First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf bjornvil » Þri 17. Jan 2012 00:13

Sælir

Er að skoða það að kaupa mér ZTE Blade, yrði fyrsti Android síminn minn. Er búinn að lesa mér mikið til og miðað við verðið og specca þá getur þessi sími varla klikkað.

En það sem heillar mig mest er að fara beint í að roota símann og setja upp CyanogenMod 7 eða eitthvað annað en Froyo.

Er ég í ruglinu með að fara í svona pælingar strax? Finnst þessi sími ekki það spes að ég mundi nenna að hafa hann stock... Ef ég væri að fara í dýrari síma mundi ég ekki fara að hræra í honum strax allavega :)

Er einhver hérna með reynslu af því að roota svona síma, og jafnvel þá með reynslu af CyanogenMod? Endilega deila með mér ef svo er :)

Ég er svo sem ekki með neitt vit á svona, enda aldrei verið með Android síma áður, en ég er fiktari af guðs náð og ef að ég get gúgglað það þá get ég yfirleitt fikrað mig fram úr hlutunum.

What say you? ZTE Blade, er þessi sími málið? Og ef svo... er málið að fara strax í að hræra í honum, eða halda honum stock í einhvern tíma?

BTW þá er ég ekki alveg grænn á Android, gaf kærustunni Wildfire S í jólagjöf og er búinn að vera að fikta í honum og dauðlangar í Android síma fyrir mig :)



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf mundivalur » Þri 17. Jan 2012 00:40

Þetta er frábær sími til að setja custom rom á og læra á android ,til hugur af roms fyrir Blade
það slæma er myndavélin er frekar slow og stundum væri maður alveg til í meiri kraft :D
Annars er þetta fínn sími og góður skjár
Hér er eitthvað um Blade root



Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf bjornvil » Þri 17. Jan 2012 00:46

mundivalur skrifaði:Þetta er frábær sími til að setja custom rom á og læra á android ,til hugur af roms fyrir Blade
það slæma er myndavélin er frekar slow og stundum væri maður alveg til í meiri kraft :D
Annars er þetta fínn sími og góður skjár
Hér er eitthvað um Blade root


Hvar er það aðallega sem maður finnur fyrir því að vanti afl? Eins og ég segi, hef ekki mikið verið með svona gáfusíma þannig að ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu :)



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf Minuz1 » Þri 17. Jan 2012 02:45

bjornvil skrifaði:
mundivalur skrifaði:Þetta er frábær sími til að setja custom rom á og læra á android ,til hugur af roms fyrir Blade
það slæma er myndavélin er frekar slow og stundum væri maður alveg til í meiri kraft :D
Annars er þetta fínn sími og góður skjár
Hér er eitthvað um Blade root


Hvar er það aðallega sem maður finnur fyrir því að vanti afl? Eins og ég segi, hef ekki mikið verið með svona gáfusíma þannig að ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu :)


Leikir, hi res video playback...the usual


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


AronOskarss
has spoken...
Póstar: 176
Skráði sig: Sun 06. Feb 2011 14:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf AronOskarss » Fim 19. Jan 2012 22:49

Dualcore simarnir eru einhverjum millisec fljótari að opna flest forrit, tekur varla eftir þvi. en ég færi ekki neðar en 1000ghz single core.(skoðaði ekki blade)
Svo er bara must að fara i root og vitleisu, annars er ekkert jafn gaman að þessu. Ég er samt alveg háður, cyanogenmod, finn ekki betri rom.




rannaf
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Sun 16. Maí 2010 18:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf rannaf » Fim 19. Jan 2012 23:22

má ég spyrja hvað græðir maður á að "roota" símann og hvað er CyanogenMod er þetta bara "theme" eða gerir það eithvað meira?



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf kizi86 » Fim 19. Jan 2012 23:34

rannaf skrifaði:má ég spyrja hvað græðir maður á að "roota" símann og hvað er CyanogenMod er þetta bara "theme" eða gerir það eithvað meira?


að "roota" síma er hreinlega að fá fullt aðgengi að kerfinu, nokkurskonar administrator aðgangur að símanum, þá getur þú gert hvað sem er við símann, eytt út forritum sem komu með simanum, sett forrit á sd kortið í staðinn fyrir innra minni símans og til dæmis sett upp custom rom eins og cyanogenmod..

custom rom td cyanogenmod, er unofficial moddað kerfi, þ.e kemur ekki frá símaframleiðendunum sjálfum eða google, yfirleitt miiiklu betra, fleiri uppfærslur og mikið af moddunum sem gera kerfið hraðvirkara og svo framvegis..

að mínu mati er "rootun" algjört möst, og kostirnir eru svoooo miiiiklu fleiri heldur en gallarnir

en ef veist ekkert hvað ert að gera og lest ekki vel hvert einasta skref og ALLT sem stendur í símanum og guide-inu sem er fyrir þinn síma þá getur farið illa, bara muna að lesa ALLT allaveganna 2x yfir áður en ferð að gera eitthvað.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf Olafst » Fim 19. Jan 2012 23:39

Ég er hæstánægður með minn ZTE Blade síma. Reyndar er þetta fyrsti Android síminn minn þannig að ég hef svosem ekki mikinn samanburð. Ég vissi fyrirfram að myndavélin væri ekkert spes þannig að ég varð ekkert fyrir vonbrigðum með hana.
Eins og mundivalur bendir á, þá væri ekkert verra að hafa sprækari örgjörfa, finnur það aðallega ef þú ert að opna þyngri apps, en skírleikinn og upplausnin í skjánum bætir það eiginlega upp :)
Get hiklaust mælt með honum sem fyrsta síma.
Mjög góður gripur fyrir ekki meiri pening en þetta.



Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf bjornvil » Fös 20. Jan 2012 14:20

Ég stökk á Nexus S tilboðið hjá Símanum í staðinn fyrir þennan. Verðið var of gott til að sleppa þessu :)




AronOskarss
has spoken...
Póstar: 176
Skráði sig: Sun 06. Feb 2011 14:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf AronOskarss » Lau 21. Jan 2012 14:35

bjornvil skrifaði:Ég stökk á Nexus S tilboðið hjá Símanum í staðinn fyrir þennan. Verðið var of gott til að sleppa þessu :)

Vel gert, drullu fínir símar.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: First time Android... ZTE Blade? CyanogenMod?

Pósturaf tlord » Fim 29. Mar 2012 13:41

hver er staðan á þessu? er ZTE Blade á 20þús ekki góð kaup fyrir android byrjanda? er hann sambærilegur við samsung símana sem kosta 40 til 60þ ?