


Það er ekki endilega sjálf nettengingin sem er the culprit í ansi mörgum tilvikum

Þegar fólk upplifir nettenginguna sína þá er það mest megnis hversu hratt vefsíður eru að ræsa sig upp og verða virkar. Hægar vefsíður eru nokkur hundruð millisekúndur að skila sér til notandans. Að sækja allt statískt efni og að rendera síðuna tekur 1-3 sekúndur, jafnvel meira.

Fyrir utan það tryggir þessi reglugerð væntanlega bara það að þú færð auglýsta bandvídd (hvenær fór fólk að rugla bandvídd og hraða saman? Þegar það fór að nota DC?) á netið hjá þjónustuaðilanum. Þannig að þeir geta ekki verið að selja fólki 16mbps tengingu og svo lækkað bandvíddina niður í 8mbps án þess að láta vita til að "tryggja stöðugleika". Ég lenti einhverntíma í því að vera kappaður í 1mbps útaf því að tæknimaður var að prufa eitthvað (ég man ekki hverju var logið að mér). Svo var maður reglulega kappaður eitthvað niður þegar ég var hjá Tal, í einhverjar random tölur og það lagaðist alltaf þegar maður hringdi og kvartaði... :thumbsd



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf AciD_RaiN » Fös 13. Apr 2012 16:39

Einhver sagði hér fyrr í þræðinum að það væri crappy nettenging á Siglufirði. Get ekki sagt að það sé neitt voða slæm tenging á meðan ég er með 12Mb/s og er að sækja á 1,7-2,1MB/s akkúrat núna...

Mynd


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

vargurinn
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Mán 02. Jan 2012 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: hafnarfijorden
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf vargurinn » Fös 13. Apr 2012 19:17

Til að vera viss: til að sjá hraðann fer maður í control panel -> view network status and tasks-> ýtir síðan á nafnið á routernum og sjá þar speed , eða er þetta öðruvísi. Stendur nefnilega 52 mb /s , en hef aldrei farið yfir 1,2 mb /s .52/ 8 = 6.5

bið afsökunar ef ég er að tala tóma steypu :/


HAF 912 PLUS|i5 3570k|Msi 7850 twin frozr III |Asus P8z77-VLX |8GB Mushkin Blackline 1600 MHz|2TB Seagate|CX600 V2|Coolermaster Hyper 212+//Logitech z523|Logitech G500

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf tdog » Fös 13. Apr 2012 20:51

vargurinn skrifaði:Til að vera viss: til að sjá hraðann fer maður í control panel -> view network status and tasks-> ýtir síðan á nafnið á routernum og sjá þar speed , eða er þetta öðruvísi. Stendur nefnilega 52 mb /s , en hef aldrei farið yfir 1,2 mb /s .52/ 8 = 6.5

bið afsökunar ef ég er að tala tóma steypu :/


Nei, þetta er hæsti mögulegi hraði sem að þráðlausi staðallinn sem þú tengist með getur borið, 802.11g n.t.t.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 13. Apr 2012 21:38

vesley skrifaði:1TB = 1,000,000,000,000B

931.32*1024*1024*1024 = 1,000,000,000,000B

Það er í rauninni hægt að segja að diskurinn sé bæði 1TB og ekki 1TB.



Nei, í rauninni ættu stýrikerfin að lista þetta sem TiB, GiB, MiB og þar fram eftir götunum...




hrabbi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 07. Feb 2008 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf hrabbi » Mán 16. Apr 2012 01:58

Hvernig er hraðinn hjá þeim ykkar sem eru hjá Tal? Ég er ekki að sjá þessi "allt að" 12Mb/s sem þeir auglýsa (reyndar stendur 12MB heh)?
6.5Mb/s MAX finnst mér helvíti lélegt. 15 ára hús í jafngömlu hverfi.

Sé að Vortex eru að bjóða 60Mb/s VDSL og með sama gagnamagni kostar það 1000kr minna en ADSL hjá Tal...



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf dori » Mán 16. Apr 2012 09:17

hrabbi skrifaði:Sé að Vortex eru að bjóða 60Mb/s VDSL og með sama gagnamagni kostar það 1000kr minna en ADSL hjá Tal...

Ef þú átt kost á VDSL er engin ástæða til að hanga á ADSLinu. Fyrir utan að eftir mína reynslu sé ég enga ástæðu til að hanga hjá Tal :P



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf kizi86 » Mán 16. Apr 2012 09:43

AciD_RaiN skrifaði:Einhver sagði hér fyrr í þræðinum að það væri crappy nettenging á Siglufirði. Get ekki sagt að það sé neitt voða slæm tenging á meðan ég er með 12Mb/s og er að sækja á 1,7-2,1MB/s akkúrat núna...

Mynd

þá hefur eitthvað mikið breyst á stuttum tíma.. allavega veit ég um tvo einstaklinga sem eru enn með mjög svo lélegt net, einn á hvanneyrarbraut, þar t.d dettur netið alltaf út þegar álag er, t.d þegar fréttatímar eru, og allir að nota adsl fyrir sjónvarpið.
og ein sem býr á hverfisgötunni, þar er netið svo hægt, að það mætti halda að hún væri á dialup, en ekki adsl

þegar ég var hjá henni um daginn, gerði ég speedtest, og var hraðinn fyrir neðan allar hellur, var að fá mest 4Mbit og hún er að borga fyrir 16Mbit..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: "Þú færð ALLT AÐ 50 Mb/s"

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 16. Apr 2012 20:37

Kristján skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
Kristján skrifaði:það vantar líka að breyta merkinu harðadiska í tölvuverslunum.

1TB auglýstur diskur er ekki 1TB

minn 1TB diskur er ekki nema 931GB...

mesta sem ég fæ úr 12MB adslinu mínu er 1.2MB...

hvernig væri bara að hafa þetta rétt


Rétt að vissu leiti hjá þér. Diskarnir eru gefnir upp sem 1 TB (Terabyte) en eru í raun 931 GiB (Gibibyte), binary values sem tölvan reiknar með (sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Byte#Unit_multiples). Það er ekki það að verslanir eða framleiðendur diskanna auglýsi stærðina á rangan hátt, það er í raun þekkingarleysi kúnnans sem spilar þarna inn í.


þú getur ekki ætlast til að allir viti hvernig þetta vikar....

eins með hestöfl sem eru auglýst á bílum.. eru þau tekin frá vél, gírkassa eða hjólum?
wött í hátölörum, RMS (það sem menn eiga að skoða) eða peak, þar sem seljandi getur sett hæstu töluna 1000W eða eitthvað.

hvernig væri bara að koma til móts við hinn venjulega kúnna sem er að reyna að frá sér fína tölvu með fína nettengingu sem keyrir um á bíl sem hann veit hvar hestölfin koma því það var sagt honum og er með fínt heimabóí kerfi sem er nokkuð kraftmikið (200-300W rms) og svo góðann magnara til að keyra það.

einhverneginn held ég að fólk sem veit þetta allt sé í MIKLUM minni hluta miða við fólk sem veit þetta ekki og heldur að það sé verið að taka sig þurt í bossann


Það er ekki hægt að segja að þetta sé rangt auglýst. Það væri hægt að selja diskana sem 1 TiB, sem gera ~1074 GB...