Bleksprautuprentari eða Laserprentari

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Bleksprautuprentari eða Laserprentari

Pósturaf Krissinn » Fös 02. Mar 2012 19:15

Hver er munurinn? Og hvor þeirra skilar bestu gæðum?



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3846
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Bleksprautuprentari eða Laserprentari

Pósturaf Tiger » Fös 02. Mar 2012 19:18

Bleksprautu skilar miklu betri gæðum ef þú ert að prenta úr ljósmyndir á góðan ljómyndapappír. Laserprentari þarf að vera gríðarlega dýr til að ná flottum litagæðum, en mjög henntugur ef þú ert að prenta mikið svarthvítt t.d. ritgerðir og þessaháttar. Mun ódýrari í rekstri í svoleiðis dæmi.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bleksprautuprentari eða Laserprentari

Pósturaf hagur » Fös 02. Mar 2012 19:28

Laser prentari er líka margfalt fljótari að prenta, sem er mikill kostur þegar maður er að prenta út langar ritgerðir, svo dæmi sé tekið.



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Bleksprautuprentari eða Laserprentari

Pósturaf Krissinn » Fös 02. Mar 2012 20:12

Okey, ég er að hugsa um prentun á ljósmyndum á ljósmyndapappir. Veit einhver hvernig þessi hefur verið að koma út: http://tolvutek.is/vara/canon-pixma-ip3 ... tuprentari



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3846
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Bleksprautuprentari eða Laserprentari

Pósturaf Tiger » Fös 02. Mar 2012 22:07

þessi prentari er alveg örugglega fínn fyrir peninginn. Eins í þessu að þú færð oft það sem þú borgar fyrir að vissu leiti. Held að prentunin sé mjög fín, spurning um endinguna. Ég keypti mér MP630 frá Canon á sínum tíma og prentar mjög vel, en var fjótur að fara að spóla og flækja pappír ofl, enda ekki dýr prentari á sínum tíma.



Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Bleksprautuprentari eða Laserprentari

Pósturaf Krissinn » Fös 02. Mar 2012 23:50

Tiger skrifaði:þessi prentari er alveg örugglega fínn fyrir peninginn. Eins í þessu að þú færð oft það sem þú borgar fyrir að vissu leiti. Held að prentunin sé mjög fín, spurning um endinguna. Ég keypti mér MP630 frá Canon á sínum tíma og prentar mjög vel, en var fjótur að fara að spóla og flækja pappír ofl, enda ekki dýr prentari á sínum tíma.


Bróðir pabba var að kaupa svona prentara í gær og pabbi var eitthvað búinn að skoða þetta og hann sagði við mig að það það kæmu mjög skýrar og fínar myndir úr honum, okkur langar að geta prentað valdar ljósmyndir út á ljósmyndapappír og sett tildæmis í ramma eða albúm. Hann á nefnilega Olympus E-400 myndavél og það er ekkert flott að prenta ljósmyndir teknar með henni með HP 1500 sem við erum með núna :P



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Bleksprautuprentari eða Laserprentari

Pósturaf dori » Fös 02. Mar 2012 23:55

Svo er alltaf spurning um að kaupa sér ekki rándýran prentara sem kostar töluvert í rekstri heldur nota bara framköllunarþjónustu. Þannig er hægt að tryggja bestu gæðin.

Bara að henda þessu inn sem option sem ætti að skoða.