GuðjónR skrifaði:tomasjonss skrifaði:Ég á þrjár stelpur og tvisvar hafa þær verið að fá viðbjóðsleg skilaboð nota bene ekki frá fimmtugum köllum, heldur einhverjum sick kerlingum.
Kellingum? wtf? eru það þá ekki bara sick karlar að þykjast vera kerlingar til að villa einn frekar á sér heimildir?
Annars með þetta facebook þá eiga foreldrar að vita lykilorð og fylgjast reglulega með því sem fram fer, annars ekkert FB!
Ég er sammála að foreldrar eigi að vita lykilorð barna á facebook/myspace/blogcentral/hvaðsemvar/hvaðsemverður og geta gripið inn í ef þörf er á.
Börn gera sér líka oft ekki grein fyrir því heldur að það getur verið særandi það sem skrifað er og þessir miðlar notaðir til eineltis.
Hinsvegar eru margir foreldrar ekkert tæknilega sinnaðir sjálfir og eiga því erfitt með að fylgja þessu eftir...
GuðjónR skrifaði:Og annað, þú ÁTT að vita lykilorðið hjá makanum og vice versa.
LinkurAnnar linkur
Þarna er ég ósammála þér á svo mörgum sviðum...
Tökum þessa umræðu sem dæmi... finnst þér í alvörunni að þú eigir að koma fram við makann þinn eins og þú kemur fram við börnin þín?
Þ.e.a.s. "fara fram á" að þú vitir lykilorðið þeirra? (af því að þú treystir ekki makanum.)
(Sumir líta líka svo á að makinn eigi að "hlýða" þegar hann/hún er beðinn um eitthvað, og talar næstumþví alveg eins við makann og þegar það er að segja barninu að gera e-ð.)
Sumt fólk er með "sameiginlegt" facebook, og allt í góðu, sumt fólk veit lykilorðin hjá hvort öðru, og allt í góðu, en það á enganveginn að vera skylda/krafa um að vita lykilorðin hjá hvort öðru að facebook/pósthólfinu/whatever.
Ef að það er í alvöru staðan þá ertu með e-ð trust-issue í sambandinu og vandamálið er allt annað en facebook.
Ég skil í alvörunni ekki afhverju fólk þarf að vera að "hnýsast" í póst/fb/whatever makans, og skil ennþá minna þörf þessa sama fólks til þess að hnýsast reglulega í pósthólf makans löngu eftir að sambandið endar (vegna þess að fólk breytir aldrei um lykilorð.)
Ég veit að vísu lykilorðið hjá konunni að FB, en mér dettur ekki í hug að kíkja inn á það, jafnvel þó ég geti stundum verið forvitinn að eðlisfari...
Konan vill kannski eiga einhver samtöl við vinkonur sínar sem að hún vill ekkert endileg að ég sé að hnýsast í.
Mkay.