braudrist skrifaði:Hvernig væri þá að lækka fokking verðin á ávöxtum, grænmeti og öllu þessum holla mat.
Fokking ya!
Mér hefur alltaf fundist merkilegt að óunninn sykur (þessi brúnleiti) sé dýrari en þessi unni hvíti sykur. Maður hefði haldið að meiri vinna, tíma og orka hefði farið í að framleiða hvíta sykurinn heldur en brúnleita, enda kemur hann bara nánast beint af akrinum.
Þetta á við um margar vörur, hveiti, hrísgrjón, o.fl.
Meginreglan er einfaldlega sú að því minni vinnsla því hollara.
Ég hata ekkert meira en stjórnvöld. En hvað þennan matvælaiðnað varðar þá finnst mér hann idjótískur. Hví kostar ruslmatur svona lítið og er svona aðgengilegur, á meðan hollur matur er dýr og óaðgengilegur? Stundum finnst mér að það þurfi að snúa þessu algjörlega við, og þá er spurning hvort stjórnvöld geri slíkt með handafli, þ.e. lagasetningu.
But, the slippery slope... þá endum við með allskonar boð og bönn, neyslustýringu dauðans.
Held að fólk þurfi bara að ranka við sér og éta rétt. Stjórnvöld ættu að geta stutt forvarnarstarf í þeim tilgangi, reynt að auka vitund fólks um hvað það á að éta og hvað ekki. Það er til hollur matur, en hann er ekki auðsjáanlegur.